Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Frekar stjórnarslit en nauðasamning um Icesave.

Grunnurinn að nauðasamningnum um Icesave var gerður þegar Bretar héldu eignum Íslenska ríkisins, þar á meðal gull- og gjaldeyrisvarasjóðnum sem geymdur er í Bretlandi og eignum Íslensku bankana í herkví í Bretlandi.

Þennan nauðasamninga átti Ríkisstjórn Íslands aldrei að undirrita. Alþingi bjargaði því sem bjargað varð með því að skilyrða ríkisábyrgðina á samningnum eftir þrotlausa vinnu í allt sumar.

22092009101Frekar á ríkisstjórnin að falla en við að gefa meira eftir í þessu máli. Stöndum föst á okkar og hvikum í engu varðandi þá ríkisábyrgð sem þegar er búið að samþykkja. Annað hvort taka Bretar og Hollendingar þessum samningi með óbreyttri ríkisábyrgð eða ríkisstjórnin fellur og þar með Icesave samningurinn.

Falli ríkisstjórnin vegna málsins þá er þjóðin laus undan þessum samningi sem ríkisstjórnin undirritaði. Ríkisstjórn sem fellur vegna samnings sem hún hefur undirritað, slíkur samningur bindur ekki lengur þjóðina.

Í framhaldi þarf að semja á ný frá grunni um Icesave og þá eigum við að setja það sem grundvallar skilyrði fyrir samningum af okkar hálfu að samið verði um sérstaka bótagreiðslu vegna þess tjóns sem bresku hryðjuverkalögin hafa valdið okkur Íslendingum. Það tjón sem þessi hernaðaraðgerð Breta hefur valdið okkur samsvarar því að Bretar hafi lagt stóran hluta Reykjavíkur í rúst með loftárásum.

Komi ekki frá þeim sérstakar skaðabætur vegna þess tjóns sem hryðjuverkalögin ollu okkar þá eiga engar greiðslur að fara frá okkur til þeirra vegna Icesave.

Okkar bankamenn áttu ekkert með að ræna sparifjáreigendur í Bretlandi en ríkisstjórn Bretlands átti heldur ekkert með að beita hryðjuverkalögum á okkur sem þjóð vegna þess.

Nú hlýtur sá tími af fara að renna upp að menn fari að setja hagsmuni okkar Íslendinga í fyrsta sæti í samningum við þetta fólk.

Mynd: Kornakur á Rangárvöllum

 


mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fagnaðarefni að farið er að þykkna í forsætisráðherra

Það er gott að það er farið að þykkna í forsætisráðherra vegna framkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, AGS. Vonandi verður það til þess að hætt verður við að taka þetta þetta lán upp á USD 4,6 milljarða, um 600 milljarða króna. Lán sem okkur er sagt eigi að liggja ónotað inni í erlendum banka og eigi að virka sem gjaldeyrissvarasjóður.

Óskiljanlegt er að við þurfum nú 600 milljarða króna gjaldeyrisvarasjóð þegar horft er til þess að fyrir árið 2000 var gjaldeyrisvarasjóðurinn um 7 milljarðar. Engin skynsamleg rök eru fyrir því að nú þurfi næstum að 100 falda gjaldeyrisvarasjóðinn frá því sem var í nær hálfa öld. Jú, jú, kannski tvöfalda hann eða þrefalda í allra mesta lagi að tífalda hann en það eru engin rök fyrir því að það þurfi nú að hundrað falda hann.

IMG_1373 (2)Mér fróðari menn segja mér að eini tilgangurinn með því að við erum látin taka þetta háa lán hjá AGS sé vegna hagsmuna erlendra banka og fjármagnseigenda sem eiga hér á landi íslenskar krónur sem þeir vilja skipta yfir í gjaldeyrir. Eini tilgangurinn með þessu láni frá AGS er að aðstoða þessa erlendu aðila við að koma sínum fjármunum með lámarks afföllum úr landi. 

Með öðrum orðum um leið og við fáum þetta lán frá AGS þá brestur hér á fjármagnsflótti en þar sem við erum með gjaldeyrishöft þá mun krónan ekki lækka og þessir erlendu aðilar munu geta skipt einum dollar út fyrir 125 krónur. Tap erlendra fjármagnseigenda verður því í lámarki þegar þeir skipta krónunum sínum út fyrir dollara og AGS hefur náð öðru aðal markmiði sínu með veru sinni hér. Hitt markmiðið er að sjá til þess að þjóðin borgi síðan þetta lán til baka.

Þannig verður það að þetta lán frá AGS, þessi svokallaði gjaldeyrisvarasjóður, verður tæmdur á einu til tveim misserum.

Þjóðin bætir þessum 600 milljörðum við 700 milljarða skuldin vegna Icesave. Samtals eru þetta um 1.300 miljarðar eða sem samsvarar einni landsframleiðslu.  

Hvernig í ósköpunum fá menn það út að þessi skuldsetning, vegna Icesave og lánið frá AGS, sé nauðsynleg fyrir endurreisn og uppbyggingu hér á landi?

Þessar skuldir í erlendum gjaldeyrir þurfum við að borga til baka í þorski, áli og með því að búa um rúm fyrir erlenda ferðamenn.

Að bæta þessum tveimur lánum ofaná önnur lán er miklu líklegra til að hnésetja þjóðina en hjálpa til við endurreisn og uppbyggingu.

Þess vegna fagna ég því að það skuli vera farið að þykkna í forsætisráðherra. Vonandi að hætt verið við að taka þetta lán frá AGS en samið þess í stað um afskriftir innistæðna erlendra fjármagnseigenda hér heima eða þær frystar til næstu 7 ára. Í framhaldi verði endursamið frá grunni um Icesave þar sem það verður sett sem grundvallar skilyrði fyrir samningum af okkar hálfu að samið verði um sérstaka bótagreiðslu vegna tjóns sem bresku hryðjuverkalögin hafa valdið okkur Íslendingum.

Komi ekki skaðabætur frá þeim vegna þess tjóns sem hryðjuverkalögin ollu okkar þá eiga engar greiðslur að fara frá okkur Íslendingum til þeirra vegna Icesave.

Nú hlýtur sá tími af fara að renna upp að menn fari að setja hagsmuni okkar Íslendinga í fyrsta sæti í samningum við þetta fólk.  

Mynd: Við Eskivatn .

 


mbl.is Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er ég hættur að skilja ríkisstjórnina

Hvernig má það vera að "takist okkur ekki að ljúka Icesave-málinu nú alveg á næstunni mun það tefja og torvelda alla endurreisn, tefja fyrir vaxtalækkun, tefja fyrir afnámi gjaldeyrishafta, tefja fyrir gengishækkun og stofna lánshæfismati ríkisins í stórhættu"?

Icesave hefur ekkert með fiskveiðar okkar Íslendinga að gera.

Icesave hefur ekkert með landbúnað á Íslandi að gera.

Icesave hefur ekkert með ferðaþjónustu okkar Íslendinga að gera.

Icesave hefur ekkert með annan útflutning, iðnaðar- og álframleiðslu eða bara yfir höfuð atvinnulífið í landinu að gera.

23082009090Vöruskiptajöfnuðurinn er hagstæður um tugi milljarða í hverjum mánuði og það liggja tæpir tvö þúsund milljarða í bönkum landsins. Þó atvinnuleysistölur í prósentum séu háar þá eru þetta í raun örfáir einstaklingar sem eru atvinnulausir. Í öllu erlendu samhengi eru 15.000 til 20.000 manns örfáir einstaklingar. Lítið þarf til að koma öllu þessu fólki í vinnu.

Allt mun ganga sinn vanagang eins og á síðustu 12 mánuðum þó eitthvað dragist að ganga frá þessum nauðarsamningi um Icesave.

Ef Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, AGS, neitar að lána okkur þessa 4,6 milljarða USD, þ.e. um 600 milljarða króna vegna þess að Icesave er ekki afgreitt þá fagna ég því.

Að taka þetta lán frá AGS sem við ætlum að leggja inn á bankabók erlendis til þess eins að greiða af þessu láni vexti og til að geta sagt að nafninu til að við eigum stóran gjaldeyrisvarasjóð, þetta hef ég aldrei skilið.

Allar líkur eru á því að Seðlabanki Íslands, sem er nánast eins mannaður og hann var í aðdraganda hrunsins, muni sóa þessu fé öllu á nokkrum misserum í einhverju rugli við að verja krónuna.

Við eigum ekki að taka þetta lán frá AGS og við eigum að hætta samstarfi við þá stofnun og taka samningana um Icesave upp frá grunni. Þá eigum við að taka hér einhliða upp evru eða dollar og bjóða hér hagstæðar aðstæður fyrir erlendi fyrirtæki að koma og setja upp starfsemi sína.

Þá rífum við okkur upp úr þessari kreppu á örfáum misserum.

Ég held að forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfi aðeins að róa sig og átta sig á því að AGS og Icesave er ekki upphaf og endir alls hér á Íslandi.

 

 


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kreppunni að ljúka um allan heim en er rétt að byrja hér

Hlutabréfamarkaðir um allan heim eru þessa dagana að ná sér eftir niðursveiflu síðustu 12 mánaða. Þeir gríðarlegu fjármunir sem "hurfu" úr bókum einstaklinga og fyrirtækja eru að mestu "komnir" til baka með þeim miklu hækkunum sem orðið hafa á þessu ári. Sjá yfirlit hér. Tæknivísitölurnar eru nánast búnar að jafna sig að fullu en iðnaðarvísitölurnar vantar að jafnaði 6% til 12% til að standa í sömu stöðu og fyrir ári.

Þingvellir 2009076Þessar miklu hækkanir á virði allra helstu fyrirtækja heims þýðir að hundruð milljóna starfa eru nú trygg næstu árin sem aftur þýðir að almenningu finnur á ný fyrir fjárhagslegu öryggi sem er forsenda þess að almenningur fari að kaupa og fjárfesta á ný sem mun auka enn frekari vöxt og fjölga störfum.

Íslenska OMX hlutabréfavísitalan stendur hins vegar enn í mínus 94%.

Nú þegar ár er liðið frá stærsta bankráni Íslandssögunar eins og það var réttilega kallað þegar ríkið yfirtók Glitni, án þess að farið sé út í þá sálma hver það var sem rændi bankann, eigendurnir eða ríkið, þá eru engin batamerki að sjá á Íslenska hlutabréfamarkaðnum.

Það sem verra er, menn eru í óða önn að búa hér til djúpa heimagerða kreppu í boði Seðlabankans og stjórnvalda með þeim aðgerðum og því aðgerðarleysi sem í gangi er.

Embættis- og stjórnmálamenn sem voru ófærir um að verja þjóðina fyrir þessu gríðarlega kerfishruni sem varð eru nú að grauta í því að finna leiðir til að vinna okkur út úr vandanum.

Þeim er því miður að takast það jafn óhönduglega og viðleitni þeirra var við að verja okkur fyrir kerfishruni fyrir ári.

Mynd: Deildartunguhver.

 


mbl.is Hækkun í Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamblað með atvinnulífið, fjármagnseigendur í algjörum forgangi

Mikil er ábyrgð þeirra manna sem setja enn einn vaxtaákvörðunardaginn hagsmuni fjármagnseigenda í fyrsta, annað og þriðja sæti í vaxtaákvörðunum sínum.

Samfélagið má allt falla, bara ef hagsmunir fjármagnseigenda eru tryggðir eru enn og aftur skilaboðin frá Seðlabankanum.

063Þegar svona vel er gefið á garðann á Svörtuloftum þá fæst féð ekki út en hímir þess í stað inni í fjárhúsunum landsins og hreifir sig ekki.

Nú þyrfti seðlabankastjóri, eins og góður fjárbóndi, að minnka gjöfina á húsi og fá eitthvað af fénu út. Um leið og gjöfin minnkar þá verður féð svangt og þá byrjar sumt af því að leita sér að grasi utan fjárhúsanna.

Um leið og eitthvað af þessum stóra fjárstofni fer að hreifa sig úr húsi þá leysast úr læðingi kraftar atvinnulífsins.

Það hafa aldrei þótt góð búhyggindi að halda öllu fé inni, hnípnu og hræddu á gjöf allt árið.

En þegar svona rausnarlega er gefið á garðann þá er skiljanlegt að allt féð skuli halda sig innandyra og við gröfum okkur niður í heimatilbúna kreppu í boði hrædda fjárbóndans á Svörtuloftum á sama tíma og allt er á uppleið í löndunum í kring.

 


mbl.is Már: Þess vænst að verðbólga hjaðni ört
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Botnlaust fyllerí á utanríkisþjónustunni

Ljóst er að í Utanríkisráðuneytinu hafa menn verið í orðsins fyllstu merkingu á útgjaldafylleríi, slík hefur útgjaldaaukningin verið. Nú er tækifæri til að stoppa þessa sóun fjármuna sem þar hefur verið í gangi og loka sendiráðum og sendiráðsskrifstofum og segja upp starfsfólki.

166Utanríkisþjónusta íslands er eins og bankakerfið okkar var og er reyndar enn, allt, allt of stórt fyrir umfang og stærð þjóðarinnar.

Nú á að nota tækifærið og fækka sendiráðum úr sautján í sex. Við eigum að halda nokkrum lykil sendiráðum og loka öllum hinum. Ég hefði vilja halda sex sendiráðum, í Kaupmanahöfn, Osló, Stokkhólmi, Brussel, Peking og Kanada. Fastanefndunum eigum við að halda, í Genf, Strassborg, hjá Nato og í New York og loka síðan öllum ræðismannsskrifstofum.

Fjárframlög til Utanríkisráðuneytisins síðustu ár eru þessi:

  • 2007 - 7,5 milljarðar
  • 2008 - 8,9 milljarðar
  • 2009 - 11,4 milljarðar

Með því að skera utanríkisþjónustuna niður í það sem hún var um 1960 þá færu 2 til 3 milljarðar í þessi útgjöld. Við það sparast á ári um 8 til 9 milljarðar.

Með sölu eigna þar sem þessi 11 sendiráð eru sem yrði lokað þá fást sjálfsagt 9 til 12 milljarðar.

Samanlagt eru þetta hátt í 20 milljarðar sem svarar til um 20% af útgjöldum til heilbrigðismála.

Nú stendur til enn frekari niðurskurður í heilbrigðisþjónustunni upp á um 7 milljarða.

Ef þessi ofvaxna utanríkisþjónusta yrði skorin niður til samræmis við stærð og umsvif þjóðarinnar og við hættum þessu mikilmennskubrjálæði sem einkennt hefur þetta ráðuneyti og þennan málaflokk þá þarf ekki að koma til neinn niðurskurður í heilbrigðisþjónustunni.

 


mbl.is Sendiráð upp á 1,5 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnulausir smiðir byggi fangelsi

Af hverju fækka menn ekki lítillega á atvinnuleysisskrá og taka eitthvað af þeim smiðum og byggingaverkamönnum sem þar eru á bótum og láta þá byggja fangelsi?

Er ekki hægt að nota sömu leið og verið er að ræða varðandi nýja spítalann?

Stofnað verði fasteignafélag sem byggir og á þetta nýja fangelsi. Þetta fasteignafélag fær lán hjá eða verður í eigu fjárfesta eins og lífeyrissjóðanna. Fangelsismálastofnun leigir síðan fangelsið af þessu fasteignafélagi. Ríkið kaupir síðan fangelsið af fasteignafélaginu þegar betur árar.

Þetta er "winn winn" staða fyrir alla.

Lífeyrissjóðirnir eru með fasteignaveð fyrir sínum lánum og eru með öruggan leigjanda, samfélagið fær mannvirki sem þörf er fyrir, það fækkar á atvinnuleysiskrá, greiðslur atvinnuleysisbóta lækka og smiðirnir sem fá vinnu við verkið og fjölskyldur þeirra eru leystar úr áþján.

 


mbl.is Allsherjarnefnd ræðir fangelsismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerð jarðganga ekki mannaflsfrek framkvæmd

Nú þegar leitað er heppilegra verkefna fyrir lífeyrissjóði landsmanna að taka þátt í með sitt fjármagn þá er jarðgangagerð þær framkvæmdir sem síst á að horfa til.

Ástæðan er að gerð jarðganga eru ekki mannaflsfrekar framkvæmdir. Fáar ef nokkrar verklegar framkvæmdir skapa jafn fá störf fyrir hverjar 100 milljónir sem í þær eru lagðar. Ætli meira en 10% til 15% af kostnaði við jarðgangagerð fari í mannalaun. Um 85% til 90% af því fjármagni sem fer í jarðgangagerð fer í raun úr landi. Með því á ég við kaup á olíu, sprengiefni, kaup á borkrónum og borstálum ásamt auðvita gríðarlegum fjármunum sem fara í að borga af og viðhalda þeim dýru innfluttu tækum sem notuð eru við nútíma jarðgangagerð.

Jarðgangagerð í dag væri í raun ekkert annað en gríðarleg eyðsla á dýrmætum gjaldeyri sem skapaði örfáum mönnum störf.

Nei, förum frekar í með fé lífeyrissjóðanna í verklegar framkvæmdir sem skapa mörg störf fyrir hverjar 100 milljónir sem í þær eru lagðar. Af nægu er þar að taka. Að jafnaði fara um 40% til 50% af kostnaði við byggingu húsa í mannalaun. Enn meira ef um viðhaldsverkefni er að ræða.

Veljum frekar einhver slík verkefni, verkefni sem skapa mörg störf, mannaflsfrek verkefni eins og það er kallað.

 


mbl.is Engin svör við hugmyndum um tvöföldun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara tímaspursmál hvenær ritstjórinn yrði látinn fara

Fyrir mér var það bara tímaspursmál hvenær Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Morgunblaðsins yrði látinn fara. Frá því þessum kjarna í Landsambandi íslenskra útvegsmanna, LÍÚ, var leyft að kaupa Morgunblaðið fyrr á þessu ári þá var það bara tímaspursmál hvenær Evrópusinninn á stóli ritstjóra blaðsins yrði látinn fara.

Til hvers eru Íslenskir útvegsmenn að kaupa Morgunblaðið? Af hverju eru þessir fiskimenn að halda úti blaði sem þeir reka með tapi?

Af hverju ákveða Íslenskir útvegmenn að kaupa Morgunblaðið þegar til valda kemst ríkisstjórn sem hefur það á stefnuskrá sinni að sækja um aðild að Evrópusambandinu, ESB?

Af hverju er ritstjóri Morgunblaðsins látinn fara nú þegar Alþingi er nýbúið er að ákveða að hefja aðildarviðræður við ESB?

Það er ljóst að Íslenskir útvegsmenn munu kosta öllu til í baráttu sinni við að halda þjóðinni utan ESB.

Morgunblaðið verður bara eitt af þeim mörgu vopnum sem þeir munu beita á næstunni í þeirri baráttu sinni að verja sína eigin hagsmuni.

Það eina sem er vitað um þann sem sest í stól ritstjóra Morgunblaðsins er að það verður yfirlýstur andstæðingur aðildar Íslands að ESB.

 


mbl.is Ólafur kvaddi starfsmenn Morgunblaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hernaðaraðgerð Breta gegn Íslandi heldur áfram

Tilgangur Breta með beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslandi var að valda hér eins miklu tjóni og hægt var. Kaupþing hefði aldrei fallið ef ekki hefðu komið til þessi hryðjuverkalög. Það fjárhagslega tjón sem þessi hernaðaraðgerð Bretana gegn okkur Íslendingum hefur valdið samsvarar því að þeir hefðu lagt stóran hluta Reykjavíkur í rúst með loftárásum.

Nýjast útspil þeirra afhjúpar hvert langtíma markmiðið með þessum hernaðaraðgerðum er. Langtímamarkmiðið er að lama allt Íslensk efnahagslíf næsta aldarfjórðunginn og tryggja að í lok þess tímabils verði allt samfélagið komið efnahagslega aftur til ársins 1970. Þannig ætla þeir að og koma í veg fyrir frekari "innrás" Íslendinga og Íslenskra fyrirtækja inn í breskt athafna- og fjármálalíf næsta mannsaldurinn. 

113_1387Ánægjulegt er að Íslenskir stjórnmálamenn gerðu lítið með leynimakk þeirra og pukur þegar Bretar og Hollendingar heimtuðu að fá að semja um framhald Icesave fyrir luktum dyrum.

Það var hámark ósvífninnar þegar Bretar og Hollendingar kröfðust þess af Íslenskum ráðamönnum að almenningur yrði ekki upplýstur um það gagntilboð sem þeir lögðu fram. Frekju þessara manna eru engin takmök sett. Þessir menn hafa engan rétt og eiga ekkert með að koma hér og leggja fram gagntilboð sem gerir að engu fyrirvarana sem Alþingi setti við ríkisábyrgðina á Icesave og ætlast til þess að Íslenskir ráðamenn þegi um málið gagnvart þjóð sinni. Þingmenn, látið ekki bjóða ykkur þetta.

Segið við Bretana: Við tökum ekki þátt í frekari samningum við ykkur um þetta mál nema allt sé upp á borðum. Tilboð sem þið viljið ekki að komi fyrir augu almennings, slík tilboð skulið þið ekki leggja fram.

Þetta er ótrúlegt, þessir menn vinna eins og þjófar á nóttu. 

Alþingi og þjóðin öll eyddi öllu sumrinu í að ræða Icesave og niðurstaðan var ríkisábyrgð á þessum innistæðureikningum þar sem þjóðin teygir sig eins langt og nokkur kostur er, og að flestra mati allt of langt, til að koma til móts við kröfur Breta og Hollendinga.

Auðvita finnst Bretum og Hollendingum þetta ekki nóg enda tilgangurinn ekki að fá þetta fé til baka heldur að "kenna" Íslendingum lexíu og hefna ófaranna á eigin heimamarkaði.

Þeir hafa ekki treyst sér til að hegna okkur með því að senda hingað sprengiþotur og varpa sprengjum á Reykjavík þó einhverjir þessara "snillinga" í þjónustu hennar hátignar hafi ábyggilega stungið upp á því á einhverjum tímapunkti þegar ljóst var að 20% af öllu sparifé þegna breska heimsveldisins var geymt á reikningum í Íslenskum bönkum, bönkum sem voru komnir í gjaldþrot.

Þeir hafa ábyggilega margir svitnað þá, Bretarnir sem áttu að gæta hagsmuna breskra sparifjáreigenda, þegar þeir áttuðu sig á þessu en höfðu sofið á á verðinum eins og íslenskir starfsbræður þeirra. Nú á að sækja þetta fé með góðu eða illu en aðallega samt að hefna þessara ófara.

Í stað flughersins var efnahagherdeildin kölluð í Dawningstræti 10. Við höfum verið að njóta "ávaxtanna" af þeim vopnum og þeim aðferðum sem sú herdeild hefur yfir að ráða í vopnabúri sínu.

Þessir hermenn hennar hátignar eru mættir hér með saltið og plógana. Nú á að plægja yfir Íslensk efnahagslíf og strá salti í plógförin. Nú að að tryggja að Íslendingar rísi ekki aftur upp næstu 100 árin.

Ég skil ekki af hverju ekki er búið loka sendiráði okkar í Bretlandi, selja eignirnar og kalla sendiherrann heim.

Ég skil ekki af hverju ekki er búið að reka breska sendiherrann, sem er enginn venjulegur sendiherra, þetta er einn af æðstu embættismönnum bresku utanríkisþjónustunnar, yfirmaður annarra sendiherrana í bresku utanríkisþjónustunni, með allt hans lið úr landi.

Hann og hans menn eru hér til að ráðleggja hvaða aðgerðum þarf að beita til að valda Íslensku þjóðinni sem mestu efnahagslegu tjóni og ná fram þeim áhrifum sem hernaðaraðgerðum þeirra er ætlað að skila í því hefndarstríði sem Bretar og Hollendingar eru í gagnvart okkur.

Mynd: Kerlingarfjöll

 

 


mbl.is Icesave í utanríkismálanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband