Stjórnarslit og nýjar kosningar, takk!

Eftir allar þessar uppákomur í þessu Icesave máli þar sem endalaust eru að koma fram ný gögn sem stjórvöld hafa vitað af en reynt að koma í veg fyrir að yrðu gerð opinber þá er ég alveg hættur að treysta núverandi stjórnvöldum. Sama tilfinningin og ég hafði í fyrra gagnvart þeim stjórnvöldum sem þá voru við völd er komin aftur. 

18122009214Í fyrra óttaðist ég að þáverandi stjórnvöld, ríkistjórn Geirs Haarde, réði ekkert við það verkefni sem hún var að kljást við og ríkisstjórnin væri að gera hvert axarskaftið á eftir öðru. Allt var síðan gert og öllu kostað til að hylma yfir mistökin. Allt var gert til að koma í veg fyrir að það fréttist hvaða mistök höfðu verið gerð. Þá hafði ég það á tilfinningunni að ríkisstjórnin væri að verða hættuleg vegna þess skaða sem hún var að valda þjóðinni. Sama tilfinning gerir nú vart við sig.

Trúverðugleiki stjórnvalda er að verða lítill sem enginn. Þessar tvær setningar úr fréttum nú í morgun segja meira en mörg orð.

  • Það benda mjög sterkar líkur til þess, að lögfræðistofuna misminni hressilega þegar hún fullyrðir að hún hafi kynnt utanríkisráðherra þetta með „glærusjói" sem utanríkisráðherra hafði aldrei séð og vissi ekki að væri til," sagði Steingrímur.
  • Svavar Gestsson, formaður samninganefndar um Icesave, neitaði að koma fyrir fjárlaganefnd.

Nú á þjóðin að trúa annað hvort orðum utanríkisráðherra eða orðum einnar virtustu lögfræðistofu Bretlands. Hverslags staða er það?

Í framhaldi af þeirri frétt upplýsist það að formaður samninganefndar um Icesave neitar að koma fyrir fjárlaganefnd að ræða ásakanir um yfirhylmingar og að hann hafi falið og haldið upplýsingum leyndum fyrir stjórnvöldum. Ef rétt reynist þá er það með ólíkindum.

Ég spyr:

Hagsmuna hverra eru og hafa stjórnvöld verið að gæta í þessu Icesave máli?

Því miður, ég átta mig ekki á því. 

Það eina sem mér er orðið ljóst er að stjórnvöld eru ekki að gæta hagsmuna barnanna minna í þessu máli.

Þessi stjórnvöld eiga að fara frá og við eigum að kjósa á ný um páska. Það er búið að sýna sig að þeir ráðherrar sem sitja nú sem ráðherrar og sátu sem ráðherrar í hrunastjórn Geirs Haarde, þetta fólk verður allt að fara. Annars heldur sama ruglið áfram með sömu leikendum og sömu leikstjórum.

Við verðum að kosta því til að fara í kosningar svo fljótt sem auðið er á næsta ári svo Samfylkingin geti endurnýjað forystu sína og Sjálfstæðisflokkurinn geti haldið áfram með sína endurnýjun. Við verðum að endurnýja meira þetta fólki á þingi og losa okkur við alla gömlu hrunaráðherrana og koma þeim þarna út. Það á að vera sameiginlegt verkefni allra þessara flokka.

Stjórnarslit og nýjar kosningar, takk.

Mynd: Suður- og vesturhluti Hofsjökuls.

 


mbl.is Svavar neitaði að mæta á fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Viltu fá gömlu sérsveit svikara aftur? Ætlar þú að borga lífvörðum? Ekki ég.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.12.2009 kl. 13:18

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ég hef aldrei séð jafnopinbera umræðu um nokkurn milliríkjasamning eða hvað þá viðskiptasamning sem þetta er reyndar ekki. Hvað sem manni finnst um Svavar og hvað hann er og var þá samdi hann ekki einn og þau atriði sem menn hapa nú sem leynd eru vitnisburður um bara eðlilegar þreifingar í samningaumleitunum. Niðurstaðan hefði aldrei orðið "betri" eða "illskárri" svoleiðis er ekki einu sinni haldreipi fyrir ákvarðanarkvíða þingmanna.

Nú er stóra stundin runnin upp og menn og mýs skríða fram úr fylgsnum sínum. Á ég þá við ríkistjórnarflokkana.

Stjórnarandstaðan "samdi" í allt síðastliðið sumar fyrirvara sem þeir síðan felldu. Eiga slíkir að taka við? hér hlýtur bloggari að vera að bila á taugum.

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 13:54

3 identicon

Þetta er merkileg athgasemd hjá þér Anna Sigríður, því það er ljóst að þeir sem eru í stjórnarminnihluta nú eru með fólk að baki sér sem styður við það án ofbeldis!  En það virðist ljóst miðað við skrif þín hvað skoðun þú hefur þ.e. að brjóta niður lýðræðið með ofbeldi, þú vilt kannski sjá Álfheiði aftur í glugganum, þar virðist hún vera á réttum stað miðað við skrif þín!

Ómar (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 14:00

4 identicon

Það er von þú spyrjir hverra hagsmuna ríkisstjórnin er að gæta. Og rétt niðurstaða að það eru a.m.k. ekki hagsmunir lands og þjóðar eða þinna barna.

Steingrímur sýpur nú seyðið af óheiðarleika sínum. Hann gaf Svavari þau fyrirmæli ein að "hespa" Icesave samingum af. Svavar, sem hafði  meira aðkallandi verkum að sinna í Köben en gæta hagsmuna sinnar þjóðar í London, hlýddi því hann "nennti ekki að standa í þessu lengur." Allar götur síðan hefur Steingrímur óheiðarlega reynt að sýnast gefa tíeyring fyrir hagsmuni lands og þjóðar, meðan hann með klækjum og lygum reynir að bola Icesave málinu gegnum Alþingi.

Mér er gersamlega hulið hvað drífur Steingrím áfram. Ég held það sé valdafíkn--hann hefur lengi þess beðið að komast á stólinn--en einnig það að halda Sjálfstæði og Framsókn frá völdum, hvað sem það kostar. Það hefur kostað hans æru og virðingu þegnanna, flestra. Steingrímur er langt kominn með að vera Nixon Íslands.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 15:03

5 Smámynd: Hafþór Sig.

  Vel mælt Friðrik, því fyrr sem við fáum þessa þjóðsvikara í burtu úr Alþingi því betra.  Það er gríðarlega mikilvægt að fá Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda, með stuðningi Framsóknarflokksins, því þar fara menn sem kunna að stjórna.  Þessi stjórn er svikastjórn, situr þarna að völdum eingöngu til að halda völdum.  Stjórnarandstaðan er að gera gríðarlega góða hluti með að þæfa þetta mál.

  Þetta mál mun gera út af við stjórnina og þegar þetta verður fellt þá mun Steingrímur verða að segja af sér, og það mun sprengja stjórnina í frumeindir.  Eftir það þá mun uppsópið hefjast fyrir alvöru, Bjarni Ben og Sigmundur eru bestu menn til þeirra verka.  Þetta hafa þeir sannað með gríðarlega góðri samvinnu í stjórnarandstöðu.

  Kveðja Kristur.

Hafþór Sig., 30.12.2009 kl. 16:54

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Jésus?

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 18:36

7 Smámynd: Friðrik Már

Tek undir stjórnarslit!

Burt með þessa ríkisstjórn, hún er því miður ekki að valda hlutverki sínu.  Okkar eina rétta leið að mínu mati er þjóðstjórn skipuðu hæfum fagaðilum og jafnvel erlendum að hluta vegna smæðar samfélags okkar.

Þá er ég viss um að ekki tæki nema um 1-2 ár að rétta úr kútnum.  

Það eiga alltaf einhverjir einkahagsmunum að gæta og ef við skoðum söguna okkar hefur "Stórasta land í heimi" verið rekið eins og lítið bæjarfélag þar sem allir þekkja alla en kaupfélagsstjórinn og bæjarstjórinn (sem passa að kaka þeirra skerðist ekki ) ráða öllu alveg sama hver situr í bæjarstjórn.  Þessu þarf að breyta og virkja einstaklinginn til góðra verka en ekki ala á hatri og öfund.  Við höfum sýnt það og sannað að við eru tæplega hæf til þess að vera sjálfstæð þjóð og eigum þar með að viðurkenna okkar ákveðna vanmátt og kaupa okkur hjálp erlendis frá, hvað gerir ekki vitiborinn atvinnurekandi þegar hann finnur að hann ræður ekki við reksturinn, auðvitað leitar hann sér fagaðstoðar til þess að styrkja fyrirtækið svo hann fari ekki á hausinn. 

ICESAVE + AGS = þurfalingar, við getum alllt eins afhent landið Evrópusambandinu. Við eigum að vera stolt af landi og þjóð og vera eins og sannir Íslendingar og berjast fyrir tllveru okkar og afkomenda en ekki verða ein nýlendu skrautfjöðrin Breta og Hollendinga.

Það má ekki misskilja mig að ég vilji ekki borga skuldir okkar samkv, evróputilskipunni en ICESAVE málið í heils sinni er alveg gjörsamlega út úr korti hvað varðar heilbrigða skynsemi.

góðar stundir

Friðrik Már , 31.12.2009 kl. 00:19

8 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Hvers vegna viltu kosningar? Til að halda áfram með fjórflokksfarsann??? Kommon!

Þjóðstjórn - sem hefði átt að skipa strax fyrir ári síðan - er eina óbrjálaða leiðin.

Haraldur Rafn Ingvason, 31.12.2009 kl. 11:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband