Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

83 dagar stuttur tími fyrir ný framboð

483463Öll hljótum við að vona að þessari starfsstjórn farnist vel að taka á þeim mikla vanda sem við nú stöndum frammi fyrir.

Um leið og þessi stjórn tekur við þá hefst kosningabaráttan fyrir kosningarnar sem á að halda 28. apríl n.k. Þessi tími hentar vel þeim flokkum sem nú sitja á Alþingi.

Erfiðari verður róður þeirra nýju framboða sem hafa verið að skoða möguleikann á að bjóða fram nýtt fólk með nýja stefnu. Þessir 83 dagar duga þeim ekki til að ganga frá málefnaskrá, útvega nauðsynlegt fjármagn, stilla upp á listum, safna undirskriftum og kynna stefnumál og frambjóðendur. Það að halda kosningar eftir 83 dag mun trúlega valda því að þessi nýju framboð munu eiga mjög erfitt uppdráttar. Þetta er ekki nægur tími til að gera allt það sem þarf að gera. 

Reglan að flokkar verði að fá minnt 5% atkvæða til að ná manni inn á þing sér svo um afganginn. Með því að láta kjósa svona fljótt eru gömlu flokkarnir að tryggja stöðu sína og völd á Alþingi.

Allt um Norræna Íhaldsflokkinn hér.

 

 


mbl.is Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norska krónan og "Loðinn Leppur".

487202BNorska krónan gæti verið spennandi millileikur sem hægt væri að leika á meðan við erum að bíða eftir því að þjóðin samþykki að ganga í ESB og á meðan við erum að uppfylla Maastricht skilyrðin.

Rétt er þó að benda á eftirfarandi:

  • Að gera slíkan samning getur tekið marga mánuði og jafnvel ár. Norski Seðlabankinn mun þá verða Íslensku bönkunum lánveitandi til þrautavara. Hvaða skilyrði munu Norðmenn setja fyrir því? Þau verða örugglega mörg og munu snerta okkur djúpt. Við sáum hvernig Norðmenn féflettu skilanefnd Glitnis þegar þeir náðu af þeim Glitni í Noregi. 
  • Ef þjóðin hafnar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslur og við komin með Norska krónu, verðum við þá með hana hér um ókomin ár?
  • Þegar er búið að gera víðtækan samning við Norðmenn að þeir sinni öryggisgæslu í efnahagslögsögu okkar. Þeir eru þegar komnir hér með umtalsverð hernaðarumsvif og fast aðsetur á Keflavíkurflugvelli. Út á við eru þeir þegar farnir að tala um okkar efnahagslögsögu sem "sitt" svæði.
  • Ef við verðum með norsku krónuna hér um ókomin ár og þeir "patróla" efnahagslögsögu okkar erum við þá í raun að gangast Noregskonungi aftur á hönd? Munu þá þjóðir heims líta á okkur sem leppríki Noregs og við í raun gerast eitt af fylkjunum í Noregi?
  • Er staða okkar þá ekki betri að vera hér á Íslandi með evru og í ESB og hafa sömu stöðu meðal þjóða heims og Þjóðverjar, Frakkar og Portúgalar?

Ef þessi Norska leið yrði farin og við værum hér með Norskan her og Norska krónu næstu 90 árin hvern heldur þú lesandi góður að sagan myndi kalla "Loðinn Lepp". Andstæðinga ESB og fylgismenn "Norsku leiðarinnar" eða okkur fylgismenn ESB og evru?

Ég vil taka evruna strax upp einhliða og sækja jafnframt um aðild að ESB og Myntbandalaginu. Ég vil að við verjum sama hlutfalli af okkar þjóðartekjum og hin Norðurlöndin til öryggis- og varnarmála og stefnt verði að því að innan 10 til 15 ára munum við sjálf sinna öryggisgæslu í okkar eigin efnahagslögsögu.

Sjá allt um afstöðu okkar í Norræna Íhaldsflokkinn til öryggis- og varnarmála og til gengis- og ríkisfjármála.

 


mbl.is Hugnast norska krónan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst einhliða upptaka evru síðan inn í ESB

142577BÍsland á að stefna á inngöngu í ESB og taka upp evru. Fyrsta skref á þeirri leið á að vera einhliða upptaka á evru sem allra fyrst. Ástæður þess að taka á upp einhliða evru eru eftirfarandi:

  • Til að leysa gjaldeyriskreppuna sem nú geisar og til að tryggja sem fyrst jafnvægi í gjaldeyrismálum og í fjármálum landsmanna. Þetta mun þýða lækkun vaxta, lækkun verðbólgu og afnám verðtryggingar. Um leið og evra tekur við þá fer fasteigna- og byggingamarkaðurinn í gang því þá fara að bjóðast örugg veð og í framhaldi góð lán.
  • Verði samþykkt að sækja um aðild að ESB og verði sá samningur samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu þá mun fara í gang ferli sem tekur 3 til 6 ár við að uppfylla Maastricht skilyrðin. Þegar Maastricht skilyrðin eru uppfyllt þá fáum við inngöngu í Myntbandalag Evrópu og þar með fáum við að taka upp evru. Það er ekki valkostur að halda áfram með Íslensku krónuna í þrjú ár í viðbót, hvað þá sex ár.
  • Ef þjóðin hafnar aðild að ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu þá verður að vera til "Plan B". Plan B á að vera að taka einhliða upp evru sem verður okkar framtíðargjaldmiðill hvort sem við verðum í ESB eða með óbreyttan EES samning. Samhliða einhliða upptöku evru þá verði tilkynnt að unnið verði að því að komandi árum að uppfylla Maastricht skilyrðin og þau verði kjarninn í fjármálastefnu landsins.

Einhliða upptaka evru á Íslandi verður vissulega ekki tekið fagnandi af öllum í Evrópu. Slíka ákvörðun mun án efa valda einhverjum óróleika. Þetta er hinsvegar fær leið og ekki hægt að banna okkur fara hana. Vegna sérstakra aðstæðna hafa nokkur önnur smáríki í Evrópu hafa farið þessa leið með góðum árangri og engir eftirmálar orðið. Þessa leið eigum við að fara.

Ég trúir því að ef við veljum, vegna sérstakra aðstæðna sem hér hafa skapast, að taka einhliða upp evru þá er til staðar mikill skilningur meðal vinaþjóða okkar í Evrópu á því. Þessar þjóðir þekkja vel þá erfiðu stöðu sem Íslandi er nú í og vita að þjóðin þarf að leita allra leiða til að vinna sig út úr henni. Ég trúi því að það muni engir leggja stein í götu okkar veljum við að taka einhliða upp evru. Samhliða því eigum við að tilkynna að við við viljum sækja um aðild að ESB og að við stefnum á inngöngu í Myntbandalagið og þar með að við ætlum að uppfylla Maastricht skilyrðin innan 3 til 6 ára.

Okkar stefna í ríkisfjármálum á komandi árum á að snúast um að uppfylla Maastricht skilyrðin.    

Maastricht skilyrðin er m.a.:

  • Verðbólga sé ekki meira en 1½% meiri en í þeim þremur Evrópusambandslöndum sem hafa minnsta verðbólgu,
  • Að í eitt ár séu meðalnafnvextir á langtímabréfum að hámarki 2% hærri en í þeim þremur löndum Evrópusambandsins sem hafa lægsta verðbólgu,
  • Að viðkomandi land hafi verið í gengissamstarfi Evrópu ERM í að minnsta kosti tvö ár án gengisfellingar og innan vikmarka.
  • Að fjárlagahalli sé ekki meiri en 3% af VLF.
  • Heildarskuldir hins opinbera mega ekki vera meiri en 60% af VLF.

Tekstinn hér fyrir ofan er samhljóma áherslum Norræna Íhaldsflokksins í þessum málum. Aðra helstu málaflokka er hægt að kynna sér hér.

Verði þessi leið farin þá er hægt að rífa Ísland upp úr þessari efnahagslægð margfalt hraðar en ella. Sjá aðgerðaráætlun okkar þar um hér.


mbl.is Fengjum forgang inn í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helreið Seðlabankans í boði IMF heldur áfram.

456185AMeð þessari vaxtaákvörðun Seðlabankans kristallast enn á ný forgangsröðun þeirra sem stjórnað hafa samfélaginu undafarin ár. 

Á fyrsta farrými eða "á Saga Calss" í Íslenska samfélaginu eru fjármagnseigendur og efnafólk sem á fé á banka. Hagsmunir þeirra hafa algjöran forgang og öllu skal kostað til í þeirri viðleitin að koma í veg fyrir að hagur þess sé skertur á nokkurn hátt. Ekki má skerða fjármagnstekjur þeirra í svo mikið sem í einn mánuð í hörðustu kreppu þjóðarinnar.

Síðan kemur almenningur og fyrirtæki sem hafa fengið fé að láni. Engin takmörk eru á því hve hart má ganga að þessum aðilum. Þessa aðila má gjarnan keyra í þrot með svívirðilegu vaxtaokri ef það tryggir að fjármagnseigendur hafi sitt á þurru.

Þessi forgangsröðun hefur kristallast á svo margan hátt á umliðnum árum. Nýjasta dæmið er í heilbrigðismálunum þegar valið stendur á milli þess að hækka skatta t.d. á fjármagnstekjur eða leggja skatta á sjúklinga þá var það auðvelt val. Auðvita hækka menn hér á landi frekar skatta á sjúklinga!

Það eru margar leiðir til að koma okkur út úr þeirri stöðu sem samfélag  okkar er komið í. Það verður að fara að grípa til einhverra þeirra leiða og það þarf að gerast hratt. Norræni Íhaldsflokkurinn hefur bent á þá leið sem sá flokkur vill fara og hana er hægt að kynna sér hér.


mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hækka verðtryggð lán um 50% á tveim árum?

evra bSíðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 18,6%. Á sama tíma hefur allur erlendur gjaldeyrir hækkað í krónum talið um 100%. Helmingur af vörunum sem vísitala neysluverðs er reiknuð út frá er innflutt vara. Þessi innflutta vara, með óbreyttu gengi, mun og er að hækka um 100%. Þetta þýðir að vísitala neysluverðs ætti að hækka um 50%. Í dag hefur einungis orðið hækkun upp á 18,6%. Við eigum því verulega hækkun inni sem á eftir að smitast út í verðlagið með þeim nýju vörum sem hingað er verið að flytja inn á þessu lága gengi krónunnar.

Það er því ekki bara að "Jöklabréfin" sem Seðlabankinn samþykkti að ábyrgjast sem hanga yfir okkur eins og snjóhengja. Allt stefnir í að vísitala neysluverðs muni hækka um samtals 50% á árunum 2008 og 2009 verði ekki snögg og mikil breyting á gengi krónunnar á allra næstu dögum. Gerist það ekki þá mun verðbólgan á þessum tveim árum verða 40% - 50% og öll verðtryggð lán hækka um 40% - 50%.

Kostnaður okkar að halda hér úti sjálfstæðum gjalmiðli er kominn langt út fyrir öll sársaukamörk. Mikil er ábyrgð þeirra manna sem neitað hafa að horfa til annarra kosta í gjaldeyrismálum en að hafa hér sjálfstæðan gjaldmiðil. 

Það hlýtur að vera forgangsatriði númer eitt, tvö og þrjú að frelsa þjóðina undan þessu bulli og taka hér upp annan gjaldmiðil og það strax.

Sjá stefnu Norræna Íhaldsflokksins í ríkisfjármálum hér.


mbl.is Verðbólgan 18,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Formaðurinn valdameiri en Landsfundur

AppelsínugulurÞað hefur verið einkennilegt að sjá hvernig formaður Samfylkingarinnar og þingflokkur hefur valið að sniðganga löglega kjörinn varaformann sinn. Ef ég man rétt þá vann Ágúst Ólafur kosningu um varaformannsembættið á síðast Landsfundi Samfylkingarinnar, meðal annars í slag við Lúðvík Bergvinsson.

Ég hefði haldið að formanni Samfylkingarinnar væri ekki stætt á að ganga á svig við niðurstöðu úr kosningu á Landsfundi flokksins eins og hann hefur gert. Ekki má gleyma að varaformaður tekur við forfallast formaður eða hættir.

Með þessu háttarlagi veikjast innviðir flokksins og boðleiðir hljóta að vera út og suður. Engin valdastrúktúr getur virkað sem skyldi þegar næst æðsta trúnaðarmanni flokksins er kúplað út með þessum hætti.

Ég hélt að það væri þannig í Samfylkingunni að það er Landsfundur sem kýs einstaklinga úr eigin röðum til að gegna æðstu trúnaðarstöðum í flokknum.

Eða er ég að misskilja eitthvað? Er það formaðurinn sem stjórnar þessu öllu og þarf ekki að taka tillit til þess hverja Landsfundur velur til trúnaðarstarfa?

Ágústi Ólafi óska ég velfarnaðar en viðvörunarbjöllur hringja og vara við því hvernig Samfylkingunni er stjórnað.


mbl.is Ég er ekki að fara í fússi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir Forsetinn á utanþingsstjórn?

Eftir að hafa hlustað á Forsetann áðan þá er það mín tilgáta að hann muni mynda utanþingsstjórn.

Ástæður þessarar tilgátu eru eftirfarandi:

  • Forsetinn aFormenn tveggja stærstu stjórnarflokkanna er báðir að fara í veikindaleyfi. Eins og flokkakerfið er byggt upp þá er svo mikið umboð falið í höndum formanna flokkanna að þingflokkar þeirra eru í erfiðri stöðu að taka á málum ef formenn þeirra eru fjarverandi. Varaformennirnir munu veigra sér við að taka óvinsælar en nauðsynlegar ákvarðanir og vita að þeir munu síðar þurfa að vinna slaginn í flokknum um formanninn.

 

  • Engin hefð er fyrir minnihlutastjórn á Íslandi. Að gera tilraun með slíka stjórn núna í einhverja örfáa mánuði í aðdraganda kosninga á einum mesta örlagatíma í sögu þjóðarinnar er ekki fýsilegur kostur.

 

  • Flokkarnir og forystumenn þeirra þurfa nú að snúa sér að kosningabaráttunni og allur tími þeirra fram að kosningum mun fara í hana. Stjórn landsins mun ekki verða forgangsmál þingsins og þingmanna fram að kosningum. Þar mun hver höndin vera upp á móti annarri eins og vera ber í kosningabaráttu. Það er bara ekki það sem þjóðin þarf nú.

 

  • Forsetinn vill að ákveðin verk séu unnin á næstu mánuðum. Ef hann vill vera öruggur um að þeim verði hrint í framkvæmd þá er utanþingsstjórn vænlegasti kosturinn.

 

  • Forsetinn hefur áhuga á að styrkja Forsetaembættið. Að skipa nú starfstjórn sem starfar í þrjá til fjóra mánuði fram að kosningum er hæfilegt inngrip sem mun þó breyta forsetaembættinu og efla það verulega og í raun gera það að valdamesta embætti á Íslandi.

 

Vegna þessara þátta og hvernig Forsetinn talaði þá er það mín tilgáta að forsetinn stefni á utanþingsstjórn.

 


mbl.is Skapa þarf samfélagslegan frið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mörgum létt við þessi tíðindi.

Mótmæli 2Ég held að mörgum sé létt að þessi niðurstaða er fengin.

Nú er búið að afstýra versta möguleikanum í stöðunni, að við völd sitji óstarfhæf ríkistjórn. Allt er betra en það.

Eftir bankahrun, gjaldeyriskreppu, Icesave málið og yfirlýsingar ráðamanna sem kostaði þjóðina mannorð sitt í útlöndum þá var stjórnin trausti rúin.

Það var óraunhæft að halda að hægt væri að sitja með óbreytta ríkisstjórn og með óbreytt embættismannakerfi eftir öll þessi ósköp. Það gat ekki endað nema á þennan hátt.


mbl.is Stjórnarsamstarfi lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt of seint og skiptir nú engu máli.

Björgvin G SigBjörgvin G Sigurðsson átti þess kost fyrir jól að komast frá bankahruninu með reisn með því að segja af sér þá og hreinsa út úr Fjármálaeftirlitinu. Afsög hans nú þegar búið er að boða kosningar vegna atburða sem heyra undir hann og hans fagráðuneyti og hann ber pólitíska ábyrgð á kemur of seint til að bjarga einhverju.

Hugsanlega fyrirgefa kjósendur á Suðurlandi honum embættisafglöpin sem gerð hafa verið í Viðskiptaráðuneytinu undir hans stjórn. Ég efast þó um það. Hefði hann sagt af sér fyrir jól þá hefði ég ekki efast um endurkomu hans í pólitík. Nú geri ég það. Ég vænti þess að hans pólitíski ferill sé á enda.

Í næstum fjóra mánuði hefur hann haldið verndarhendi yfir Fjármálaeftirlitinu, stofnun sem allir sérfræðingar sem um þessi mál hafa tjá sig, innlendir sem erlendir, eru sammála um að hafi algjörlega brugðist hlutverki sínu. Öllum hrýs hugur við að sömu aðilar og brugðust í aðdraganda hrunsins skuli stjórna enduruppbyggingu bankana.

Vegna þess að Björgvin G Sigurðsson hefur neitað hingað til að axla pólitíska ábyrgð á ráðuneyti sínu og neitað að reka forstjóra og stjórn Fjáramáeftirlitsins hefur allt gengið af göflunum í samfélaginu og friðsæl mótmæli breyst í óeirðir.

Bankarnir hrundu á hans vakt. Hann gerir ekkert í sínum málum fyrr en búið er að boða kosningar og komið "game over" hjá stjórninni. Það er sá pólitíski veruleiki sem er raunveruleg ástæða afsagnar hans nú. Hann vill ekki sitja sem bankamálaráðherra þegar hann fer í prófkjör og kosningar. Ef ég væri Forsætisráherra myndi ég neita að taka við afsögn hans. Ef ég væri Forsætisráðherra myndi ég ekki láta hann sleppa svona auðveldlega frá þessu klúðri sínu í Bankamálaráðuneyti Íslands. Ég myndi láta hann sitja í þessu embætti og láta hann axla sína ábyrgð sem slíkur fram að kosningum úr því sem komið er.

Dapurlegt er að sjá hann núna reyna að hlaupa burt þegar fyrir liggur að kosið verði eftir örfáa mánuði.

Enginn ráðherra hefur brugðist þjóð sinn á jafn afdrifaríkan hátt og Björgvin G Sigurðsson. 

 


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ögurstund fyrir Íslenska þjóð

Ingibjrg_Slrn_Geir_Haarde______jpg_280x800_q95Hver stórtíðindin af öðrum berast okkur í beinni útsendingu á öldum ljósvakans. Einhver ótrúleg atburðarrás á sér nú stað sem enginn sér fyrir endann á.

Tíðindi af alvarlegum veikindum Forsætisráðherra og að hann muni hætta sem formaður Sjálfstæðisflokksins á Landsfundi hans nú í mars eru slíkar fréttir að ég, og að ég held þjóðin öll er nú í enn einu sjokkinu. Við höfum orðið fyrir enn einu áfallinu.

Utanríkisráðherra er á leið heim í dag frá Svíþjóð eftir sinn annan heilauppskurð á innan við tveim mánuðum.

Þessum forystumönnum okkar báðum hljótum við að senda okkar hugheilu árnaðaróskir um góðan og skjótan bata.

Á sama tíma horfir Íslensk þjóð fram á eitthvert erfiðasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Að vinna sig út úr kreppunni og þeim miklu vandamálum sem henni fylgja og gera það án þess að við missum hér allt í atvinnuleysi og stóran hluta af unga fólkinu okkar úr landi.

Þetta er ögurstund fyrir Íslenska þjóð.

 


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband