Ísland borgi þó dómstólar dæmi að Ísland eigi ekki að borga!

Það er eitthvað mjög mikið að ef trúnaðarmenn þjóðarinnar samþykkja að þjóðin losni ekki við Icesave þó dómar falli á þann veg að þjóðinni beri ekki skylda til að greiða Icesave.

03102009122Í frétt Morgunblaðsins segir:

Á hinn bóginn hefur niðurstaða dómsins, þótt hann yrði Íslendingum í hag, ekki sjálfkrafa þau áhrif að greiðslur falli niður. Verði dómurinn Íslandi í vil hefur hann aðeins þau áhrif að  sest verði aftur að samningaborði.

Þeir trúnaðarmenn þjóðarinnar sem láta sér detta í hug að samþykkja slíkt ákvæði fyrir hönd þjóðarinnar eru að fremja pólitískt sjálfsmorð. Það verða fáir sem munu kjósa slíkt fólk aftur sem sína "trúnaðarmenn".

Að samþykkja að við borgum þó dómstólar dæmi á þann veg að við eigum ekki að borga er þvílíkt rugl að ég trúi ekki að þetta sé svona í þessum nýju samningsdrögum um Icesave.

Þetta hlýtur að vera einhver misskilningur hjá Morgunblaðinu í þessari frétt af málinu.

 


mbl.is Icesave-fyrirvörum breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Morgunblaðið hefur misst allan trúverðugleika. Morgunblaðið er ekki blað allra landsmanna, miklu frekar blað þröngra sérhagsmuna.  Óskiljanlegt að tilboðinu sem Vilhjálmur Bjarnason stóð að skildi ekki vera tekið.  Því staðreyndin er að hér vantar frjálst og óháð dagblað

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 13:46

2 identicon

Er þetta ekki full mikil svartsýni í fyrirsögn þinni og röng rökfræði, Friðrik?

Fréttin segir að fara megi með þetta mál fyrir dóm, falli dómur okkur í hag hætti Íslendingar ekki sjálfkrafa að greiða af láninu heldur verði sest að samningaborði.

En heldurðu ekki að Ísleningar verði þá ekki í ansi hreint sterkri samningsstöðu til að losna undan skuldabyrðinni að öllu eða verulegu leyti ??

M.ö.o. fréttin segir ekki að við munum halda áfram að borga ef dómur fellur okku í vil, heldur að sest verði við samningaborð. Um hvað verður þá samið? Nú um breytingar á samingnum. Kannski hættum við að borga, kannski ekki að fullu, enda óvíst að dómsorð verði annaðhvort-eða, Já/Nei.  

Einar Karl Friðriksson (IP-tala skráð) 18.10.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Einar

Þetta er einn flötur á málinu og þannig má sjálfsagt líka túlka þetta ákvæði.

Það er hins vega mjög sérstakt ef ekki einstakt ef úrskurður dómstóla skuli ekki vera látinn gilda falli hann okkar í vil.

Hefur einhver heyrt af einhverju sambærilegu?

Þetta ákvæði virkar mjög illa á mig Einar.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.10.2009 kl. 18:18

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Fáránleikin og brjálæðið tekur á sig ýmsar myndir.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 20.10.2009 kl. 17:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband