Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

MP banki beint í spillinguna

Frá því Sparisjóðirnir fóru að bera fé á helstu forystumenn samfélagsins, á fulltrúa í sveitarstjórnum, alþingismenn, sýslumenn, o.s.frv. með því að bjóða þeim eða gefa þeim stofnfé í Sparisjóðnum þá er eins og fjandinn hafi orðið laus í þessu samfélagi.

Það er eins og það þyki sjálfsagt mál í dag að fjármálastofnanir beri fé, gjafir og greiða á helstu trúnaðarmenn almennings.

Nú hefur einn nýjasti banki landsins afhjúpað hvernig hann starfar. Því miður virðist engin munur vera á hvernig hann starfar og hvernig gömlu gjörspilltu bankarnir störfuðu.

Miklar sögur hafa gengið á undanförnum árum hvernig bankarnir unnu. Við þekkjum flest þessar sögur. Eftirlitsaðilar, stjórnmálamenn, embættismenn og forkólfar lífeyrissjóðanna þáðu meðal annars eftirfarandi:

•Áfengi sem mælist í baðkörum. Koníak, Viskí, rauðvín og hvítvín, allt það flottasta sem völ var á var sent á hundruð manna fyrir jól, áramót og páska. Kepptust bankarnir um að toppa hver annan í magni og gæðum.

•Ferðir á erlenda knattspyrnuleiki voru stöðugt í gangi og ferðir á slíka leiki þáðu flestir þessara manna.

•Veiðiferðir, í lax og hreindýr. Í þessar ferðir fór meira og minna öll stjórnsýslan ásamt þingmönnum og stór hluti sveitarstjórnarmanna minnst einu sinni á sumri í boði bankana. Áhugamenn um veiði þáðu ferðir í boði allra bankana og margra sparisjóða.

•Sérstakar veiðiferðir til útlanda í lax, hreindýr og til veiða á villisvínum í Austur Evrópu og safaríferðir til Afríku. Háttsettum var boðið í slíkar ferðir. Villisvínaveiðar úr þyrlum voru vinsælar. Þar var mönnum keyrt milli staða í Bens jeppum og gist í glæsihöllum þar sem rauður dregill var út á götu og á móti “veiðimönnum” tóku logandi kyndlar og þjónar. Inni biðu svo vín og villtar meyjar.

•Ferðir á allskonar sýningar, vörusýningar, listviðburði o.s.frv.

•Farið var með þetta fólk í endalausar kynnisferðir að sýna starfsemi og fyrirtæki þar sem bankarnir komu að fjármögnun.

Allur kostnaður og allur viðurgjörningur á þessum ferðum var alltaf greiddur af bankanum. Í mörgum þessara ferða var mökum boðið með.

Í slíkum ferðum þekktist það að menn fengu sérstök kredit/debit-kort til notkunar á meðan á ferðinni stóð. Oft var síðan ekki gengið eftir að menn skiluðu þeim þó heim væri komið. Menn voru aldrei rukkaðir fyrir notkun á þessum “bankakortum”.

05082009070Þetta er svo fyrir utan allt fjármagnið sem flóði úr bönkunum til stjórnamálaflokkanna og stjórnmálamannanna. Sagt er að allir þeir sem gengt hafa ráðherraembættum á síðustu árum og fjöldi þingmanna eigi bankareikninga erlendis.

Þetta eru þær sögur sem mér hafa verið sagðar af ýmsum á síðustu 5 til 6 árum og ég sel þær ekki dýrari en ég keypti þær.

Sé bara hluti að þessum sögum réttar þá er stjórnsýslan og kjarninn í þingmannahópnum svo djúpt sokkinn í net bankana og fyrrum eigenda þeirra að þeir geta ekkert gert. Hendur þessa fólks eru bundnar eftir allt það sem það hefur þegið og þeirra heitasta ósk er að þessum málum sé sópað undir teppi og þessi mál öll þögguð niður. Það er það sem stjórnsýslan okkar er að reyna að gera og hefur verið að reyna að gera frá því Valtýr Sigurðsson og Bogi Nílsen voru skipaðir til þess að rannsaka hvort hugsanlega hefðu verið framin lögbrot í tengslum við hrun bankana. Þessum mönnum var falið að rannsaka syni sína. Sá gjörningur var einhver mesta tilraun til yfirhylmingar sem sést hefur í ríki sem telur sig vera réttarríki.

Hér átti svo sannanlega að þagga allt niður.

Dapurlegt að nýr banki skuli vera að að taka upp þessa ósiði. Ég sem vonaði og hélt ...

Mynd: Inni í Fljótsdal.

 


mbl.is Fékk sér léttvín með mat
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er enginn búmaður nema hann kunni að barma sér.

Hvað ætli stór hluti af þessum fjármunum sem þeir telja sig hafa tapað hafi verið "loftbólupeningar"? Eða peningar sem búnir voru til með allskonar loftfimleikum til að hækka hlutbréfin í bankanum? Fyrir liggur að þessir menn reyndu að hækka gengi hlutabréfa Kaupþings með öllum ráðum. Til dæmis með því að lána vildarvinum og eigendum fé til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi með veði í bréfunum sjálfum.

Þannig svindluðu þeir upp verðið á hlutabréfunum og blekktu almenning hér heima og erlendis til að kaupa bréf í bankanum. Að ekki sé minnst á aðgerðir bankans þegar hann tók árum saman stöðu gegn krónunni og þar með Íslensku þjóðinni.

Þessi menn voru ekki að tapa fé. Þeir voru að tapa lofbólupeningum og froðu sem var í raun einskis virði.

Menn sem reka banka með þessum áherslum eru menn sem ég vil ekki eiga viðskipti við.

Vonandi að það verði góðir og grandvarir menn sem taka við rekstri Kaupþings í framtíðinni og reki bankann eins og á að reka banka.

Annað máltæki er á þennan veg: "Allt er það eins, liðið hans Sveins".

Víst er að  eigi sú von að ganga eftir þá verður að skipta út öllum stjórnendum í þessum Kaupþings banka niður í útibústjóra.

 

 


mbl.is Fengum langmesta höggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólkið okkar í fjármálageiranum allt skaddað eftir "Íslenska efnahagsundrið"?

Hvað hefur gerst í þessu samfélagi okkar? Er þetta siðblinda eða veruleikafirring eða hefur þetta fólk sem kom að þessum fjármálageira okkar á síðustu árum skaddast svona mikið að það er úr öllum tengslum við það sem almenningur í þessu landi metur rétt og eðlilegt?  

058Það segir mér engin neitt um það að það hafi ekki allir vitað af þessum tengslum þegar þessi bankaráðsmaður var settur í bankaráð nýja Kaupþings. Af hverju gera menn svona og setja þessa tvo einstaklinga í þessa stöðu? Og af hverju sjá þessir einstaklingar ekki að þetta er ekki í lagi?

Þessi kona hefði sjálfsagt verið flott í bankaráði nýja Landsbankans eða nýja Íslandsbanka og engin hefði gert við það nokkra athugasemd. Af hverju var hún ekki sett í þessa banka? Að setja hana í Bankráð Kaupþings þar sem fyrirtækið sem eiginmaður hennar er að reka, eitt umfangsmesta fasteignafélag landsins, er í milljarða viðskiptum er annað tveggja hreint og klárt dómgreindarleysi eða aðrar og verri ástæður liggja þar að baki.

Ekki ætla ég að vera með getgátur hverjar þær aðrar ástæður geta verið en nóg höfum við séð af tilraunum til yfirhylminga, þöggunar og hreinum og klárum lögbrotum þessa fólks sem vinnur í þessu spillta umhverfi sem búið er að afhjúpa að íslenski fjármálaheimurinn er.

Hvor heldur ástæðan sem er fyrir því að þessi bankaráðsmaður er settur í bankastjórn nýja Kaupþings þá er vera hennar þar óásættanleg í banka sem eru í eigu þjóðarinnar. Það hefði ekki verið hægt að argast yfir slíku ef bankinn væri í einkaeign nema þá sem hluthafi en bankinn er ekki í einkaeign. Hann er í eigu almennings og almenningur getur ekki treyst því að bankaráðið sé að gæta hagsmuna eigandans, þ.e.a.s almennings, þegar svona hagsmunatengsl eru milli eins af æðstu stjórnenda bankans og eins af stærstu viðskiptavinum hans.

Mynd: Áð í Fljótsdrögum, séð yfir á Stórasand.

 


mbl.is Skuldar milljarða og eiginkona forstjórans í bankaráði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Setning neyðarlagana stærstu mistökin?

Fjöldi manna hefur haldið því fram frá því neyðarlögin voru sett að setning þeirra hafi verið stærstu mistökin sem Þingvallastjórnin gerði á sínum 18 mánaða valdatíma. Eru þá ólastaðar aðgerðir hennar og aðgerðarleysi í aðdraganda bankahrunsins.

IMG_2946 (2)Ef 93% þeirra banka sem töpuðu fé í hruni íslensku bankana ætla að höfða mál vegna þess hvernig þeim hefur verið mismunað sem lánadrottnum á kostnað innistæðueigenda og hvernig ríkið yfirtók eignir/útlán gömlu bankana og setti í þá nýju án samráðs þá erum við sem þjóð í mjög erfiðum málum.

Að breyta leikreglum eftirá og gera einum lánadrottninum hærra undir höfði en öðrum eins og gert var með neyðarlögunum þegar innistæðueigendum voru tryggðar allar sínar innistæður að fullu, það þýðir að þeir lánadrottnar sem nú eru að tapa öllu sínu hljóta að vera æfir. Þeir lánuðu sitt fé á sínum tíma á þeim grundvelli að allir lánadrottnar sætu við sama borð færu bankarnir í þrot.

Nú ætlar ríkið allt í einu að breyta því öllu og setja nýjar leikreglur sem nú á að sila eftir. Hvað halda menn að þeir séu? Er þetta land okkar orðið algjört bananalýðveldi?

Ég er einn af þeim sem hef aldrei skilið af hverju menn settu þessi neyðarlög. Mér fannst með ólíkindum hvernig þau voru hugsuð, að mismuna lánadrottnum með þessum hætti eftir á að maður tali nú ekki um þegar lá fyrir að tryggja ætti allar innistæður Íslendinga hér heima að fullu en útlendingum bara lágmarkið í útibúunum erlendis.

Datt mönnum virkilega í hug að menn kæmust upp með þetta?

Ef nú tekur við þriggja til fimm ára ferli með endalausum fréttum af málaferlum tuga ef ekki hundruða fjármálastofnana á hendur ríkinu nú eftir 13 mánuði þá líst mér ekki á blikuna.

Tapi ríkið einhverjum að þessum málum fyrir dómstólum og ríkið verður dæmt til að greiða þessum lánadrottnum skaðabætur sem og innistæðueigendum sem fá ekki sínar innistæður að fullu greiddar út úr íslensku bönkunum af því þeir eru útlendingar, Icesave og Edge reikningarnir erlendis eru bara tryggðir að ákveðnu hámarki, förum við þá ekki endanlega á hausinn?

Tapi ríkið eitthvað af þessum málaferlum eða öllum þá erum við ekki að tala um neinar smá tölur í skaðabætur. Neyðist ríkið til að framlengja neyðarlögunum næstu 5 til 10 árin og afhjúpa okkur þar með endanlega sem bananalýðveldi?

Hvað var þetta fólk að hugsa þegar þessi neyðarlög voru sett?

Mynd: Við Flóðið í Grenlæk

 


mbl.is Höfða mál vegna neyðarlaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En hvað með Landsbankamennina sem komu okkur í þessa stöðu?

Hvað ætla menn að gera við þetta fólk sem veðsetti þjóðina fyrir á annað þúsund milljarða í eigin hagnaðarskyni? Hvernig fólk er það sem gamblar með þjóð sína með slíkum hætti? Hvernig má það vera að þetta fólk skuli ekki enn hafa verið látið sæta refsingu og að ekki skuli vera búið að gera eignir þeirra upptækar?

Það er með ólíkndum ef ákæruvaldið ætlar ekkert að gera gagnvart þeim aðilum sem stýrðu og stjórnuðu Landsbankanum, einstaklingar sem láta nú hundruð milljarða falla á þjóðina.

Það verður aldrei sátt í þessu samfélagið ef þetta fólk fær að ganga laust og halda öllum eigum sínum meðan þjóðin þarf beygð og buguð að vinna sig út úr þessu Icesave máli næstu 14 árin.

Hér ganga líka um göturnar menn sem fullyrða að hér muni aldrei neitt réttlæti ná fram að ganga. Einhver gögn gangi nú milli stofnana og verið sé að skoða einhver mál en það sé bara sýndarmennska. Þessir menn fullyrða að þeir sem höfðu hér fullar hendur fjár á síðustu árum þeir höfðu vit á því að kaupa sér velvild í stjórnsýslunni, hjá stjórnmálamönnum og hjá fjölmiðlamönnum. Hundruð manna og kvenna voru "keypt" með gjöfum og greiðum, beinum peningastyrkjum og óbeinum greiðslum, veiðiferðum og matarboðum, utanlandsferðum og VIP þjónustu.

Þessir menn segja stjórnsýsluna svo djúpt sokkna í spillinguna með "brotamönnunum" í Íslenska bankahruninu að hér nái aldrei neitt réttlæti fram að ganga meðan þetta fólk situr þar og verndar sig og sína.


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dráttarvextir skv. ákvörðun Seðlabanka Íslands eru 19,0%.

Seðlabanki Danmerkur hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,10 prósentur. Frá og með morgundeginum verða stýrivextir í landinu því 1,45%.

Það er ólíkt umhverfið sem okkur Íslendingum er ætlað sem grunnur til að vinna okkur út úr kreppunni annars vega og hins vegar það umhverfi sem Dönum og öðrum nágrönnum okkar er boðið upp á.

018Fyrirsögnin hér fyrir ofan er tekin upp af heimasíðu eins ríkisbankans þar sem verið er að kynna vexti á inn- og útlánum. Þar stendur: "Dráttarvextir skv. ákvörðun Seðlabanka Íslands eru 19,0%."

Hvað er þetta óheyrilega vaxtaokur Seðlabankans með dráttarvextina um um og yfir 20% búið að standa lengi? Er það ekki farið að nálgast á þriðja eða fjórða ár?

Með þessari gjaldþrotastefnu Seðlabankans að halda dráttarvöxtum þetta háum þá hefur bankinn náð miklum árangri og er að takast fella hvert fyrirtækið á fætur öðru og nær þá líka oft að krækja um leið í nokkra einstaklinga. Það er vitað mál að engin rekstur eða einstaklingar geta staðið undir slíkum dráttarvöxtum í eðlilegu árferði, hvað þá mestu kreppu sem yfir okkur hefur gengið frá stríðslokum. Tilgangurinn með þessu stýrivötum getur því aðeins verið einn. Að taka til.

Þeir Seðlabankamenn fagna sjálfsagt á sinn hátt þegar þeir lesa tölur um fjölda gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga þegar þær byrtast.

Þeir bíta vel þessir dráttarvextir Seðlabankans. Hún hefur líka bitið vel ráðgjöf hans fyrir og eftir hrun. Þá stóð hann sig vel og náði að fella marga með ráðgjöf sinni, aðgerðum og aðgerðarleysi. Svo eru menn að tala um að þeir vilji ganga í ESB til að losna undan efnahagsráðgjöf Íslenska Seðlabankans og fela þessa ráðgjöf Seðlabanka Evrópu. Og við sem eigum þennan líka fína Seðlabanka.

Að mönnum skuli láta sér detta þetta í hug eins vel og Seðlabanki Íslands hefur reynst okkur. Hann hefur leitt okkur út úr fastgengisstefnu sinni yfir í fljótandi gengisstefnuna sína. Og alltaf hefur þetta bara batnað hjá okkar. Nú er bankinn ábyggilega að finna einhverja aðra snilldar leið fyrir okkar að fara í gengismálum sem mun tryggja okkur enn frekari og meiri hagsæld um ókomin ár, byggða á reynslu þessara grandvöru og góðu manna sem þar hafa dvalið undanfarna áratugi.

Maður fyllist bara bjartsýni þegar maður hugsar til þess að senn leggur þjóðina aftur af stað í enn eina vegferðina með Seðlabanka Íslands við stýrið og Íslensku krónuna fyrir Stafni.

Já, ég er strax farinn að finna reykinn af réttunum sem bíða okkar þar.

 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll stjórnsýslan á flótta undan Rússaláni

Enn eitt furðumálið bætist nú við önnur furðumál sem snúa að Íslensku stjórnsýslunni og bankahruninu. Engin eru þessi mál til að auka á trúverðugleikann í samfélaginu. Á nýjum óháðum vefmiðli, Netvarpinu, lýsir sendiherra Rússlands því yfir að Íslendingar hafi í haust hafnað fjögurra milljarða evra láni frá Rússum.

Tvennt vekur athygli mína.

Í fyrsta lagi að nýr óháður netmiðill skuli koma fram með þetta mál en ekki einn af okkar hefðbundnu fjölmiðlum. Það hefði verið hið eðlilegasta mál að einhver þeirra hefði átt þetta viðtal við sendiherrann til fylgja eftir umræðunni um þetta mál frá í haust.

Á þessu geta verið tvær skýringar:  

  • Íslenskir fréttamenn og fréttamiðlar eru ekki starfi sínu vaxnir.
  • Ákveðið hafi verið að þagga þetta mál niður.

Einhvern vegin er fyrri skýringin ekki trúverðug. Ég trúi ekki að þeir séu svona slappir. Þá er það spurningin, hverjir hafa hag af því að upplýsa ekki þjóðina um það að okkur hafi staðið til boða þetta lán og því verið hafnað? Davíð Oddson fær nú uppreist æru í þessu máli en hverjir tapa æru þegar þetta er upplýst?

IMG_1297 (2)Í öðru lagi vekur það athygli að engin í stjórnsýslunni skuli kannast við málið. Allir eru komnir á flótta þegar sendiherra Rússlands á Íslandi kemur og lætur hafa eftir sér í viðtali að okkur hafi staðið til boða 4 miljarða evra lán í haust en láninu hafi verið hafnað.

Ég get ekki séð neina ástæðu fyrir því af hverju þessi sendiherra ætti að vera að ljúga þessu.

Ég get hins vegar séð margar ástæður fyrir ýmsa að halda þessu máli leyndu eftir að þeir höfnuðu láninu.

Eftir hrun bankana komust "frjálsu" fjölmiðlarnir tveir líka undir hæl ríkisins eins og RÚV. Morgunblaðið og 365 Miðlar eru og voru komnir upp á náð skilanefnda bankana. Þessir fjölmiðlar dansa og syngja fyrir ríkið eins og þeim er sagt. 

Trúverðugleiki þessa viðtals við Rússneska sendiherrann er enn meira af því að það er birt í þessum nýja óháða netmiðli. Hvorki sendiherrann né netmiðillinn hafa hagsmuni af þessu máli.

Hér er bara verið að upplýsa almenning.

 


mbl.is Enginn hafnaði láni Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignamarkaðurinn og byggingaiðnaðurinn látinn taka höggið.

Stjórnvöld, bæði ríkisstjórn og sveitastjórnir, eru sammála um að láta fasteignamarkaðinn og byggingaiðnaðinn taka á sig stærsta höggið í þessari kreppu. Á undanförnum árum hafa okkar helstu stjórnmálamenn lofað því og sagt að ríki og sveitarfélög muni halda að sér höndunum í framkvæmdum í uppsveiflunni til þess að geta komið sterk inn þegar og ef að kreppti. Orð þessa fólks eru í dag jafn mikils virði og orð eigenda og stjórnenda bankana. Efndirnar á loforðunum þær sömu.

119_1910Eftir situr ein best menntaða og fjölmennasta starfsgrein þessa samfélags í rústum. Allir arkitektar og tæknimenn þessa lands ganga um stofur sínar og reita hár sitt. Ekkert er í sjónmáli og engin von er gefin. Það eina sem kemur frá opinberum aðilum og ráðgjöfum þeirra er að atvinnuhorfur í Noregi og Kanada séu ekki svo slæmar.

Frekar virðast menn vilja borga milljarða á mánuði í atvinnuleysisbætur en brydda upp á einhverju nýju og nýta með öðrum hætti það fé sem fer í atvinnuleysisbætur. Af hverju nýta menn þessa milljarða ekki frekar í opinberar framkvæmdir?

Verkefnin eru ótæmandi. Af hverju fækka menn ekki á atvinnuleysisskrá og fara í að tvöfalda eitthvað af þessum einföldu brúm sem enn eru á hringveginum kringum landið. 80% til 90% af kostnaði við slíka brúarsmíð er innlent hráefni (steypa) og vinna. Stálið og timbur í mót er það eina sem þarf að kaupa að utan.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar undir "Fyrirhuguð útboð" stendur í dag: 

"Verkum, sem áætlað var að bjóða út á síðari hluta þessa árs, er frestað um óákveðinn tíma vegna lækkunar á fjármagni til vegagerðar."

Af hverju velja menn að fara þessa niðurskurðarleið í bullandi atvinnuleysi í byggingariðnaðinum? Af hverju velja menn að fjölga enn á atvinnuleysisskrá og setja hundruð manna á atvinnuleysisbætur? Af hverju nálgast men þessi atvinnumál ekki með öðrum hætti og setja í gang þjóðhagslega arðbær verkefni og nýta í þær framkvæmdir það fé sem annars færi í að borga atvinnuleysisbætur? Þetta er leiðin sem löndin hér í kring eru að fara og hafa alltaf valið þegar kreppir að, af hverju förum við þessa leið ekki líka?

Ef opinberir aðilar vilja ekki fara sömu leið og nágrannar okkar og fjölga atvinnutækifærum með sama hætti og þar er gert með því að setja fjármagn í framkvæmdir af hverju skipta menn þá þessum byrgðum ekki jafnt á milli þjóðfélagshópa? Af hverju er í lagi að þúsundir manna sem starfa í byggingariðnaði missi vinnuna en ekki má segja upp einum einasta opinbera starfsmanni?

Er ekki tími til komin að við förum að sjá nýjar áherslur í atvinnumálum?

Mynd: Ein af gömlu brúnum í Róm.

 


mbl.is 65 makaskiptasamningar í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú voru þeir snöggir í Fjármálaeftirlitinu.

Lítill er að verða trúverðugleiki þeirra aðila sem eiga að taka á brotum sem tengjast bönkunum, eigendum þeirra og starfsmönnum. Það er eins og Fjármálaeftirlitið, FME, og ákæruvaldið dragi fæturna í málum tengdu bankahruninu og stefnt sé á að leysa öll þessi mál með því að þau fyrnist. Það er í það minnsta sú tilfinningin sem ég hef nú þegar rúmir 10 mánuðir eru frá bankahruninu og ekki svo mikið sem ein einasta ákæra hefur verið gefin út, hvað þá annað. Getu- og viljaleysi FME og ákæruvaldsins virðist algjört.

IMG_1646 (2)Komi hins vegar upp mál sem upplýsa almenning um brotin, sukkið og spillinguna sem fram fór í þessum bönkum þá verður allt vitlaust hjá þessum rannsóknaraðilum og sá óheyrði atburður gerist að efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra ætlar jafnvel að rannsaka mál þó engin kæra hafi borist. Það er eins og skyndilega hafi þetta fólk ekkert að gera og þarna sé á ferðinni einhver alvarlegasti glæpur sem framinn hafi verið í íslenska fjármálaheiminum á síðustu árum.

Þeir voru líka snöggir þegar upp komst um ungu drengina sem náðu tuttugu eða þrjátíu milljónum út úr íbúðalánasjóði. Þetta var eitthvað sem efnahagsbrotadeildin réð við, skildi og  gat tekið á. Reyndar fannst þeim þetta samt svo flókið að þeir trúðu því ekki að menn um tvítugt gætu fundið upp á slíku. Umheimurinn allur horfir síðan upp á þetta sama fólk þar sem það virðist ekki vera að gera neitt varðandi eitt mesta bankagjaldþrot sem orðið hefur frá upphafi í heiminum þar sem þessir íslensku bankar virðast hafa féflett milljónir manna með röngum upplýsingum, brotum á reglum um meðferð sjóða, sýndarviðskiptum, gríðarlegum lánum til eigenda o.s.frv., o.s.frv.

Nú er svo komið að það er ekki bara ég sem er að missa alla von um að hér nái réttlætið fram að ganga. Bretar virðast líka hafa gefið upp alla von um að eitthvað komi út úr rannsókn íslenskra aðila á þessum málum. Þeir hafa sett í gang sína eigin sjálfstæðu rannsókn, Serius Fraud Office, SFO, sér um hana fyrir Breta.

Flest öllum virðist orðið ljóst að Íslenska stjórnsýslan er ófær um að taka á bönkunum, hvað þá sínum eigin innanbúðarmálum.

Samstarf Evu Joly og SFO vekur samt vonir um að það muni takast að stöðva þá menn sem féfléttu þetta samfélag og keyrðu það nánast í þrot. Okkar Íslendinga bíða síðan hreinsanir í stjórnsýslunni þegar búið er að taka þessa menn úr umferð.

 


mbl.is Kaupþingsleki hjá lögreglunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Margt virðist líkt með Hróarskeldubanka og Íslensku bönkunum

Við lestur þessarar fréttar þá virðist manni margt líkt með Hróarskeldubankanum og Íslensku bönkunum. Allir þessir bankar lugu að viðskiptavinum sínum og hluthöfum með fulltingi endurskoðenda, sögu hlutina vera allt aðra og betri en þeir voru og féfléttu þannig fjölda fólks sem trúðu og treystu þessum aðilum.

Áhugavert verður að fylgjast með hvernig Danir taka á málefnum Hróarskeldubanka og þeirra einstaklinga sem þar voru í forsvari og báru alla ábyrgð að gjörðum bankans og athöfnum.

 


mbl.is Hluthafar íhuga málssókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband