Mánudagur, 18. október 2010
Er frambjóðandi til Stjórnlagaþings
Í framhaldi af því að ég hef skrifað nokkra pistla á síðustu misserum sem tengjast stjórnarskránni og stjórnskipun Íslands og það að ég var valinn í þetta 1000 manna úrtak sem mun sitja Þjóðfundinn 6. nóvember næstkomandi þá ákvað ég að gefa kost á mér í framboð til stjórnlagaþingsins.
Það er sérstakt og í raun einstakt að fá tækifæri til þess að taka þátt í því að setja þjóðinni nýja stjórnarskrá.
Ég hefði gjarnan viljað taka þátt í því.
Pistlarnir sem ég skrifað og tengjast stjórnskipun Íslands eru hér:
Hef sett upp nýja heimasíðu í tilefni af þessu framboði, sjá: www.fridrik.info.
Skiptar skoðanir um stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:30 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með það. (Flokks)Pólitískt er ég kannski ekki á sömu línu en ég les alltaf bloggið þitt og tel þig eiga fullt erindi á þingið.
Villi (IP-tala skráð) 18.10.2010 kl. 19:48
Takk fyrir það Villi.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.10.2010 kl. 20:17
Heill og sæll Friðrik Hansen Guðmundsson.
Ég vil byrja á því að þakka þér ánægjuleg samskipti í kringum árinn sem við höfum starfað saman í pólitík. Sem betur fer er ég hættur í mínum flokki. Ég get ekki annað séð að hér skrifar inn á þið blogg virtur maður sem heldur enn tryggð við flokk sem gróf undan honum með grófum hætti.
Friðrik þú átt erindi inn á þetta Stjórnlagaþing á því liggur ekki nokkur vafi ef fólk vill fá mann sem það treystir þá mæli ég með þér.
Kjósum Friðrik Hansen Guðmundsson á Stjórnlagaþing.
Jóhann Páll Símonarson.
Jóhann Páll Símonarson, 18.10.2010 kl. 23:28