Þjóðin styður samningaviðræðurnar við ESB og þjóðin vill fá að úrskurða í málinu.

Í frétt á visir.is í dag segir:

Stöð 2 konnun"Ríflega helmingur þjóðarinnar vill að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði kláraðar og samningurinn settur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðjungur landsmanna vill hins vegar draga umsóknina til baka. Þetta kemur fram í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem var gerð dagana 15. til 16. apríl.  Spurt var: Hvernig vilt þú að framhaldi aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði háttað?    Af þeim sem tóku afstöðu vildu 34 prósent draga umsóknina til baka. 55 prósent vildu klára viðræðurnar og leggja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. 11 prósent vildu gera hlé á viðræðum og og hefja þær ekki aftur nema með samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu".

Við í Lýðræðisvaktinni segjum:

Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar


mbl.is Rúmenar fresta upptöku evrunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Lestu þetta áður en þú segir meir

http://andriki.is/post/48192021382

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 18.4.2013 kl. 21:42

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

og hvaða máli skiptir andríki í þessu Birgir - bara ykkar skoðun

Rafn Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 00:12

3 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Rétt hjá Andríki. ESB-viðræðurnar snúast um samþykkt umsóknarlanda á lögum ESB. Frábærlega skýrt viðtal við "aðalsamninganefndarmann" Íslands, Stefán Hauk Jóhannesson, í Mbl. 16. þ.m., sýnir í hnotskurn, að það er í reynd EKKI verið að "semja" um eitthvað milli hinna tveggja málsaðila, miklu fremur en að verið sé að "semja", því að langflestum "köflunum" er lokið ÁN nokkurra umsaminna atriða, sem öðruvísi séu en hjá öllum hinum löndunum, og hinar örfáu undantekningar varða flestar alger smámál í reynd í okkar þjóðarbúskap og þjóðlífi, og svo verða þau mál líklega í meirihluta einungis tímabundnar undanþágur (eins og hjá Möltu).

Þetta áttu menn raunar að vita fyrir fram, því að ESB hefur sérstaklega varað við þeim misskilningi, að um "samningaviðræður" sé að ræða. Lagaverk ESB sé nefnilega alls ekki "negotiable" - ekki umsemjanlegt.*

Einhver mesti blekkingarleikur í ísl. nútímasögu hefur farið fram um þessi mál, og sú er eina ástæðan fyrir niðurstöðu skoðanakönnunar, birtrar í dag, um afstöðu til framhalds eða slita eða söltunar á viðræðunum.

* Í plagginu Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy , útg. af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011, segir: "Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar."

Nánar hér: http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1267916/.

Og dapurleg er afstaða þín, Friðrik, og þinnar "Lýðræðisvaktar" undir forystu hins æsta ESB-sinna Þorvaldar Gylfasonar.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 19.4.2013 kl. 00:28

4 Smámynd: Samtök um rannsóknir á ESB ...

Innleggið er mitt. -Jón Valur Jensson.

Var á leiðinni að fara að blogga um þetta á vef samtakanna.

Samtök um rannsóknir á ESB ..., 19.4.2013 kl. 00:30

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var einmitt á fundi með frambjóðendum allra flokka í gær, þar voru flestir á því að sjá "samninginn" Ég bendi mönnum á að það væri ekki samningur í boði heldur aðlögunarviðræður, og ég fann hvernig eyrun lokuðust, tók reyndar smá snerru við Ólínu vinkonu mína Þorvarðar. 

En þetta er algjör öfugsnúningur á sannleikanum að koma því inn hjá þjóðinni að við séum í samningaferli.  Hættulegur öfugsnúningur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2013 kl. 09:18

6 Smámynd: Sólbjörg

Er fólki fyrirmunað að hætta að tala um að sjá samninginn. Altof stór hluti landsmanna hefur bara aðgang að einu fréttablaði og ríkisljósvakamiðli þar er rangindum og bekkingum er stöðugt beitt í þeim tilgangi að fá fólk til að trúa því að það sé samningaviðræður í gangi í hefðbundnum skilningi. Það mætti kanna hvort slíkar vísvitandi blekkingar séu ekki ólöglegar í ljósi kosinna ábyrgðar sem margir hafa fengið í umboði kjósenda og bera að segja satt frá.

Viðræðurnar ganga út á að semja um hvenær Ísland ætlar að uppfylla ÓFRÁVÍKJANLEG SKILYRÐI ESB. "Samningurinn" sem svo margir halda að sé í gangi er í raun bara dagatal með umsömdum dagsetningu á framkvæmd skilyrða ESB. Má ekki bara leyfa fólki strax að sjá þetta dagatal með dagsetningum á reglugerðum sem þegar eru tilbúnar og hverra er að vænta.

Sólbjörg, 19.4.2013 kl. 10:04

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Sólbjörg

Ég held að almenningur geri sér fyllilega grein fyrir þeirri aðlögun sem hefur verið og er í gangi á íslenskri stjórnsýslu samhliða aðildarviðræðunum.

Þú þarft einfaldlega að horfast í augu við það að meirihluti þjóðarinnar vill þessa aðlögun.

Þú þarft líka að horfast í augu við þá staðreynd að ef farið verður í kosningar um hvort halda eigi þessum viðræðum / aðlögun áfram þá mun þjóðin kjósa JÁ.

Þegar kemur að sjálfum kosningunum um aðild að ESB og hvort hér á að taka upp evru þá verður bara spurt: Vilt þú lága vexti og stöðugt verðlag? Og hvernig heldur þú að kennarar og rafvirkjar þessa lands munu svara þeirri spurningu?

Þó svo Framsókn og Sjálfstæðisflokkur komist til valda þá verður ekki hægt að ganga fram hjá meirihlutavilja þjóðarinnar í þessu máli.

Evrópulestin verður ekki stöðvuð úr þessu...

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.4.2013 kl. 10:47

8 Smámynd: Sólbjörg

Í gækvöldi var umræðuþáttur með framboðsfulltrúum helstu flokka í norðaustur kjördæmi. Fulltrúi Dögunar kom af fjöllum því hún trúði því statt og stöðugt að verið væri að semja um málefnin og hafði enga hugmynd að það væri svo til eingöngu tímasetningar sem samið væri um. Því er fullvíst að hluti þjóðarinnar er í sömu sporum vanþekkingar enda heyrist það vel þegar rætt er við fólk hve undrandi það er á að heyra sannleikann um hvernig í pottinn er búið.

Þú mátt svo sannarlega vera sæll í trú þinn á að allt gangi upp í ESB væntingum þínum.

Sólbjörg, 19.4.2013 kl. 11:26

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

ESB hefur sérstaklega varað við þeim misskilningi, að um "samningaviðræður" sé að ræða. Lagaverk ESB sé nefnilega alls ekki "negotiable" - ekki umsemjanlegt.*

Einhver mesti blekkingarleikur í íslenzkri nútímasögu hefur farið fram um þessi mál, og sú er eina ástæðan fyrir niðurstöðu skoðanakönnunar, birtrar nú á miðvikudegi, um afstöðu til framhalds eða slita eða söltunar á viðræðunum, þar sem naumur meirihluti virðist fyrir framhaldi.

Skýringuna á þeirri niðurstöðu mun m.a. að finna í eftirfarandi:

  1. Stöð 2 og sérstaklega Fréttablaðinu er alls ekki treystandi til skoðanakannana um ESB-mál, þar sem eigandinn er yfirlýstur ESB-sinni, vitað er um afskipti hans af ritstjórn, og a.m.k. annar ritstjóri blaðsins er mikill ESB-predikari (Ól. Stephensen), og í líkum anda starfa ýmsir blaðamenn þar. Greinilega hlutdrægur fjölmiðill á ekki sjálfur að annast skoðanakannanir um slík mál.
  2. Þar að auki var þessi könnun ESB-hliðhollu fjölmiðlanna, með 55% fylgi við framhald viðræðna, í verulegu ósamræmi við þessa GALLUP-könnun í sept.-okt. sl., þar sem 59,6% voru hlynnt afturköllun ESB-umsóknar, en 40,4% á móti afturköllun.
  3. Mönnum hefur verið haldið óupplýstum hér um umsóknar- og aðlögunar-viðræðurnar og þeirri villu dreift vísvitandi, að um "samningaviðræður" sé að ræða. Þótt óheyrilegt fé hafi farið í allar "samninganefndirnar" og þýðingarstörf, ferðalög aðila o.m.fl., þá er í ljós komið, að í reynd er nánast ekki verið að semja um nokkurn skapaðan hlut, sem heiti geti. En "(samninga)viðræður" er opið orð sem hljómar vel, og það hefur áhrif á fólk, ásamt hinu, að fjölmiðlum -- m.a. ofangreindum -- hefur vísvitandi og slægðarlega verið beitt til að koma óorði á þá hugmynd að hætta beri við Össurar-umsóknina frá 2009 og slíta viðræðunum.

* Í plagginu Understanding Enlargement – The European Union’s enlargement policy, útg. af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins 27.7. 2011, segir, og lesið nú vel í gegn, þetta er stórmerkilegur texti:

  • "Inntökuviðræður varða hæfni umsækjandans [umsóknarríkisins] til að taka á sig skyldurnar sem fylgja því að verða meðlimur [í Evrópusambandinu]. Hugtakið "viðræður" getur verið misvísandi. Inntökuviðræður beinast sérstaklega að (focus on) skilyrðum og tímasetningu á því, að umsóknarríkið taki upp, innfæri og taki í notkun reglur Evrópusambandsins, um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (sem einnig eru þekktar sem acquis, franska orðið um "það sem samþykkt hefur verið") eru ekki umsemjanlegar (not negotiable). Fyrir umsóknarríkið er þetta í kjarna sínum mál sem snýst um að samþykkja hvernig og hvenær ESB-reglur og ferli verði tekin upp og innfærð. Fyrir ESB er [hér] mikilvægt að fá tryggingar fyrir dagsetningu og virkni hvers umsóknarríkis í því að innfæra reglurnar."

Nánar hér (og enski textinn með):http://fullveldi.blog.is/blog/fullveldi/entry/1267916/.

Jón Valur Jensson, 19.4.2013 kl. 12:13

10 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

Capacent-Gallup hefur allt frá ágúst 2009 spurt :

 

»Ef aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) væri borin undir þjóðaratkvæði í dag, hvernig telur þú líklegast að þú myndir greiða atkvæði?«

 

Allan þennan tíma hafa 60%-70% landsmanna verið á móti aðild. Talan var nákvæmlega 70,0% í síðustu könnuninni 13. febrúar 2013.

 

Hinum gagnslausu viðræðum um aðlögum, ber að ljúka á sama hátt og þær hófust, með ályktun Alþingis.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 19.4.2013 kl. 13:38

11 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Innganga i ESB er ekki áhugamál kjósenda. Þeir sem hafa minnstu þekkinguna á aðlögunarferlinu halda að smá samningar, sem fela í sér enga ábyrgð, séu í lagi.

Nær væri að spyrja hvort þjóðin vilji klára aðlögunarferlið að ESB.

Tími til komin að einhver fari að svara því hvers vegna engi árangur hefur orðið í "samningum" við ESB síðustu fjögur árin, við eigum víst að vera nú þegar með 80% af reglugerðarbákninu og ætti það því ekki að þvælast fyrir.



Eggert Sigurbergsson, 19.4.2013 kl. 14:53

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hér er hægt að lesa þessa yfirlýsingu frá skýrslu ESB:

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

 

Og þarna stendur m.a.

Accession negotiations

Accession negotiations concern the candidate’s

ability to take on the obligations of membership.

The term “negotiation” can be misleading.

Accession negotiations focus on the conditions and

timing of the candidate’s adoption, implementation

and application of EU rules – some 100,000 pages of

them. And these rules (also known as the acquis,

French for “that which has been agreed”) are not

How the enlargement process works:

meeting the requirements

negotiable. For candidates, it is essentially a

matter of agreeing on how and when to adopt and

implement EU rules and procedures. For the EU, it

is important to obtain guarantees on the date and

effectiveness of each candidate’s implementation

of the rules.

Negotiations are conducted between the EU

Member States and each individual candidate

country and the pace depends on each country’s

progress in meeting the requirements. Candidates

consequently have an incentive to implement the

necessary reforms rapidly and effectively. Some of

these reforms require considerable and sometimes

difficult transformations of a country’s political

and economic structures. It is therefore important

that governments clearly and convincingly

communicate the reasons for these reforms to the

citizens of the country. Support from civil society

is essential in this process. Negotiating sessions

are held at the level of ministers or deputies, i.e.

Permanent Representatives for the Member States,

and Ambassadors or Chief Negotiators for the

candidate countries.

To facilitate the negotiations, the whole body of EU

law is divided into “chapters”, each corresponding

to a policy area. The first step in negotiations is

called “screening”; its purpose is to identify areas

in need of alignment in the legislation, institutions

or practices of a candidate country

 

 

Og svo mjög gott blogg frá Birni Bjarnasyni frá því í gær.

Fimmtudagur 18. 04. 13

 

 

Nokkrir erlendir blaðamenn koma til landsins í tilefni af þingkosningunum og þar á meðal til að átta sig á stöðunni í ESB-málinu. Ég ræddi við einn þeirra í dag. Það vekur undrun að lagt hafi verið af stað í ESB-vegferðina á jafnveikum grunni og gert var. Venjulega sendir ríkisstjórn ekki inn umsókn nema hugur hennar og meirihluta þjóðarinnar standi til aðildar. Hér var sótt um með því fororði að kanna ætti málið, sjá til hvers umsókn leiddi og greiða síðan atkvæði um niðurstöðuna. Er einsdæmi að þannig sé staðið að málum.

 

Sé farið af stað til að fá einhverja niðurstöðu sem enginn vill styðja nema kannski embættismennirnir sem stóðu að niðurstöðunni og þetta gert að markmiði umsóknar um aðild sjá allir sem þekkja til  ESB og stækkunar sambandsins að hér er um pólitískan leikaraskap að ræða. Þannig standa málin núna að látið er eins og það sé markmið í sjálfu sér að fá einhverja niðurstöðu og takast síðan á um hana á heimavelli. Niðurstaða í þeim átökum muni leiða til þess að ESB-mál verði ekki ágreiningsmál í íslenskum stjórnmálum.

 

Þetta afstaða er þeim óskiljanleg sem fylgst hafa með umsóknum og aðildarviðræðum annarra þjóða. Þær hafa rætt við ESB um aðild af því að ákvörðun hefur verið tekin á heimavelli um að brýnir hagsmunir mæli með aðild. Hér ekki neinu slíku haldið fram heldur látið í veðri vaka að hér skapist annars konar efnahagsástand en hvarvetna annars staðar í jaðarríkjum ESB.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.4.2013 kl. 16:05

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir frábær orð Lofts hér, kl. 13:38.

Jón Valur Jensson, 19.4.2013 kl. 16:44

14 identicon

Það á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við viljum yifrhöfuð halda áfram viðræðum. Einungis þannig fæst friður (að einhverju marki) og óvissan minnkar. Einungis þannig getur seðlabanki Íslands komið með trúverðuga stefnu um gjaldmiðilsmál. Það er ekki hægt að leggja það á okkur lengur að halda þessu áfram án þess að fá þjóðaratkvæði. Allir aðrir angar málsins eru til að drag athyglina frá þeirri nauðsyn. Nú hafa fögur ár farið til spillis í nær öllum mikilvægustu málum landsins og mál er að linni. Áður en ofbeldi fer að láta á sér kræla.

Flowell (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 17:55

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við þurfum ekki slíkan "frið" Flower. 70% vilja ekki fara inn i ESB. 200 millj. kr. eyðsla í slíka þjóðaratkvæðagreiðslu er óþörf, ef flokkar, sem hafa slit ESB-viðræðna á stefnuskrá sinni, fá til þess umboð meirihluta kjósenda og mynda ríkisstjórn. Þeir eru engan veginn skuldbundnir Samfylkingu og þeim, sem hún neyddi með sér í hina ólögmætu Össurarumsókn, til að halda henni áfram.

Og það þarf heldur ekki að setja lokun Evrópu[sambands]stofu (tveimur reyndar) í þjóðaratkvæði, enda er stuðningur stjórnarsinna við það 230 milljóna áróðursapparat beint brot á 88. grein landráðalaganna.

Jón Valur Jensson, 19.4.2013 kl. 18:32

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

... (tveggja reyndar) ...

Jón Valur Jensson, 19.4.2013 kl. 18:34

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nákvæmlega þetta orðalag þar á við um þetta ESB-auglýsingastofumál:

"88. gr. Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki [...] hlutist til um málefni þess [íslenska ríkisins], svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með [...] öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu."

Jón Valur Jensson, 19.4.2013 kl. 18:38

18 identicon

Friðrik, Hér vitnar þú í eina skoðanakönnum um ESB sem heilagan sannleik.

Nú hafa fjölmargar skoðanakannanir sýnt að Lýðræðisvaktin mun fá undir 5% í komandi kosningum.

Er þá ekki réttast fyrir ykkur að hætta við framboðið þar sem skoðanakannanir hafa sýnt það með afgerandi sannleika að þið munuð ekki koma manni inn?

Þórður Sigfriðsson (IP-tala skráð) 19.4.2013 kl. 19:33

19 Smámynd: Samstaða þjóðar

Starfsemi Evrópustofu er brot á þremur lögum, hið minnsta:

 

  1. Lög 162/2006 um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda. 
  2. Lög 62/1978 um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslendska stjórnmálaflokka. 
  3. Lög 16/1971 um aðild Íslands að alþjóðasamningi um stjórnmála-samband (staðfesting Vínarsamningsins frá 18. apríl 1961).
 

http://altice.blogcentral.is/blog/2012/2/22/kaera-starfsemi-evropustofu-er-margfalt-brot-a-landslogum/

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 19.4.2013 kl. 21:20

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir með Þórði Sigfriðssyni og Lofti Þorsteinssyni hér á undan.

Jón Valur Jensson, 20.4.2013 kl. 00:32

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband