Draumalandið eins og framhald af Kaupþings - hvatningar - myndinni.

Myndin Draumalandið sem sýnd var í sjónvarpinu í gærkvöldi var fyrir mér sundurlaus sýning á fallegum landslagsmyndum og viðtölum án samhengis. Myndin var án markmiðs og án niðurstöðu.

IMG_0049Strax eftir myndina hélt ég mig skilja að myndin væri gerð sem persónuleg árás á þennan fyrrverandi bæjarstjóra.

Ég trúi því samt ekki að menn fari að gera heila mynd í þeim tilgangi.

Eini maðurinn í myndinni sem mér fannst trúverðugur af þeim sem rætt var við var gamli Orkumálastjórinn en samt skildi ég ekki hvað hann var að gera þarna því hann sló með rökum sínum öll önnur sjónarmið sem þarna komu fram út af borðinu.

Vel má vera að þessi mynd hefði fangað hugi einhverra og gamli Orkumálastjórinn hefði virkað hlægilegur ef myndin hefði verið sýnd á árinu 2007 þegar búið var að ljúga því að þjóðinni að við værum ríkasta þjóð í heimi og falsa gengisskráninguna þannig að stór hluti þjóðarinnar trúði þessari lygi og hélt að enginn á Íslandi þyrfti að vinna framar því við ætluðum að lifa í vellystingum á bönkum og fjármálagróða.

Þeir dagar eru löngu liðnir, er það ekki?

Sá rósrauði draumur er löngu horfinn og Íslenskur raunveruleiki þar sem þörf er á hverri vinnandi hönd er tekinn við, er það ekki?

Ég var að sjá myndina í fyrsta sinn og hafði hlakkað til að sjá hana. Ég varð fyrir vonbrigðum.

Í mínum huga er þessi mynd hluti af þeim brenglaða veruleika sem þjóðin bjó við árið 2007. Í mínum huga er þessi mynd minnisvarði um þá veruleikafyrringu sem heltók þjóðina þegar hún fór að trúa því að hún væri ríkasta þjóð í heimi sem byggi í fallegasta landi í heimi og hér byggi gáfaðasta, fallegasta og sterkasta þjóð heims. Sem slík á myndin rétt á sér.

Þessi mynd er í sama flokki og virkaði á mig eins og framhald af Kaupþings-hvatningar-myndinni sem sýnd var starfsmönnum Kaupþings hér á sínum tíma.

Við erum frábær og landið ægifagurt en við skulum samt halda okkur niðri á jörðinni. 

Mynd: Göngustígurinn upp Esju á vetrarsólstöðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Vá.  Ég dreg einmitt þveröfugar álýktanir við nánast hvern einasti punkt sem þú tekur upp.  Áhugavert !

( Og ég veit að ansi margir mundu upplífa þessu alveg eins og ég ... ) 

Morten Lange, 8.3.2010 kl. 14:23

2 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Myndin er einstaklega vel gerð og nær að kryfja hina brjálæðislegu herferð gegn hálendinu.

Andrés Kristjánsson, 8.3.2010 kl. 14:46

3 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég er alveg sammála greinarhöfundi. Þessi mynd er vel gerð áróðursmynd og mér finnst samlíkingin við Kaupþingshvatningarmyndbandið akkúrat hitta í mark. Ég fór á hana í bíó og mér varð um og ó hvað sérstaklega unga fólkið varð heilaþvegið og ógagnrýnið. Ég vil engan vegin álver í hvern fjörð en álver er bara verksmiðja sem hefur fullt af hátt launuðum atvinnutækifærum fyrir menntaða og ómenntaða. Ál er í eðli sínu ekkert vont og margir góðir hlutir skapaðir úr því. Engin virkjun á Íslandi er óafturkræf og við þurfum að nýta orkuna. Nú þarf að ákveða hvaða svæði við ætlum að varðveita og halda okkur við það. Virkja hin á smekklegan hátt með virðingu við náttúruna eins og hægt er. Við getum ekki geymt hvert einasta frímerki á landinu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 8.3.2010 kl. 17:26

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þessi mynd er mikið meistaraverk. Hún er áróður og henni er ætlað að vera það. Fram kom svo átakanleg mynd af græðgi, heimsku, undirlægjuhætti gagnvart "Útlendum auðjöfrum og tignarmönnum" sem voru búnir að vefja íslenskum stjórnvöldum um fingur sér og orðnir Frelsarar Íslands. Merkilegar gróðurvinjar, lífríki hálendis Íslands þar sem Kringilsárrani og svæðið umhverfis var eitt af best geymdu undrum íslenskrar náttúru. Síðan "þessi skrínlagða heimska og skrautklædda smán" þar sem blessuð börnin voru höfð í forgrunni myndar syngjandi ættjararsöngva og með íslenska fánann til að kóróna þá stund þegar erlent fyrirtæki heimsfrægt fyrir sóðaskap niðurlægði íslenska þjóð og gerði hana sér undirgefna.

Ósköp held ég að það verði skelfileg stund fyrir börn þessara Íslendinga horfa á myndina eftir þrjátíu ár.

Árni Gunnarsson, 8.3.2010 kl. 17:32

5 identicon

Fólk sér það sem það vill sjá. Fólk með snefil að siðgæði ofbýður hvernig stjórnmálamenn selja sálu sína,fólk með siðblindu sér ekkert .Fyrir því er svona mynd álíka innihaldsrík og veggur sem málning er að þorna á.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2010 kl. 19:16

6 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæl Ragna

Auðvita er það rétt hjá þér, fólk sér það sem það vill sjá. Ég sé þessa mynd með mínum augum. Þú með þínum.

Af því að ég sé þessa mynd ekki sömu augum og þú og með því að lesa þessar fáu línur sem ég skrifa hér þá dæmir þú mig siðblindan.

Umburðarlindi þitt í þessu máli er lítið.

Áður en þú dæmir með þessum hætti lestu fyrst bloggið mitt. Þú gætir byrjað á að lesa þessar greinar hér.

Ákærum þá fyrir landráð vegna Icesave

Ákærum fyrir landráð

Ef þú lest þessar greinar en hefur svo ekki  samband við mig og skráir þig ekki í hóp okkar um 200 manna og kvenna sem krefjast þessa að þeir sem bera ábyrgð á Icesave málinu verði dregnir fyrir dómstóla eða Landsdóm, þá skalt þú vera í framtíðinni gætin í orðavali þar sem þú drepur niður fæti í umræðum í þeim stóra heim sem veraldarvefurinn er.

Ekki dæma alla menn og öll málefni út frá þröngum skoðunum þínum í umhverfismálum.

Það breytir því ekki að mér fannst myndin léleg og þetta atriði um gamla bæjarstjórann fannst mér lágkúrulegt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.3.2010 kl. 23:56

7 identicon

Kæri Friðrik.Ég dæmi þig ekkert siðblindan.Þú gerir það greinilega sjálfur. Ég er ekki umhverfisverndarsinni,ég er ekki bundin neinum stjórnmálaflokki,ég trúi meira segja því að það sé til gott fólk í öllum flokkum sem vill landinu okkar vel.Reyndar les ég síðuna þína afskaplega oft og finnst þú koma vel frá því að vera hlutlaus á margan hátt. Það sem ég á við siðblinduna er sá ótrúlegi eiginleiki margra að geta ekki rýnt í mistök sín,beðið afsökunar á gjörðum sínum og sýna auðmýkt. Ég hlýt að eiga rétt á mínum skoðunum eins og þú og ekki hef ég verið að nafngreina fólk hér. Það er líklega rétt sem Óli Tynes blaðamaður sagði í þætti Hemma Gunn þar sem hann sagði að blogg væri  verk Satans. Ég telst líklega til þess hóps og svo verður þá að vera. Greinilega er bara fámennur hopur manna og kvenna hér á landi sem má segja það sem það vill opinberlega. Ég tek það fram enn og aftur að orð mín gagnvart siðblindu var ekki beint gegn þér persónulega. Kveðja.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 11:45

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Það er afara auðvelt að samsama vianlista þinn og skoðanir í þessu máli, að kalla þessa mynd lélega er frekar tæpt, þó vissulega hefði mátt hlífa hreindýrunum við gerð hennar að mínu mati....en sérðu ekkert við það að bæjarstjórinn roðni í viðtali þegar hann er orðinn verkefnastjóri hjá Alcóa? Finnstþér það ekki einu sinni fyndið?

Og hvað með setningu einsog "We are bending all the rules for this one!" frá fyrrv ráðherra, landsvirkjunarforstjóra og núverandi stjórnarformanns íslandsbanka, þér finnst þetta eðlilegt fólk? Og fólk sem setur álpappír í hárið á börnunum sínum?

Og rúmlega 100 illa byggðar íbúðir sem annara Guðmundur Bjarnason hefur neyðst til að takak tilbaka hjá íbúðarlánasjóði sem enginn vill og ætlar að búa í en verktakinn hefur stungið fénu í vasann.

Ég veit ekki hvaða gruindvöll þú notar til að dæma mynd unna af okkar vesta fagfólki lélega og hvaða tilfinningasemi er þetta gagnvart Guðmundi, hann sagði þessa hluti sjálfur og gerði allt sem hann gerði sjálfviljugur, það á nú að þola dagsljósið er það ekki?

Einhver Ágúst, 9.3.2010 kl. 13:44

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Ágúst

Rétt hjá þér, allt þetta á að þola dagsljósið.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.3.2010 kl. 15:44

10 Smámynd: Einhver Ágúst

Hahahaha, það koma að því að þessar innsláttarvillur mínar komu mér í koll, "vestu" átti að sjálfsögðu að vera bestu....

Einhver Ágúst, 10.3.2010 kl. 09:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband