Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Böðlar bankana blóðugir upp að öxlum, brosandi út að eyrum og Alþingi lítur undan.
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar "beina þeim tilmælum" til banka að þeir mildi innheimtuaðgerðir.
Fréttir berast hins vegar um samfélagið að þar sé í engu slakað á. Þvert á móti eru bankarnir að herða tökin. Þeir eru sem aldrei fyrr að hirða af fólki fasteignir og fyrirtæki. Þeir virðast láta sig það litlu varða hvað stjórnmálamennirnir eru að segja.
Þeir nota tækifærið nú til hins ýtrasta að féfletta almenning og reyna með öllum ráðum að ná til sín eins mikið af eignum og þeir geta áður en gengið styrkist of mikið. Nú sjá þeir tækifæri að ganga að viðskiptavinum sínum meðan bankakerfið er fjárvana af því að ríkið hefur enn ekki lagt inn í það þessar 385 milljarða og því hvergi neina fyrirgreiðslu að fá.
Böðlar bankana eru blóðugir upp að öxlum, brosandi út að eyrum og Alþingi lítur undan.
Þó bankastjórarnir hafi verið látnir fara hefur í engu verið hróflað við innviðum bankana. Í bönkunum er meira og minna allt sama fólkið að sýsla sem stjórnendur og millistjórnendur og var í bönkunum þegar þetta fólk sigldi samfélaginu okkar í strand. Ásamt bankastjórunum ber þetta fólk alla ábyrg á mesta bankahruni og í framhaldi efnahagshruni sem gengið hefur yfir land í Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Nú er þetta fólk að ganga kerfisbundið að almenningi í landinu og er að svipta það fyrirtækum, fasteignum og bílum, öllu fémætu sem það kemur höndum sínum á í nafni bankana.
Eitthvað er búið að hreinsa út úr Kaupþingi en ég spyr á ekki að skipta út öllum stjórnendum í þessum bönkum? Eftir hverju er verið að bíða? Er tjónið sem þetta fólk hefur þegar valdið Íslenskri þjóð ekki þegar orðið nóg?
Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta. Stelpurnar okkar lögðu á Algarve-bikarmótinu eitt allra besta kvennalandslið heims í fótbolta undanfarinna ára, Norðmenn. Það eru svona sigrar sem blása okkur þjóðarstolt í brjóst og hvetja okkur öll til að takast af djörfung og dáð á við þau verkefni sem við erum að fást við hvert og eitt. Ef stelpurnar gátu þetta þá hljótum við að geta það líka.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:20 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 4. mars 2009
Þingmenn koma á óvart, von kviknar hjá okkur byggingaköllunum!
Þessar fréttir gleðja hjörtu okkar í byggingariðnaðinum. Arkitektar, verkfræðingar og aðrir tæknimenn hringla þessa mánuðina inni á teiknistofunum sínum. Undanfarin ár sáu þessar starfstéttir ekki út úr augunum fyrir verkefnum. Á síðasta ári snarstoppaði byggingaiðnaðurinn. Vikurnar eftir bankahrunið var öllum verkefnum frestað eða þau slegin af. Opinberir aðilar fóru þar fremstir í flokki.
Ég hef á undanfönum mánuðum hitt menn sem hafa unnið alla æfi í byggingariðnaðinum, fimmtuga, sextuga iðnaðarmenn, málara, smiði og múrara. Margir þessara manna eru í fyrsta sinn á ævinni atvinnulausir. Það sem verra er það er ekkert framundan.
Mér finnst ótrúlegt að samfélagið skuli ætla að láta eina starfstétt, byggingaiðnaðinn, taka út afleiðingar bankahrunsins og að það skuli vera ein grein samféflagsins sem ríki og sveitarfélög sameinast um að skera niður við trog.
Ríkið og sveitarfélög ætluði að koma inn með framkvæmdir á þessum tíma þegar framkvæmdum við Kárahnjúka lyki. Hverjar eru efndirnar? Efndirnar eru þær að þegar framkvæmdum við Kárahnjúka lauk þá var sett á útboðsbann hjá hinu opinbera í stað þess að auka við framkvæmdir. Er þetta er það sem mínir menn í Sjálfstæðisflokknum kalla "sveiflujöfnun".
Hræðilegt var að heyra af þessum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins sem komu fram með þá hugmynd á Alþingi í gær að fresta hönnun og undirbúningi nýja hátæknisjúkrahússins. Er þessum mönnum ekki sjálfrátt? Af hverju vilja þeir setja fleiri hönnuði á atvinnuleysisbætur? Tveir milljarðar voru greiddir út um mánaðarmótin í atvinnuleysisbætur. Stór hluti af þessu fólki er úr byggingariðnaðinum. Af hverju eru þessir iðnaðarmenn ekki kallaðir til starfa og látnir byggja skóla, íþróttahús, sjúkrahús? Ef þessi menn eru látnir vinna 8 tímana þá er þetta ekkert svo mikið meiri kostnaður en að borga þeim atvinnuleysisbætur.
Í dag fær samfélagið ekkert fyrir þessa tvo milljarða sem voru greiddir út um helgina annað en "vandræði". Með því að setja byggingakallana í vinnu í stað þess að borga þeim atvinnuleysisbætur þá er verið að bæta við þjóðarauðinn, þeir skapa eignir sem þjóðin mun síðan njóta um ókomin ár. Og næg eru verkefnin.
Þó þessir ákveðnu Sjálfstæðismenn hafi einhverjar einkennilegar hugmyndir um hvernig eigi að taka á kreppunni og minnka atvinnuleysið í landinu þá hefur kviknað von hjá okkur byggingaköllunum. Ákvörðun um halda áfram byggingu tónlistarhúss, nokkur útboð í síðustu viku, m.a. stækkun stöðvarhúss Helisheiðarvirkjunar vekur trú og von um að á Alþingi og í stjórnsýslunni sé eitthvað verið að gera og að þar eru einhverjir að átta sig á því sem þarf að gera.
Þetta útspil efnahags- og skattanefndar slær mann svo kaldann. Það er bara snilld þetta frumvarp með þessum breytingum.
Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær efnahags- og skattanefnd Alþingis vegna þeirra breytinga sem nefndin vill gera á tímabundinni endurgreiðslu virðisaukaskatts þannig að þessi breyting nái nú yfir miklu víðtækara svið, m.a vinnu hönnuða.
![]() |
Sátt um víðtækari endurgreiðslu VSK |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 2. mars 2009
Af hverju tók Íslandsbanki Moggann úr höndum eigendanna og seldi?

Af hverju var eigendum Morgunblaðsins ekki gefinn kostur á frystingu lána í eitt til tvö ár þar til krónan réttir úr kútnum og afborganir af erlendum lánum verða orðnar skaplegar? Af hverju mátti ekki afskrifa skuldir Árvakurs með óbreytt eignarhald? Af hverju þurfti að skipta um eigendur? Af hverju var ekki hægt að una þeim sem hafa lagt mikla vinnu og fé í að byggja upp fyrirtækið að eiga það áfram ef afskrifa átti skuldir? Hefði ekki verið hægt að minnka verulega þessar afskriftir ef lán hefðu verið fryst í eitt til tvö ár og fyrri eigendur haldið áfram að reka blaðið?
Er það krafa frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að öll fyrirtæki sem lenda í vandræðum með greiðslur af lánum skuli tekin úr höndum eigenda sinna og seld? Er það krafa frá ríkisstjórninni? Eru þetta vinnureglur sem starfsmenn bankana hafa búið sér til sjálfir? Þessara sömu starfsmanna og keyrðu þessa sömu banka í gjaldþrot og þjóðina í greiðsluþrot. Ætla bankarnir í framhaldi að ganga á röðina og taka samskonar "snúning" á öllum fyrirtækum landsins? Er markmið bankana enn það sama og það var þegar þeir voru í einkaeign, að féfletta viðskipavini sína?
Þessir bankar sem eru að hirða Moggann, þeir eru ástæða þess að Mogginn er í vandræðum með að borga af lánum sínum. Það eru bankarnir og eigandi þeirra ríkið sem bera alla ábyrgð á stöðu mála. Það eru bankarnir og eigandi þeirra ríkið sem keyrðu þjóðina í mesta bankagjaldþrot sem nokkur þjóð í Evrópu hefur staðið frammi fyrir frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Afleiðing þessa er gjaldeyriskreppa og verðfall krónunnar sem hækkað hefur öll erlend lán um 100%.
Ekkert af þessu er af völdum eða á ábyrgð eigenda Moggans. Þessar utanaðkomandi ástæður hafa valdið því að Mogginn og öll önnur fyrirtæki í landinu hafa átt í miklum erfiðleikum að borga af lánum sínum. 70% allra lána fyrirtæja í landinu eru erlend lán og þau hafa öll hækkað um 100%. Allar afborganir af þessum lánum hafa því hækkað um 100%.
Ég spyr hvað er í gangi? Er þetta meðferðin sem býður allar fyrirtækja í landinu sem ekki ná að standa í skilum? Ætla þeir sem unnið hafa mestu efnahagslegu skemmdarverk Íslandssögunnar, bankarnir og starfsmenn þeirra, að halda áfram í umboði ríkisins að valda enn meira tjóni? Sætta eigendur Moggans sig við þessa meðhöndlun?
Ég skora á ríkisstjórnina að sjá til þessa að bankarnir gefi fyrirtækjum í landinu greiðslufrest í eitt eða tvö ár á þeim lánum sem þau geta ekki staðið í skilum á. Gefið eigendum fyrirtækjanna í landinu tækifæri að til að lifa af þessar efnahagshamfarir. Að sleppa böðlum bankana lausum á þessi fyrirtæki eins og staðan er í dag er engum til hagsbóta. Ekki láta bankana auka tjónið í samfélaginu enn meir. Nóg er tjónið hér orðið samt.
Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær Ásta Möller þingkona Sjálfstæðisflokksins fyrir að hafa beðið þjóð sína afsökunar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins á því að hafa ekki staðið sig betur sem kjörinn fulltrúi, þegar bankakerfið stækkaði ört og að lokum hrundi.
![]() |
3 milljarðar sagðir afskrifaðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 3.3.2009 kl. 00:24 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 1. mars 2009
Formaður Samfylkingarinnar á að axla sína ábyrgð og segja af sér.
Sem annar af tveim forystumönnum í síðustu ríkisstjórn þá ber formaður Samfylkingarinnar sömu ábyrgð og formaður Sjálfstæðisflokksins á hruni Íslenska hagkerfisins. Þessir tveir forystumenn þeir eiga að axla sína ábyrgð og segja af sér og hverfa af vettvangi um sinn.
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur tilkynnt að hann hætti í vor.
Afneitun formanns Samfylkingarinnar á sinni ábyrgð er algjör.
Þrír af þeim fjórum ráðherrum sem bera mesta pólitíska ábyrgð á því hvernig komið er fyrir þjóðinni hafa sagt af sér eða ætla að hætta. Þessir fjórir ráðherrar voru forystumenn síðustu ríkisstjórnarinnar, forsætisráðherra og utanríkisráðherra ásamt þáverandi fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra.
Ég skora á formann Samfylkingarinnar að ganga sama veg og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur gert. Ég skora á formann Samfylkingarinnar að leyfa þjóðinni að vinna sig út úr þessu skipbroti án þess að annar af skipstjórunum tveim sem sigldu skútunni í strand verði áfram við stjórnvölinn.
Þá skora ég á Samfylkingarfólk um land allt að grípa í taumana ef formaður Samfylkingarinnar skilur ekki eða skynjar ekki ábyrgð sína. Það hlýtur að vera krafa okkar allra, hvar svo sem í flokki við stöndum, að forystumennirnir tveir sem leiddu síðustu ríkisstjórn, þeir axli sína pólitísku ábyrgð á mesta efnahagshruni sem ein þjóð hefur orðið fyrir í Evrópu frá stríðslokum.
Það er búið að skipta um forystu í Framsóknarflokknum. Það liggur fyrir að nýtt fólk mun taka við formennsku í Sjálfstæðisflokknum og mér segir svo hugur um að þar verði líka skipt um varaformanninn. Búið er að hreinsa út úr Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu.
Þegar búið verður að manna bátana með nýju fólki þá getum við aftur ýtt úr vör og tekist á við þá brimskafla sem bíða. Svo mikið er víst að skipstjórinn sem skildi ekki siglingarmerkin, tók ekki mark á hafnsögumanninum og sigldi bátnum okkar í strand, við eigum ekki að láta þennan skipstjóra halda áfram að stjórna okkar för. Þennan skipstjóra á að setja í land.
Samfylkingarfólk, þjóðin býður eftir því að þið takið líka til hjá ykkur.
Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær Eiður Smári Guðjónsen fyrir frábæran leik gegn Atletico Madrid. Þó Barcelona hafi tapað þá lék Eiður Smári frábærlega. Hann batnar núna með hverjum leik. Á þessum erfiðu tímum þá er það dýrmætt Íslenskri þjóð að eiga þennan frábæra afreksmann sem leikur með einu allra besta knattspyrnufélagið heims og er þar í dag lykilmaður. Betri landkynningu getur engin þjóð fengið.
![]() |
IMF varaði við í apríl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 1. mars 2009
Hrægammar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins voka yfir þjóðarauð okkar Íslendinga.
Það á að banna bönkunum að selja þessum erlendu auðmönnum sem elta Alþjóða gjaldeyrissjóðinn eignir okkar Íslendinga við núverandi aðstæður. Þeir sem eiga erlendan gjaldeyrir geta keypt í dag upp allt Ísland með 80% til 90% afslætti.
Ef það yrði leyft þá værum við að henda frá okkur afrakstri ævistarfs heillar kynslóðar Íslendinga. Ef sá afrakstur lendir í höndum erlendra auðmanna þá mun sá auður á endanum verða fluttur úr landi.
Þeir erlendu auðmenn sem hér eru allt í einu komnir eru að reyna að græða stórfé á því ástandi sem hér ríkir. Sendum þessa hrægamma sem elta Alþjóða gjaldeyrissjóðinn til síns heima. Bjóðum þá hjartanlega velkomna hingað eftir tvö til þrjú ár þegar ástandið er aftur orðið eðlilegt og þeim gefst kostur á að kaupa eignir að eðlilegu verði.
Aðstoðum hins vegar Íslendinga sem eiga lóðir og lendur, fasteignir og fyrirtæki þannig að þeir geti haldið sínu eignum. Leyfum þessum íslensku eigendum að njóta þess þegar krónan styrkist og efnahagslífið kemst í jafnvægi. Leyfum eigendum þessara eigna að njóta þess þegar þjóðin vinnur sig út úr kreppunni. Leyfum Íslenskum börnunum að erfa þessar lóðir og lendur, þessar fasteignir og fyrirtæki. Ekki láta hrægamma Alþjóða gjaldeyrissjóðsins kaupa þessar eignir. Ekki láta það vera þá sem hirða allan afraksturinn að því þegar króna styrkist og þjóðin vinnur sig út úr kreppunni.
Ég skora á ríkisstjórnina að koma í veg fyrir að eignir okkar Íslendinga verði seldar þessum erlendu auðmönnum. Ég skora á ríkisstjórnina að stöðva bankana í þessar eignasölu sinni. 4% þjóðarinnar treystir bönkunum í dag samkvæmt skoðunarkönnunum. Þessi 4% eru Alsheimer sjúklingar að fólks sem ekkert hefur fylgst með fréttum undanfarin ár.
Ríkisstjórnin verður að grípa inn í og stöðva bankana því helreið þeirra heldur áfram. Nú "gamblar" þetta lið með allar okkar lóðir og lendur, fasteignir og fyrirtæki.
Ríkisstjórn og Alþingi, stöðvið bankana. Stoppið þetta fólk!
Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær Jón Baldvin Hannibalsson formannsframbjóðandi í Samfylkingunni fyrir dugnað og atorku og fyrir að vera alltaf að koma þjóð sinni skemmtilega á óvart.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:06 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 28. febrúar 2009
Af hverju hirti bankinn Moggann og seldi hann aftur?
Ef það er yfirlýst stefna stjórnvalda að selja ekki eignir á brunaútsölu af hverju var Morgunblaðið þá selt? Gáfu stjórnvöld grænt ljós á þessa sölu eða var þetta einkaframtak Íslandsbanka?
Af hverju var eigendum Morgunblaðsins ekki gefinn kostur á frystingu lána þar til krónan réttir úr kútnum og afborganir af erlendum lánum verða skaplegar? Af hverju mátti ekki afskrifa skuldir Árvakurs með óbreytt eignarhald? Af hverju þurfti að skipta um eigendur? Af hverju var ekki hægt að una þeim sem hafa lagt mikla vinnu og fé í að byggja upp fyrirtækið að eiga það áfram ef afskrifa átti skuldir?
Er það krafa frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að öll fyrirtæki sem lenda í vandræðum með greiðslur af lánum skuli tekin úr höndum eigenda sinna og seld? Er það krafa frá ríkisstjórninni? Eru þetta vinnureglur sem starfsmenn bankana hafa búið sér til sjálfir? Þessara sömu starfsmanna og keyrðu þessa sömu banka í gjaldþrot og þjóðina í greiðsluþrot. Ætla bankarnir í framhaldi að ganga á röðina og taka samskonar "snúning" á öllum fyrirtækum landsins? Er markmið bankana enn það sama og það var þegar þeir voru í einkaeign, að féfletta viðskipavini sína?
Hvaða lög og réttur heimila nýju ríkisbönkunum að ganga að fyrirtæki eins og Árvakri hf. og hirða það úr höndum eigenda sinna? Voru lánasamningar Árvakurs hf. ekki við banka sem nú eru gjaldþrota?
Þessir bankar sem eru að hirða Moggann, þeir eru ástæða þess að Mogginn er í vandræðum með að borga af lánum sínum. Það eru bankarnir og eigandi þeirra ríkið sem bera alla ábyrgð á stöðu mála. Það eru bankarnir og eigandi þeirra ríkið sem keyrðu þjóðina í mesta bankagjaldþrot sem nokkur þjóð hefur staðið frammi fyrir. Afleiðing þessa er gjaldeyriskreppa og verðfall krónunnar sem hækkað hefur öll erlend lán um 100%.
Ekkert af þessu er af völdum eða á ábyrgð eigenda Moggans. Þessar utanaðkomandi ástæður hafa valdið því að Mogginn og öll önnur fyrirtæki í landinu hafa átt í miklum erfiðleikum að borga af lánum sínum. 70% allra lána fyrirtæja í landinu eru erlend lán og þau hafa öll hækkað um 100%. Allar afborganir af þessum lánum hafa því hækkað um 100%.
Ég spyr hvað er í gangi? Er þetta meðferðin sem býður allar fyrirtækja í landinu sem ekki ná að standa í skilum? Ætla þeir sem unnið hafa mestu efnahagslegu skemmdarverk Íslandssögunnar, bankarnir og starfsmenn þeirra, að halda áfram í umboði ríkisins að valda enn meira tjóni? Sætta eigendur Moggans sig við þessa meðhöndlun?
Ég skora á ríkisstjórnina að sjá til þessa að bankarnir gefi fyrirtækjum í landinu greiðslufrest í eitt eða tvö ár á þeim lánum sem þau geta ekki staðið í skilum á. Gefið eigendum fyrirtækjanna í landinu tækifæri að til að lifa af þessar efnahagshamfarir. Að sleppa böðlum bankana lausum á þessi fyrirtæki eins og staðan er í dag er engum til hagsbóta. Ekki láta bankana auka tjónið í samfélaginu enn meir. Nóg er tjónið hér orðið samt.
Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fær ríkisstjórnin fyrir að samþykkja frumvarp til laga um heimild til að ganga til samninga um byggingu og rekstur álvers í Helguvík.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:10 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 27. febrúar 2009
"Ráðherrann sem gerði dýrustu afglöp Íslandssögunnar"
Það er einkennileg tilviljun að Árni Matthísen skuli daginn áður en Mogginn birtir þessa frétt hafa tilkynnt að hann ætli ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingmennsku.
Ég trúi ekki á svona tilviljanir.
Mín tilgáta er þessi:
Árni og Geir vissu allan tímann af hverju Bretar settu hryðjuverkalög á Landsbankann og Seðlabanka Íslands. Bretar frystu með því gjaldeyris- og gullforða okkar sem geymdur er hjá þeim í hvelfingum Seðlabanka Bretlands. Þess vegna fór þáverandi ríkistjórn ekki í hart við Bretana. Þess vegna vildi ríkisstjórn Íslands ekki fara í mál við Bretana.
Árna hljóta að hafa borist af því fregnir í gær að Mogginn ætlaði að afhjúpa hann í blaðinu í dag sem "ráðherrann sem gerði dýrustu afglöp Íslandssögunnar". Þannig fékk hann ráðrúm til að láta það líta út að hann hafi sjálfur ákveðið að hætta í pólitík.
Enginn einstakur maður hefur unnið þjóð sinni jafn mikið tjón og Árni Matthísen ef þessi frétt Morgunblaðsins er rétt
Morgunblaðið fær Holtasóley dagsins frá Norræna Íhaldsflokknum fyrir að upplýsa þjóðina og afhjúpa þetta mál.
![]() |
Hryðjuverkalög vegna samtals Árna við Darling |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.2.2009 kl. 02:10 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Morgunblaðinu bjargað úr klóm hrægamma Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Mér fannst hræðilegt að hlusta á þennan Ástrala í sjónvarpinu áðan. Það setti að mér hroll. Hann er fulltrúi þeirra hrægamma sem elta Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um allan heim. Hann boðaði komu margra slíkra til landsins á næstunni. Það er nöturlegt að slíkir menn skuli vera komnir til landsins og fleiri vera á leiðinni.
Mikil er ábyrg þeirra manna, eigenda og stjórnenda bankana sem með embættismönnum og stjórnvöldum leiddu þjóð sína út í þetta fen og skilja hana þar eftir helsærða. Blóðlyktina leggur um heimsbyggðina og hingað flykkjast menn sem hafa það að atvinnu sinni að rífa í sig leifarnar af þjóðarauði þeirra þjóða sem lenda í höndum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Í dag eins og staða krónunnar er þá er hægt að kaupa fyrir evrur og pund allar lendur og lóðir, fasteignir og fyrirtæki á Íslandi á 80% til 90% af raunvirði.
Þessi maður er mættur hér með gríðarlega fjármuni til að kaupa eignir okkar Íslendinga á brunaútsölu í skjóli Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ef ég fengi einhverju ráðið þá myndi ég henda þessum manni og öllum hans líkum úr landi eins og gert var við dönsku Vítisenglana sem hingað skolaði á land fyrir nokkrum misserum og ætluðu sér að græða hér fé á heróín- og hasssölu.
Sáuð þið hvernig hann svo hótaði Íslandsbanka? Talaði um að hér væri á ferðinni fyrsta eignin sem væri verið að selja úr þrotabúi bankana. Að erlendis væri fylgst vandlega með þessari fyrstu sölu og því hvort hann fengi ekki örugglega að kaupa Moggann. Ef það yrði ekki raunin þá myndi það misbjóða "bankanum" og það skyldu menn ekki voga sér.
Tókuð þið svo eftir hvernig hann hótaði þeim sem eru að bendla hann við íslenska fjárfesta og að hann væri leppur þeirra? Hann teldi sig vita hverjir væru að bera þann orðróm út og það yrði stoppað snarlega!!?
Maður sem mætir hér og hótar í sjónvarpsviðtali bönkunum og fjölmiðlum, hver heldur hann að hann sé?
Þetta var góður dagur í dag hjá Íslenskri þjóð og starfsmenn Íslandsbanka fá Holtasóley dagsins frá okkur í Norræna Íhaldsflokknum fyrir að hafa bjargað Morgunblaðinu úr klóm hrægamma Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Ljóst er að mikil átök eru framunda um Íslenska þjóðarauðinn sem ríkisstjórnin ætlar greinilega að setja á brunaútsölu á vegum bankana. Allt bendir til þess að útlendingar eignist allt það sem verðmætast er á Íslandi.
Íslands óhamingju verður allt að vopni þessi misserin.
Nú verður að snúa vörn í sókn. Sala Moggans til Íslendinga var gott skref.
Við getum ekki losað okkur við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn en hrægamma hans getum við losað okkur við.
![]() |
Þórsmörk kaupir Árvakur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2009 kl. 15:57 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri, segðu af þér og hættu strax.
Dapurlegt er að lesa þetta pólitíska útspil Eiríks Guðnasonar seðlabankastjóra. Vorið 2006 féll Íslenska krónan um 25% í kjölfar gagnrýni ýmissa erlendra aðila, m.a. Danske Bank. Þar voru á ferð aðilar sem af velvild og vinsemd voru að vara stjórnvöld og almenning á Íslandi við þeirri helreið sem Íslensku bankarnir voru þá á. Í framhaldi lokuðu margar stærstu lánastofnanir heims dyrum sínum á Íslensku bankana.
Þegar Íslensku bankarnir gátu ekki fengið meiri lán í erlendum bönkum til að halda áfram að stækka þá hófu þeir, í boði og með blessun Seðlabanka Íslands og ríkisstjórnarinnar, að safna sparifé almennings í Evrópu inn á innlánsreikninga sína og buðu bestu innlánskjör sem þekkst hafa í Evrópu frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Íslensk þjóð mun súpa seiðið af því bulli um ókomin ár. Í stað þess að taka í taumana og spyrna við fótum sló Seðlabankinn undir nára.
Í mars 2008 afnam Seðlabankinn bindiskyldu bankana í erlendum útibúum þeirra. Á helreið Íslenska bankakerfisins á þessum krítíska tímapunkti þá slær Seðlabankinn enn á ný undir nára í stað þess að taka í taumana og spyrna við fótum.
Menn miða upphaf þessarar miklu kreppu við júlí eða ágúst 2007. Í september það ár var farið að gæta lausafjárþurrðar hjá Íslensku bönkunum. Í október 2007 voru allir Íslensku bankarnir hættir að geta lánað almenningi hér á landi til kaupa á íbúðarhúsnæði. Hringdi engum viðvörunarbjöllum í Seðlabankanum þegar það gerðist?
Fyrir ári síðan, í febrúar 2008, var staðan orðin þannig að fjármögnunarfyrirtæki bankana gátu ekki lengur boðið einstaklingum upp á bílalán. Hringdi engum viðvörunarbjöllum í Seðlabankanum þegar það gerðist?
Frá vorinu 2006 hefur fjöldi aðila varað við hruni bankana. Flestir þeirra höfðu hér engra hagsmuna að gæta og voru í vinsemd og virðingu að vara stjórnvöld og almenning við fyrirsjáanlegu bankahruni. Stjórnvöld, bankarnir og Seðlabankinn vísuðu öllum slíkum aðvörunum á bug með skætingi. Ráðamenn létu þá hafa eftir sér ótrúleg ummæli. Þessum aðilum bent á að fara í endurmenntun, þeir kallaðir öfundarmenn og þar fram eftir götunum. Hringdi engum viðvörunarbjöllum í Seðlabankanum þegar allar þessar aðvaranir allra þessara góðu manna streymdu á þriðja ár inn í Seðlabankann?
Stærsta spurningin í mínum huga er þó af hverju bönkunum var ekki sett svipað lagaumhverfi og er t.d. á hinum Norðurlöndunum. Í lögum flestra annarra landa er að finna eftirfarandi lagaákvæði.
- Bönkum er bannað að eiga í fyrirtækjum á samkeppnismarkaði.
- Einstaklingar og fyrirtæki sem eiga meira en 1% til 2% í banka er bannað að eiga í öðrum fyrirtækum á samkeppnismarkaði.
- Bankar sem eru fyrirtæki með ríkisábyrgð í formi þess að Seðlabankinn er lánveitandi þeirra til þrautavara er bannað að hagnast meira en sem nemur 15% af eigið fé á ári. Ef hagnaður er meiri á að minnka vaxtamun eða þjónustugjöld. Þannig er komið í veg fyrir að bankar féfletti almenning og fyrirtæki.
- Starfsmönnum banka sem gegna stjórnunarstöðum er bannað að eiga hlutabréf í fyrirtækum á samkeppnismarkaði.
Ég spyr, af hverju gerði Seðlabankinn og stjórnvöld ekkert í því að setja á bankana lög og reglur svipuðum þeim sem gilda í öðrum löndum? Þessi afglöp eru að kosta Íslenska þjóð slíka fjármuni að það þarf fleiri en eina kynslóð Íslendinga til að greiða þær skuldir.
Á síðustu árum hefur Íslenska þjóðin verið veðsettsett fyrir eftirfarandi:
- Banki í einkaeign safnar á tveim árum yfir 1.000 milljörðum í útlöndum inn á innlánsreikninga sem Seðlabanki Íslands ábyrgist og þjóðin er ábekkingur. Hundruð milljarða munu falla á þjóðina vegna þessa.
- Útgefendur Jöklabréfa koma með hundruð milljarða inn í landið og setja í ríkisskuldabréf og innlán þar sem ríkið er í ábyrgð og þjóðin er ábekkingur. Bankarnir töpuðu þessi öllu og nú á ábekkingurinn, þjóðin, að endurgreiða útlendingum allt þetta fé.
- Fiskveiðiauðlindina er búið að skuldsetja fyrir 500 - 900 milljarða. Árlegar vaxtagreiðslur eru 70 milljarðar. Aflaverðmæti upp úr sjó 2007 voru 136 milljarðar. Þessi auðlind er sameign þjóðarinnar og þjóðin er því í raun ábekkingur á þessum skuldum. Ef útgerðin og bankarnir fara í þrot en erlendir lánadrottnar eru með veð í veiðiheymildunum, þá verður þjóðin að yfirtaka og borga þær skuldir vilji hún nýta auðlindina.
Í september síðastliðnum kom forsætisráðherra þáverandi og fullyrti að ríkissjóður væri skuldlaus. Af hverju var aldrei minnst á allar þessar ábyrgðir sem hvíldu á þjóðinni? Af hverju var þjóðinni ekki sagt frá þeim fyrr en nú þegar við eigum allt í einu að borga?
Axlaðu þína ábyrgð á gjalþroti Íslenska bankakerfisins Eiríkur Guðnason seðlabankastjóri og segðu af þér og hættu strax.
Engir embættismenn hafa á lýðveldistímanum brugðist Íslenskri þjóð jafn illa og stjórnendur Seðlabankans nema ef vera skildi stjórnendur Fjármálaeftirlitsins.
![]() |
Furðar sig á vinnubrögðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 25.2.2009 kl. 01:36 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 23. febrúar 2009
Riðar ríkisstjórnin til falls?
Þessi uppákoma í viðskiptanefnd hlýtur að vera mjög alvarlegt mál fyrir forystu ríkisstjórnar. Þingmenn Framsóknarflokksins hafa það í hendi sér að gera ríkisstjórnina óstarfhæfa með því að stöðva mál stjórnarinnar í nefndum Alþingis. Þeir ætla sér greinilega að nýta sér það.
Höskuldur Þórhallsson er að stöðva stærsta mál ríkisstjórnarinnar. Það mál sem stjórnin var að stórum hluta mynduð um, þ.e. að koma til móts við kröfur Búsáhaldabyltingarinnar, að stjórnendur Seðlabankans væru látnir axla sína ábyrgð á bankahruninu.
Stjórnin horfir nú fram á þann möguleika að geta hugsanlega ekki komið nema fáum málum í gegn um þingið vinni þingmenn Framsóknar með þessum hætti.
Þórhallur segist vilja bíða með að samþykkja frumvarpið fram á miðvikudag því þá komi nýjar reglur frá ESB um starfsemi Seðlabankana. Gott og vel en ef þessar reglur eru á skjön við það frumvarp sem nú er fyrir þingnefnd þá þarf að breyta frumvarpinu. Slíkar breytingar geta tekið vikur og mánuði. Það þýðir að stjórninni tekst ekki að gera þær breytingar á Seðlabankanum sem til stóð að gera á þeim stutta tíma sem hún hefur til umráða.
Forystumenn ríkistjórnarinnar hljóta að spyrja sig, hvað með önnur mál? Ætlar þingmaðurinn sem tapaði í formannskjöri Framsóknar að knésetja minnihlutastjórnina sem nýi formaðurinn var arkitektinn að?
Þetta lítur ekki vel út. Ég held að forystumenn minnihlutastjórnarinnar hljóti að velta því alvarlega fyrir sér hvort það séu forsendur til að halda áfram þessu samstarfi við Framsóknarflokkinn.
![]() |
Mikil fundahöld í þinghúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:20 | Slóð | Facebook