Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Gerum þetta fólk ekki gjaldþrota
Við þurfum að fara gætilega í þessu máli. Vissulega á almenningur erfitt með að sætta sig við að tapa fé á gjaldþrotum bankana og sitja uppi með skuldir vegna kaupa á hlutabréfum í þeim ef bankafólkið í sömu stöðu er skorið niður úr snörunni.
Ég vil hins vegar ekki horfa upp á persónulegt gjaldþrot þessara starfsmanna bankana. Ég vil heldur ekki horfa upp á gjaldþrot annarra af sömu eða svipuðum ástæðum. Persónuleg gjaldþrot einstaklinga nú hafa engan tilgang. Við þurfum á öllum vinnandi höndum að halda til að vinna okkur út úr þessu á næstu árum. Við eigum ekki að byrja það ferli á því að leggja fullt af fjölskyldum í rúst. Það er nóg að fólk tapi öllu sínu sparifé þó við gerum það ekki gjaldþrota líka.
Ég legg til að þinginu okkar verði fengið það verkefni að setja lög, hugsanlega til bráðabyrgða eða neyðarlög sem heimila nýju bönkunum okkar af afskrifa slíkar skuldir og afstýra persónulegum gjaldþrotum vegna þessarar bankakreppu. Eins verði lögum um gjaldþrot breytt til frambúðar þannig að persónuleg gjaldþrot fyrnist á 5 árum eins og í Danmörku en verið ekki lífstíðardómur eins og er hér í dag.
![]() |
Óþolandi að líða fyrir tortryggni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Rétt mat framsóknarmanna
Hvað gera bændur þegar fyrningarnar eru brunnar og bústofninn byrjaður að falla?
Menn neyðast til að brjóta odd af oflæti sínu og leita nýrra fanga í kaupstaðnum því ljóst er að ekki er lengur hægt að una við búskaparhætti hjúanna heima á bæ sem brenndu í ógáti fyrningarnar og virðast ekki geta stöðvað fall bústofnsins
Jú við verðum líklega að gera það sama og flest allir hinir bændurnir í sveitinni hafa þegar gert.
![]() |
Vilja hefja aðildarviðræður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.11.2008 kl. 18:16 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Þorgerður veldur vonbrigðum
Viðtalið við Þorgerði olli mér vonbrigðum. Hún talaði ekki mannamál. Hún gat ekki sagt hvort hún vildi inngöngu í ESB og upptöku evru eða ekki. Hún söng sama sönginn sem forystumenn Sjálfstæðisflokksins hafa sungið síðasta áratuginn. Ræðum og skoðum málin sagði hún. Við stuðningsmenn ESB aðildar í Sjálfstæðisflokknum vitum vel hvað þetta þýðir. Þetta þýðir: ég vil ekki með þjóðina inn í ESB og vil ekki upptöku evru. Með öðrum orðum forysta Sjálfstæðisflokksins er í engu að breyta afstöðu sinni í þessu máli.
Ég vil geta kosið borgaralegan hægri flokk sem vill ganga í ESB og taka upp evruna. Ég vill að slíkur valkostur verði í boði þegar kosið verður næst.
![]() |
Tilbúin að endurskoða afstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:27 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Hver má veðsetja þjóðina?
Eftir íslensku bankakreppuna 2006 þegar m.a. Danske Bank spáði gjaldroti íslensku bankana minkuðu verulega möguleikar þeirra á að fjármagna sig með lánum frá öðrum bönkum. Það var með vilja og vitund Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands að íslensku bankarnir hófu að safna innlánum erlendis. Með því að safna þessum innlánum erlendis var um leið verið að veðsetja almenning á Íslandi. Til þess að safna þessum innlánum þurfti samt meira en grænt ljós frá FME og Seðlabanka Íslands. Valdið til að veðsetja þjóðina liggur ekki hjá starfsmönnum þessara stofnanna. Það vald hlýtur að liggja hjá þeim ráðherrum sem stýra þessum stofnunum og ríkisstjórninni.
Heimild til þessara veðsetningar hlýtur að hafa komið frá ráðherrum og ríkisstjórn. Forsætisráðherra og viðskiptaráðherra hljóta að hafa gefið bönkunum sitt samþykki með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi. Ég spyr, höfðu þessir ráðherrar umboð kjósenda til að veðsetja á tveim árum almenning fyrir meira en þúsund milljarða?
Þeir sem bera pólitíska ábyrgð á að hafa aukið skuldir/ábyrgðir ríkisins um þúsund milljarða á tveim árum vegna innlánsreikninga bankanna í útlöndum hljóta að axla sína ábyrgð. Þó ekki væri nema vegna þessara ábyrgða sem nú eru að falla á almenning í landinu þá á ríkisstjórnin að biðjast opinberlega afsökunar á þessum mistökum og boða sem fyrst til kosninga og endurnýja umboð sitt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2008 kl. 01:05 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 25. október 2008
Skiptastjórinn yfir Íslandi skipaður
Peningamálastefna okkar Íslendinga beið endanlegt gjalþrot í gær þegar Geir Haarde forsætisráðherra beygði sig undir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og afsalaði sér þar með valdi sínu sem forsætisráðherra yfir ríkisfjármálum og peningamálum í hendur sjóðsins. Þeir stjórna í raun, ekki Geir. Ísland er gjaldþrota og búið er að skipa skiptastjórann.
Lönd ESB eru ekki með gjaldþrota bankakerfi eins og við. Lönd ESB standa í dag ekki á barmi hengiflugsins og verða að bjarga sér frá þjóðargjaldþroti með því að gerast kennitöluflakkarar eins og við. það birtist frétt í gær vegna vandamála Dana með dönsku krónuna. Fyrirsögn fréttarinnar var eitthvað á þessa leið: Seðlabanki Evrópu mun verja dönsku krónuna fram í rauðan dauðann. Íslendingar eiga sér engan slíkan bakhjarl. Við völdum fyrir mörgum árum að fara aðra leið en Danir. Við erum ekki í ESB. Leiðin sem við völdum er í dag að kosta margann sinn ævisparnað. Sú leið sem við völdum er að sýna sig að vera þú versta sem hægt var að fara.
Í vestri eru BNA. Samfélag sem gengur út á að þar er þegnunum misskipt eftir efnahag. Þar gengur allt út á peninga og peningar skipa einstaklingunum í stéttir. Misskiptingin er svo mikil og hatrið milli þjóðfélagshópa að efnameiri hluti samfélagsins telur sig verða að ganga um vopnaður. Fellibylurinn Katrín sem gekk yfir Louisiana fyrir nokkru sýndi okkur úr hverju þetta samfélag er. Um leið og lögreglan gat ekki haldið upp lögum og reglum með vopnavaldi réðst fátækasta fólk samfélagsins inn í ríkari hluta borgarinnar, rændi þar, nauðgaði og drap. Þeir skutu á björgunarþyrlurnar til að flæma þær frá ríkustu hverfum borgarinnar meðan þeir athöfnuðu sig.
Í BNA vill engin Íslendingur búa sem er fatlaður eða þjáist af erfiðum sjúkdómum. Þegar ráðamenn í BNA, Bush stjórnin, réðst loks í það átak að byggja yfir fátæklingana sem fylla öll tjaldsvæði landsins búandi í hjólhýsum þá leystu þeir það með því að láta hjólhýsafólkið kaupa sér hús eða íbúðir. Það keypti íbúðirnar og skrifaði undir skuldabréf sem hvíldu þá á eigninni. Allir sem að gjörningnum komu vissu að fólkið sem skrifaði undir gat ekki borgað af bréfunum. Því voru skuldabréfin höfð þannig að ekkert átti að greiða af lánunum fyrstu 5 árin. Þessi skuldabréf seldu síðan helstu fjármálastofnanir landsins út um allan heim sem góð og gild fasteignaveðbréf.
BNA ætlaðist hreinlega til þess að umheimurinn borgaði húsnæðið yfir hjólhýsafólkið þeirra. Ég held að öllum sé orðið það ljóst að það voru samantekið ráð að hvorki yfirvöld í BNA né hjólhýsafólkið ætlaði að borga þessi lán. Yfirvöld ætluðu ekki að búa til félagslegt kerfi til að byggja yfir sitt fátækasta fólk eins og allar aðrar þjóðir heims hafa gert. Nei, ekki BNA. Þeir fundu leið til að láta umheiminn borga. Þeim sást því miður ekki fyrir afleiðingarnar. Fjármálakreppu sem breiddist um allan heim þegar allt traust á öllum fasteignaveðbréfum frá BNA hvarf. Nei, BNA og þjóðfélagsgerðin þar er ekki fyrir okkur Íslendinga.
Í austri eru margar þjóðir sem tala mörgum tungum. í Evrópu er uppspretta vestrænnar menningar. Í Evrópu búa þjóðirnar sem gáfu okkur lýðræðið, færðu okkur fullveldið og hafa leyft okkar að vera sjálfstæð þjóð frá 1944. í Evrópu hefur verið barist í 8.000 ár. Þar búa sjálfstæðar þjóðir sem hafa varið sjálfstæði sitt og tilveru með kjafti og klóm í 8.000 ár. Haldi einhver að það eigi að vera lognmolla á fundum þar sem þessar þjóðir ráða ráðum sínum þá er það misskilningur. Það er einnig rangt að ætlast til þess að ekki verði árekstrar þeirra á milli þegar þær semja sín á milli um sín hagsmunamál. Auðvita er tekist á á vettvangi ESB. Það er einn aðal tilgangur sambandsins að ríkin leysi sín mál á þeim vettvangi og með þeim lagaramma og því regluverki sem þau sjálf hafa sett sér. Menn eiga ekki að sjá ofsjónum yfir því skrifræði sem fylgir þessu samstarfi. Skrifræðið er verkfærið sem fær þetta samstarf til að virka. Ef óánægja er með eitthvað í því regluverki þá er bara að breyta því.Evrópa byggir á allt öðrum grunni er BNA. Í Evrópu er félagslegt réttlæti í hávegum haft. Evrópskir hægrimenn ásamt jafnaðarmönnum hafa mótað þetta samfélag í yfir þrjú hundruð ár. Þar er vagga okkar lýðræðis og fullveldis. Með inngöngu í ESB og upptöku evru munum við styrkja fullveldi og sjálfstæði Íslands. Með inngöngu í ESB getum við verið áfram sjálfstæð þjóð hér yst í norður Atlantshafinu. Sjálfstæð þjóð sem mun þá verða metin sem jafningi meðal annarra sjálfstæðra þjóða Evrópu. Blóm meðal blóma í þeirri fjölbreyttu flóru blóma sem byggja og hafa byggt Evrópu frá lokum síðustu ísaldar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 20. október 2008
ESB aðild, já takk.
Með inngöngu í ESB þá fengjum við þann aga í stjórn peninga- og efnahagsmála sem hér hefur skort um áratuga skeið. Með inngöngu í ESB og upptöku evru skapast hér sá stöðuleiki sem atvinnulífið og nú einnig samtök launafólks hrópa á. Það verður þá Seðlabanki Evrópu og Fjármálaeftirlit Evrópu sem munu tryggja hér fjárhagslegan stöðugleika á komandi árum.
Ljóst er að hefðum við verið í ESB hefðu bankarnir okkar ekki orðið gjaldþrota. Kostnaður okkar íslendinga að standa utan ESB og halda hér úti sjálfstæðum gjaldeyrir er slíkur að eftir stendur þjóðin nánast gjaldþrota. Er ekki mál að linni? Göngum í ESB, tökum upp evruna og byrjum hér nýtt líf, fátæk, skuldug þjóð en nú með styrkar stoðir sem hluti af öflugasta hagkerfi heims.
![]() |
Ítrekar að Ísland fengi hraðferð inn í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. október 2008
Endurreisnin hafin
Það er gleðiefni að það skuli loks vera komin skriður á þessi mál. Endurreisn íslensks efnahagslífs er hafin og ánægjulegt að það skuli gert í samstarfi við vinaþjóðir okkar hér á norðurlöndunum og Japani. Við erum ekki búin að sjá öll skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en vonandi verða þau ekki mjög íþyngjandi.
![]() |
Óska eftir 6 milljörðum dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 17. október 2008
Össur flottur
Ég er sammála Össuri, það á að senda Bretum skýr skilaboð, engar breskar hersveitir hingað. Eins á að tilkynna í fjölmiðlum að verið sé að íhuga að kalla sendiherrann heim frá London meðan málaferlin eru í gangi.
Við eigum að hefja okkar gagnárás á þá. Hvoru tveggja skapar okkur miklu betri samningsgrundvöll.
![]() |
Vill ekki Bretana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 15. október 2008
Rétt ef Ísland væri eins og Danmörk
Ég efast ekki um að mat Lars Christensen er rétt ef Ísland væri eins og Danmörk. Við erum hins vegar ekki eins og Danir. Munurinn er að við getum ráðist að vandmálum með áhlaupi. Nú þarf slíkt áhlaup. Við þurfum að taka á gengis- og bankahruninu með áhlaupi. Gerum við það ekki mun spá Lars Christensen ganga eftir.
Það sem þarf að gera er að ríkisstjórnin þarf að tilkynna strax að á Íslandi er skollin á vertíð og að nú sem aldrei fyrr sé þörf fyrir allar vinnandi hendur.
Ég vil sjá alþingi taka á þessu máli eins og þegar neyðarlögin um bankana voru samþykkt og þingið samþykki ný neyðarlög. Í þessum nýju neyðarlögum verði eftirfarandi samþykkt:
· Nýju bankarnir koma með birtu, yl og súrefni inn á markaðinn og tryggt verið að þeir muni halda hjólum atvinnulífsins gangandi.
· Bankarnir lána 80% lán til kaupa á íbúðarhúsnæði.
· Samþykkt verði 20% aukning í fiskveiðum.
· Landsvirkjun byrji á virkjunum í neðri hluta Þjórsá fyrir áramót,
· Samþykkt verði stækkun og flýting á framkvæmdum í Helguvík,
· Samþykkt verði olíuhreinsistöð í Kvestu.
· Flýtt verði framkvæmdum við álveri á Húsavík.
· Greidd verði leið allra þeirra sem áhuga hafa á að koma hingað og setja upp starfsemi sem skapar gjaldeyri.
Það verður að gefa þjóðinni tækifæri á að vinna sig út þess og þá á ég við í alvörunni að vinna sig út úr þessu.
Ég skora á stjórnvöld að koma með einhver slík útspil. Þjóðin þarf á framtíðarsýn að halda og þarf að vita hvað er framundan. Ætla menn að velja dönsku leiðin eða taka íslenska slaginn og kalla menn til vinnu í vertíðinni framundan?
![]() |
Spáir 75% verðbólgu á næstunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 15. október 2008
Vextina niður í 7% strax.
Það hefur verið ótrúlegt að fylgjast með endalausum vaxtahækkunum Selabankans undanfarin ár. Vaxtahækkanir Seðlabankans hættu að bíta þegar stýrivextir fóru yfir 7%. Eftir það fóru allir sem það gátu yfir í erlendu lánin. Þessir ótrúlegu stýrivextir Seðlabankans hreint og klárt ýttu fyrirtækjum og einstaklingum yfir í erlendu lánin.
Í skjóli Seðlabankans og með þessa háu vexti að vopni hafa eigendur bankana blóðmjólkað almenning og fyrirtækin í landinu. Með þessu vaxtaokri og gróðanum sem því fylgdi voru stærstu eigendur þeirra langt komnir með að kaupa upp öll bestu fyrirtækin og lönd og lóðir á Íslandi. Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið hafa staðið hjá allan tímann og horft á með velþóknun.
Nær hefði verið hér á sínum tíma að setja lög um eignarhald á bönkum og banna stórum eigendum bankanna að eiga í fyrirtækjum á almennum markaði og að hámarks arður á eigið fé í bankastarfsemi fari ekki yfir 15%. Það er breyta lögum til samræmis við það sem er í löndunum í kring.
Þá er það hreint ótrúlegt að Seðlabankinn skuli ekki liggja með neinn gjaldeyrisforða. Staðan er búin að vera þannig að ferðamenn hafa ekki einu sinni getað keypt gjaldeyri! Er það ekki skýrt hlutverk Seðlabankans að hafa alltaf nægar birgðir af gjaldeyrir í landinu? Er allt í ólestri í þessum banka?
![]() |
Stýrivextir lækkaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:02 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 10. október 2008
Bjargráðaáætlun og uppbygging með neyðarlögum.
Það sem mér finnst bráðvanta nú er Bjargráðaáætlun þar sem tilgreint er hvað sé framundan? Áætlunin þarf að vera í nokkrum áföngum og hana þarf að kynna eins fljótt og auðið er fyrir þjóðinni.
Mjög mikilvægt að er að upplýsa með hvaða hætti nýju ríkisbankarnir ætla að sinna fyrirtækjunum í landinu. Skýr skilaboð verða að koma um það fyrir næstu mánaðarmót ef ekki á að ríða hér yfir holskefla uppsagna. Hvaða fyrirgreiðsla verður í boði hjá bönkunum? Það frost sem verið hefur á fjármálamarkaði hér innanlands heldur það áfram eða munu nýju bankarnir koma með birtu, il og súrefni inn á markaðinn og halda hjólum atvinnulífsins gangandi? Munu bankarnir lána 80% lán til kaupa á íbúðarhúsnæði eða verður bara í boði núverandi lánafyrirgreiðsla frá Íbúðalánasjóði? Verður gert sérstakt átak til gjaldeyrisöflunar.
Síðast en ekki síst þarf að upplýsa hvað leið stjórnin ætlar að fara í gengismálum. Á að keyra áfram á flotgengisstefnunni, á að fara yfir í fastgengisstefnuna, á að taka upp evru? það verða að koma svör við þessu mjög fljótlega.
Ég vil sjá forystumen ríkisstjórnarinnar fara að tala um þess mál. Ég vil og ég bara heimta að þessari umræðu áfalls, depurðar og sorgar verði snúið við og hún fari að fjalla um uppbyggingu, framkvæmdir og gjaldeyrisöflun. Ég vil að alþingi verði kallað saman eins og þegar neyðarlögin um bankana voru samþykkt og þingið samþykki ný neyðarlög. Í þessum nýju neyðarlögum verði samþykkt 20% aukning í fiskveiðum, að Landsvirkjun byrji á virkjunum í neðri hluta Þjórsá fyrir áramót, samþykkt verði stækkun og flýting á framkvæmdum í Helguvík, samþykkt verði olíuhreinsistöð í Kvestu og engar frekari hindranir verði settar fyrir álveri á Húsavík. Greidd verði leið allra þeirra sem áhuga hafa á að koma hingað og setja upp starfsemi sem skapar gjaldeyri.
Þegar svona áfall ríður yfir þá þarf að fá þjóðinni í hendur fullt fang af verkefnum þannig að allir sjá að hér verður nóg að gera á næstu árum og allir sjá að við munum vinna okkur út úr þessu hratt og örugglega. Svefnlyf eru uppseld í landinu. Með slíkri Bjargráðaráætlun og neyðarlögum þá fyllist þjóðin bjartsýni og engin þörf verður á svefnlyfjum. Það verður að gefa þjóðinni tækifæri á að vinna sig út þess og þá á ég við í alvörunni að vinna sig út úr þessu. Ég hefði viljað að slík Bjargráðaráætlun yrði kynnt þjóðinni í næstu viku, það verður að létta þessum drunga sem hér hvílir yfir öllu.
Nú á að tilkynna að hér sé skollin á vertíð og þörf sé fyrir allar vinnandi hendur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 7. október 2008
Sólin kom upp í austri í morgun
![]() |
Seðlabankinn fær lán frá Rússlandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 6. október 2008
Nýjir Útvegs-, Búnaðar- og Landsbanki stofnaðir?
Ég er einn af þeim sem enn situr og bíður eftir að eitthvað gerist og eitthvað fréttist. Jú, jú það er verið að breyta lögum en það er verið að því alla daga meðan þing stendur þannig að það eru ekki fréttir fyrir mér. Á okkur almenning er enn verið að beita Sveppa aðferðinni. Það hljóta að vera góðar og gildar ástæður fyrir því. Væntanlega vilja stjórnvöld ekki láta fréttast til hvers á að nota lögin sem nú er verið að samþykkja. Hugsanlega er líka verið að beita Sveppa aðferðinni á þingmenn sem annars myndu leggjast gegn lagabreytingunni, vissu þeir afleiðingarnar. Fyrir þá sem ekki vita er Sveppa aðferðin mikið notuð og vinsæl aðferð við stjórnun og auðvita við ræktun sveppa. Hún er einföld: Keep them in darkness and feed them with horse shit.
Án þess að ég viti neitt um áform stjórnarinnar þá er mín tilgáta sú að það verða stofnuð þrjú ný hlutafélög og búnir til þrír nýir bankar. Þessir bankar taka yfir innlenda starfsemi stóru bankanna þriggja og verða þeir allir í eigu ríkisins. Þessir þrír ríkisbankar kaupa útibúanet bankanna hér heima og taka yfir innlenda starfsemi þeirra fyrir sanngjarna upphæð. Ríkið rekur þessa banka í eitt til þrjú ár eða þar til um hægist og selur þá síðan. Við hverfum þannig tímabundið tíu ár aftur í tímann í bankamálum. Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing og erlend starfsemi þeirra verða síðan að bjarga sér sjálf án frekari íhlutunar íslenska ríkisins.Þetta sýnis mér eigi að gera. Ég er með tilgátu um hvað þessir nýju bankar ættu að heita. Íslenski hluti Glitnis ætti að heita Íslandsbanki eins og hann hét hér til skamms tíma. Íslenski hluti Landsbankanns ætti að heita Landsbanki Íslands. Eina sem ég er ekki með nafnið á er hvað íslenski hluti Kaupþings ætti að heita. Enda er ekki líklegt að Kaupþing lendi í slíkri uppstokkun eins og málin standa í dag. Sjálfsagt er samt skynsamlegt fyrir bankann og eigendur hans að stofna einnig sérstakt hlutafélag um íslenska hluta starfseminnar og dreifa þannig áhættunni.
![]() |
Verður að lögum í kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.10.2008 kl. 11:53 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 3. október 2008
Vandi Sjálfstæðisflokksins
Meðan þjóðin er klofin í tvær ámóta fylkingar í aftöðu sinni í stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar, afstöðunnar til Evrópusambandsins og upptöku Evru, þá er þingflokkur Sjálfstæðisflokksins það ekki. Það er mjög einkennilegt að þessi fjölmenni þingflokkur skuli ekki endurspegla afstöðu þjóðarinnar í málinu. Ég vildi óska að í þingflokknum væri bara einn sem talaði fyrir upptöku evru og inngöngu í sambandið. Það gerði flokkinn svo mikið trúverðugri. Það er hreint ótrúlegt að þetta skuli geta hafa gerst þegar meirihluti kjósenda flokksins vill Evrópusambandsaðild. Eins einkennilega og það hljómar þá er eins og ósýnileg hönd hafi stýrt og stjórnað vali á þingmönnum flokksins síðustu áratugi því eingöngu hafa valist til starfans andstæðingar Evrópusambandsins.
Nú er ég harður fylgismaður þess að Íslandi gangi inn í Evrópusambandið og tekin verði upp Evra. Því fyrr, því betra. Eins og staða mála á Íslandi er í dag þá er þetta mál málanna. Kjósi ég Sjálfstæðisflokkinn í mínu kjördæmi, eins og ég hef alltaf gert, þá er ég jafnframt að gefa varaformanni Heimsýnar, Sigurði Kára, atkvæði mitt. Illugi Gunnarsson situr einnig í stjórn Heimsýnar. Ef ég kýs Sjálfstæðisflokkinn þá er ég að kjósa gegn aðild að Evrópusambandinu. Ég vil ekki kjósa gegn aðild að Evrópusambandinu. Ég vil ekki kjósa varaformann Heimsýnar á þing fyrir mig.
Það verða þung skref að kjósa Sjálfstæðisflokkinn í dag þar sem ekki einn einasti þingmaður flokksins styður inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru. Þar fyrir utan bætist það forustuleysi í efnahagsmálum sem þjóðin horfir nú uppá þar sem embættismenn virðast stjórna för.
Verði engin breyting á næstu misserum þá vil ég sjá annan valkost fyrir næstu þingkosningar. Ég vil geta kosið hægri flokk sem vill inngöngu í Evrópusambandið.
![]() |
Íhuguðu að slíta stjórnarsamstarfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 2. október 2008
Öll stóriðjuáform í uppnámi?
Áhrif fjármálakreppunnar og ofan í hana 50% gengisfelling er alltaf að koma betur og betur í ljós. Er staðan orðin sú að öll stóriðjuáformin eru komin í uppnám? Fær Orkuveitan lán fyrir þeim virkjanaframkvæmdum sem framundan eru hjá fyrirtækinu? Er einhver banki í stakk búinn til að lána þeim í dag? Ef banki eins og Glitnir fær ekki lán og ef Seðlabankinn getur ekki útvegað sér lánsfé nema með 6% Íslandsálagi fær þá Orkuveitan lán eða Landsvirkjun og hvaða vextir verða þá á þeim lánum? Ef lán fást er hagkvæmni framkvæmdarinnar horfin með slíkum vaxtakjörum?
Er hætta á því í dag að einhverjum eða öllum stóriðjuáformum verði frestað um hálft ár, ár eða lengur vegna fjármálakreppunnar og Íslandsálagsins á lánin. Hún ætlar að verða okkur dýr, krónan, ef hún mun kosta okkur þá stóriðjuuppbyggingu sem var í hendi. Eru menn tilbúnir til að fórna öllu fyrir það að vera hér með sjálfstæðan gjaldeyrir?
![]() |
Orkuveitan í kröppum dansi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. október 2008
Neyðarástand á Íslandi?
Írska þingið var að samþykkja neyðarlög sem gera ráð fyrir því að írska ríkið ábyrgist bæði innistæður í írskum bönkum og skuldbindingar þeirra. Seðlabankar allra landa eru að dæla út fé til viðskiptabanka sinna til að halda rekstri þeirra og viðskiptavina þeirra gangandi. Óheyrilegir fjármunir hafa verið lánaðir í þeim tilgangi. Bandaríkjamenn eru í dag að fara að samþykkja neyðarlög sem eru þannig á skjön við grundvallar hugmyndir þeirra síðustu 200 ára að Bandaríki Norður Ameríku verða aldrei söm eftir.
Efnahagskreppan sem geisar erlendis margfaldast hér upp með 50% gengisfalli krónunnar, falli sem enginn sér fyrir endann á. Með þessari gríðarlegu gengisfellingu krónunnar ofaní erlendu fjármálakreppuna þá fullyrði ég að ástand mála er hvað allra verst hér á landi.
Til viðbótar þessari alvarlegu stöðu þá er annar af tveimur leiðtogum ríkistjórnarinnar úr leik í bili. Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa leitt þetta stjórnarsamstarf farsællega. Brotthvarf annars þeirra nú veikir ríkisstjórnina, veikir samstarf flokkanna og veikir Samfylkinguna sem nú er formannslaus. Hefur ríkisstjórnin burði til að takast á við aðsteðjandi vanda með formann annars ríkisstjórnarflokksins úr leik? Aðgerð eins og neyðarlögin í Írlandi og í Bandaríkjunum, væru slíkar aðgerðir mögulegar hér á landi eins og pólitíska staðan er?
Hvað eru íslensk stjórnvöld að gera, eru þau að undirbúa neyðarlög? Hvernig ætla þau að rétta skútuna af, hvernig ætla þau að minnka það tjón sem orðið er og afstýra því mikla tjóni blasir við að verði?
Í mínum huga er alveg ljóst hvað á að gera. Ég tel að grípa verði tafarlaust inn í með neyðarráðstöfunum sem felast í því að taka á upp fastgengisstefnu og festa á gengið til næstu ára í einhverri eðlilegri tölu. Í framhaldi á að tilkynna að innan fjögurra ára sé stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru. Þá verði búið að uppfylla skilyrðin um inngöngu í myntbandalagið. Látum síðan kjósa um aðildina þegar samningur liggur fyrir og þegar allt er orðið rólegt og eðlilegt aftur. Þjóðin ræður þá hvort hún vill inn eða ekki.
![]() |
Írska þingið samþykkir neyðarlög um bankakerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 1. október 2008
Kostnaður við krónuna óbærilegur
Núverandi fyrirkomulag gengismála er algjörlega óviðunandi. Alþjóðlega fjármálakreppan magnast upp og marfaldast hér á landi með því að við þurfum líka að glíma við 50% fall krónunnar. Fé okkar, fasteignir og kaupmáttur brenna upp með hruni krónunnar. Eignir okkar standa í björtu báli. Veð banka í fasteignum hér á landi rýrna gríðarlega. Kostnaður okkar af því að reka þennan sjálfstæða gjaldmiðil okkar er farinn að kosta okkur allt allt of mikið. Fyrirséð er áframhaldandi fall hennar. Ástandið á bara eftir að versna.
Það er bara ein leið út úr þessu. Fyrsta verk þingsins á að vera að breyta lögum um Seðlabankann og hætta með þetta fljótandi gengi og þessi verðbólgumarkmið. Taka á upp fastgengisstefnu og festa á gengið til næstu ára í einhverri eðlilegri tölu. Í framhaldi á að tilkynna að innan fjögurra ára sé stefnt að inngöngu í Evrópusambandið og upptöku Evru. Þá verði búið að uppfylla skilyrðin um inngöngu í myntbandalagið. Þetta á að vera verkefni þingsins þessa fyrstu viku þess. Þetta hvorutveggja á að klára fyrir helgi. Látum síðan kjósa um aðildina þegar samningur liggur fyrir og þegar allt er orðið rólegt og eðlilegt aftur. Þjóðin ræður þá hvort hún vill inn eða ekki.
Það verður að stöðva þetta hrun krónunnar og það verður ekki gert nema inngripi eins og þessu.
![]() |
Krónan á enn eftir að veikjast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 29. september 2008
Mörg glæsilegustu fyrirtæki Íslendinga og Dana undir
Fall Glitnis er mikið áfall. Greiðslustöðvun Stoða hf. er ekki minna áfall. Jón Ásgeir lagði nýverið inn í FL Group miklar eignir og breytti nafni FL Group í Stoðir hf. Stoðir hf. eiga aftur í nokkrum af stærstu fyrirtækjum Danmerkur, þar á meðal í einu stærsta fasteignafélagi Danmerkur, Landic Properties. Í eignasafni Stoða hf. er m.a. Baugur og öll helstu flaggskip þeirra Bónusfeðga.
Með þessari beiðni um greiðslustöðvun er í raun forræði yfir Stoðum hf. og þar með þessum félögum komið í hendur manns sem Héraðsdómur Reykjavíkur skipar. Nái eigendur Stoða ehf. ekki að vinna vel úr sínum málum á þeim tíma sem þeim er nú gefinn með greiðslustöðvuninni þá fara Stoðir hf. í gjaldþrot.
Eftir sex ára baráttu þeirra feðga við íslenska réttarkerfið sem þeir komast frá með sýknudómum í 99% tilfella, endar þá barátta þeirra við íslensk yfirvöld með því að Seðlabankinn og ríkið kaupa 75% af hlutafé Glitnis á gengi sem er langt undir eðlilegu virði bankans og hirða þar með til sín eitt glæsilegasta félagið í eigu þeirra feðga. Með Glitnir fallin þá hlýtur að hrikta víða í Stoðum. Riðar veldi þeirra feðga? Ég vona að svo sé ekki. Ég óska þeim og þeirra meðeigendum alls hins besta og vona að þeim takist að takmarka tjónið sem mest af falli Glitnis.
![]() |
Danir hafa áhyggjur af Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:51 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 29. september 2008
Góður banki í ríkishendur
Við sem höfum átt viðskipti við Glitni banka á síðustu árum og kynnst því góða fólki sem þar vinnur og þeim faglegu vinnubrögðum sem þar voru og hafa verið viðhöfð er brugðið við að bankinn sé nú kominn í hendur ríkisins. Ekki þekki ég hver hinn ófyrirséði angi hinnar alþjóðlegu fjármálakreppu það var sem felldi bankinn. Hitt þykist ég þó vita að ef Glitnir banki er í þessari stöðu að þurfa ríkisaðstoð þá riða allir bankar landsins.
Það er mikið áhyggjuefni ef stjórn Glitnis fyllist nú af fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Staðan verður þá eins og á árum áður, það verða pólitísk en ekki fagleg sjónarmið sem ráða í framtíðinni för í lánveitingum bankans. Vald peninganna færist með þessu aftur yfir til stjórnmálamannanna. Það verða þeir sem ráða því hverjir fá fyrirgreiðslu og hverjir ekki. Það verða þeir sem ráða því hvaða fyrirtæki lifa og hver ekki.
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 26. september 2008
Martröð í Kaupmannahöfn
Var í Kaupannahöfn í nokkra daga í vikunni. Verðlagið þar er orðið ævintýralegt. Kippa af bjór í matvöruverslunum er jafn dýr og sumstaðar dýrari en kippa af bjór í Ríkinu hér heima. Vandfundinn er sá veitingastaður sem selur hálfs lítra bjór undir þúsund krónum íslenskum. Verð á mat og fatnaði er í sama dúr. Það setur að mér hroll að hugsa til þess að þessa dagana eru íslenskir kaupmenn að kaupa inn fyrir jólin og eru að senda jólavarninginn heim. Maður svitnar við að hugsa til verðhækkananna framundan hér heima.
Undanfarin ár hefur danska krónan verið að rokka á milli 10 og 12 krónur íslenskar. Nú er hún komin yfir 18 krónur. Við íslendingar erum í sama pakkanum og allir aðrir hvað varðar lækkun á verði hlutabréfa og fasteigna. Til viðbótar bætist ofaná almenning hér heima gríðarlegt gengisfalla íslensku krónunnar sem gerir ástandið nöturlegt. Kaupmáttur okkar er að engu orðinn á erlendri grundu. Okkar launalægsta fólki erum við að greiða um 900 íslenskar krónur á tímann. Lægstu laun sem Danir greiða sínu fólki eru í dag rúmar 1.800 íslenskar krónur á tímann. Launamunur milli Íslands og Danmerkur milli þessara hópa er aftur orðin tvöfaldur eins og hann var lengst af á síðustu öld.
Eignir okkar íslendinga standa í björtu báli, kaupmátturinn fuðrar upp á fórnaraltari íslensku krónunnar. Sú staða sem við Íslendingar eru í þessa dagana er óþolandi og ólíðandi. Eina leiðin til að koma í veg fyrir að svona geti gerst nokkurntíma aftur er að ganga í Evrópusambandið og taka upp Evruna. Það eigum við að gera, þangað eigum við að stefna.