Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt

Það er dapurlegt að horfa upp á fyrstu verk þessarar ríkisstjórnar. Allt stefnir nú í að undir stjórn þessarar ríkisstjórnar þá bíður okkar íslendinga ekkert annað en aukin alþjóðleg einangrun og áframhaldandi aukin fátækt.

Sjávarútvegur og landbúnaður getur einn og sér aldrei brauðfætt þessa þjóð og skapað hér sambærileg lífskjör og í nágrannalöndunum. Það er því óðs manns æði að fórna samfélaginu fyrir hagsmuni þessara tveggja atvinnugreina eins og nú er verið að gera.

Aðild að ESB og upptaka evru mun skapa hér hagvöxt upp á a.m.k. 2% á ári um ókomin ár. Gjaldeyrishöftum sem engin sér fyrir endann á í dag verður þá hægt að aflétta. Vextir og verðbólga verður sambærileg og nú er í Evrópu. Náist fríverslunarsamningur milli ESB og USA og við hluti af ESB þá mun það skapa okkur hagvöxt upp á 1% til 2% á ári til viðbótar um ókomin ár.

Það er dapurlegt að horfa upp á þetta unga fólk sem hér hefur komist til valda neita að taka þátt í sínum samtíma þar sem alþjóðleg samskipti og alþjóðleg viðskipti er lykillinn að velferð ríkja, ungt fólk sem velur þess í stað að hverfa til fortíðar og keyra samfélagið aftur ofaní gömlu hjólförin sem Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson mótuðu fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Friðrik Hansen; sem oftar - og fyrri !

Heldur óhönduglega; tekst þér upp að þessu sinni, í þessu ritkorni, Friðrik minn.

Ætla mætti; að ESB hluti nágranna álfu okkar í austri, væri upphaf sem endir veraldar, sé mið tekið, af fremur þröngri Heimssýn þinni, ágæti drengur.

Hvernig var það Friðrik; eru vegalengdir ekki að verða afstæðar - með batnandi samgöngum sem fjarskiptum, Heimshlutanna á milli ?

Lítið mál; að eiga kaupskap, eða önnur samskipti, við Ástralíu eða Argentínu / Nepal eða Nicaragua, til dæmis.

Og; spyrja vildi ég einnig; hvort Íslendingar ættu að vera að binda frekara trúss við lið (ESB), sem leggst til atlögu við 50 Þúsunda manna samfélög, eins og okkar nánustu nágranna, og raunverulega vini; Grænlendinga og Færeyinga, Friðrik Hansen ?

Á sama tíma; þora þessir AUMINGJAR, Þjóðverjar og fylgiríki þeirra EKKI;; að leggja til atlögu við Rússland, vegna umdeildra Fiskimiða og Fiskistofna, á Norðurslóðum.

Hvernig; skyldi standa á því, Friðrik Hansen Guðmundsson ?

Reyndar; finnist ekki nothæft fólk hér, til almennilegrar utan þingsstjórnar, mætti bjóða Kandamönnum og Rússum yfirtöku mála hér, gætu ekki orðið verri skipti, miðað við núverandi stjórnleysi í landinu, ágæti síðuhafi.

Og umfram allt; VÍKKA þú eigin sjóndeildarhring, áður en þú gagnrýnir aðra fyrir þröngsýni, Friðrik minn !!!

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 14:53

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

sennilega rétt mat hjá þér friðrik h

Rafn Guðmundsson, 11.8.2013 kl. 16:09

3 identicon

Friðrik minn, þú talar um alþjóðlega einangrun. Væri það ekki einmitt að einangra okkur ef við gengum í ESB. Þar værum við einangruð í Erópu og lokað á viðskipti við önnur lönd án milligöngu ESB. Evrópa er ekki alheimurinn!

Hörður Ingvarsson (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 18:57

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Friðrik, þín skoðun er ekki verri en hver önnur, en mér þykir þú ofnota orðið "alþjóðlegt" í tengslum við ESB aðild. 

ESB er ekki rétta leiðin til alþjóðleikans.

Kolbrún Hilmars, 11.8.2013 kl. 21:01

5 identicon

Hárrétt mat.Að vísu verða aðeins þrjár atvnnugreinar eftir þ.e. sjávarútvegur,landb. og orkuframleiðsla.Nei sinnar átta sig kannski þegar CCP Marel,Össur og allskonar nýsköpunar fyrirtæki verða farin úr landi

Benedikt Svavarsson (IP-tala skráð) 11.8.2013 kl. 22:43

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað eru undirstöðuatvinnugreinarnar ekki að fara neitt.  Fyrirtækin sem Benedikt nefnir munu heldur ekki fara  (EF þau fara?) fyrir neitt annað en örmarkaðinn hérlendis.

Kolbrún Hilmars, 13.8.2013 kl. 18:03

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband