Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Gjaldeyristekjur Norðmanna af sölu rafmagns verða meiri en olíutekjurnar eftir 25 ár

Norðmenn undirbúa nú lagningu á sæstrengjum til Þýskalands, Bretlands og Danmerkur ásamt loftlínum til Svíþjóðar og Finnlands. Gera þeir ráð fyrir að eftir 25 ár verði gjaldeyristekjur af sölu á rafmagni meiri en tekjurnar af olíuvinnslunni. Er þó gert ráð fyrir að tekjur af olíuvinnslu verði svipaðar og nú er.

Mynd aÞað er hægt að fara ýmsar leiðir til að afla gjaldeyristekna. Ein af þeim leiðum sem Norðmenn hafa valið er að bjóða nágrönnum sínum upp á græna raforku.

Við Íslendingar höfum mikla þörf á að auka gjaldeyristekjur okkar. Ein leiðin er enn meiri skattlagning  á þá ferðamenn sem hingað koma. Þegar hefur verið hækkaður virðisaukaskattur á hótelgistingu og stöðugt eru umræður um að taka gjald á ferðamannastöðum.

Sú leið sem Norðmenn eru að fara með lagningu á sæstrengjum til nágranna sinna er leið sem okkur Íslendingum stendur líka til boða með því að leggja sæstreng til Skotlands. Með slíkri tenginu þá er hægt að nýta 200MW til 300MW sem í dag eru ónýtt í kerfinu sem varaafl. Tekjurnar sem við njótum ekki vegna þessa nema 20 ma. til 30 ma. á ári. Þessa orku getum að aldrei selt nema slík tengin komi til og hægt verður að kaupa rafmagn hingað heim, þau ár sem þörf er á varaafli, t.d vegna mikilla bilana eða eftir mörg þurrkaár. Til viðbótar þarf að virkja 400MW til 600MW en rætt er um 750MW til 1.000MW tengingu. 

Til að leysa það verkefni þá koma ýmsar lausnir til greina því virkjanakostir sem hingað til hefur ekki verið hagkvæmt að fara í verða nú hagkvæmir þegar tvöfallt til fjórfallt verð er greitt fyrir raforkuna. Til að virkja fyrir sæstreng þá koma til greina rennslisvirkjanir fyrir aftan núverandi virkjanir, stækkun hverflanna í núverandi virkjunum og vindrafstöðvar auk þeirra virkjanakosta sem sátt eru um skv. Rammaáætlun að virkja.

Meðfylgjandi mynd birti Erik Skjelbred, einn af yfirmönnum Statnett í Noregi í fyrirlestri sínum á ráðstefnu um sæstreng frá Íslandi til Skotlands sem haldinn var á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í Hörpu 26. feb. sl. Þar sjást núverandi sæstrengir og fyrirhugaðar tengingar, merkt sem punktalínur.

Við í Lýðræðisvaktinni viljum skoða með opnum huga möguleikann á sæstreng til Skotlands.

 


mbl.is Ástæða að skoða upptöku gjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorið niður í heilbrigðisþjónustu en ekkert í mannahaldi hjá hinu opinbera

Frá hruni hefur fjöldi opinberra starfsmanna nánast staðið í stað. Starfsmönnum hefur fækkað lítillega hjá ríkinu en fjölgað að sama skapi hjá sveitarfélögum. Ef talin er saman fjöldi þeirra starfsmanna sem vinna hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum og fyrirtækjum sem þau eiga eða reka þá er starfsmannafjöldinn sá sami nú og var fyrir hrun, um 70.000 starfsmenn. Á vinnumarkaði eru um 167.000 manns. Þetta samsvarar því að í dag eru 42% þeirra sem eru á vinnumarkaði í vinnu hjá hinu opinbera. 

Á sama tíma og stjórnvöld / fjórflokkurinn fækkaði ekkert í hópi opinberra starfsmanna, ekki einu sinni með því að ráða ekki inn nýja fyrir þá sem hætta, á sama tíma þá hafa stjórnvöld ráðist stanslaust að heilbrigðisþjónustunni.

Er þetta sú forgangsröðun sem við viljum?

Skera niður þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna en fjölga á sama tíma opinberum starfsmönnum á öðrum stöðum í kerfinu?

Er ekki löngu tímabært að gefa fjórflokknum frí í eitt til tvö kjörtímabil og fá inn nýtt fólk og nýjar áherslur við stjórn landsins? 

 


mbl.is Farin fram af bjargbrúninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennuvargar eiga ekki að taka að sér slökkvistörf...

Fyrir kosningarnar í maí 2003 var þetta helsta loforð Framsóknarflokksins, 90% íbúðalán. Bankarnir voru um þetta leiti að fikra sig inn á íbúðalánamarkaðinn. Þegar þetta kosningaloforð Framsóknar kom vöruðu bankarnir við. Bankarnir sögðu á þeim tíma þetta loforð íbúðalánasjóðs / ríkisins myndi setja þennan markað úr skorðum. Bankastjóri Kaupþings sagði í viðtali á þessum tíma að bankarnir ættu þess engan annan kost en bjóða það sama og íbúðalánasjóður / ríkið ætluðu þeir sér að vera á þessum markaði.

2012_01_24_EOS60D_4672Það er hins vegar rétt að eins og mál þróuðust varð Íbúðalánasjóður ekki valkostur fyrir almenna lántakendur því Íbúðalánasjóður valdi að gerast heildsölubanki. Heildsölubanki sem lánaði hinum bönkunum og öllum Sparisjóðunum landsins þannig að þessir aðilar sæju um að veita einstaklingum íbúðalán.

Bankarnir og sparisjóðirnir urðu á þessum árum smásöluaðilar fyrir íbúðalánasjóð. Með öðrum orðum, íbúðalánasjóður / ríkið var á bólakafi í þessu sukki og fjármagnaði öll herlegheitin.

Staða þeirra sem í dag eru illa staddir vegna íbúðakaupa má og verður á skrifa á brennuvargana, þá sem settu þessa bólu í gang með rugluðum kosningaloforðum í aðdraganda kosninganna 2003. Kosninga sem komu formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, í forsætisráðherrastólinn í 2 ár á kjörtímabilinu 2003 til 2007. 

Húsnæðisbóluna og sukkið í tengslum við hana er alfarið Framsóknarflokksins og blindri valdagræðgi formanns Framsóknarflokksins á þeim tíma, formanni sem var til í hvað sem var og til í að lofa hverju sem var fyrir meiri völd.

Og nú koma framsóknarmenn með nýjan formann og ætla aftur að ná í sömu atkvæðin hjá sama fólkinu með því að blekkja þetta sama fólk til að trúa því að þeir geti látið lánin hverfa...


mbl.is Kosningabaráttan framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi braut samfélagssáttmálann með afgreiðslu stjórnarskrármálsins.

Í fyrsta sinn  frá Lýðveldisstofnun horfum við Íslendingar upp á það að Alþingi Íslendinga fer ekki að vilja meirihluta kjósenda. Vilja sem fram kom í löglegri þjóðaratkvæðagreiðslu um að hér ætti að taka upp nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs.

06112010863Alþingi valdi að hunsa löglega þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja þjóðarinnar við afgreiðslu málsins nú í vikunni.

Aldrei áður hefur Alþingi virt vilja meirihluta þjóðarinnar að vettugi. 

Aldrei áður hefur þjóðin mætt á kjörstað, kosið í löglegri kosningu og látið vilja sinn í ljós, vilja sem Alþingi gerir síðan ekkert með.

Aldrei áður hefur þjóðin orðið vitni að því að Alþingi hefur neitað að fara eftir niðurstöðum löglegrar kosninga.

06112010861Hvað svo sem mönnum kann að finnast um drög að nýrri stjórnarskrá eða einstök ákvæði hennar þá búum við í lýðræðisríki og okkur ber að fara að reglum lýðræðisins. 

Alþingi bar að fara að eftir niðurstöðum löglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og leggja drögin í heild sinni fyrir þingið og samþykkja.

Sú braut sem Alþingi hefur nú markað er eitthvert alvarlegasta brot á samfélagssáttmálanum sem sem átt hefur sér stað frá Lýðveldisstofnum. 

Sú braut sem Alþingi hefur nú markað með því að hunsa löglega þjóðaratkvæðagreiðslu mun leiða upplausn og eyðileggingu yfir þetta samfélag. Við megum ekki halda áfram á þessari braut.

Fjórflokkurinn er orðinn veruleikafirrtur og hömlulaus og það verður að stöðva þetta fólk áður en það veldur enn meiri skaða á þessu samfélagi.

 

Myndir:  Frá Þjóðfundi 2010.

 


mbl.is Traust á Alþingi en ekki þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rýmri strandveiðiheimildir og allan fisk á markað

Úttekt á strandveiðum hefur sýnt að þær eru umhverfisvænar og lyftistöng fyrir sjávarþorpin. Ennfremur virðast veiðar með krókum ekki hafa umtalsverð áhrif á fiskistofna. Því teljum við rétt að auka þessar veiðar umtalsvert frá því sem nú er, a.m.k. um helming, og endurskoða síðan árangurinn að tveimur árum liðnum.

 

Tillögur Lýðræðisvaktarinnar eru þessar:

 

  • 63 veiðidagar á ári
  • Fjórar rúllur á hvern bát
  • Hver einstaklingur má aðeins eiga einn bát eða hlut í honum
  • Auðlindagjald greitt við löndun og upphæðin sú sama og í öðrum útgerðarflokkum

 

Við viljum allan fisk á markað svo fiskvinnslur sitji við sama borð hvað fiskverð snertir og sjómenn hvað aflahlut snertir.

 

www.xlvaktin.is

 


Skoðum sölu á rafmagni um sæstreng til Bretlands af fyllstu alvöru.

IMAG0842Norðmenn undirbúa enn frekari sölu á rafmagni um sæstrengi til Evrópu, m.a. til Bretlands. Norðmenn stefna að því að eftir aldarfjórðung verði gjaldeyristekjur af rafmagnssölu meiri en tekjur af olíuvinnslu.

Landsvirkjun vinnur nú að hagkvæmisathugun á lagningu sæstrengs frá Íslandi til Skotlands. Með sölu á rafmagni um sæstreng má auka verulega þann arð við fáum af orkuauðlindum okkar.  Að selja rafmagn frá Íslandi um sæstreng er eitt af þeim verkefnum sem ber að skoða af fyllstu alvöru.


61% þjóðarinnar vill halda áfram samningum og aðlögun landsins að ESB.

Samkvæmt nýjustu skoðunarkönnun á afstöðu kjósenda til samninga og aðlögunar að ESB þá vill tæplega 2/3 hluti landsmanna að þeim samningum og þeirri aðlögun verði haldið áfram.

IMAG1026Þessari stöðu ber að fagna. Því ber að fagna að þjóðin ætlar að taka þetta mál í sínar hendur. Nú liggur ljóst fyrir að:

  • Meiri hluti kjósend vill ekki að örfáir fulltrúar fjórflokksins á þingi fái því ráðið hvernig þessu mikla deilumáli er ráðið til lykta.
  • Meiri hluti kjósenda vill að þjóðin sjálf fái að úrskurða í þessu máli eftir að samningum er lokið og allar upplýsingar eru þar með komnar upp á borðið.

Er hægt að ljúka þessu stærsta máli okkar tíma á lýðræðislegri hátt?

  • Þeir flokkar sem vilja hætta viðræðunum og koma með því í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um það hvort hún vilji ganga í ESB og taka upp evru, þeir flokkar eru að gefa lýðræðinu langt nef.
  • Þeir flokkar gefa í raun lítið fyrir lýðræði og eru að gefa þá yfirlýsingu að þeir vilja ekki aðkomu almennings þegar kemur að því að taka ákvarðanir í okkar stærstu málum.

Eru það þannig flokkar og þannig fólk sem við viljum halda áfram að styðja til valda á Alþingi?

Eru það þannig vinnubrögð sem við viljum að viðhöfð verði um ókomin ár á Alþingi?

 

Nei takk, segi ég.

 

Ég vel Lýðræðisvaktina, sjá hér.

Þar segir meðal annars:

Við viljum

  • Að ákvörðun um inngöngu í ESB verði ekki tekin nema í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár

Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Ljúka samningaviðræðum við ESB

Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar


mbl.is Kosið verði um ESB 27. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helmingur þjóðarinnar vill halda áfram aðlögunarferlinu að ESB, skv. Capacent Gallup.

Það kemur mér á óvart að helmingur þjóðarinnar skuli vera svona jákvæður gagnvart aðild að ESB. Að helmingur landsmanna vill halda áfram núverandi aðlögunarferli þjóðarinnar að Sambandinu og að helmingur þjóðarinnar vill fá að kjósa um það hvort við göngum í ESB og tökum upp evru. 

2012_05_15_EOS60D_6456Tölur sem sýna einhverja 70/30 skiptingu um hvort fólk vill ganga í Sambandið núna án þess að hafa séð eða kynnt sér til hlýtar málið og samninginn, þær tölur eru ekki marktækar.

Það sem skiptir máli er þetta:  "Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,5% eru andvíg því að stjórnvöld dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka en 44,6% fylgjandi. Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur".

Ég skil nú í ljósi þess að helmingur þjóðarinnar vill halda aðlögunarferlinu að ESB áfram að andstæðingar ESB eru að fara af hjörunum og eru að heimta að sendiráðsskrifstofum sé lokað og annan álíka barnaskap.

Er ekki nokkuð ljóst að Evrópulestin verður ekki stöðvuð úr þessu? Ef farið verður út í þá vitleysu að boðað til kosninga um hvort haldi eigi kosningar um að halda aðildarferlinu áfram, þá, miðað við þessa könnun Capacent Gallup, er ég sannfærður um að við aðilarsinnar vinna þær kosningar.

Þegar kemur að kosningum um sjálfa aðildina þá verður bara spurt:

Vilt þú áframhaldandi verðtryggingu, óðaverðbólgu og hæstu vexti í Evrópu eða vilt þú lága vexti og stöðugt verðlag?

Og þær kosningar veit ég að við aðildarsinnar vinnum.


mbl.is Meirihluti áfram andsnúinn aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áherslur Lýðræðisvaktarinnar í utanríkis- og Evrópumálum eru skýrar.

 

Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 

Ljúka samningaviðræðum við ESB

Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar

 

Gæta hagsmuna Íslands í hafréttarmálum

Við viljum hafa vakandi auga með landgrunninu umhverfis Ísland og gera tilkall til hlutdeildar í alþjóðlegum hafsvæðum á norðurslóðum. Málið er brýnt vegna þess að hlýnun loftslags og sjávar opnar nýjar leiðir og aðgang að auðlindum í framtíðinni.

 

Að aðild að stríði verði háð samþykki þings og þjóðar

Það má aldrei aftur verða að tveir ráðherrar ákveði upp á sitt eindæmi að gera Ísland að þátttakanda í stríði án þess að Alþingi fái rönd við reist.

 

Vinna með öðrum þjóðum að friði

Ísland er herlaust land. Herskyldu má aldrei í lög leiða eins og kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Okkur ber að vinna að friði og hagsæld á vettvangi alþjóðastofnana, sem Ísland er aðili að.

http://xlvaktin.is/stefnan/

 

 


Er þetta það besta sem fram hefur komið varðandi nýtingu auðlindanna?

"Með fullri virðingu fyrir öllum tillögum sem áður hafa komið fram varðandi nýtingu og nýtingarrétt á sameiginlegum auðlindum, þá er þetta, með miklum yfirburðum, það besta sem komið hefur fram" segir Þórður Már Jónsson ,  Attorney at Law at Lagaráð lögfræðiþjónusta á vef Lýðræðisvaktarinnar.

Hér eru þessi stefnumál sem fengu Þór Má Jónsson til að taka svona til orða:

Setja lög um eignarhald og nýtingu auðlinda í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár um auðlindir í þjóðareign

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.

Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.

 

Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.

Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.

 

Tryggja að nýtingarrétti auðlinda í þjóðareigu sé úthlutað á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn

Lýðræðisvaktin krefst þess að jafnræðis verði ávallt gætt við úthlutun nýtingarréttar sameiginlegra auðlinda. Gætt verði fyllsta jafnræðis við úthlutun aflaheimilda í framtíðinni í stað þess forréttindakerfis sem verið hefur við lýði. Engin þörf er á því að innkalla aflaheimildir eða semja sérstaklega um þær vegna þess að ríkið úthlutar þeim árlega: Einungis þarf að gæta jafnræðis við næstu úthlutun. Í lögum um stjórn fiskveiða stendur að úthlutun aflaheimilda myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði yfir þeim. Í lögum um samningsveð er skýrt tekið fram að óheimilt sé að veðsetja aflaheimildir. Samkvæmt dómum Hæstaréttar er einnig ljóst að enginn eignarréttur hefur myndast á aflaheimildum. Í gegnum tíðina hefur ríkisvaldið margoft breytt úthlutunarreglum án þess að útgerðarmenn hafi brugðist við. Það undirstrikar þá staðreynd að ríkið setur reglur um úthlutun aflaheimilda og getur hvenær sem er breytt þeim. Komi til málsókna vegna þessa skal þeim mætt af fullum þunga.

Fullt gjald er ígildi markaðsgjalds sem þýðir að ríkið hámarkar auðlindaarð sinn í þágu almannahags. Tímalengd nýtingarréttar getur verið mismunandi milli auðlinda og jafnvel innan sömu auðlindar og því er hóflegur tími tilgreindur.

 

Að landsmenn uppskeri arðinn af eigin auðlindum

Arður af fiskveiðum á Íslandi árin 2009 og 2010 nam alls 92 milljörðum króna. Af þeirri upphæð fékk íslenska ríkið í sinn hlut þrjá milljarða króna. Það eru rúmlega 3%. Samkvæmt nýju fiskveiðistjórnunarfrumvarpi á að festa úthlutun aflaheimilda til núverandi kvótahafa næstu 20 ár. Að óbreyttum arði gerir það 920 milljarða fyrir þá, 30 milljarða fyrir þjóðina. Fyrir utan hróplega misskiptingu mun þetta kalla yfir okkur samfélagslegt misgengi með tilheyrandi spillingu. Þessu hafnar Lýðræðisvaktin.

 

Halda opinberum orkufyrirtækjum í almannaeigu: Landsvirkjun verður ekki seld

Nýfengin reynsla okkar af sölu ríkisfyrirtækja hefur ekki verið góð. Lýðræðisvaktin vill því standa vörð um þau fyrirtæki sem enn eru í opinberri eigu og flana ekki að neinu. Lýðræðisvaktin er hlynnt einkavæðingu en aðeins á virkum samkeppnismarkaði: “Spillt einkavæðing er áfellisdómur yfir spillingu, ekki einkavæðingu.”

 

Skoða náttúruna sem auðlind sem öllum ber að virða og vernda í samræmi við markmið sjálfbærrar þróunar í þágu komandi kynslóða

Stefna Lýðræðisvaktarinnar í umhverfismálum endurspeglar síaukna meðvitund almennings um náttúruvernd og nauðsyn hennar. Lýðræðisvaktin vill standa vörð um réttindi núlifandi og komandi kynslóða til óspilltrar náttúru, þar eð óspillt umhverfi heyrir til lífsgæða og mannréttinda svo sem kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Alþingi ber að setja lög um nýtingu náttúrunnar á þann veg, að hvorki verði gengið á rétt náttúrunnar né komandi kynslóða í landinu. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um, að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Þessum ákvæðum er m.a. ætlað að laða löggjafann til að girða fyrir lausagöngu búfjár og gera almenningi og hagsmunasamtökum kleift að leita til dómstóla varðandi ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru, og girða fyrir, að slíkum málum verði vísað frá dómi á grundvelli skorts á lögmætum hagsmunum.

 

Efla dýravernd

 Í nýrri stjórnarskrá er kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.

Í samræmi við það vill Lýðræðisvaktin að komið sé fram við lífríkið af virðingu, að lífsskilyrði búfjár og gæludýra í umráðum manna hæfi þekktum þörfum þeirra og að umgengni manna við villt dýr einkennist af hófsemi og mildi. Dregið verði eins og frekast er unnt úr verksmiðjubúskap og í hans stað komi búskaparhættir sem einkennast af mannúðarsjónarmiðum. Búfjáreigendum verði gert kleift með sem minnstum tilkostnaði að aðlagast nýjum framleiðsluaðferðum. Eftirlit með dýravelferð verði eflt.

Minnumst orða Mahatma Gandís sem sagði siðmenningu manna og framfarir mætti ráða af því hvernig þeir koma fram við dýr.

 

Tilvitnum lýkur.

Sjá nánar á vef Lýðræðisvaktarinanr:

 

http://xlvaktin.is/stefnan/audlindavaktin/

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband