Gerð jarðganga ekki mannaflsfrek framkvæmd

Nú þegar leitað er heppilegra verkefna fyrir lífeyrissjóði landsmanna að taka þátt í með sitt fjármagn þá er jarðgangagerð þær framkvæmdir sem síst á að horfa til.

Ástæðan er að gerð jarðganga eru ekki mannaflsfrekar framkvæmdir. Fáar ef nokkrar verklegar framkvæmdir skapa jafn fá störf fyrir hverjar 100 milljónir sem í þær eru lagðar. Ætli meira en 10% til 15% af kostnaði við jarðgangagerð fari í mannalaun. Um 85% til 90% af því fjármagni sem fer í jarðgangagerð fer í raun úr landi. Með því á ég við kaup á olíu, sprengiefni, kaup á borkrónum og borstálum ásamt auðvita gríðarlegum fjármunum sem fara í að borga af og viðhalda þeim dýru innfluttu tækum sem notuð eru við nútíma jarðgangagerð.

Jarðgangagerð í dag væri í raun ekkert annað en gríðarleg eyðsla á dýrmætum gjaldeyri sem skapaði örfáum mönnum störf.

Nei, förum frekar í með fé lífeyrissjóðanna í verklegar framkvæmdir sem skapa mörg störf fyrir hverjar 100 milljónir sem í þær eru lagðar. Af nægu er þar að taka. Að jafnaði fara um 40% til 50% af kostnaði við byggingu húsa í mannalaun. Enn meira ef um viðhaldsverkefni er að ræða.

Veljum frekar einhver slík verkefni, verkefni sem skapa mörg störf, mannaflsfrek verkefni eins og það er kallað.

 


mbl.is Engin svör við hugmyndum um tvöföldun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Arðsemi framkvæmda hlýtur að ráða töluverðu um það í hvað Lífeyrissjóðirnir setja sínar fjárfestingar. Stjórnum þeirra hefur verið legið mjög á hálsi fyrir mistök við ávöxtun nú undanfarið. Jarðgögn hvort sem er undir Hvalfjörð eða gegnum Vaðlaheiðina eru líka samgöngumannvirki sem stytta leiðir milli staða og spara gjaldeyrir.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.9.2009 kl. 10:44

2 identicon

Það er vissulega að einhverju leiti rétt að jarðgöng séu ekki mannaflsfrekar framkvæmdir, a.m.k. m.v. þína skilgreiningu. Þó það séu reyndar fjölmargir sem koma að slíkum framkvæmdum sem sést m.a. af gríðarlegum fjölda manna sem staðsettir eru í Bolungarvík þessa dagana vegna Óshlíðarganga. En jú, megnið af þessum fjármunum fer vissulega úr landi.

Mér er þó til efs að bygging húsa sé vænleg leið að svo stöddu enda allt of mikið til af auðu húsnæði vegna svo mikilla framkvæmda á því sviði undanfarin ár að það jaðrar við vitfirru. Það væri óskandi að hægt væri að ráðast í fleiri framkvæmdir á borð við brúnna yfir Mjóafjörð þar sem menn unnu að baki brotnu við að keyra steypu um á hjólbörum - þar var heldur betur um mannaflsfrekt verk að ræða : )

Júlía (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 11:47

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ég vill sjá þetta skoðað nánar...ef féð sem örva á atvinnulífið skapar ekki störf og innlenda veltu...erum við þá ekki að grafa undan batanum ? Væri ekki nær að tryggja okkur verðmætasköðun em skaffaði framtíðar bata ?

Haraldur Baldursson, 21.9.2009 kl. 14:01

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er misskilningur í þér að einu leyti, Friðrik, þó það sé rétt að jarðgangnagerð er dýr miðað við hvert starf sem hún elur af sér á meðan framkvæmdum stendur. Arðsemi er lykilatrið í fjárfestingum í dag eins og áður. Ekkert hefur breyst hvað það varðar, þrátt fyrir meint afhroð kapitalismans. Jarðgangnagerð getur verið mjög arðsöm fyrir þjóðfélagið, þegar til lengri tíma er litið.

"Nýja Ísland". Hvað var það? Átti ekki að segja skilið við skammtímagróðahugsjónina?

Jarðgangnagerð er e.t.v. ágætis byrjun.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.9.2009 kl. 15:04

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.9.2009 kl. 15:05

6 identicon

Friðrik, þetta er rangt sem þú ert að segja, eiginlega algjör steypa.  Það er búið að skoða þetta, Vegagerðin stóð fyrir því.  sjá skýrslu á þessu veffangi               http://www.rha.is/static/files/Rannsoknir/2008/Skyrslan%20lok%20v.g.pdf

 Jarðgangagerð er svipað mannaflafrek og venjuleg vegagerð, þó er jarðgangagerðin heldur mannaflafrekari ef eitthvað er.  Ef þú setur 100 mkr í jarðgangagerð skapar það heldur fleiri störf en 100 mkr í vegagerð.  Brúargerð er mannaflafrekust.  

kveðja

Jón Þorvaldur

Jón Þorvaldur (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 21:30

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Strákar getið þið ekki hugsað í öðru en bílaleikjum.

Jarðgangnagerð er EKKI arðbær framkvæmd. Það tekur hana gríðarlegan tíma að skila hagnaði miðað við framkvæmdir sem eru atvinnuskapandi, þ.e. sem skapa störf í kjölfar framkvæmda.

Hvert starf í byggingariðnaði er margfalt dýrara en heldur en til dæmis fræðslustörf sem kosta sáralítið utan launakostnaðar en geta örvað atvinnulífið. Markaðsetning í ferðaþjónustu er annað dæmi um tekjuskapandi fjárfestingu.

Lífeyrissjóðina á ekki að nota fyrir stráka sem langar í bílaleik.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.9.2009 kl. 22:55

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er einmitt hluti af arðseminni, Jakobína, að með bættum samgöngum er einmitt hægt að skapa störf, skapa stærri markað, auka hagkvæmni í opinbera geiranum, minna vegaviðhald vegna styttingu leiða, o.s.f.v.

20-30 ár þykir ekki "gríðarlegur tími" í langtíma fjárfestingum. Það þótti það e.t.v. 2007.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.9.2009 kl. 07:47

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón Þorvaldur

Ég fór og las þess skýrslu sem þú vitnar til. Þetta er fróðlegt yfirlit yfir nokkur verkefni hjá Vegagerðinni en niðurstaða skýrslunnar segir mér nákvæmlega ekki neitt. 

Niðurstaðan eru einhverjar hlutfallstölur sem ekki eru skýrðar út hvernig eru fundnar og ég skil ekki hvað þessar hlutfallstölur eru að segja okkur.

Ekki er til dæmis upplýst hvernig haldið var utanum manntímana í þessum verkum sem vitnað er til og ekki upplýst hve margir manntímar fóru í að vinna hvert og eitt þeirra. Skýrsluhöfunar virðast ekki hafa nein gögn um það hve margir manntímar fóru í sérhvert þessara verka sem þarna er verið að vitna til og þar af leiðandi vita skýrsluhöfundar ekki um hve stór hluti umrædds versamningsins fór í að greiða mannalaun.

Þegar menn þekkja ekki fjölda manntíma sem fór í sérhvert þessara verkefna en eru samt sem áður að draga ályktanir eins og ef þessir manntímar væru þekktir þá er eðlilegt að niðurstaðan sé þannig að hvorki ég eða aðrir getum skilið hana.

Í þessari grein minni hér fyrir ofan er ég að gera ráð fyrir að 10% til 15% af kostnaði við jarðgangagerð fari í mannalaun. Þær tölur hef ég úr þeim tilboðum í jarðgöng sem ég hef tekið þátt í að reikna.

Þú mátt vel kalla þessa forsendu mína steypu, ekki skyrrist ég við því, enda hef ég byggt mörg mannvirki sem munu standa um ókomin ár úr því trausta og góða byggingarefni.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.9.2009 kl. 09:21

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband