Forsetinn og undirskriftalisti InDefence nú Íslands eina von.

Ég skora á alla þá sem ekki hafa þegar skráð sig á undirskriftalista InDefence að gera það nú þegar og skora á forsetann að synja Icesave lögunum staðfestingar og láta þjóðina kjósa um málið.

Tæp 53.000 hafa þegar skrifað undir.

Sjá undirskriftarlistann hér:

http://www.indefence.is/ 

Sjá einnig þessa grein hér

 


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonum að það nægi.

Jón Áki (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 00:03

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Sorry hann er alveg stoppaður,hættur að hækka

Sigurður Helgason, 31.12.2009 kl. 00:06

3 Smámynd: Friðrik Már

Sæll nafni,

Ekki má gleyma að Ásmundur Einar sýndi og sannaði eðli kotbóndans gegn yfirvaldinu, hvernig getur svona maður gegnt formennsku í Heimsýn ?

Þetta er allt svo sorglegt að ekki tekur neinu tali og ekk er von að Óli kallin sýni meiri dug.

Hann á tvo kosti, skrifa undir eða segja af sér og láta handhafa forsetavalds sjá um að klára málið. 

Friðrik Már , 31.12.2009 kl. 00:14

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Sammála síðustu athugasemd FMB að forsetinn okkar á aðeins 2 valkosti, þ.e. neita að staðfesta lögin og vísa þeim í þjóðaratkvæði, eða segja af sér.

Ég var harður stuðningsmaður Ólafs Ragnars þegar hann var kjörinn forseti í fyrsta skipti og stutt hann síðan, þrátt fyrir að ýmislegt hefði betur mátt fara hjá honum sérstaklega hins síðari ár þar sem hann lagðist marfaltur fyrir útrásarpakkinu og bankaglæponunum. Þar gekk hann allt of langt þó svo að meðvirkni flestra ráðamanna og þjóðarinnar væri reyndar á svipuðu stigi. Þá er þessi auðsveipni hans við þetta lið ófyrirgefanleg.

Ný fær hann einn séns og fær þá kanski uppreisn æru alla vega hluta þjóðarinnar eða a.m.k. þá sem hafa stutt hann en snúið við honum baki vegna þesa.

Þessi eini séns hans er að neita að staðfesta lögin og setja þau í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég hef smá von, en hún er ekki mikil að forsetinn fari þessa leið. Óttast að þessi frestur sé bara biðleikur hjá honum og sýndarmennska. Því miður, því þá verður hann hraksmánaður forseti þjóðarinnar og verður að víkja.

Gunnlaugur I., 31.12.2009 kl. 18:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband