Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Umsátrið um skuldsett heimili landsins

Skjaldborgin sem ríkistjórnin lofaði að reisa um heimili landsins, sú skjaldborg var aldrei reist. Þvert á móti hafa ríkisstjórn, Alþingi og fjármálastofnanir staðið fyrir umsátri um skuldsett heimili landsins. Umsátri þar sem fjármálastofnunum hefur verið verið gert kleyft að taka hvern snúninginn af öðrum á skuldsettum heimilum landsins. Í þessu umsátri hefur Hæstiréttur Íslands verið þeirra eina brjóstvörn.

 

2012_01_25_EOS60D_4982Árna Páls lögin

Árna Páls lögin er skýr vitnisburður um það hvernig fjármálastofnanir, ríkisstjórn og Alþingi sátu um skuldsett heimili landsins. Lögin setti Árni Páll, núverandi formaður Samfylkingarinnar, þegar hann var efnahagsráðherra, 18. des 2010. Árna Páls lögin voru sett í framhaldi af dómi Hæsiréttar þegar gengislán voru dæmd ólögleg. Árna Páls lögin voru sett í þeim tilgangi einum að minnka útlánatap bankana vegna þessa dóms. Samkvæmt Árna Páls lögunum áttu samningsvextir á lánunum ekki að gilda heldur skildi reikna vexti á þessum lánum eftir vöxtum Seðlabankans á óverðtryggðum útlánum. Þau lán sem bankarnir buðu í framhaldi og skildu koma í stað gengislána voru í flestum tilfellum þannig að mánaðarlegar afborganir af þeim og heildargreiðsla var hærri en af óbreyttum gengislánum. Ljóst var frá upphafi að það yrði látið reyna á vaxtaákvæði Árna Páls laganna fyrir dómi. Hæstiréttur dæmdi þennan gjörning Árna Páls ólöglegan tæpum tveim árum eftir að þau voru sett, 18. okt. 2012. Alþingi ákvað þá að hætta þessum slag við heimilin og Hæstarétt og lét dóminn standa án frekari lagasetninga. Í dag hafa þeir sem tóku gengistryggð lán verið á síðustu mánuðum og misserum að njóta endurgreiðslna af bílalánum sínum og húsnæðislánum þar sem höfuðstóll lækkar um allt að 50%. Á þessum tveim árum sem dróst að gera upp gengislánin vegna Árna Páls laganna hafa margir misst íbúðir sínar og eignir, íbúðir og eignir sem þetta fólk hefði ekki misst ef höfuðstóll erlendu lánanna hefði verið skrifaður niður tveimur árum fyrr.

 

110% leiðin

110% leiðin er annað dæmi um hvernig setið var um skuldsett heimilin. Til þess að bankar þyrftu að afskrifa sem minnst af lánum sínum til skuldsettustu heimilanna þá var Lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur hafnað og Árni Páll bjó til 110% leiðina. Leið sem gerði bönkunum kleyft að teygja sig enn lengra í innheimtuaðgerðum sínum með því að "halda lífi" í lántakendum sem annars hefðu lýst sig gjaldþrota og bankarnir tapað kröfum sínum að fullu. 110% leiðin er fyrir bankana, ekki heimilin. Af hverju var þessu fólki ekki einfaldlega gefinn kostur á því að ganga út og skilja lyklana eftir?

 

Verðtryggðum lánum breytt og þau bundin launavísitölu í stað lánskjaravísitölu

Þriðji nöturlegi gjörningur Árna Páls gegn skuldugum heimilum landsins var þegar hann ákvað einhliða 2011 að breyta grundvelli verðtryggðra lána þannig að lánin verða bundin launavísitölu en ekki lánskjaravísitölu. Árið 2011 voru laun í sögulegu lámarki en verð á innfluttum vörum hátt, þ.e. kaupmáttur var í sögulegu lámarki. Launamenn munu á næstu árum og áratugum sækja tapaðan kaupmátt sinn og þegar kaupmáttur eykst þá munu lán tengd launum / launavísitölu hækka meir en lán tengd verðlagi / lánskjaravísitölu. Margir sáu í gegnum þennan gjörning Árna Páls og kröfðust þess að lán þeirra yrðu áfram miðuð við óbreytta vísitölu. Það er hins vegar ljóst að meirihluti skuldsettra heimila landsins áttaði sig ekki á þeim snúningi sem var verið að taka á þeim. Efalaust munu margir hugsa hlýlega til Árna Páls á komandi árum þegar lán tengd launavísitölu eru orðin töluvert hærri en lán tengd lánskjaravísitölunni.

 

Er ekki löngu tímabært að gefa fjórflokknum frí frá störfum í eitt til tvö kjörtímabil? Er ekki nóg komið?

 

Lýðræðisvaktin vill lækka verðtryggðar skuldir heimilanna. Það viljum við gera á ábyrgan hátt þegar staða ríkissjóðs og bankana liggur fyrir þannig að ekki hljótist meira tjón en gagn af þeim aðgerðum sem gripið verður til. En verðtryggðu lánin ætlum við færa niður.


mbl.is Dugar fyrir skuldaleiðréttingu og meiru til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verða "Árna Páls lögin" og "110% leiðin" grafskrift Samfylkingarinnar?

Með "Árna Páls lögunum" var reynt að hafa hundruð milljarða af skuldugum heimilum landsins með lögbrotum sem Hæstiréttur á endanum stöðvaði.

Með "110% leiðinni" hans Árna Páls fóru þeir skuldsettustu úr öskunni í eldinn.

Þegar Árni Páll breytti einhliða vísitölunni á öllum verðtryggðum lánum úr því að vera bundin lánskjaravísitölu yfir í að vera bundin launavísitölu þá var verið að taka snúning á skuldsettum heimilum landsins. Með þessum gjörningi þá var verið að plata skuldug heimili landsins til að pissa í skóinn sinn. Hlítt fyrst en svo kemur kuldinn fyrir alvöru.

2012_01_25_EOS60D_5048Þrátt fyrir fögur fyrirheit og ég efa ekki góðan vilja margra þingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar, þá verður ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki minnst fyrir aðgerðir hennar í skuldavanda heimilanna.

"Árna Páls lögin" er skýrasti vitnisburður þess að hagsmunir bankana voru teknir fram yfir hagsmuni heimilanna. Lögin setti Árni Páll, núverandi formaður Samfylkingarinnar, þegar hann var efnahagsráðherra, 18. des 2010. "Árna Páls lögin" voru sett í framhaldi af dómi Hæstiréttar þar sem gengislánin voru dæmd ólögleg. "Árna Páls lögin" voru sett í þeim tilgangi einum að minnka útlánatap bankana vegna þessa dóms. Samkvæmt "Árna Páls lögunum" áttu samningsvextir á þessum lánum ekki að gilda heldur skildu vextir á þeim vera sömu og vextir Seðlabankans á óverðtryggðum útlánum. Endurreiknuð gengislán sem bankarnir buðu og miðuðust við "Árna Páls lögin" voru í flestum tilfellum þannig að mánaðarlegar afborganir af þeim og heildargreiðsla var hærri en af óbreyttum gengislánunum. Ljóst var frá upphafi að það yrði látið reyna á vaxtaákvæði "Árna Páls laganna" fyrir dómi. Hæstiréttur dæmdi þennan gjörning Árna Páls tveim árum síðar ólöglegan, 18. okt. 2012. Þegar dómsmálin um "Árna Páls lögin" stóðu sem hæst. þann 31. des 2011, hrökklaðist Árni Páll úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hverfur á braut úr ráðuneytinu með ráðgjöfum sínum, ráðgjöfum sem höfðu ráðið honum svo "heilt" í hans ráðherratíð. "Árna Páls lögin" urðu þess valdandi að uppgjör á öllum erlendum lánum drógst um meira en tvö ár. Eftir að Hæstiréttur dæmdi "Árna Páls lögin" ólögleg þá átti ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sinn besta leik fyrir skuldug heimili landsmanna. Ríkistjórnin ákvað að gera ekki neitt og lét dóminn standa. Í dag hafa þeir sem tóku gengistryggð lán verið á síðustu mánuðum og misserum að njóta endurgreiðslna af bílalánum sínum og húsnæðislánum þar sem höfuðstóll lækkar um allt að 50%. Og merkilegt nokk, bankarnir blómstra sem aldrei fyrr þrátt fyrir það. "Árna Páls lögin" töfðu hins vegar þetta uppgjör um tvö ár. Þessi dráttur hefur kostað marga einstaklinga mikið. Á þessum tveim árum hafa margir misst íbúðir sínar og eignir, íbúðir og eignir sem þetta fólk hefði ekki misst ef höfuðstóll erlendu lánanna hefði verið skrifaður niður um 50% fyrir tveimur árum.

Til þess að bankar þyrftu að afskrifa sem minnst af lánum sínum til skuldsettustu heimilanna þá var 110% leiðin hönnuð. Lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur var hafnað og 110% leiðin valin. Leið sem gerði bönkunum kleyft að teygja sig enn lengra í innheimtuaðgerðum sínum með því að "halda lífi" í lántakendum sem annars hefðu lýst sig gjaldþrota og bankarnir tapað kröfum sínum að fullu. 110% leiðin er fyrir bankana, ekki heimilin. Af hverju var þessu fólki ekki einfaldlega gefinn kostur á því að ganga út og skilja lyklana eftir?

Þriðji nöturlegi gjörningur Árna Páls gegn skuldugum heimilum landsins var þegar hann ákvað einhliða að breyta grundvelli allra verðtryggðra lána í landinu þannig að lánin eru ekki miðuð við lánskjaravísitölu heldur launavísitölu. Þessi breyting var gerð einhliða með lagabreytingu, 2011, þegar laun voru í sögulegu lámarki en verð á innfluttum vörum hátt, þ.e. kaupmáttur var í sögulegu lámarki. Launamenn munu á næstu árum og áratugum sækja tapaðan kaupmátt sinn. Þegar kaupmáttur eykst þá munu lán tengd launavísitölu hækka meir en lán tengd verðlagi / lánskjaravísitölu. Út á þetta gengur þessi snúningur bankana. Þeir munu græða meira í framtíðinni á lánum tengd launavísitölunni en lánum tengd lánskjaravísitölunni. Þessi glaðningur frá Árna Páli mun bíða skuldsettra heimila þegar atvinnulífið fer að ná sér á strik og laun fara að hækka umfram verðlag. Margir sáu í gegnum þennan gjörning Árna Páls og bankana og hlupu til og kröfðust þess að lán þeirra yrðu áfram miðuð við óbreytta vísitölu, það er lánskjaravísitöluna. Það er hins vegar ljóst að meirihluti skuldsettra heimila landsins áttaði sig ekki á þeim snúningi sem bankarnir voru að taka á þeim og efalaust munu margir hugsa hlýlega til Árna Páls á komandi áratugum þegar lánin þeirra eru orðin töluvert hærri en gömlu lánskjaravísitölulánin.

Það er ekki beint akkur fyrir Samfylkinguna að fara nú í kosningabaráttu þar sem eitt aðal kosningamálið er skuldavandi heimilanna með Árna Pál sem formann, mann sem annað tveggja skildi aldrei hvað hann var að gera þegar hann var efnahagsráðherra og lét ráðgjafa sína ráða för eða Árni Páll hreinlega barðist fyrir hagsmunum bankana og aðstoðaði bankana við að taka hvern snúninginn af öðrum á skuldugum heimilum landsins.

Telur Samfylkingin virkilega að einhver sá sem skuldar bíla- eða íbúðalán eða einhver sem þekkir einhvern sem skuldar bíla- eða íbúðalán muni kjósa Samfylkinguna?

Lýðræðisvaktin vill lækka verðtryggðar skuldir heimilanna. Það viljum við gera á ábyrgan hátt þegar staða ríkissjóðs og bankana liggur fyrir þannig ekki hljótist meira tjón en gagn af þeim aðgerðum sem gripið verður til. En þessi verðtryggðu lán ætlum við færa niður.


mbl.is Tillögur Framsóknar valda bólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gjaldeyristekjur Norðmanna af sölu rafmagns verða meiri en olíutekjurnar eftir 25 ár

Norðmenn undirbúa nú lagningu á sæstrengjum til Þýskalands, Bretlands og Danmerkur ásamt loftlínum til Svíþjóðar og Finnlands. Gera þeir ráð fyrir að eftir 25 ár verði gjaldeyristekjur af sölu á rafmagni meiri en tekjurnar af olíuvinnslunni. Er þó gert ráð fyrir að tekjur af olíuvinnslu verði svipaðar og nú er.

Mynd aÞað er hægt að fara ýmsar leiðir til að afla gjaldeyristekna. Ein af þeim leiðum sem Norðmenn hafa valið er að bjóða nágrönnum sínum upp á græna raforku.

Við Íslendingar höfum mikla þörf á að auka gjaldeyristekjur okkar. Ein leiðin er enn meiri skattlagning  á þá ferðamenn sem hingað koma. Þegar hefur verið hækkaður virðisaukaskattur á hótelgistingu og stöðugt eru umræður um að taka gjald á ferðamannastöðum.

Sú leið sem Norðmenn eru að fara með lagningu á sæstrengjum til nágranna sinna er leið sem okkur Íslendingum stendur líka til boða með því að leggja sæstreng til Skotlands. Með slíkri tenginu þá er hægt að nýta 200MW til 300MW sem í dag eru ónýtt í kerfinu sem varaafl. Tekjurnar sem við njótum ekki vegna þessa nema 20 ma. til 30 ma. á ári. Þessa orku getum að aldrei selt nema slík tengin komi til og hægt verður að kaupa rafmagn hingað heim, þau ár sem þörf er á varaafli, t.d vegna mikilla bilana eða eftir mörg þurrkaár. Til viðbótar þarf að virkja 400MW til 600MW en rætt er um 750MW til 1.000MW tengingu. 

Til að leysa það verkefni þá koma ýmsar lausnir til greina því virkjanakostir sem hingað til hefur ekki verið hagkvæmt að fara í verða nú hagkvæmir þegar tvöfallt til fjórfallt verð er greitt fyrir raforkuna. Til að virkja fyrir sæstreng þá koma til greina rennslisvirkjanir fyrir aftan núverandi virkjanir, stækkun hverflanna í núverandi virkjunum og vindrafstöðvar auk þeirra virkjanakosta sem sátt eru um skv. Rammaáætlun að virkja.

Meðfylgjandi mynd birti Erik Skjelbred, einn af yfirmönnum Statnett í Noregi í fyrirlestri sínum á ráðstefnu um sæstreng frá Íslandi til Skotlands sem haldinn var á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í Hörpu 26. feb. sl. Þar sjást núverandi sæstrengir og fyrirhugaðar tengingar, merkt sem punktalínur.

Við í Lýðræðisvaktinni viljum skoða með opnum huga möguleikann á sæstreng til Skotlands.

 


mbl.is Ástæða að skoða upptöku gjalds
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skorið niður í heilbrigðisþjónustu en ekkert í mannahaldi hjá hinu opinbera

Frá hruni hefur fjöldi opinberra starfsmanna nánast staðið í stað. Starfsmönnum hefur fækkað lítillega hjá ríkinu en fjölgað að sama skapi hjá sveitarfélögum. Ef talin er saman fjöldi þeirra starfsmanna sem vinna hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum og fyrirtækjum sem þau eiga eða reka þá er starfsmannafjöldinn sá sami nú og var fyrir hrun, um 70.000 starfsmenn. Á vinnumarkaði eru um 167.000 manns. Þetta samsvarar því að í dag eru 42% þeirra sem eru á vinnumarkaði í vinnu hjá hinu opinbera. 

Á sama tíma og stjórnvöld / fjórflokkurinn fækkaði ekkert í hópi opinberra starfsmanna, ekki einu sinni með því að ráða ekki inn nýja fyrir þá sem hætta, á sama tíma þá hafa stjórnvöld ráðist stanslaust að heilbrigðisþjónustunni.

Er þetta sú forgangsröðun sem við viljum?

Skera niður þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna en fjölga á sama tíma opinberum starfsmönnum á öðrum stöðum í kerfinu?

Er ekki löngu tímabært að gefa fjórflokknum frí í eitt til tvö kjörtímabil og fá inn nýtt fólk og nýjar áherslur við stjórn landsins? 

 


mbl.is Farin fram af bjargbrúninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennuvargar eiga ekki að taka að sér slökkvistörf...

Fyrir kosningarnar í maí 2003 var þetta helsta loforð Framsóknarflokksins, 90% íbúðalán. Bankarnir voru um þetta leiti að fikra sig inn á íbúðalánamarkaðinn. Þegar þetta kosningaloforð Framsóknar kom vöruðu bankarnir við. Bankarnir sögðu á þeim tíma þetta loforð íbúðalánasjóðs / ríkisins myndi setja þennan markað úr skorðum. Bankastjóri Kaupþings sagði í viðtali á þessum tíma að bankarnir ættu þess engan annan kost en bjóða það sama og íbúðalánasjóður / ríkið ætluðu þeir sér að vera á þessum markaði.

2012_01_24_EOS60D_4672Það er hins vegar rétt að eins og mál þróuðust varð Íbúðalánasjóður ekki valkostur fyrir almenna lántakendur því Íbúðalánasjóður valdi að gerast heildsölubanki. Heildsölubanki sem lánaði hinum bönkunum og öllum Sparisjóðunum landsins þannig að þessir aðilar sæju um að veita einstaklingum íbúðalán.

Bankarnir og sparisjóðirnir urðu á þessum árum smásöluaðilar fyrir íbúðalánasjóð. Með öðrum orðum, íbúðalánasjóður / ríkið var á bólakafi í þessu sukki og fjármagnaði öll herlegheitin.

Staða þeirra sem í dag eru illa staddir vegna íbúðakaupa má og verður á skrifa á brennuvargana, þá sem settu þessa bólu í gang með rugluðum kosningaloforðum í aðdraganda kosninganna 2003. Kosninga sem komu formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, í forsætisráðherrastólinn í 2 ár á kjörtímabilinu 2003 til 2007. 

Húsnæðisbóluna og sukkið í tengslum við hana er alfarið Framsóknarflokksins og blindri valdagræðgi formanns Framsóknarflokksins á þeim tíma, formanni sem var til í hvað sem var og til í að lofa hverju sem var fyrir meiri völd.

Og nú koma framsóknarmenn með nýjan formann og ætla aftur að ná í sömu atkvæðin hjá sama fólkinu með því að blekkja þetta sama fólk til að trúa því að þeir geti látið lánin hverfa...


mbl.is Kosningabaráttan framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi braut samfélagssáttmálann með afgreiðslu stjórnarskrármálsins.

Í fyrsta sinn  frá Lýðveldisstofnun horfum við Íslendingar upp á það að Alþingi Íslendinga fer ekki að vilja meirihluta kjósenda. Vilja sem fram kom í löglegri þjóðaratkvæðagreiðslu um að hér ætti að taka upp nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs.

06112010863Alþingi valdi að hunsa löglega þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja þjóðarinnar við afgreiðslu málsins nú í vikunni.

Aldrei áður hefur Alþingi virt vilja meirihluta þjóðarinnar að vettugi. 

Aldrei áður hefur þjóðin mætt á kjörstað, kosið í löglegri kosningu og látið vilja sinn í ljós, vilja sem Alþingi gerir síðan ekkert með.

Aldrei áður hefur þjóðin orðið vitni að því að Alþingi hefur neitað að fara eftir niðurstöðum löglegrar kosninga.

06112010861Hvað svo sem mönnum kann að finnast um drög að nýrri stjórnarskrá eða einstök ákvæði hennar þá búum við í lýðræðisríki og okkur ber að fara að reglum lýðræðisins. 

Alþingi bar að fara að eftir niðurstöðum löglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og leggja drögin í heild sinni fyrir þingið og samþykkja.

Sú braut sem Alþingi hefur nú markað er eitthvert alvarlegasta brot á samfélagssáttmálanum sem sem átt hefur sér stað frá Lýðveldisstofnum. 

Sú braut sem Alþingi hefur nú markað með því að hunsa löglega þjóðaratkvæðagreiðslu mun leiða upplausn og eyðileggingu yfir þetta samfélag. Við megum ekki halda áfram á þessari braut.

Fjórflokkurinn er orðinn veruleikafirrtur og hömlulaus og það verður að stöðva þetta fólk áður en það veldur enn meiri skaða á þessu samfélagi.

 

Myndir:  Frá Þjóðfundi 2010.

 


mbl.is Traust á Alþingi en ekki þingmönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rýmri strandveiðiheimildir og allan fisk á markað

Úttekt á strandveiðum hefur sýnt að þær eru umhverfisvænar og lyftistöng fyrir sjávarþorpin. Ennfremur virðast veiðar með krókum ekki hafa umtalsverð áhrif á fiskistofna. Því teljum við rétt að auka þessar veiðar umtalsvert frá því sem nú er, a.m.k. um helming, og endurskoða síðan árangurinn að tveimur árum liðnum.

 

Tillögur Lýðræðisvaktarinnar eru þessar:

 

  • 63 veiðidagar á ári
  • Fjórar rúllur á hvern bát
  • Hver einstaklingur má aðeins eiga einn bát eða hlut í honum
  • Auðlindagjald greitt við löndun og upphæðin sú sama og í öðrum útgerðarflokkum

 

Við viljum allan fisk á markað svo fiskvinnslur sitji við sama borð hvað fiskverð snertir og sjómenn hvað aflahlut snertir.

 

www.xlvaktin.is

 


Skoðum sölu á rafmagni um sæstreng til Bretlands af fyllstu alvöru.

IMAG0842Norðmenn undirbúa enn frekari sölu á rafmagni um sæstrengi til Evrópu, m.a. til Bretlands. Norðmenn stefna að því að eftir aldarfjórðung verði gjaldeyristekjur af rafmagnssölu meiri en tekjur af olíuvinnslu.

Landsvirkjun vinnur nú að hagkvæmisathugun á lagningu sæstrengs frá Íslandi til Skotlands. Með sölu á rafmagni um sæstreng má auka verulega þann arð við fáum af orkuauðlindum okkar.  Að selja rafmagn frá Íslandi um sæstreng er eitt af þeim verkefnum sem ber að skoða af fyllstu alvöru.


61% þjóðarinnar vill halda áfram samningum og aðlögun landsins að ESB.

Samkvæmt nýjustu skoðunarkönnun á afstöðu kjósenda til samninga og aðlögunar að ESB þá vill tæplega 2/3 hluti landsmanna að þeim samningum og þeirri aðlögun verði haldið áfram.

IMAG1026Þessari stöðu ber að fagna. Því ber að fagna að þjóðin ætlar að taka þetta mál í sínar hendur. Nú liggur ljóst fyrir að:

  • Meiri hluti kjósend vill ekki að örfáir fulltrúar fjórflokksins á þingi fái því ráðið hvernig þessu mikla deilumáli er ráðið til lykta.
  • Meiri hluti kjósenda vill að þjóðin sjálf fái að úrskurða í þessu máli eftir að samningum er lokið og allar upplýsingar eru þar með komnar upp á borðið.

Er hægt að ljúka þessu stærsta máli okkar tíma á lýðræðislegri hátt?

  • Þeir flokkar sem vilja hætta viðræðunum og koma með því í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um það hvort hún vilji ganga í ESB og taka upp evru, þeir flokkar eru að gefa lýðræðinu langt nef.
  • Þeir flokkar gefa í raun lítið fyrir lýðræði og eru að gefa þá yfirlýsingu að þeir vilja ekki aðkomu almennings þegar kemur að því að taka ákvarðanir í okkar stærstu málum.

Eru það þannig flokkar og þannig fólk sem við viljum halda áfram að styðja til valda á Alþingi?

Eru það þannig vinnubrögð sem við viljum að viðhöfð verði um ókomin ár á Alþingi?

 

Nei takk, segi ég.

 

Ég vel Lýðræðisvaktina, sjá hér.

Þar segir meðal annars:

Við viljum

  • Að ákvörðun um inngöngu í ESB verði ekki tekin nema í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár

Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

  • Ljúka samningaviðræðum við ESB

Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar


mbl.is Kosið verði um ESB 27. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helmingur þjóðarinnar vill halda áfram aðlögunarferlinu að ESB, skv. Capacent Gallup.

Það kemur mér á óvart að helmingur þjóðarinnar skuli vera svona jákvæður gagnvart aðild að ESB. Að helmingur landsmanna vill halda áfram núverandi aðlögunarferli þjóðarinnar að Sambandinu og að helmingur þjóðarinnar vill fá að kjósa um það hvort við göngum í ESB og tökum upp evru. 

2012_05_15_EOS60D_6456Tölur sem sýna einhverja 70/30 skiptingu um hvort fólk vill ganga í Sambandið núna án þess að hafa séð eða kynnt sér til hlýtar málið og samninginn, þær tölur eru ekki marktækar.

Það sem skiptir máli er þetta:  "Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,5% eru andvíg því að stjórnvöld dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka en 44,6% fylgjandi. Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur".

Ég skil nú í ljósi þess að helmingur þjóðarinnar vill halda aðlögunarferlinu að ESB áfram að andstæðingar ESB eru að fara af hjörunum og eru að heimta að sendiráðsskrifstofum sé lokað og annan álíka barnaskap.

Er ekki nokkuð ljóst að Evrópulestin verður ekki stöðvuð úr þessu? Ef farið verður út í þá vitleysu að boðað til kosninga um hvort haldi eigi kosningar um að halda aðildarferlinu áfram, þá, miðað við þessa könnun Capacent Gallup, er ég sannfærður um að við aðilarsinnar vinna þær kosningar.

Þegar kemur að kosningum um sjálfa aðildina þá verður bara spurt:

Vilt þú áframhaldandi verðtryggingu, óðaverðbólgu og hæstu vexti í Evrópu eða vilt þú lága vexti og stöðugt verðlag?

Og þær kosningar veit ég að við aðildarsinnar vinnum.


mbl.is Meirihluti áfram andsnúinn aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband