Helreið Seðlabankans í boði IMF heldur áfram.

456185AMeð þessari vaxtaákvörðun Seðlabankans kristallast enn á ný forgangsröðun þeirra sem stjórnað hafa samfélaginu undafarin ár. 

Á fyrsta farrými eða "á Saga Calss" í Íslenska samfélaginu eru fjármagnseigendur og efnafólk sem á fé á banka. Hagsmunir þeirra hafa algjöran forgang og öllu skal kostað til í þeirri viðleitin að koma í veg fyrir að hagur þess sé skertur á nokkurn hátt. Ekki má skerða fjármagnstekjur þeirra í svo mikið sem í einn mánuð í hörðustu kreppu þjóðarinnar.

Síðan kemur almenningur og fyrirtæki sem hafa fengið fé að láni. Engin takmörk eru á því hve hart má ganga að þessum aðilum. Þessa aðila má gjarnan keyra í þrot með svívirðilegu vaxtaokri ef það tryggir að fjármagnseigendur hafi sitt á þurru.

Þessi forgangsröðun hefur kristallast á svo margan hátt á umliðnum árum. Nýjasta dæmið er í heilbrigðismálunum þegar valið stendur á milli þess að hækka skatta t.d. á fjármagnstekjur eða leggja skatta á sjúklinga þá var það auðvelt val. Auðvita hækka menn hér á landi frekar skatta á sjúklinga!

Það eru margar leiðir til að koma okkur út úr þeirri stöðu sem samfélag  okkar er komið í. Það verður að fara að grípa til einhverra þeirra leiða og það þarf að gerast hratt. Norræni Íhaldsflokkurinn hefur bent á þá leið sem sá flokkur vill fara og hana er hægt að kynna sér hér.


mbl.is Vildu lækka vexti en ekki IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Besta ráðið er að taka ekki þátti í þessu leikriti, þessar aðstoð IMF er hvort sem er lítið annað en hugarburður.

Magnús Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 13:25

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er líka svo gott að hafa "sökudólg" í útlöndum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 29.1.2009 kl. 15:08

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Bíddu við, var það ekki Ingibjörg Sólrún sem vildi halda óbreyttu vaxtastigi, ásamt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þú ert eitthvað að misskilja málið vinur, kynntu þér þetta betur.

Sigurður Sigurðsson, 29.1.2009 kl. 18:03

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég er ekki að misskilja neitt. Hér fyrir ofan segi ég:

"Með þessari vaxtaákvörðun Seðlabankans kristallast enn á ný forgangsröðun þeirra sem stjórnað hafa samfélaginu undafarin ár."

Ég veit ekki betur en Ingibjörg Sólrún og Samfylkingin hafi verið hér við völd síðastliðin eitt og hálft ár.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.1.2009 kl. 18:12

5 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Já Friðrik það eru orð að sönnu, það virðist vera einhver lenska hérna á blogginu að fría Samfylkinguna ábyrgð  aldeilis ótrúlegt  en satt. Helmingurinn af  fyrverandi ríkisstjórn sem gerði voða  lítið í málum  er að setja upp aðra stjórn, gleymum því ekki.

Ég var að skoða Aðgerðaáætlun Norræna Íhaldsflokksins og lýst vel á hana, mæli með að fleyri skoði stefnu hans.

Gylfi Björgvinsson, 29.1.2009 kl. 21:56

6 identicon

Mjög góð grein hjá þér.

Græðgi fjármagnseigenda eykst við hverja "krónu" sem í "kassann" kemur.

.....en að lokum "springur svo allt" og "kerfið hrinur endanlega" og allir sitja uppi með "verðlausar eignir og krónur". 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 22:46

7 Smámynd: Sigurður Sveinsson

Hagfræðingurinn Arnór Sighvatsson í seðlabanka segir að það verði að "umbuna" blessuðum fjárfestunum. Þetta er gamla sagan. Réttur hins sterka til að troða á hinum smáa er gulltryggður. Andskotans bara.

Sigurður Sveinsson, 30.1.2009 kl. 08:23

8 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Uh, væri ekki, altsvo, hægt að hefja þessa umræðu á ögn hærra plan, uh?

Flosi Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 12:01

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband