Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Serious Fraud Office og skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis.

Góðar fréttir og slæmar fréttir berast þessa dagana af rannsóknum á meintum lögbrotum í aðdraganda hrunsins. 

Góðu fréttirnar eru að Serious Fraud Office, SFO, íhugar að hefja eigin sakamálarannsókn á starfsemi Landsbankans og Kaupþings í Bretlandi.

03102009127Slæmu fréttirnar eru að rannsóknarnefnd Alþingis frestar nú, tveim vikum áður en hún á að leggja fram skýrslu sína, afhendingu hennar um 3 mánuði. Þessi dráttur á afhendingu skýrslunnar kemur mjög á óvart. Í byrjun ágúst tilkynnti formaður nefndarinnar að mikilla tíðinda væri að vænta í lok október þegar skýrslan yrði lögð fram. Ekkert var þá minnst á að nefndin myndi þurfa lengri tíma til að ljúka skýrslunni.

Þessi skýrsla rannsóknarnefndarinnar sem manna á milli hefur oft verið nefnd "Hvítþvottarskýrslan" því í hana var skipað pólitískt af stjórnvöldum sem voru við völd í aðdraganda hrunsins og nafngiftin er til komin vegna þess að margir telja að eini tilgangurinn með skipun þessarar nefndar hafi verið að búa til skýrslu sem ætlað er að hvítþvo stjórnvöld og þá einstaklinga sem um stjórnvölin héldu í aðdraganda hrunsins.

Því haldið fram að Geir Haarde og aðrir forystumenn í ríkisstjórn hans hafi ekki beðið þjóðina afsökunar á því sem hér gerðist því að þetta fólk er að bíða eftir skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Skýrslu sem muni hvítþvo það af öllum áburði um afglöp, mistök eða hafa gert, sagt eða framkvæmt eitthvað sem þörf er að biðjast afsökunar á.

Þá er því einnig haldið fram að ákvörðun Evrópusambandsins sem kynnt var nýverið að sambandið ætli að fjármagna og kosta sjálft sjálfstæða og óháða rannsókn á aðdraganda hrunsins á Íslandi, rannsókn sem átti að hefjast nú í byrjun nóvember þegar skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis lægi fyrir, þessi ákvörðun ESB hafi sett allt starf rannsóknarnefndar Alþingis úr skorðum. Nú þegar rannsóknarnefndin veit að það munu óháðir aðilar fara mjög djúpt ofaní málið, hér heima og erlendis, þá hafi nefndin séð sitt óvænna og ákveðið að endurskrifa skýrsluna. Þess vegna er þessi seinkun á afhendingu skýrslunnar komin til.

þessir sömu aðilar halda því fram að úr því sem komið er þá muni rannsóknarnefndi Alþingis ekki heldur vera með skýrsluna tilbúna 1. febrúar. Nefndin muni þá biðja um enn frekari fresti.

Í framhaldi mun koma upp misklíð milli nefndarmanna um niðurstöður og frágang skýrslunnar. Nefndarmenn muni í framhaldi segja sig frá störfum í nefndinni og þessi nefnd mun aldrei leggja fram neina skýrslu.

Framgangsmáti eins og þessi sé ekki óalgengur í íslenskri stjórnsýslu og þessari aðferð eigi að beita.

Með vinnu rannsóknarnefndarinnar hafi stjórnsýslunni hins vegar gefist tóm til að vinna sér tíma og samræma framburð manna af atburðum og athöfnum. Nú eru rétt gögn til á réttum stöðum til að staðfesta  það sem þarf að staðfesta, önnur gögn eru horfin.

Þannig muni með vinnu rannsóknarnefndarinnar nást að tryggja að engir stórir áfellisdómar falli á stjórnsýsluna né ráðamenn þó svo ESB eða síðari tíma menn geri rannsóknir á hruninu.

 

 


mbl.is Auknar líkur á breskri rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland borgi þó dómstólar dæmi að Ísland eigi ekki að borga!

Það er eitthvað mjög mikið að ef trúnaðarmenn þjóðarinnar samþykkja að þjóðin losni ekki við Icesave þó dómar falli á þann veg að þjóðinni beri ekki skylda til að greiða Icesave.

03102009122Í frétt Morgunblaðsins segir:

Á hinn bóginn hefur niðurstaða dómsins, þótt hann yrði Íslendingum í hag, ekki sjálfkrafa þau áhrif að greiðslur falli niður. Verði dómurinn Íslandi í vil hefur hann aðeins þau áhrif að  sest verði aftur að samningaborði.

Þeir trúnaðarmenn þjóðarinnar sem láta sér detta í hug að samþykkja slíkt ákvæði fyrir hönd þjóðarinnar eru að fremja pólitískt sjálfsmorð. Það verða fáir sem munu kjósa slíkt fólk aftur sem sína "trúnaðarmenn".

Að samþykkja að við borgum þó dómstólar dæmi á þann veg að við eigum ekki að borga er þvílíkt rugl að ég trúi ekki að þetta sé svona í þessum nýju samningsdrögum um Icesave.

Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur hjá Morgunblaðinu í þessari frétt af málinu.

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun stjórnsýslan falla eins og Dómínó?

Fyrsta málið sem almenningi er kynnt í fjölmiðlum gegn einni af þeim lykilpersónum sem ber ábyrgð á því að í aðdraganda hrunsins var lítið sem ekkert gert til að takmarka það tjón sem hér varð og er enn að verða sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara.

Við þessa frétt vaknar sú von að þeir sem bera ábyrgð á þessu mikla tjóni sem hér hefur orðið með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi verði með einum eða öðrum hætti dregnir til ábyrgðar.

Verði það raunin þá munu lykilleikendur í hruninu falla einn af öðrum eins og dómíno.

Þá verður hægt að fara í nauðsynlega endurnýjun í stjórnsýslunni. 

 


mbl.is Hlutabréfasala ráðuneytisstjóra rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lægsta fasteignaverð í Evrópu á Íslandi.

Mælt í evrum, dollar eða dönskum krónum þá er fasteignaverð á Íslandi að verða það lægsta í vestur Evrópu. Í dag er verið að selja fermetrinn af íbúðarhúsnæði á um kr. 200.000 í Hraunbænum í Árbæ. Það gera um 8.000 danskar krónum á fermetrinn eða um 1.100 evrur.

116_1693Haldi þetta verð áfram að lækka eins og verið er að spá þá verður að fara til austur Evrópu til að finna jafn lágt fasteignaverð.

Ef horft er til þess að verð á notuðu atvinnuhúsnæði er jafnvel komið niður í kr. 100.000 til 150.000 á fermetra þá samsvarar það 4.000 / 6.000 dönskum krónum á fermetra eða 550 / 815 evrum.

Þetta eru fáránlega lágt verð.

Það er hvergi hægt að kaupa húsnæði í vestur Evrópu eða Bandaríkjunum á þessu verði.

Þetta hlýtur hjálpa til við að lokka hingað erlend félög og fyrirtæki með sína starfsemi. Eins hlýtur þetta að opna ákveðin tækifæri fyrir þá innlendu aðila sem hafa sínar tekjur í erlendum gjaldeyri.

 

 

 


mbl.is Raunlækkun fasteignaverðs 36%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilgangur neyðarlagana engin eftir yfirtöku lánadrottna á Íslandsbanka.

Þjóðinni voru seld neyðarlögin á þeirri forsendu að það ætti að vernda eignir og skuldir okkar Íslendinga. Koma átti í veg fyrir að þær lentu í höndum erlendra aðila og þar með að erlendir aðilar eignuðust í raun Ísland. Samhliða þessu þá var í neyðarlögunum þær birgðar lagðar á almenning á Íslandi að hann átti að tryggja innistæður í bankakerfi sem var tíu sinnum stærra en árleg landsframleiðsla.

03102009119Þjóðinni var fyrir ári seld sú hugmyndafræði að þessi leið að setja neyðarlög væri miklu betri en láta bankana fara í gjaldþrot og þeir gerðir upp samkvæmt gildandi lögum um gjalþrot því þá myndu lánadrottnarnir eignast bankana. Það mátti ekki gerast. Auk þess væru innistæður þá aðeins tryggðar samkvæmt reglum um Tryggingasjóð innistæðueigenda.

Hver er svo niðurstaðan?

Við erum að fagna því í dag að erlendir lánadrottnar Glitnis skuli vera að koma sem eigendur að rekstri bankans. Loksins eru erlendir bankar að koma að bankarekstri á Íslandi og þeir munu koma hingað með þær hefðir, venjur og traust sem einkennir rekstur erlendra banka í einkaeign.

Þetta fáránlega loforð að þjóðin ætli að tryggja allar innistæður að fullu í þessu gríðarstóra gjaldþrota bankakerfi mun sliga þjóðina um ókomin ár. Þetta loforð hefur valdið þvílíkum misskilningi, misklíð og deilum við öll okkar nágrannaríki að engu tali tekur og eyðilagt orðspor okkar um allan heim.

Setning neyðarlaganna eru einhver svakalegustu mistök sem hér hafa verið gerð.

Ég óska starfsmönnum Íslandsbanka og landsmönnum öllum til lukku með það að hér skuli nú vera að verða til fyrsti "alvöru" bankinn á Íslandi.

Það fer nú ekki svo að það komi ekki líka eitthvað jákvætt og gott út úr þessu öllu þó í þessu tilfelli séu góðu hlutirnir að verða til þvert á vilja og tilgang neyðarlaganna.

Mynd: Hafnarfjall

 


mbl.is Íslandsbanki í erlendar hendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rakalaus þvættingur Lansbankans um byggingamarkaðinn.

Enn á ný heldur Landsbankinn af stað og ber rangar og villandi upplýsingar um byggingamarkaðinn á borð fyrir landsmenn. Er bankinn og starfmenn hans í einhverskonar herför gegn þjóðinni? Er markmið bankans að valda hér enn meira tjóni en þeir hafa þegar valdið? 

Bankinn fær besta tímann í fréttunum á rúv í gærkvöldi með þennan rakalausa þvætting að hér þurfi ekki að byggja nýjar íbúðir næstu 4 til 5 árin.

Rök bankans fyrir þessu eru að hér standi um 3.000 nýjar óseldar íbúðir og það taki 4 til 5 ár að selja þær.

03102009120Ég leyfi mér að efast um þessar tölur bankans um fjölda nýrra íbúða. Ég held það sé ofmat eins og allt annað um þessi mál frá bankanum. Ég trúi betur tölum Dags B Eggertssonar sem nýverið upplýsti að fjárfesting sem liggur í nýju ónotuðu íbúðarhúsnæði nemi 73 milljörðum. Ef meðalverð fullbúinna íbúða er 36,5 milljónir þá samsvarar þessi fjárfesting 2.000 íbúðum.

Hvort hér standa 2.000 eða 3.000 fullbúnar íbúðir óseldar þá breytir það ekki þeirri staðreynd að á síðustu 10 árum, frá árinu 1998 til 2008, þá hafa verið byggðar og seldar að jafnaði um 2.730 íbúðir á ári, skv. tölum Hagstofunnar. Þessar nýju íbúðir sem nú standa óseldar samsvara eins árs þörf samfélagsins fyrir nýjar íbúðir. Það eru öll ósköpin. Hvað gengur Landsbankanum eiginlega til með þessum málatilbúnaði sínum?

Hvað varðar þá staðreynd að um 1.300 manns hafa flutt frá landinu þá ber að hafa það í huga að mikill fjöldi þeirra eru útlendingar sem komu hér til tímabundinna starfa. Þetta fólk og þessir menn bjuggu hér í vinnubúðum, á gistiheimilum eða leigðu margir saman íbúðir og hús. Þá er hluti þeirra sem hafa flutt á brott íslenskir iðnaðarmenn sem eru í tímabundnum verkefnum erlendis en fjölskyldur þeirra, konur og börn, búa áfram hér heima. Fjöldi þeirra íbúða sem þetta fólks skilur eftir sig auðar hér heima er ekki verulegur.

Aðal atriði þessa máls er þó það að inn á fasteignamarkaðinn eru að koma stærstu árgangar Íslandssögunnar. Á árunum 1980 til 1990 fæddust að jafnaði 4.300 börn á ári. Þetta er unga fólkið okkar í dag á aldrinum 20 til 30 ára. Í öllu eðlilegu árferði þá kallar bara þessi hópur á um 2.000 íbúðir á ári. Þessi fjárfesting sem nú liggur í óseldu íbúðarhúsnæði, þessar 2 - 3.000 íbúðir, duga rétt rúmlega fyrir einn af þessum árgöngum.

Lausafjárkreppan skall á í heiminum í júlí 2007. Íslensku bankarnir hættu allir haustið 2007 að lána almenningi til íbúðakaupa. Íbúðalánasjóður hefur verið nánast einn á markaðnum síðan. Áður en það gerðist var ekki til ný fullbúin óseld íbúð á markaðnum. Allt sem byggt var, það seldist. 

Eitt er víst, það vantaði ekki kaupendur að nýjum íbúðum á markaðinn haustið 2007 þegar bankarnir lokuðu skyndilega fyrir öll sín íbúðarlán vegna fjárskorts.

Fasteignamarkaðurinn hefur nú verið frosinn í tvö ár og bankamenn eru að fara á límingunum yfir því að það skuli liggja fjárfesting í íbúðarhúsnæði sem samsvarar rúmlega eins árs þörf samfélagsins fyrir nýtt íbúðarhúsnæði. Það sem verra er, þeir ljúga því að þjóðinni að þessar íbúðir eigi að geta annað allri þörf fyrir nýjar íbúðir næstu 4 til 5 árin. Auðvita geta menn látið þessar íbúðir endast í öll þessi ár ef lánafyrirgreiðsla til kaupenda verður lítil sem engin. Er það málið? Ætla bankarnir að halda áfram að draga fæturna í búðarlánum sínum? Er það planið að handstýra hér öllu og hafa hér allt í frosti næstu árin? Byggja hér enn eina stífluna á fasteignamarkaðnum og bíða þess að hún springi með braki og brestum?

Ef horft er til þess að hér á landi búa 2,5 einstaklingar í hverri íbúð en 1,8 í hverri íbúð í Kaupmannahöfn og 1,9 í hverri íbúð í Osló þá er ljóst að mikið þarf að byggja ef við ætlum að ná nágrönnum okkar í þessu efni. Ef við byggjum þannig upp hér að það búi af jafnaði 2,0 einstaklingar í hverri íbúð þá þyrftum við að byggja allt það sem er á skipulagsuppdráttum sveitarfélaganna frá Selfossi að Akranesi.

Ég held það væri verðugra verkefni fyrir bankamenn í dag að finna leiðir til að hjálpa unga fólkinu til að kaupa sér sína fyrstu íbúð, bjóða t.d. upp á hagstæð lán til 70 til 80 ára eins og víða tíðkast, en skammast í fjölmiðlum yfir því að  sveitarfélög landsins og byggingaraðilar hafi verið að sinna sínum samfélagslegu skyldum og hafi verið á fullu að byggja íbúðir upp í fyrirséða þörf fyrir íbúðir handa ungu fólki þegar bankarnir lokuðu og frystu óvænt fasteignamarkaðinn haustið 2007.

Ég legg til að Landsbankinn ráði til bankans 15 til 20 erlenda sérfræðinga í bankarekstri og noti þá síðan til að kenna íslenskum starfsmönnum Landsbankans hvernig menn reka alvöru banka. Þá er kannski von til þess að bankinn verði rekinn sem banki og starfsmenn hans hætti að þvaðra í fjölmiðlum um mál sem þeir hafa ekki gripsvit á.  

Mynd: Útihús í Melasveit.

 


Strandar lánið frá AGS á endurreisn bankana en ekki Icesave?

Þær sögusagnir ganga að sá dráttur sem orðið hefur á afgreiðslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS, á láni númer tvö sem átti að afgreiða í febrúar, að þessi dráttur sé til kominn vegna þess að AGS hefur ekki fengið umsamin gögn um endurreisn bankana. 

Á meðan ekki er vitað með hvaða hætti á að endurreisa bankana og efnahagsreikningur þeirra liggur ekki fyrir og þar með uppgjör á milli nýju og gömlu bankana, þá komi ekkert lán frá AGS. Íslendingar verið að klára sína heimavinnu eins og um var samið áður en lán númer tvö kemur. Þessa heimavinnu eru Íslendingar ekki enn búnir að vinna. Þetta átti að klára í febrúar en er ekki búið enn.

29092009111Töfin á afgreiðslunni á láninu frá AGS sé því alfarið á ábyrgð Íslands og hafi ekkert með Icesave að gera.

Þá halda menn því fram að íslensk stjórnvöld séu að nota Icesave í þessu máli til að breiða yfir þá staðreynd að þau hafi ekki lagt fram þau gögn sem þau eiga að leggja fyrir AGS. 

Hér er verið er að nota sömu taktikk og þegar stjórnvöld lögðu Icesave samninginn fyrir þingið. Þá sögðu þau að öll gögn væru uppi á borðinu. Síðan þegar eftir var spurt þá týndu þau hvert fylgiritið af öðru upp úr pússi sínu.

Þennan leik er nú verið a leika á ný þegar stjórnvöld fullyrða að þau séu búin að afhenda öll gögn sem AGS hafi beðið um. Þetta sé ekki rétt, lán númer tvö verður ekki afhent fyrr en efnahagsreikningur bankana liggur fyrir og það hafi öllum verið ljóst frá því í nóvember í fyrra þegar samningurinn milli AGS og Íslands var undirritaður.

Íslendingar hafi fengið þau skilaboð á fundi sjóðsins í Tyrklandi að þeir ættu að fara heim og vinna vinnuna sína og síðan skyldu menn tala saman.

Af hverju fer ekki einhver fréttamaður og fær þetta á hreint hjá yfirmönnum AGS og spyr:

Er AGS að bíða eftir gögnum frá Íslandi um endurreisn bankana til að geta afgreitt lán númer tvö?

Við verðum að fá það staðfest hvort drátturinn á láninu frá AGS er vegna Icesave eða hvort það er vegna þess að dregist hefur að setja upp efnahagsreikning bankana.

 


mbl.is Ríkið leggi til mun minna fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

„McCarthyismi“ og fjármálaglæpir eiga ekkert sameiginlegt.

Að líkja umræðunni hér á landi við "McCartyisma" er út í hött.

Pólitískar ofsóknir í Bandaríkjunum í kjölfar þess að leyndarmálinu um gerð kjarnorkusprengjunnar var stolið og síðan lekið til Rússa á sama tíma og Bandaríkjamenn stóðu í tvísýnu stríð í Kóreu við Kínverska herinn sem barðist með rússneskum vopnum að ógleymdum átökunum um Berlín, þær ofsóknir eiga ekkert skylt við umræðuna á Íslandi í dag.

Hér er verið að ræða um meint lögbrot og fjárglæfra þess fólks sem ber beint og óbeint ábyrgð á því að íslensku bankarnir töpuðu hátt í  12.000 milljörðum króna. Hér er umræða í gangi sem snýst um það fólk sem ber ábyrgð á hruni bankana. Hruni sem hefur valdið gríðarlegri skuldsetningu ríkissjóðs og óheyrilegu tjóni almennings og fyrirtækja í landinu sem engin sér í dag fyrir endann á.

Vilji menn líkja ástandinu á Íslandi við eitthvert tímabil í bandarískri sögu á fyrri hluta síðustu aldar væri nær að líkja ástandinu hér við "Al Capone tímabilið" þar sem Eva Joly er okkar Eliot Ness. 

Seint hefði þó bæjarstjórinn í Chicago farið að skrifa greinar í blöð þar sem hann hefði hvatt til þess að það "hæfileikaríka" fólk sem starfaði með Al Capone yrði kallað til trúnaðarstafa í samfélaginu á sama tíma og menn biðu réttarhaldanna yfir Al Capone.

 

 


Að venju koma helstu fréttir af hruninu erlendis frá.

Enn á ný berast okkur Íslendingum helstu fréttir frá Íslandi í gegnum erlenda fréttamiðla. Ég hef oft kvartað yfir þessu og því hvernig íslenskir fréttamenn virðast forðast að taka á mörgum þeim málum sem snúa að hruninu.

Er það virkilega svo að íslenskir fjölmiðlar þora ekki og treysta sér ekki til að birta frétt eins og þessa um Sigurð Einarsson?

Er það virkilega svo að þeir leka slíkum fréttum til erlendra fjölmiðla því þeir treysta sér ekki til að birta þær sjálfir?

Löngum hefur verið rætt um að sjálfstæði íslenskra fjölmiðla væri lítið og þeir undir hæl eigendanna. Er það virkilega svo að það eru ákveðin svið og ákveðnir einstaklingar sem þeir mega ekki fjalla um nema með ákveðnum hætti?

 


mbl.is Fyrstur til að fá stöðu grunaðs manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það verður að koma formegt svar frá Noregi

Þetta er ekki boðleg pólitík og þetta eru ekki boðleg vinnubrögð að samskipti manna í þessu máli séu öll munnleg. Allar fyrirspurnir í þessu máli eru munnlegar eða með óformlegum tölvupóstum.

29092009107Það er ekki boðlegt að þetta mál sé sett þannig upp að almenningi sé gert að meta þetta mál út frá trúverðugleika forsætisráðherra annars vegar og trúverðugleika formanns Framsóknarflokksins hins vegar.

Það er ekki boðlegt að þetta mál sé skilið eftir í þessum "lásý" farvegi íslenskra stjórnmálamanna. Málinu lokað með "taktíkinni", orð gegn orði.

Það er bara ein leið til að loka þessu máli.

Ég skora á ríkisstjórnina að senda formlegt erindi á Norsku ríkisstjórnina og á Stórþingið. Norska ríkisstjórnin og þingið verða þá að afgreiða málið. Þá kemur frá þeim formlegt svar.

Það er orðið nauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga að fá formlegt svar þannig að ef þetta var bara fagurgali í þingmönnum norska Stórþingsins í eyru þessara ungu manna frá Íslandi þá þarf það að koma í ljós. Þangað til þetta svar kemur trúa þessir ungu menn þessum fagurgala. Það gerir líka stór hluti þjóðarinnar.

Það verður að ljúka þessu máli með formlegu svari frá norska þinginu. Það er einfalt, eitt bréf með afrit á fjölmiðla.

Þetta tekur 5 mínútur, eitt frímerki og nokkrar faxsendingar og málið dautt.

Boltinn er þá hjá Norðmönnum og sátt um málið á Íslandi.

 


mbl.is Ummælin fráleitur þvættingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband