16,7% sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn

Með sömu reikniaðferðum og Sjálfstæðisflokkurinn notaði þegar hann hafnaði niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána þá voru það 16,7% þeirra sem hringt var í sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.

kjósa m hja40% kjósenda gaf ekki upp afstöðu sína.

Það þýðir samkvæmt reikniaðferðum Sjálfstæðisflokksins að 83,3% þjóðarinnar ætlar ekki að kjósa flokkinn. 

Framsóknarflokkinn ætla 14,8% þjóðarinnar að kjósa.

Samanlagt ætla samkvæmt könnuninni 31,5% þjóðarinnar að kjósa þessa tvo flokka.

Ég hvet þessi 40% þjóðarinnar sem almennt hefur ekki gefið upp afstöðu sína til að kjósa með hjartanu og vera óhrædd við að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og hvar standið þið þá með sömu reikniaðferðum? Hvar eru 83% ykkar?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.4.2013 kl. 21:53

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón

Ég kann nú ekki einu sinni að reikna það...

:)

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.4.2013 kl. 22:53

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Nei, það er alveg greinilegt að þú kannt það ekki miðað við þennann pistil hjá þér kæri vinur!

Guðmundur Júlíusson, 27.4.2013 kl. 00:37

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Æi, Guðmundur

við verkfræðingarnir verðum nú stundum að eiga okkar athvarfi í þekkingarleysinu...

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.4.2013 kl. 01:39

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það ætlar að ganga illa hjá ykkur að átta ykkur á að "stjórnarskrármálið", sem var eitt KLÚÐUR frá upphafi til enda, hefur litla sem enga þýðingu fyrir landsmenn.

Jóhann Elíasson, 27.4.2013 kl. 08:18

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Til hamingju með daginn. L flokkurinn fær örugglega það fylgi sem honum ber. Málflutningurinn skýrir fylgið.

Sigurður Þorsteinsson, 27.4.2013 kl. 10:05

7 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kjósum Bjarna Ben sem forsætisráðherra.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.4.2013 kl. 13:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband