Forsetinn er kominn upp við vegg vegna undirskriftalista InDefence.

Yfir 32.000 undirskriftir hafa safnast á undirskriftalista InDefence og enn bætast þúsundir manna á dag við þennan lista. Ekkert lát virðist vera á fjölgun undirskrifta enda mæla skoðanakannanir 70% til 75% andstöðu við Icesave samninginn hjá þjóðinni.

Skerjafjörður fSkilaboðin eru skýr. Þjóðin ætlar sér ekki að borga gjaldþrotaskuldir banka sem var í einkaeigu.

Það að fjöldi undirskrifta er orðin 32.000 það markar skýr og ákveðin vatnaskil. Ástæðan er að það voru 32.000 manns sem skoruðu á Forseta að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Forsetinn varð við þeirri áskorun.

Bara það að nú hafa safnast jafn margar undirskriftir og þá setja málið í mjög ákveðna stöðu. Í dag verður mjög erfitt, að mínu mati ómögulegt, fyrir Forseta að staðfesta lögin. Undirskriftalistar InDefence staðfesta að sama gjá, reyndar enn stærri, er nú milli þings og þjóðar.

Haldi þúsundir áfram að skrifa undir lista InDefence á hverjum degi þá bendir allt til þess að fjöldi undirskrifta um jól verði milli 50.000 til 60.000. Það samsvarar 20% til 25% atkvæðisbærra manna. Sjá undirskriftarlista InDefence hér: http://indefence.is/.

Þessi mikli fjöldi undirskrifta sem nú er að safnast gerir það að verkum að Forsetinn, trúnaðarmaður almennings á Íslandi númer eitt og eini fulltrúi þjóðarinnar sem þjóðin kýs í beinni kosningu, hann á ekki lengur val. Hann verður að synja lögunum staðfestingar.

Geri hann það ekki þá eyðileggur sitjandi forseti ekki bara allt það sem hann hefur staðið fyrir í sinni embættistíð sem forseti, hann eyðileggur Forsetaembættið í þeirri mynd sem hann hefur mótað það.

Mynd: Við Skerjafjörðinn, 1.11109.

 


mbl.is Fleiri áskoranir en árið 2004
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mikið er ég sammála þér hann verður að neita að skrifa undir

en er maðurinn ekki nú þegar búin að eyðileggja embættið?

Magnus (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 10:45

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

ef hann skrifar undir þá er bara eitt ráð eftir hvað varðar hann. fara út í járnvöruverslun og kaupa kyndla og heykvísl.

Fannar frá Rifi, 9.12.2009 kl. 11:09

3 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Friðrik kvað:

"Geri hann það ekki þá eyðileggur sitjandi forseti ekki bara allt það sem hann hefur staðið fyrir í sinni embættistíð sem forseti, hann eyðileggur Forsetaembættið í þeirri mynd sem hann hefur mótað það."

Og þér finnst sem sagt að ÓRG hafi staðið fyrir einhverjum heilindum, heiðarleika og staðfestu? Finnst þér hann hafa mótað embættið á einhvern meiri og betri hátt en fyrirrennarar hans? "Kommonn", Friðrik þú veizt betur. ÓRG mun líklega bara bregða sér frá, eins og Atli Gíslason, og láta varamenn sína (Jóhönnu Sig. og Ástu Ragnheiði) kvitta á plaggið.

Emil Örn Kristjánsson, 9.12.2009 kl. 12:55

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Embættið eyðilagði hann endanlega árið 2004.  Þess vegna er engin ástæða til að ætla að hann hafi áhuga fyrir því að afla sér trausts á ný meðal þjóðarinnar.

Sammála einum góðum manni sem sagði:  " ef hann skrifar undir þessi ólög, þá verður hann ekki borinn út úr fjósinu á Álftanesi,  honum verður FLEYGT ÚT " !!!

Sigurður Sigurðsson, 9.12.2009 kl. 13:16

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Emil

Ég skal viðurkenna það að mér finnst núverandi forseti hafa breytt embættinu verulega. Þessi mýta að forsetinn eigi að vera eitthvert sameiningartákn og ekki þvælast fyrir ráðherrum og Alþingi, forsetinn hefur sem betur fer slegið á þessa mýtu og fært embættið í þá átt sem það var þegar það sátu Sveinn Björnsson og Ásgeir Ásgeirsson.

Forsetinn er æðsti embættismaður þjóðarinnar, kosinn beinni kosningu af þjóðinni eins og aðrir forsetar hins vestræna heims. Hann hefur gríðarleg völd samkvæmt stjórnarskrá. Völd sem framkvæmdavaldið er búið að stela / eigna sér í gegnum árin, þvert að ákvæði stjórnarskrárinnar.

Sjá nánar mitt álit á forsetaembættinu í þessum pistli hér: Aðförin að forsetaembættinu - Embættið svipt málfrelsi og er í stofufangelsi á Bessastöðum.

Algjör tímamót voru í sögu embættisins og sögu þjóðarinnar þegar embættið beitti í fyrsta sinni neitunarvaldi sínu.

Með því var staðfest í fyrsta sinni hið mikla valda sem stjórnarskráin veitir þessum eina fulltrúa þjóðarinnar sem þjóðin kýs beinni kosningu á fjögurra ára fresti.

Felli menn niður eina grein í stjórnarskránni, grein 13, þá er íslenski forsetinn orðinn jafn valdamikill á Íslandi og sá bandaríski er í Bandaríkjunum.

Með því að oftúlka 13. greinina hefur framkvæmdavaldið tekið öll völd af forsetaembættinu, í raun svipt það málfrelsi og sett í stofufangelsi á Bessastöðum.

Afleiðing þessa er að hér á Íslandi hefur orði til hreint og klárt ráðherraræði þar sem öll völd hafa færst í hendur formanna þeirra flokka sem á hverjum tíma sitja í ríkisstjórn.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.12.2009 kl. 13:46

6 identicon

Þó að forsetinn sé eitthvað að tjá sig opinberlega; er það ekki reglan að hann sé alltaf ábyrðarlaus út á við?

>Erum við búinn að gleyma því að það var fyrrverandi ríkisstjórn sem skrifaði undir og skuldbatt þjóðina í gegnum ICESAVE-samningana?

ICESAVE-SAMNINGURINN í hnotskurn:

11.Október 2008

>Það hefur náðst samkomulag um að ríkisstjórnin baktryggi Tryggingasjóð-innistæðueigenda tengda ICESAVE-samningunum.

F.h. ríkisins

Árni Matt fjármálaráðherra

(& Davíð Seðlabankastjóri)?

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:47

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Svo bregðast krosstré sem önnur tré, Jón Þórhallsson.

Síðasta úrræði þjóðarinnar er þá að leita á náðir Forseta og til forsetaembættisins sem hefur það vald að geta neitað að staðfesta lög sem Alþingi vill setja.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.12.2009 kl. 16:09

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þú gleymir einu atriði sem skiptir öllu máli Jón Þórhallsson og nærð með því að afvegaleiða sannleikann. 

Í lokin á minnisblaðinu kemur fram " enda sé það skylda ríkisins gagnvart lögum "

Reyndu svo næst að halda öllu til haga þegar þú kemur fram með svona fullyrðingu.

En málið er Friðrik að allir helstu lögspekingar landsins, fyrr og síðar,  eru á því að ráðherrar framkvæmi vald forsetans, enda er það staðfest í stjórnarskránni.  Það er einungis í algerum undantekningartilvikum sem ætlast er til að forsetinn beiti neitunarvaldinu,  svo var sko aldeilis ekki árið 2004. 

Það hefur berlega komið í ljós og sagan mun enn betur staðreyna það.

Sigurður Sigurðsson, 9.12.2009 kl. 17:08

9 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Látum reyna á rétt Forsetans!

Það er ekkert annað í stöðunni, annað en að Forsetinn neiti undirritun og vísi þessu í atkvæðagreiðslu þjóðarinnar. Og þjóðin látin kjósa um þetta mál sem öllu skiptir það fólk sem vill búa hér á landi áfram.

Ef Forsetinn er ekki til í þetta, er hans eina leið að fara fram á það við Alþingi að þessi möguleiki hans verði aflagður og ekki í boði sem valkostur Forseta.

Kolbeinn Pálsson, 9.12.2009 kl. 19:53

10 Smámynd: Emil Örn Kristjánsson

Þið getið reynt að hvetja forsetann til að láta reyna á rétt sinn. Hann mun ekki gera það, sannið til.

Emil Örn Kristjánsson, 9.12.2009 kl. 20:12

11 identicon

Hann verður án efa erlendis. Staðgengill forseta og handhafi forsetavalds á þeim tímapunkti verður forsætisráðherra. Þægilegt?

Kristinn (IP-tala skráð) 10.12.2009 kl. 07:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband