Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forsetinn velur forsætisráðherraefnið sem síðan myndar ríkistjórn fyrir forsetann.

Í nýafstöðnum Alþingiskosningum þá vorum við að kjósa þingmenn til að fara með fjárveitingavaldið og löggjafarvaldið með forsetanum.

Alþingi fer ekki með framkvæmdavaldið. Við erum ekki að kjósa þingmenn til að fara með framkvæmdavaldið.

Við kjósum forseta og hann, skv. stjórnarskrá, fer með framkvæmdavaldið.

Forsetanum er nú í lófa lagið að mynda utanþingsstjórn sem starfað gæti þess vegna í fjögur ár, væri þingmeirihluti fyrir því að verja slíka stjórn vantrausti. 

Forsetinn mun nú velja sitt forsætisráðherraefni og fela honum að mynda fyrir sig ríkisstjórn. Ég spái því að forsetinn muni gera Sigmund Davíð að forsætisráðherra. 

Takist Sigmundi Davíð að semja við aðra þingflokka um myndun ríkisstjórnar með hann sjálfan sem forsætisráðherra þá mun hann leggja tillögu sína að nýrri ríkisstjórn fyrir forsetann. Engin krafa er um að þessir ráðherra skuli vera þingmenn. Allir ráðherrarnir gætu þess vegna verið fólk sem ekki situr á þingi. Forsætisráðherrann og forsetinn ráða því. Sé ríkisstjórnin og ráðherralistinn forseta þóknanlegur þá fær Sigmundur Davíð leyfi forsetans að fara með það framkvæmdavald sem þjóðin hefur falið forsetaembættinu. 

Forseti getur hvenær sem er á kjörtímabilinu kallað þetta vald sitt úr höndum Sigmundar Davíðs og boðað til nýrra kosninga.

Þannig á þetta ferli að ganga fyrir sig samkvæmt Íslensku stjórnarskránni.

 


Þjóðin henti fólkinu sem hatar framkvæmdir út úr stjórnarráðinu.

Þó ég hafi hvorki kosið Framsóknarflokkinn né Sjálfstæðisflokkinn þá fagna ég niðurstöðu þessarar kosninga.

IMG_1646 (2)Að sjá fram á að hér taki við völdum flokkar sem hatast ekki út í ákveðnar atvinnugreinar heldur fagna fjölbreytileika í atvinnurekstri og atvinnuuppbyggingu er mikið gæfu spor fyrir land og þjóð.

Það hefur verið ömurlegt að horfa upp á það í fjögur ár að hér hafa verið við völd stjórnvöld sem hafa hatast út í ákveðnar gerðir og tegundir atvinnurekstrar.

Stjórnvöld sem hata framkvæmdir.

Vonandi að nú sé tími Svandísar Svavarsdóttur og Andra Snæs Magnasonar sem helstu hugmyndafræðinga þjóðarinnar í atvinnumálum liðinn...

Vonandi að þeir tímar komi aldrei aftur.

Til hamingju Ísland.

Mynd: Aldrei aftur stjórnvöld sem vilja koma þjóðinni aftur inn í torfkofana...


mbl.is Geta myndað stjórn með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

16,7% sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

Með sömu reikniaðferðum og Sjálfstæðisflokkurinn notaði þegar hann hafnaði niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána þá voru það 16,7% þeirra sem hringt var í sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

kjósa m hja40% kjósenda gaf ekki upp afstöðu sína.

Það þýðir samkvæmt reikniaðferðum Sjálfstæðisflokksins að 83,3% þjóðarinnar ætlar ekki að kjósa flokkinn. 

Framsóknarflokkinn ætla 14,8% þjóðarinnar að kjósa.

Samanlagt ætla samkvæmt könnuninni 31,5% þjóðarinnar að kjósa þessa tvo flokka.

Ég hvet þessi 40% þjóðarinnar sem almennt hefur ekki gefið upp afstöðu sína til að kjósa með hjartanu og vera óhrædd við að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjóstu Lýðræðisvaktina og fáðu 3 fyrir 1

Með því að kjósa í komandi kosningum nýju framboðin, framboð eins og Lýðræðisvaktina, flokk sem vantar 1% til 2% til að ná yfir 5% múrinn þá getur eitt atkvæði orðið til þess að Lýðræðisvaktin nái inn 3  þingmönnum.

IMAG1262-aEitt atkvæði greitt flokkum sem eru yfir 5% múrnum, skv skoðunarkönnunum, það atkvæði hefur í mesta lagi áhrif á hvort einn þingmaður flyst til á milli flokka. Mikinn fjölda atkvæða þarf til að hreyfa einn þingmann á milli flokka. Í þeim skilningi þá falla alltaf mörg þúsund atkvæði "dauð" í hverjum kosningum, atkvæði sem ekki nýtast til þess að færa þingmann á milli flokka.

Með því að kjósa Lýðræðisvaktina og stuðla þannig að því að flokkurinn fái 2% fleiri atkvæði og hann komast þar með yfir 5% múrinn, þá geta kjósendur verið að fá 3 þingmenn fyrir atkvæði sitt.

Atkvæði greidd nýju framboðunum sem vantar lítið upp á að ná yfir 5% múrinn eru því aldrei "dauð" atkvæði frekar en atkvæði greidd öðrum flokkum. Þvert á móti þá eru mestar líkur á að þú fáir 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt með því að kjósa Lýðræðisvaktina á laugardaginn.

Ég mæli því með að þú kjósir Lýðræðisvaktina á laugardaginn og stuðlir þannig að því að þú fáir minnst 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt.

Mynd: Margir eru stimplarnir í kjörklefanum fyrir þessar kosningar. "L" stimpillinn sem ég notaði var orðin hálfþurr...   sjálfsagt vegna mikillar notkunar...


mbl.is Biðröð myndaðist í Laugardalshöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjóstu Lýðræðisvaktina og fáðu þrjá þingmenn fyrir atkvæðið þitt, ekki bara einn

Með því að kjósa í komandi kosningum nýju framboðin, framboð eins og Lýðræðisvaktina, flokk sem vantar 1% til 2% til að ná yfir 5% múrinn þá getur eitt atkvæði orðið til þess að Lýðræðisvaktin nái inn 3  þingmönnum.

xLEitt atkvæði greitt flokkum sem eru yfir 5% múrnum, skv skoðunarkönnunum, það atkvæði hefur í mesta lagi áhrif á hvort einn þingmaður flyst til á milli flokka. Mikinn fjölda atkvæða þarf til að hreyfa einn þingmann á milli flokka. Í þeim skilningi þá falla alltaf mörg þúsund atkvæði "dauð" í hverjum kosningum, atkvæði sem ekki nýtast til þess að færa þingmann á milli flokka.

Með því að kjósa Lýðræðisvaktina og stuðla þannig að því að flokkurinn fái 2% fleiri atkvæði og hann komast þar með yfir 5% múrinn, þá geta kjósendur verið að fá 3 þingmenn fyrir atkvæði sitt.

Atkvæði greidd nýju framboðunum sem vantar lítið upp á að ná yfir 5% múrinn eru því aldrei "dauð" atkvæði frekar en atkvæði greidd öðrum flokkum. Þvert á móti þá eru mestar líkur á að þú fáir 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt með því að kjósa Lýðræðisvaktina á laugardaginn.

Ég mæli því með að þú kjósir Lýðræðisvaktina á laugardaginn og stuðlir þannig að því að þú fáir minnst 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt.


mbl.is Nánast jafnstórir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilegt að fjöldi nýrra framboða sé mikill.

Lýðræðisvaktin er eitt af mörgum nýjum framboðum sem býður fram til Alþingis. Ástæður þess að svo mörg ný framboð líta dagsins ljós nú er öllum ljós sem fylgst hafa með þróun mála á Íslandi síðustu 5 til 7 ár.    2011_11_25_EOS60D_1948

Það bera að virða það sem vel er gert og núverandi ríkisstjórn tókst að koma böndum á gengdarlausan hallarekstur ríkisins. Henni tókst hins vegar ekki að klára stóru málin, henni tókst ekki að ljúka viðræðum við ESB, henni tókst ekki að standa við sín kosningaloforð varðandi kvótamálin, hún stóð ekki við loforð um að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og ríkisstjórnin afvegaleiddi þjóðina í Icesave málinu með svo alvarlegum hætti að þjóðarleiðtogar sem verða uppvísir að svo stórfelldum mistökum, slíka þjóðarleiðtoga á ekki að velja á ný til forystu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því ekki valkostur hjá stórum hluta kjósenda í þessum kosningum.

Eftir þær afhjúpanir sem við höfum orðið vitni að í hruninu og nú á árunum eftir hrun og þeirri spillingu sem gróf um sig í samfélaginu í stjórnartíð gömlu hrunaflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þá eru þessir flokkar ekki heldur valkostur í hugum mjög margra kjósenda.  Það er þess vegna sem svona mörg framboð líta dagsins ljós í þessum kosningum.

Fjöldi fólks treystir sér ekki til að kjósa þá flokka og það fólk sem leitt hefur þjóðina síðustu ár.

Við í Lýðræðisvaktinni eru í þeim hópi. Við erum fólk sem ekki vill kjósa ríkisstjórnarflokkana til valda á ný, hvað þá gömlu hrunaflokkanna.  Lýðræðisvaktin býður fram um allt landa og er með mikið mannval á framboðslistum sínum. Vaktstjóri er Þorvaldur Gylfason prófessor, í 1. sæti í Reykjavík norður. Í öðru sæti er Egill Ólafsson tónlistamaður´og í þriðja sæti Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur. Í fyrsta sæti í Reykjavík suður er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og Örn Bárður Jónsson prestur. Bæði sátu í stjórnlagaráði. Í Kraganum eru í tveim efstu sætunum tveir stjórnlagaráðsfulltrúar, þau Lýður Árnason læknir og Ástrós Signýjardóttir stjórnmálafræðingur.

Í fyrsta sæti á Suðurkjördæmi er Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður. Í öðru sæti Krístín Ósk Wium, húsmóðir og nemi.

Í fyrsta sæti í Norðvestur kjördæmi er Eyþór Jóvinsson verslunarmaður. Í öðru sæti Lúðvík Kaaber, héraðsdómslögmaður.

Í fyrsta sæti í Norðaustur kjöldæmi er Sigríður Stefánsdóttir f.v. bæjarfulltrúi. Í öðru sæti Þórður Már Jónsson, héraðsdómslögmaður.

Lýðræðisvaktin býður fram trúverðuga lista um land allt þar sem saman er komið mikið að vel menntuðu og hæfileikaríku fólki. Lýðræðisvaktin er án efa eitt trúverðugasta framboð sem fram hefur komið á íslandi um árabil. Sjá nánar hér:  http://xlvaktin.is/frambjodendur/

Stefnuskráin okkar er aðgengileg á netinu og heimasíða okkar er xlvaktin.is 

Mín helstu áhugamál eru atvinnumálin. Hér töpuðust hátt í 30.000 störf í hruninu og árin eftir hrun. Hér þarf að skapa aðstæður þannig að hér verði til fjöldi nýrra starfa á næstu árum. Fjárfesting í atvinnulífinu hefur undanfarið verið í sögulegu lámarki. Landið er bundið í gjaldeyrishöftum og fyrirséð að á meðan svo er þá verður erlend fjárfesting hér í lágmarki. Þess vegna þarf að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast til atvinnusköpunar.    

Ég hvet ykkur til þess að horfa til nýju framboðanna í þessum kosningum og að þið gefið þeim tækifæri. Ástandið á Alþingi getur nú varla orðið verra en það er og með því að kjósa fólkið í Lýðræðisvaktinni inn á þing þá mun ástandið þar ekki versna, því get ég lofað ykkur.

Mynd:  Dráttarbíll knúinn með metangasi.   
mbl.is Reynt gæti á þanþolið í kosningunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin styður samningaviðræðurnar við ESB og þjóðin vill fá að úrskurða í málinu.

Í frétt á visir.is í dag segir:

Stöð 2 konnun"Ríflega helmingur þjóðarinnar vill að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði kláraðar og samningurinn settur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðjungur landsmanna vill hins vegar draga umsóknina til baka. Þetta kemur fram í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem var gerð dagana 15. til 16. apríl.  Spurt var: Hvernig vilt þú að framhaldi aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði háttað?    Af þeim sem tóku afstöðu vildu 34 prósent draga umsóknina til baka. 55 prósent vildu klára viðræðurnar og leggja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. 11 prósent vildu gera hlé á viðræðum og og hefja þær ekki aftur nema með samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu".

Við í Lýðræðisvaktinni segjum:

Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar


mbl.is Rúmenar fresta upptöku evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er tíminn til að snúa vörn í sókn í Icesave málinu

2012_05_15_EOS60D_6742Við eigum að fara að vilja þjóðarinnar, vilja sem fram kom í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og við eigum að grípa til eftirfarandi aðgerða:

Stöðva strax allar greiðslur til Breta og Hollendinga.

Stofna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsakar hvers vegna greiddir voru 700 milljarðar í gjaldeyrir út úr þrotabúi Landsbankans þó svo þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslum ítrekað neitað að greiða neitt vegna Icesave nema að undangengnum dómi. Af hverju virti Alþingi og stjórnsýslan þessar þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi og hóf greiðslur áður en dómur féll og borgaði út 700 milljarða í gjaldeyri þvert á skýran vilja þjóðarinnar?

Leitað verði allra leiða til að fá til baka það fé sem þegar hefur verið greitt til Breta og Hollendinga. Íslenskir lífeyrissjóðir og Seðlabanki Íslands eru stórir kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans og væntanlega í hópi fámennra kröfuhafa sem enn eiga sínar upphaflegu kröfur í þrotabúinu. Hitt eru vogunarsjóðir sem keyptu sínar kröfur á hrakvirði og eru að horfa til annarra hluta. Ef sækja á þetta fé til Breta og Hollendinga þá er það Seðlabankinn og lífeyrissjóðirnir sem væntanlega þurfa að gera það.

Gerð verði úttekt á því hve mikið tjón þjóðarinnar er vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu í október 2008 á Landsbankann, Kaupþing, Seðlabanka Íslands og ríkissjóð ásamt því að kyrrsetja gull- og gjaldeyrisvarasjóð landsins sem geymdur var í Morgan Stanley bankanum í London. Samhliða því að forsætis- og fjármálaráðherra Breta kynntu það fyrir fjölmiðlum heimsins að Ísland væri gjaldþrota. Eins það tjón sem Bretar og Hollendingar ollu þjóðinni með því að tefja fyrir afgreiðslu lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.

Enn er eftir að greiða um 500 af þeim 1.200 milljörðum sem óbreytt neyðarlögin skuldbinda þrotabú Landsbankans að greiða til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Gera á þessa greiðslu, þessa 500 milljarða, upptæka og nota þetta fé sem bætur fyrir það tjón sem hryðjuverkalögin ollu þjóðinni og það tjón sem varð vegna dráttar á lánum frá AGS.

 

Mynd: Á Puerto del Sol í Madrid, maí 2012.


mbl.is Ísland er fast í fyrsta gír
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiðum ekki krónu meira vegna Icesave

Eftir dóm EFTA dómstólsins í  Icesave málinu þá er komin upp alveg ný staða. Þess vegna ber að endurskoða þær greiðslur, um 500 milljarða, sem fyrirhugað er að greiða úr þrotabúi Landsbankans til Breta og Hollendinga.

2012_05_15_EOS60D_6742Neyðarlögin voru sett m.a. til að tryggja allar innistæður að fullu. Gjörningur sem er langt umfram öll lög og reglur. Kröfur Breta og Hollendinga fyrir EFTA dómstólnum snérust um lámarksinnistæðurnar, 20.887 ervur per reikning, alls að fjárhæð 700 milljarða. Aldrei var rætt um neitt umfram þessar lágmarksinnistæður fyrir dómnum. Neyðarlögin verða þess hins vegar valdandi að við munum þegar upp er staðið greiða Bretum og Hollendingum um 1.200 milljarða vegna Icesave. Af þessum 1.200 milljörðum standa eftir í dag um 500 milljarðar. Þessa 500 milljarða á að greiða á út á næstu mánuðum og árum, greiða með gjaldeyrir sem þjóðin á mjög takmarkað af.

Í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum hafnaði þjóðin Icesave samningunum. Í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni um Bucheit samninginn var vilji þjóðarinnar alveg skýr. Þjóðin vildi fara dómstólaleiðina og fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort hún væri í ábyrgð fyrir þessum Icesave reikningum eða ekki.

 

             Niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Bucheit samninginn var skýr: Þjóðin vildi ekki borga krónu nema vera dæmd til þess.

             Niðurstaðan í dómsmálinu fyrir EFTA dómstólnum er skýr: Þjóðinni ber ekki að borga krónu vegna Icesave og íslenska ríkinu ber ekki að tryggja innistæður á Icesave.

 

Við eigum að fara að vilja þjóðarinnar, vilja sem fram kom í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og við eigum að grípa til eftirfarandi aðgerða:

 

Nr. 1   Stöðva strax allar greiðslur til Breta og Hollendinga.

 Nr. 2  Stofna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsakar hvers vegna greiddir voru 700 milljarðar í gjaldeyrir út úr þrotabúi Landsbankans þó svo þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslum ítrekað neitað að greiða neitt vegna Icesave nema að undangengnum dómi. Af hverju virti Alþingi og stjórnsýslan þessar þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi og hóf greiðslur áður en dómur féll og borgaði út 700 milljarða í gjaldeyri þvert á skýran vilja þjóðarinnar?

Nr. 3  Leitað verði allra leiða til að fá til baka það fé sem þegar hefur verið greitt til Breta og Hollendinga. Íslenskir lífeyrissjóðir og Seðlabanki Íslands eru stórir kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans og væntanlega í hópi fámennra kröfuhafa sem enn eiga sínar upphaflegu kröfur í þrotabúinu. Hitt eru vogunarsjóðir sem keyptu sínar kröfur á hrakvirði og eru að horfa til annarra hluta. Ef sækja á þetta fé til Breta og Hollendinga þá er það Seðlabankinn og lífeyrissjóðirnir sem væntanlega þurfa að gera það.

Nr. 4  Gerð verði úttekt á því hve mikið tjón þjóðarinnar er vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu í október 2008 á Landsbankann, Kaupþing, Seðlabanka Íslands og ríkissjóð ásamt því að kyrrsetja gull- og gjaldeyrisvarasjóð landsins sem geymdur var í Morgan Stanley bankanum í London. Samhliða því að forsætis- og fjármálaráðherra Breta kynntu það fyrir fjölmiðlum heimsins að Ísland væri gjaldþrota. Eins það tjón sem Bretar og Hollendingar ollu þjóðinni með því að tefja fyrir afgreiðslu lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.

Nr. 5  Enn er eftir að greiða um 500 af þeim 1.200 milljörðum sem neyðarlögin skuldbinda þrotabú Landsbankans að greiða til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Gera á þessa greiðslu, þessa 500 milljarða, upptæka og nota þetta fé sem bætur fyrir það tjón sem hryðjuverkalögin ollu þjóðinni og það tjón sem varð vegna dráttar á lánum frá AGS.

Það er öllum ljóst að íslenski fjórflokkurinn hefur ekki verið að verið að standa vaktina vel í Icesave málinu. Er ekki löngu tímabært að þjóðin gefi fjórflokknum frí í eitt til tvö kjörtímabil og kalli til nýja flokka og nýtt fólk?

 

Mynd: Íslenski fáninn á Puerto del Sol í Madríd í maí 2012.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil arðsemi fæst af orkuauðlindunum með sölu á rafmagni í gegnum sæstreng

Við fáum 3 til 4 sinnum hærra verð fyrir orku sem fer á sæstreng til Skotlands en orku sem fer til álvera. Ef lagður er 750 MW sæstrengur til Skotlands þá er opnast möguleiki á að nýta þau 200 MW til 300 MW sem eru í dag til sem varaafl í kerfinu. Uppsett afl á Íslandi er um 2.500 MW.  Þetta varaafl er nauðsynlegt að hafa ef upp koma bilanir eða skemmdir, t.d. verða vegna jarðskjálfta / eldgosa eða ef hér koma mörg þurrkaár í röð. Þá verður að vera nægjanlegt vatn í miðlunarlónunum til að geta tekist á við slíkt. Ef lagður er sæstrengur til Skotlands þá eykur það verulega afhendingaröryggi til orkunotenda því þá er hægt að kaupa 750 MW til landsins gegnum strenginn.

IMAG0824Þessi 200 MW til 300 MW getum farið að selja verði slíkur sæstreng lagður því sæstrengurinn mun koma í staðinn fyrir þetta varaafl. Í dag er þetta afl sem við munum aldrei fá neitt fyrir nema til komi strengur. Þetta svarar til tekjum upp á 20 til 30 milljarða á ári. Þetta samsvarar ca. tveim loðnuvertíðum.

Ef spár um hlýnun ganga eftir þá mun á næstu 25 árum rennsli í jökulánum aukast um 10% til 15%. Þetta aukna vatnsmagn í ánum er ekki hægt að nýta nema til komi sæstrengur. Ef tekin er ákvörðun um að leggja sæstreng þá verður farið í að stækka núverandi virkjanir. Það verður gert með því að stækka túrbínur og aðrennslisgöng.

Eins opnast með hærra raforkuverði möguleiki á að setja upp rennslisvirkjanir fyrir aftan núverandi virkjanir, rennslisvirkjanir sem ekki hefur hingað til borgað sig að setja upp því stofnkostnaður hefur verið það hár og raforkuverðið frá þeim því  hærra en það sem stóriðja og gróðurhúsabændur eru tilbúnir að greiða. Sömuleiðis opnast möguleiki á framleiðslu á rafmagni í stórum stíl með vindmillum.

Þar fyrir utan liggur fyrir samþykkt Rammaáætlun sem okkar færustu sérfræðingar hafa unnið að í meira en 10 ár og samþykkt var á Alþingi í vor þar sem sátt er um að fara í ákveðna virkjunarkosti. Hörður í Landsvirkjun hefur upplýst að það er ekkert vandamál að sinna hvoru tveggja, núverandi áformum um atvinnuuppbyggingu og útvega rafmagn á 750 MW sæstreng og ég einfaldlega trúi honum Herði þegar hann segir þetta.

Hins vegar þarf að huga að því, t.d. með lækkun virðisaukaskatts á rafmagn ,að sala á rafmagni um sæstreng valdi ekki hækkun á rafmagni til almennings og innlendra fyrirtækja.

Mynd: Alta virkjunin í Alta ánni, Finnmörk, norður Noregi.

 


mbl.is Meirihluti á móti frekari álverum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband