Þriðjudagur, 23. apríl 2013
Eðlilegt að fjöldi nýrra framboða sé mikill.
Það bera að virða það sem vel er gert og núverandi ríkisstjórn tókst að koma böndum á gengdarlausan hallarekstur ríkisins. Henni tókst hins vegar ekki að klára stóru málin, henni tókst ekki að ljúka viðræðum við ESB, henni tókst ekki að standa við sín kosningaloforð varðandi kvótamálin, hún stóð ekki við loforð um að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og ríkisstjórnin afvegaleiddi þjóðina í Icesave málinu með svo alvarlegum hætti að þjóðarleiðtogar sem verða uppvísir að svo stórfelldum mistökum, slíka þjóðarleiðtoga á ekki að velja á ný til forystu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því ekki valkostur hjá stórum hluta kjósenda í þessum kosningum.
Eftir þær afhjúpanir sem við höfum orðið vitni að í hruninu og nú á árunum eftir hrun og þeirri spillingu sem gróf um sig í samfélaginu í stjórnartíð gömlu hrunaflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þá eru þessir flokkar ekki heldur valkostur í hugum mjög margra kjósenda. Það er þess vegna sem svona mörg framboð líta dagsins ljós í þessum kosningum.Fjöldi fólks treystir sér ekki til að kjósa þá flokka og það fólk sem leitt hefur þjóðina síðustu ár.
Við í Lýðræðisvaktinni eru í þeim hópi. Við erum fólk sem ekki vill kjósa ríkisstjórnarflokkana til valda á ný, hvað þá gömlu hrunaflokkanna. Lýðræðisvaktin býður fram um allt landa og er með mikið mannval á framboðslistum sínum. Vaktstjóri er Þorvaldur Gylfason prófessor, í 1. sæti í Reykjavík norður. Í öðru sæti er Egill Ólafsson tónlistamaður´og í þriðja sæti Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur. Í fyrsta sæti í Reykjavík suður er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og Örn Bárður Jónsson prestur. Bæði sátu í stjórnlagaráði. Í Kraganum eru í tveim efstu sætunum tveir stjórnlagaráðsfulltrúar, þau Lýður Árnason læknir og Ástrós Signýjardóttir stjórnmálafræðingur.Í fyrsta sæti á Suðurkjördæmi er Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður. Í öðru sæti Krístín Ósk Wium, húsmóðir og nemi.
Í fyrsta sæti í Norðvestur kjördæmi er Eyþór Jóvinsson verslunarmaður. Í öðru sæti Lúðvík Kaaber, héraðsdómslögmaður.
Í fyrsta sæti í Norðaustur kjöldæmi er Sigríður Stefánsdóttir f.v. bæjarfulltrúi. Í öðru sæti Þórður Már Jónsson, héraðsdómslögmaður.
Lýðræðisvaktin býður fram trúverðuga lista um land allt þar sem saman er komið mikið að vel menntuðu og hæfileikaríku fólki. Lýðræðisvaktin er án efa eitt trúverðugasta framboð sem fram hefur komið á íslandi um árabil. Sjá nánar hér: http://xlvaktin.is/frambjodendur/
Stefnuskráin okkar er aðgengileg á netinu og heimasíða okkar er xlvaktin.is
Mín helstu áhugamál eru atvinnumálin. Hér töpuðust hátt í 30.000 störf í hruninu og árin eftir hrun. Hér þarf að skapa aðstæður þannig að hér verði til fjöldi nýrra starfa á næstu árum. Fjárfesting í atvinnulífinu hefur undanfarið verið í sögulegu lámarki. Landið er bundið í gjaldeyrishöftum og fyrirséð að á meðan svo er þá verður erlend fjárfesting hér í lágmarki. Þess vegna þarf að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast til atvinnusköpunar.Ég hvet ykkur til þess að horfa til nýju framboðanna í þessum kosningum og að þið gefið þeim tækifæri. Ástandið á Alþingi getur nú varla orðið verra en það er og með því að kjósa fólkið í Lýðræðisvaktinni inn á þing þá mun ástandið þar ekki versna, því get ég lofað ykkur.
Mynd: Dráttarbíll knúinn með metangasi.
Reynt gæti á þanþolið í kosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 18. apríl 2013
Þjóðin styður samningaviðræðurnar við ESB og þjóðin vill fá að úrskurða í málinu.
Í frétt á visir.is í dag segir:
"Ríflega helmingur þjóðarinnar vill að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði kláraðar og samningurinn settur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðjungur landsmanna vill hins vegar draga umsóknina til baka. Þetta kemur fram í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem var gerð dagana 15. til 16. apríl. Spurt var: Hvernig vilt þú að framhaldi aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði háttað? Af þeim sem tóku afstöðu vildu 34 prósent draga umsóknina til baka. 55 prósent vildu klára viðræðurnar og leggja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. 11 prósent vildu gera hlé á viðræðum og og hefja þær ekki aftur nema með samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu".
Við í Lýðræðisvaktinni segjum:
Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar
Rúmenar fresta upptöku evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. apríl 2013
Nú er tíminn til að snúa vörn í sókn í Icesave málinu
Við eigum að fara að vilja þjóðarinnar, vilja sem fram kom í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og við eigum að grípa til eftirfarandi aðgerða:
Stöðva strax allar greiðslur til Breta og Hollendinga.
Stofna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsakar hvers vegna greiddir voru 700 milljarðar í gjaldeyrir út úr þrotabúi Landsbankans þó svo þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslum ítrekað neitað að greiða neitt vegna Icesave nema að undangengnum dómi. Af hverju virti Alþingi og stjórnsýslan þessar þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi og hóf greiðslur áður en dómur féll og borgaði út 700 milljarða í gjaldeyri þvert á skýran vilja þjóðarinnar?
Leitað verði allra leiða til að fá til baka það fé sem þegar hefur verið greitt til Breta og Hollendinga. Íslenskir lífeyrissjóðir og Seðlabanki Íslands eru stórir kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans og væntanlega í hópi fámennra kröfuhafa sem enn eiga sínar upphaflegu kröfur í þrotabúinu. Hitt eru vogunarsjóðir sem keyptu sínar kröfur á hrakvirði og eru að horfa til annarra hluta. Ef sækja á þetta fé til Breta og Hollendinga þá er það Seðlabankinn og lífeyrissjóðirnir sem væntanlega þurfa að gera það.
Gerð verði úttekt á því hve mikið tjón þjóðarinnar er vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu í október 2008 á Landsbankann, Kaupþing, Seðlabanka Íslands og ríkissjóð ásamt því að kyrrsetja gull- og gjaldeyrisvarasjóð landsins sem geymdur var í Morgan Stanley bankanum í London. Samhliða því að forsætis- og fjármálaráðherra Breta kynntu það fyrir fjölmiðlum heimsins að Ísland væri gjaldþrota. Eins það tjón sem Bretar og Hollendingar ollu þjóðinni með því að tefja fyrir afgreiðslu lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.
Enn er eftir að greiða um 500 af þeim 1.200 milljörðum sem óbreytt neyðarlögin skuldbinda þrotabú Landsbankans að greiða til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Gera á þessa greiðslu, þessa 500 milljarða, upptæka og nota þetta fé sem bætur fyrir það tjón sem hryðjuverkalögin ollu þjóðinni og það tjón sem varð vegna dráttar á lánum frá AGS.
Mynd: Á Puerto del Sol í Madrid, maí 2012.
Ísland er fast í fyrsta gír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 15. apríl 2013
Greiðum ekki krónu meira vegna Icesave
Eftir dóm EFTA dómstólsins í Icesave málinu þá er komin upp alveg ný staða. Þess vegna ber að endurskoða þær greiðslur, um 500 milljarða, sem fyrirhugað er að greiða úr þrotabúi Landsbankans til Breta og Hollendinga.
Neyðarlögin voru sett m.a. til að tryggja allar innistæður að fullu. Gjörningur sem er langt umfram öll lög og reglur. Kröfur Breta og Hollendinga fyrir EFTA dómstólnum snérust um lámarksinnistæðurnar, 20.887 ervur per reikning, alls að fjárhæð 700 milljarða. Aldrei var rætt um neitt umfram þessar lágmarksinnistæður fyrir dómnum. Neyðarlögin verða þess hins vegar valdandi að við munum þegar upp er staðið greiða Bretum og Hollendingum um 1.200 milljarða vegna Icesave. Af þessum 1.200 milljörðum standa eftir í dag um 500 milljarðar. Þessa 500 milljarða á að greiða á út á næstu mánuðum og árum, greiða með gjaldeyrir sem þjóðin á mjög takmarkað af.
Í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum hafnaði þjóðin Icesave samningunum. Í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni um Bucheit samninginn var vilji þjóðarinnar alveg skýr. Þjóðin vildi fara dómstólaleiðina og fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort hún væri í ábyrgð fyrir þessum Icesave reikningum eða ekki.
Niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Bucheit samninginn var skýr: Þjóðin vildi ekki borga krónu nema vera dæmd til þess.
Niðurstaðan í dómsmálinu fyrir EFTA dómstólnum er skýr: Þjóðinni ber ekki að borga krónu vegna Icesave og íslenska ríkinu ber ekki að tryggja innistæður á Icesave.
Við eigum að fara að vilja þjóðarinnar, vilja sem fram kom í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og við eigum að grípa til eftirfarandi aðgerða:
Nr. 1 Stöðva strax allar greiðslur til Breta og Hollendinga.
Nr. 2 Stofna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsakar hvers vegna greiddir voru 700 milljarðar í gjaldeyrir út úr þrotabúi Landsbankans þó svo þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslum ítrekað neitað að greiða neitt vegna Icesave nema að undangengnum dómi. Af hverju virti Alþingi og stjórnsýslan þessar þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi og hóf greiðslur áður en dómur féll og borgaði út 700 milljarða í gjaldeyri þvert á skýran vilja þjóðarinnar?
Nr. 3 Leitað verði allra leiða til að fá til baka það fé sem þegar hefur verið greitt til Breta og Hollendinga. Íslenskir lífeyrissjóðir og Seðlabanki Íslands eru stórir kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans og væntanlega í hópi fámennra kröfuhafa sem enn eiga sínar upphaflegu kröfur í þrotabúinu. Hitt eru vogunarsjóðir sem keyptu sínar kröfur á hrakvirði og eru að horfa til annarra hluta. Ef sækja á þetta fé til Breta og Hollendinga þá er það Seðlabankinn og lífeyrissjóðirnir sem væntanlega þurfa að gera það.
Nr. 4 Gerð verði úttekt á því hve mikið tjón þjóðarinnar er vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu í október 2008 á Landsbankann, Kaupþing, Seðlabanka Íslands og ríkissjóð ásamt því að kyrrsetja gull- og gjaldeyrisvarasjóð landsins sem geymdur var í Morgan Stanley bankanum í London. Samhliða því að forsætis- og fjármálaráðherra Breta kynntu það fyrir fjölmiðlum heimsins að Ísland væri gjaldþrota. Eins það tjón sem Bretar og Hollendingar ollu þjóðinni með því að tefja fyrir afgreiðslu lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.
Nr. 5 Enn er eftir að greiða um 500 af þeim 1.200 milljörðum sem neyðarlögin skuldbinda þrotabú Landsbankans að greiða til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Gera á þessa greiðslu, þessa 500 milljarða, upptæka og nota þetta fé sem bætur fyrir það tjón sem hryðjuverkalögin ollu þjóðinni og það tjón sem varð vegna dráttar á lánum frá AGS.
Það er öllum ljóst að íslenski fjórflokkurinn hefur ekki verið að verið að standa vaktina vel í Icesave málinu. Er ekki löngu tímabært að þjóðin gefi fjórflokknum frí í eitt til tvö kjörtímabil og kalli til nýja flokka og nýtt fólk?
Mynd: Íslenski fáninn á Puerto del Sol í Madríd í maí 2012.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 14. apríl 2013
Mikil arðsemi fæst af orkuauðlindunum með sölu á rafmagni í gegnum sæstreng
Við fáum 3 til 4 sinnum hærra verð fyrir orku sem fer á sæstreng til Skotlands en orku sem fer til álvera. Ef lagður er 750 MW sæstrengur til Skotlands þá er opnast möguleiki á að nýta þau 200 MW til 300 MW sem eru í dag til sem varaafl í kerfinu. Uppsett afl á Íslandi er um 2.500 MW. Þetta varaafl er nauðsynlegt að hafa ef upp koma bilanir eða skemmdir, t.d. verða vegna jarðskjálfta / eldgosa eða ef hér koma mörg þurrkaár í röð. Þá verður að vera nægjanlegt vatn í miðlunarlónunum til að geta tekist á við slíkt. Ef lagður er sæstrengur til Skotlands þá eykur það verulega afhendingaröryggi til orkunotenda því þá er hægt að kaupa 750 MW til landsins gegnum strenginn.
Þessi 200 MW til 300 MW getum farið að selja verði slíkur sæstreng lagður því sæstrengurinn mun koma í staðinn fyrir þetta varaafl. Í dag er þetta afl sem við munum aldrei fá neitt fyrir nema til komi strengur. Þetta svarar til tekjum upp á 20 til 30 milljarða á ári. Þetta samsvarar ca. tveim loðnuvertíðum.
Ef spár um hlýnun ganga eftir þá mun á næstu 25 árum rennsli í jökulánum aukast um 10% til 15%. Þetta aukna vatnsmagn í ánum er ekki hægt að nýta nema til komi sæstrengur. Ef tekin er ákvörðun um að leggja sæstreng þá verður farið í að stækka núverandi virkjanir. Það verður gert með því að stækka túrbínur og aðrennslisgöng.
Eins opnast með hærra raforkuverði möguleiki á að setja upp rennslisvirkjanir fyrir aftan núverandi virkjanir, rennslisvirkjanir sem ekki hefur hingað til borgað sig að setja upp því stofnkostnaður hefur verið það hár og raforkuverðið frá þeim því hærra en það sem stóriðja og gróðurhúsabændur eru tilbúnir að greiða. Sömuleiðis opnast möguleiki á framleiðslu á rafmagni í stórum stíl með vindmillum.
Þar fyrir utan liggur fyrir samþykkt Rammaáætlun sem okkar færustu sérfræðingar hafa unnið að í meira en 10 ár og samþykkt var á Alþingi í vor þar sem sátt er um að fara í ákveðna virkjunarkosti. Hörður í Landsvirkjun hefur upplýst að það er ekkert vandamál að sinna hvoru tveggja, núverandi áformum um atvinnuuppbyggingu og útvega rafmagn á 750 MW sæstreng og ég einfaldlega trúi honum Herði þegar hann segir þetta.
Hins vegar þarf að huga að því, t.d. með lækkun virðisaukaskatts á rafmagn ,að sala á rafmagni um sæstreng valdi ekki hækkun á rafmagni til almennings og innlendra fyrirtækja.
Mynd: Alta virkjunin í Alta ánni, Finnmörk, norður Noregi.
Meirihluti á móti frekari álverum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 13. apríl 2013
Lýðræðisvaktin og atvinnumálin
Frjálst framtak og frjáls viðskipti innan lands og út á við eru undirstaða gróandi efnahagslífs. Renna þarf styrkum stoðum undir fjölbreytta útflutningsatvinnuvegi, m.a. sprotafyrirtæki og ferðaþjónustu, með réttri gengisskráningu krónunnar án gjaldeyrishafta.
Lýðræðisvaktin vill hlúa að nýsköpun og virkjun hugmynda frumkvöðla til eflingar íslensku atvinnulífi. Veita þarf sprotafyrirtækjum aðstoð með markaðssetningu og útflutning á íslenskum hugmyndum. Seljum þekkingu okkar á sviði verkfræði, jarðhitanotkunar, hönnunar, vöruþróunar, lyfja og fleiri greinum. Smáfyrirtæki búa jafnan til fleiri störf en stórfyrirtæki
Við viljum nýta auðlindir okkar til nýrrar atvinnustarfsemi. Við viljum virkja orkulindir, innan laga um rammaáætlun, til atvinnusköpunar í smáum og stórum fyrirtækjum, svo fremi sem starfsemi þeirra ógni ekki náttúru eða lífríki landsins. Við viljum gera mjög strangar kröfur um mengunarvarnir og frágang virkjana.
Norðmenn undirbúa frekari sölu á rafmagni um sæstrengi til Evrópu, m.a. til Bretlands. Þeir stefna að því að eftir aldarfjórðung verði gjaldeyristekjur af rafmagnssölu meiri en tekjur af olíuvinnslu. Landsvirkjun vinnur nú að hagkvæmisathugun á lagningu sæstrengs frá Íslandi til Skotlands. Með sölu á rafmagni um sæstreng má auka verulega þann arð við fáum af orkuauðlindum okkar. Gæta þarf þess að slík sala bitni ekki á innlendum neytendum orkunnar ne trufli uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Að selja rafmagn frá Íslandi um sæstreng er eitt af þeim verkefnum sem ber að skoða af fyllstu alvöru.
Mynd: Íslenskir tæknimenn, smiðir og verkamenn að vinna við gerð jarðganga í Noregi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 12. apríl 2013
Formaður Samfylkingarinnar reitir líka fylgið af sínum flokki
Árna Páls lögin er skýr vitnisburður um það hvernig fjármálastofnanir, ríkisstjórn og Alþingi sátu um skuldug heimili landsins árin eftir hrun. Lögin setti Árni Páll, núverandi formaður Samfylkingarinnar, þegar hann var efnahagsráðherra, 18. des 2010. Árna Páls lögin voru sett í framhaldi af dómi Hæsturéttar þegar gengislán voru dæmd ólögleg. Árna Páls lögin voru sett í þeim tilgangi einum að minnka útlánatap bankana vegna þessa dóms. Samkvæmt Árna Páls lögunum áttu samningsvextir á lánunum ekki að gilda heldur skildi reikna vexti á þessum lánum eftir vöxtum Seðlabankans á óverðtryggðum útlánum. Þau lán sem bankarnir buðu í framhaldi og skildu koma í stað gengisánna voru í flestum tilfellum þannig að mánaðarlegar afborganir af þeim og heildargreiðsla var hærri en af óbreyttum gengislánum. Ljóst var frá upphafi að það yrði látið reyna á vaxtaákvæði Árna Páls laganna fyrir dómi. Hæstiréttur dæmdi þennan gjörning Árna Páls ólöglegan tæpum tveim árum eftir að þau voru sett, 18. okt. 2012. Alþingi ákvað þá að hætta þessum slag við heimilin og Hæstarétt og lét dóminn standa án frekari lagasetninga. Í dag hafa þeir sem tóku gengistryggð lán verið á síðustu mánuðum og misserum að njóta endurgreiðslna af bílalánum sínum og húsnæðislánum þar sem höfuðstóll lækkar um allt að 50%. Á þessum tveim árum sem dróst að gera upp gengislánin vegna Árna Páls laganna hafa margir misst íbúðir sínar og eignir, íbúðir og eignir sem þetta fólk hefði ekki misst ef höfuðstóll erlendu lánanna hefði verið skrifaður niður tveimur árum fyrr.
110% leiðin
110% leiðin er annað dæmi um hvernig setið var um skuldug heimilin. Til þess að bankar þyrftu að afskrifa sem minnst af lánum sínum til skuldsettustu heimilanna þá var Lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur hafnað og Árni Páll bjó til 110% leiðina. Leið sem gerði bönkunum kleyft að teygja sig enn lengra í innheimtuaðgerðum sínum með því að "halda lífi" í lántakendum sem annars hefðu lýst sig gjaldþrota og bankarnir tapað kröfum sínum að fullu. 110% leiðin er fyrir bankana, ekki heimilin. Af hverju var þessu fólki ekki einfaldlega gefinn kostur á því að ganga út og skilja lyklana eftir?
Verðtryggðum lánum breytt og þau bundin launavísitölu í stað lánskjaravísitölu
Þriðji nöturlegi gjörningur Árna Páls gegn skuldugum heimilum landsins var þegar hann ákvað einhliða 2011 að breyta grundvelli verðtryggðra lána þannig að lánin verða bundin launavísitölu en ekki lánskjaravísitölu. Árið 2011 voru laun í sögulegu lámarki en verð á innfluttum vörum hátt, þ.e. kaupmáttur var í sögulegu lámarki. Launamenn munu á næstu árum og áratugum sækja tapaðan kaupmátt sinn og þegar kaupmáttur eykst þá munu lán tengd launum / launavísitölu hækka meir en lán tengd verðlagi / lánskjaravísitölu. Margir sáu í gegnum þennan gjörning Árna Páls og kröfðust þess að lán þeirra yrðu áfram miðuð við óbreytta vísitölu. Það er hins vegar ljóst að meirihluti skuldsettra heimila landsins áttaði sig ekki á þeim snúningi sem var verið að taka á þeim. Efalaust munu margir hugsa hlýlega til Árna Páls á komandi árum þegar lán tengd launavísitölu eru orðin töluvert hærri en lán tengd lánskjaravísitölunni.
Er ekki löngu tímabært að gefa fjórflokknum frí frá störfum í eitt til tvö kjörtímabil? Er ekki nóg komið?
Lýðræðisvaktin vill lækka verðtryggðar skuldir heimilanna. Það viljum við gera á ábyrgan hátt þegar staða ríkissjóðs og bankana liggur fyrir þannig að ekki hljótist meira tjón en gagn af þeim aðgerðum sem gripið verður til. En verðtryggðu lánin ætlum við færa niður.
Meiri líkur á vinstristjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 8. apríl 2013
Skv. könnun á Bylgjunni í dag þá er Lýðræðisvakin komin í 5%.
Í könnun á Bylgjunni , Reykjavík síðdegis, sem birt var í dag, könnun þar sem 12.728 tóku þátt þá var Lýðræðisvaktin með 5%. Afhroð stjórnarflokkanna er mikið.
32% - Framsókn
22% - Sjálfstæðisflokkur
10% - Samfylking
7% - Píratar
5% - Lýðræðisvaktin
5% - Flokkur heimilanna
5% - Hægri grænir
5% - Björt framtíð
4% - Dögun
4% - Vinstri grænir
Aðrir minna.
Sunnudagur, 7. apríl 2013
Umsátrið um skuldsett heimili landsins
Skjaldborgin sem ríkistjórnin lofaði að reisa um heimili landsins, sú skjaldborg var aldrei reist. Þvert á móti hafa ríkisstjórn, Alþingi og fjármálastofnanir staðið fyrir umsátri um skuldsett heimili landsins. Umsátri þar sem fjármálastofnunum hefur verið verið gert kleyft að taka hvern snúninginn af öðrum á skuldsettum heimilum landsins. Í þessu umsátri hefur Hæstiréttur Íslands verið þeirra eina brjóstvörn.
Árna Páls lögin er skýr vitnisburður um það hvernig fjármálastofnanir, ríkisstjórn og Alþingi sátu um skuldsett heimili landsins. Lögin setti Árni Páll, núverandi formaður Samfylkingarinnar, þegar hann var efnahagsráðherra, 18. des 2010. Árna Páls lögin voru sett í framhaldi af dómi Hæsiréttar þegar gengislán voru dæmd ólögleg. Árna Páls lögin voru sett í þeim tilgangi einum að minnka útlánatap bankana vegna þessa dóms. Samkvæmt Árna Páls lögunum áttu samningsvextir á lánunum ekki að gilda heldur skildi reikna vexti á þessum lánum eftir vöxtum Seðlabankans á óverðtryggðum útlánum. Þau lán sem bankarnir buðu í framhaldi og skildu koma í stað gengislána voru í flestum tilfellum þannig að mánaðarlegar afborganir af þeim og heildargreiðsla var hærri en af óbreyttum gengislánum. Ljóst var frá upphafi að það yrði látið reyna á vaxtaákvæði Árna Páls laganna fyrir dómi. Hæstiréttur dæmdi þennan gjörning Árna Páls ólöglegan tæpum tveim árum eftir að þau voru sett, 18. okt. 2012. Alþingi ákvað þá að hætta þessum slag við heimilin og Hæstarétt og lét dóminn standa án frekari lagasetninga. Í dag hafa þeir sem tóku gengistryggð lán verið á síðustu mánuðum og misserum að njóta endurgreiðslna af bílalánum sínum og húsnæðislánum þar sem höfuðstóll lækkar um allt að 50%. Á þessum tveim árum sem dróst að gera upp gengislánin vegna Árna Páls laganna hafa margir misst íbúðir sínar og eignir, íbúðir og eignir sem þetta fólk hefði ekki misst ef höfuðstóll erlendu lánanna hefði verið skrifaður niður tveimur árum fyrr.
110% leiðin
110% leiðin er annað dæmi um hvernig setið var um skuldsett heimilin. Til þess að bankar þyrftu að afskrifa sem minnst af lánum sínum til skuldsettustu heimilanna þá var Lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur hafnað og Árni Páll bjó til 110% leiðina. Leið sem gerði bönkunum kleyft að teygja sig enn lengra í innheimtuaðgerðum sínum með því að "halda lífi" í lántakendum sem annars hefðu lýst sig gjaldþrota og bankarnir tapað kröfum sínum að fullu. 110% leiðin er fyrir bankana, ekki heimilin. Af hverju var þessu fólki ekki einfaldlega gefinn kostur á því að ganga út og skilja lyklana eftir?
Verðtryggðum lánum breytt og þau bundin launavísitölu í stað lánskjaravísitölu
Þriðji nöturlegi gjörningur Árna Páls gegn skuldugum heimilum landsins var þegar hann ákvað einhliða 2011 að breyta grundvelli verðtryggðra lána þannig að lánin verða bundin launavísitölu en ekki lánskjaravísitölu. Árið 2011 voru laun í sögulegu lámarki en verð á innfluttum vörum hátt, þ.e. kaupmáttur var í sögulegu lámarki. Launamenn munu á næstu árum og áratugum sækja tapaðan kaupmátt sinn og þegar kaupmáttur eykst þá munu lán tengd launum / launavísitölu hækka meir en lán tengd verðlagi / lánskjaravísitölu. Margir sáu í gegnum þennan gjörning Árna Páls og kröfðust þess að lán þeirra yrðu áfram miðuð við óbreytta vísitölu. Það er hins vegar ljóst að meirihluti skuldsettra heimila landsins áttaði sig ekki á þeim snúningi sem var verið að taka á þeim. Efalaust munu margir hugsa hlýlega til Árna Páls á komandi árum þegar lán tengd launavísitölu eru orðin töluvert hærri en lán tengd lánskjaravísitölunni.
Er ekki löngu tímabært að gefa fjórflokknum frí frá störfum í eitt til tvö kjörtímabil? Er ekki nóg komið?
Lýðræðisvaktin vill lækka verðtryggðar skuldir heimilanna. Það viljum við gera á ábyrgan hátt þegar staða ríkissjóðs og bankana liggur fyrir þannig að ekki hljótist meira tjón en gagn af þeim aðgerðum sem gripið verður til. En verðtryggðu lánin ætlum við færa niður.
Dugar fyrir skuldaleiðréttingu og meiru til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 6. apríl 2013
Verða "Árna Páls lögin" og "110% leiðin" grafskrift Samfylkingarinnar?
Með "Árna Páls lögunum" var reynt að hafa hundruð milljarða af skuldugum heimilum landsins með lögbrotum sem Hæstiréttur á endanum stöðvaði.
Með "110% leiðinni" hans Árna Páls fóru þeir skuldsettustu úr öskunni í eldinn.
Þegar Árni Páll breytti einhliða vísitölunni á öllum verðtryggðum lánum úr því að vera bundin lánskjaravísitölu yfir í að vera bundin launavísitölu þá var verið að taka snúning á skuldsettum heimilum landsins. Með þessum gjörningi þá var verið að plata skuldug heimili landsins til að pissa í skóinn sinn. Hlítt fyrst en svo kemur kuldinn fyrir alvöru.
Þrátt fyrir fögur fyrirheit og ég efa ekki góðan vilja margra þingmanna og ráðherra Samfylkingarinnar, þá verður ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur ekki minnst fyrir aðgerðir hennar í skuldavanda heimilanna.
"Árna Páls lögin" er skýrasti vitnisburður þess að hagsmunir bankana voru teknir fram yfir hagsmuni heimilanna. Lögin setti Árni Páll, núverandi formaður Samfylkingarinnar, þegar hann var efnahagsráðherra, 18. des 2010. "Árna Páls lögin" voru sett í framhaldi af dómi Hæstiréttar þar sem gengislánin voru dæmd ólögleg. "Árna Páls lögin" voru sett í þeim tilgangi einum að minnka útlánatap bankana vegna þessa dóms. Samkvæmt "Árna Páls lögunum" áttu samningsvextir á þessum lánum ekki að gilda heldur skildu vextir á þeim vera sömu og vextir Seðlabankans á óverðtryggðum útlánum. Endurreiknuð gengislán sem bankarnir buðu og miðuðust við "Árna Páls lögin" voru í flestum tilfellum þannig að mánaðarlegar afborganir af þeim og heildargreiðsla var hærri en af óbreyttum gengislánunum. Ljóst var frá upphafi að það yrði látið reyna á vaxtaákvæði "Árna Páls laganna" fyrir dómi. Hæstiréttur dæmdi þennan gjörning Árna Páls tveim árum síðar ólöglegan, 18. okt. 2012. Þegar dómsmálin um "Árna Páls lögin" stóðu sem hæst. þann 31. des 2011, hrökklaðist Árni Páll úr ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og hverfur á braut úr ráðuneytinu með ráðgjöfum sínum, ráðgjöfum sem höfðu ráðið honum svo "heilt" í hans ráðherratíð. "Árna Páls lögin" urðu þess valdandi að uppgjör á öllum erlendum lánum drógst um meira en tvö ár. Eftir að Hæstiréttur dæmdi "Árna Páls lögin" ólögleg þá átti ríkistjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sinn besta leik fyrir skuldug heimili landsmanna. Ríkistjórnin ákvað að gera ekki neitt og lét dóminn standa. Í dag hafa þeir sem tóku gengistryggð lán verið á síðustu mánuðum og misserum að njóta endurgreiðslna af bílalánum sínum og húsnæðislánum þar sem höfuðstóll lækkar um allt að 50%. Og merkilegt nokk, bankarnir blómstra sem aldrei fyrr þrátt fyrir það. "Árna Páls lögin" töfðu hins vegar þetta uppgjör um tvö ár. Þessi dráttur hefur kostað marga einstaklinga mikið. Á þessum tveim árum hafa margir misst íbúðir sínar og eignir, íbúðir og eignir sem þetta fólk hefði ekki misst ef höfuðstóll erlendu lánanna hefði verið skrifaður niður um 50% fyrir tveimur árum.
Til þess að bankar þyrftu að afskrifa sem minnst af lánum sínum til skuldsettustu heimilanna þá var 110% leiðin hönnuð. Lyklafrumvarpi Lilju Mósesdóttur var hafnað og 110% leiðin valin. Leið sem gerði bönkunum kleyft að teygja sig enn lengra í innheimtuaðgerðum sínum með því að "halda lífi" í lántakendum sem annars hefðu lýst sig gjaldþrota og bankarnir tapað kröfum sínum að fullu. 110% leiðin er fyrir bankana, ekki heimilin. Af hverju var þessu fólki ekki einfaldlega gefinn kostur á því að ganga út og skilja lyklana eftir?
Þriðji nöturlegi gjörningur Árna Páls gegn skuldugum heimilum landsins var þegar hann ákvað einhliða að breyta grundvelli allra verðtryggðra lána í landinu þannig að lánin eru ekki miðuð við lánskjaravísitölu heldur launavísitölu. Þessi breyting var gerð einhliða með lagabreytingu, 2011, þegar laun voru í sögulegu lámarki en verð á innfluttum vörum hátt, þ.e. kaupmáttur var í sögulegu lámarki. Launamenn munu á næstu árum og áratugum sækja tapaðan kaupmátt sinn. Þegar kaupmáttur eykst þá munu lán tengd launavísitölu hækka meir en lán tengd verðlagi / lánskjaravísitölu. Út á þetta gengur þessi snúningur bankana. Þeir munu græða meira í framtíðinni á lánum tengd launavísitölunni en lánum tengd lánskjaravísitölunni. Þessi glaðningur frá Árna Páli mun bíða skuldsettra heimila þegar atvinnulífið fer að ná sér á strik og laun fara að hækka umfram verðlag. Margir sáu í gegnum þennan gjörning Árna Páls og bankana og hlupu til og kröfðust þess að lán þeirra yrðu áfram miðuð við óbreytta vísitölu, það er lánskjaravísitöluna. Það er hins vegar ljóst að meirihluti skuldsettra heimila landsins áttaði sig ekki á þeim snúningi sem bankarnir voru að taka á þeim og efalaust munu margir hugsa hlýlega til Árna Páls á komandi áratugum þegar lánin þeirra eru orðin töluvert hærri en gömlu lánskjaravísitölulánin.
Það er ekki beint akkur fyrir Samfylkinguna að fara nú í kosningabaráttu þar sem eitt aðal kosningamálið er skuldavandi heimilanna með Árna Pál sem formann, mann sem annað tveggja skildi aldrei hvað hann var að gera þegar hann var efnahagsráðherra og lét ráðgjafa sína ráða för eða Árni Páll hreinlega barðist fyrir hagsmunum bankana og aðstoðaði bankana við að taka hvern snúninginn af öðrum á skuldugum heimilum landsins.
Telur Samfylkingin virkilega að einhver sá sem skuldar bíla- eða íbúðalán eða einhver sem þekkir einhvern sem skuldar bíla- eða íbúðalán muni kjósa Samfylkinguna?
Lýðræðisvaktin vill lækka verðtryggðar skuldir heimilanna. Það viljum við gera á ábyrgan hátt þegar staða ríkissjóðs og bankana liggur fyrir þannig ekki hljótist meira tjón en gagn af þeim aðgerðum sem gripið verður til. En þessi verðtryggðu lán ætlum við færa niður.
Tillögur Framsóknar valda bólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.4.2013 kl. 00:04 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 4. apríl 2013
Gjaldeyristekjur Norðmanna af sölu rafmagns verða meiri en olíutekjurnar eftir 25 ár
Norðmenn undirbúa nú lagningu á sæstrengjum til Þýskalands, Bretlands og Danmerkur ásamt loftlínum til Svíþjóðar og Finnlands. Gera þeir ráð fyrir að eftir 25 ár verði gjaldeyristekjur af sölu á rafmagni meiri en tekjurnar af olíuvinnslunni. Er þó gert ráð fyrir að tekjur af olíuvinnslu verði svipaðar og nú er.
Það er hægt að fara ýmsar leiðir til að afla gjaldeyristekna. Ein af þeim leiðum sem Norðmenn hafa valið er að bjóða nágrönnum sínum upp á græna raforku.
Við Íslendingar höfum mikla þörf á að auka gjaldeyristekjur okkar. Ein leiðin er enn meiri skattlagning á þá ferðamenn sem hingað koma. Þegar hefur verið hækkaður virðisaukaskattur á hótelgistingu og stöðugt eru umræður um að taka gjald á ferðamannastöðum.
Sú leið sem Norðmenn eru að fara með lagningu á sæstrengjum til nágranna sinna er leið sem okkur Íslendingum stendur líka til boða með því að leggja sæstreng til Skotlands. Með slíkri tenginu þá er hægt að nýta 200MW til 300MW sem í dag eru ónýtt í kerfinu sem varaafl. Tekjurnar sem við njótum ekki vegna þessa nema 20 ma. til 30 ma. á ári. Þessa orku getum að aldrei selt nema slík tengin komi til og hægt verður að kaupa rafmagn hingað heim, þau ár sem þörf er á varaafli, t.d vegna mikilla bilana eða eftir mörg þurrkaár. Til viðbótar þarf að virkja 400MW til 600MW en rætt er um 750MW til 1.000MW tengingu.
Til að leysa það verkefni þá koma ýmsar lausnir til greina því virkjanakostir sem hingað til hefur ekki verið hagkvæmt að fara í verða nú hagkvæmir þegar tvöfallt til fjórfallt verð er greitt fyrir raforkuna. Til að virkja fyrir sæstreng þá koma til greina rennslisvirkjanir fyrir aftan núverandi virkjanir, stækkun hverflanna í núverandi virkjunum og vindrafstöðvar auk þeirra virkjanakosta sem sátt eru um skv. Rammaáætlun að virkja.
Meðfylgjandi mynd birti Erik Skjelbred, einn af yfirmönnum Statnett í Noregi í fyrirlestri sínum á ráðstefnu um sæstreng frá Íslandi til Skotlands sem haldinn var á vegum Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins í Hörpu 26. feb. sl. Þar sjást núverandi sæstrengir og fyrirhugaðar tengingar, merkt sem punktalínur.
Við í Lýðræðisvaktinni viljum skoða með opnum huga möguleikann á sæstreng til Skotlands.
Ástæða að skoða upptöku gjalds | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:16 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 4. apríl 2013
Skorið niður í heilbrigðisþjónustu en ekkert í mannahaldi hjá hinu opinbera
Frá hruni hefur fjöldi opinberra starfsmanna nánast staðið í stað. Starfsmönnum hefur fækkað lítillega hjá ríkinu en fjölgað að sama skapi hjá sveitarfélögum. Ef talin er saman fjöldi þeirra starfsmanna sem vinna hjá ríki, sveitarfélögum og stofnunum og fyrirtækjum sem þau eiga eða reka þá er starfsmannafjöldinn sá sami nú og var fyrir hrun, um 70.000 starfsmenn. Á vinnumarkaði eru um 167.000 manns. Þetta samsvarar því að í dag eru 42% þeirra sem eru á vinnumarkaði í vinnu hjá hinu opinbera.
Á sama tíma og stjórnvöld / fjórflokkurinn fækkaði ekkert í hópi opinberra starfsmanna, ekki einu sinni með því að ráða ekki inn nýja fyrir þá sem hætta, á sama tíma þá hafa stjórnvöld ráðist stanslaust að heilbrigðisþjónustunni.
Er þetta sú forgangsröðun sem við viljum?
Skera niður þjónustu eins og heilbrigðisþjónustuna en fjölga á sama tíma opinberum starfsmönnum á öðrum stöðum í kerfinu?
Er ekki löngu tímabært að gefa fjórflokknum frí í eitt til tvö kjörtímabil og fá inn nýtt fólk og nýjar áherslur við stjórn landsins?
Farin fram af bjargbrúninni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 3. apríl 2013
Brennuvargar eiga ekki að taka að sér slökkvistörf...
Fyrir kosningarnar í maí 2003 var þetta helsta loforð Framsóknarflokksins, 90% íbúðalán. Bankarnir voru um þetta leiti að fikra sig inn á íbúðalánamarkaðinn. Þegar þetta kosningaloforð Framsóknar kom vöruðu bankarnir við. Bankarnir sögðu á þeim tíma þetta loforð íbúðalánasjóðs / ríkisins myndi setja þennan markað úr skorðum. Bankastjóri Kaupþings sagði í viðtali á þessum tíma að bankarnir ættu þess engan annan kost en bjóða það sama og íbúðalánasjóður / ríkið ætluðu þeir sér að vera á þessum markaði.
Það er hins vegar rétt að eins og mál þróuðust varð Íbúðalánasjóður ekki valkostur fyrir almenna lántakendur því Íbúðalánasjóður valdi að gerast heildsölubanki. Heildsölubanki sem lánaði hinum bönkunum og öllum Sparisjóðunum landsins þannig að þessir aðilar sæju um að veita einstaklingum íbúðalán.
Bankarnir og sparisjóðirnir urðu á þessum árum smásöluaðilar fyrir íbúðalánasjóð. Með öðrum orðum, íbúðalánasjóður / ríkið var á bólakafi í þessu sukki og fjármagnaði öll herlegheitin.
Staða þeirra sem í dag eru illa staddir vegna íbúðakaupa má og verður á skrifa á brennuvargana, þá sem settu þessa bólu í gang með rugluðum kosningaloforðum í aðdraganda kosninganna 2003. Kosninga sem komu formanni Framsóknarflokksins, Halldóri Ásgrímssyni, í forsætisráðherrastólinn í 2 ár á kjörtímabilinu 2003 til 2007.
Húsnæðisbóluna og sukkið í tengslum við hana er alfarið Framsóknarflokksins og blindri valdagræðgi formanns Framsóknarflokksins á þeim tíma, formanni sem var til í hvað sem var og til í að lofa hverju sem var fyrir meiri völd.
Og nú koma framsóknarmenn með nýjan formann og ætla aftur að ná í sömu atkvæðin hjá sama fólkinu með því að blekkja þetta sama fólk til að trúa því að þeir geti látið lánin hverfa...
Kosningabaráttan framundan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:21 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 29. mars 2013
Alþingi braut samfélagssáttmálann með afgreiðslu stjórnarskrármálsins.
Í fyrsta sinn frá Lýðveldisstofnun horfum við Íslendingar upp á það að Alþingi Íslendinga fer ekki að vilja meirihluta kjósenda. Vilja sem fram kom í löglegri þjóðaratkvæðagreiðslu um að hér ætti að taka upp nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna Stjórnlagaráðs.
Alþingi valdi að hunsa löglega þjóðaratkvæðagreiðslu og vilja þjóðarinnar við afgreiðslu málsins nú í vikunni.
Aldrei áður hefur Alþingi virt vilja meirihluta þjóðarinnar að vettugi.
Aldrei áður hefur þjóðin mætt á kjörstað, kosið í löglegri kosningu og látið vilja sinn í ljós, vilja sem Alþingi gerir síðan ekkert með.
Aldrei áður hefur þjóðin orðið vitni að því að Alþingi hefur neitað að fara eftir niðurstöðum löglegrar kosninga.
Hvað svo sem mönnum kann að finnast um drög að nýrri stjórnarskrá eða einstök ákvæði hennar þá búum við í lýðræðisríki og okkur ber að fara að reglum lýðræðisins.
Alþingi bar að fara að eftir niðurstöðum löglegrar þjóðaratkvæðagreiðslu og leggja drögin í heild sinni fyrir þingið og samþykkja.
Sú braut sem Alþingi hefur nú markað er eitthvert alvarlegasta brot á samfélagssáttmálanum sem sem átt hefur sér stað frá Lýðveldisstofnum.
Sú braut sem Alþingi hefur nú markað með því að hunsa löglega þjóðaratkvæðagreiðslu mun leiða upplausn og eyðileggingu yfir þetta samfélag. Við megum ekki halda áfram á þessari braut.
Fjórflokkurinn er orðinn veruleikafirrtur og hömlulaus og það verður að stöðva þetta fólk áður en það veldur enn meiri skaða á þessu samfélagi.
Myndir: Frá Þjóðfundi 2010.
Traust á Alþingi en ekki þingmönnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 27. mars 2013
Rýmri strandveiðiheimildir og allan fisk á markað
Úttekt á strandveiðum hefur sýnt að þær eru umhverfisvænar og lyftistöng fyrir sjávarþorpin. Ennfremur virðast veiðar með krókum ekki hafa umtalsverð áhrif á fiskistofna. Því teljum við rétt að auka þessar veiðar umtalsvert frá því sem nú er, a.m.k. um helming, og endurskoða síðan árangurinn að tveimur árum liðnum.
Tillögur Lýðræðisvaktarinnar eru þessar:
- 63 veiðidagar á ári
- Fjórar rúllur á hvern bát
- Hver einstaklingur má aðeins eiga einn bát eða hlut í honum
- Auðlindagjald greitt við löndun og upphæðin sú sama og í öðrum útgerðarflokkum
Við viljum allan fisk á markað svo fiskvinnslur sitji við sama borð hvað fiskverð snertir og sjómenn hvað aflahlut snertir.
Mánudagur, 25. mars 2013
Skoðum sölu á rafmagni um sæstreng til Bretlands af fyllstu alvöru.
Norðmenn undirbúa enn frekari sölu á rafmagni um sæstrengi til Evrópu, m.a. til Bretlands. Norðmenn stefna að því að eftir aldarfjórðung verði gjaldeyristekjur af rafmagnssölu meiri en tekjur af olíuvinnslu.
Landsvirkjun vinnur nú að hagkvæmisathugun á lagningu sæstrengs frá Íslandi til Skotlands. Með sölu á rafmagni um sæstreng má auka verulega þann arð við fáum af orkuauðlindum okkar. Að selja rafmagn frá Íslandi um sæstreng er eitt af þeim verkefnum sem ber að skoða af fyllstu alvöru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:21 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 19. mars 2013
61% þjóðarinnar vill halda áfram samningum og aðlögun landsins að ESB.
Samkvæmt nýjustu skoðunarkönnun á afstöðu kjósenda til samninga og aðlögunar að ESB þá vill tæplega 2/3 hluti landsmanna að þeim samningum og þeirri aðlögun verði haldið áfram.
Þessari stöðu ber að fagna. Því ber að fagna að þjóðin ætlar að taka þetta mál í sínar hendur. Nú liggur ljóst fyrir að:
- Meiri hluti kjósend vill ekki að örfáir fulltrúar fjórflokksins á þingi fái því ráðið hvernig þessu mikla deilumáli er ráðið til lykta.
- Meiri hluti kjósenda vill að þjóðin sjálf fái að úrskurða í þessu máli eftir að samningum er lokið og allar upplýsingar eru þar með komnar upp á borðið.
Er hægt að ljúka þessu stærsta máli okkar tíma á lýðræðislegri hátt?
- Þeir flokkar sem vilja hætta viðræðunum og koma með því í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um það hvort hún vilji ganga í ESB og taka upp evru, þeir flokkar eru að gefa lýðræðinu langt nef.
- Þeir flokkar gefa í raun lítið fyrir lýðræði og eru að gefa þá yfirlýsingu að þeir vilja ekki aðkomu almennings þegar kemur að því að taka ákvarðanir í okkar stærstu málum.
Eru það þannig flokkar og þannig fólk sem við viljum halda áfram að styðja til valda á Alþingi?
Eru það þannig vinnubrögð sem við viljum að viðhöfð verði um ókomin ár á Alþingi?
Nei takk, segi ég.
Ég vel Lýðræðisvaktina, sjá hér.
Þar segir meðal annars:
Við viljum
- Að ákvörðun um inngöngu í ESB verði ekki tekin nema í bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár
Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
- Ljúka samningaviðræðum við ESB
Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar
Kosið verði um ESB 27. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:07 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 9. mars 2013
Helmingur þjóðarinnar vill halda áfram aðlögunarferlinu að ESB, skv. Capacent Gallup.
Það kemur mér á óvart að helmingur þjóðarinnar skuli vera svona jákvæður gagnvart aðild að ESB. Að helmingur landsmanna vill halda áfram núverandi aðlögunarferli þjóðarinnar að Sambandinu og að helmingur þjóðarinnar vill fá að kjósa um það hvort við göngum í ESB og tökum upp evru.
Tölur sem sýna einhverja 70/30 skiptingu um hvort fólk vill ganga í Sambandið núna án þess að hafa séð eða kynnt sér til hlýtar málið og samninginn, þær tölur eru ekki marktækar.
Það sem skiptir máli er þetta: "Þegar spurt var út í viðhorf til aðildarviðræðna kemur í ljós að 43,5% eru andvíg því að stjórnvöld dragi aðildarumsókn að Evrópusambandinu til baka en 44,6% fylgjandi. Munurinn þarna á milli er ekki tölfræðilega marktækur".
Ég skil nú í ljósi þess að helmingur þjóðarinnar vill halda aðlögunarferlinu að ESB áfram að andstæðingar ESB eru að fara af hjörunum og eru að heimta að sendiráðsskrifstofum sé lokað og annan álíka barnaskap.
Er ekki nokkuð ljóst að Evrópulestin verður ekki stöðvuð úr þessu? Ef farið verður út í þá vitleysu að boðað til kosninga um hvort haldi eigi kosningar um að halda aðildarferlinu áfram, þá, miðað við þessa könnun Capacent Gallup, er ég sannfærður um að við aðilarsinnar vinna þær kosningar.
Þegar kemur að kosningum um sjálfa aðildina þá verður bara spurt:
Vilt þú áframhaldandi verðtryggingu, óðaverðbólgu og hæstu vexti í Evrópu eða vilt þú lága vexti og stöðugt verðlag?
Og þær kosningar veit ég að við aðildarsinnar vinnum.
Meirihluti áfram andsnúinn aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:35 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 9. mars 2013
Áherslur Lýðræðisvaktarinnar í utanríkis- og Evrópumálum eru skýrar.
Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ljúka samningaviðræðum við ESB
Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar
Gæta hagsmuna Íslands í hafréttarmálum
Við viljum hafa vakandi auga með landgrunninu umhverfis Ísland og gera tilkall til hlutdeildar í alþjóðlegum hafsvæðum á norðurslóðum. Málið er brýnt vegna þess að hlýnun loftslags og sjávar opnar nýjar leiðir og aðgang að auðlindum í framtíðinni.
Að aðild að stríði verði háð samþykki þings og þjóðar
Það má aldrei aftur verða að tveir ráðherrar ákveði upp á sitt eindæmi að gera Ísland að þátttakanda í stríði án þess að Alþingi fái rönd við reist.
Vinna með öðrum þjóðum að friði
Ísland er herlaust land. Herskyldu má aldrei í lög leiða eins og kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Okkur ber að vinna að friði og hagsæld á vettvangi alþjóðastofnana, sem Ísland er aðili að.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 6. mars 2013
Er þetta það besta sem fram hefur komið varðandi nýtingu auðlindanna?
"Með fullri virðingu fyrir öllum tillögum sem áður hafa komið fram varðandi nýtingu og nýtingarrétt á sameiginlegum auðlindum, þá er þetta, með miklum yfirburðum, það besta sem komið hefur fram" segir Þórður Már Jónsson , Attorney at Law at Lagaráð lögfræðiþjónusta á vef Lýðræðisvaktarinnar.
Hér eru þessi stefnumál sem fengu Þór Má Jónsson til að taka svona til orða:
Setja lög um eignarhald og nýtingu auðlinda í samræmi við ákvæði nýrrar stjórnarskrár um auðlindir í þjóðareign
Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.
Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar.
Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi.
Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum.
Tryggja að nýtingarrétti auðlinda í þjóðareigu sé úthlutað á jafnræðisgrundvelli, gegn fullu gjaldi og til hóflegs tíma í senn
Lýðræðisvaktin krefst þess að jafnræðis verði ávallt gætt við úthlutun nýtingarréttar sameiginlegra auðlinda. Gætt verði fyllsta jafnræðis við úthlutun aflaheimilda í framtíðinni í stað þess forréttindakerfis sem verið hefur við lýði. Engin þörf er á því að innkalla aflaheimildir eða semja sérstaklega um þær vegna þess að ríkið úthlutar þeim árlega: Einungis þarf að gæta jafnræðis við næstu úthlutun. Í lögum um stjórn fiskveiða stendur að úthlutun aflaheimilda myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði yfir þeim. Í lögum um samningsveð er skýrt tekið fram að óheimilt sé að veðsetja aflaheimildir. Samkvæmt dómum Hæstaréttar er einnig ljóst að enginn eignarréttur hefur myndast á aflaheimildum. Í gegnum tíðina hefur ríkisvaldið margoft breytt úthlutunarreglum án þess að útgerðarmenn hafi brugðist við. Það undirstrikar þá staðreynd að ríkið setur reglur um úthlutun aflaheimilda og getur hvenær sem er breytt þeim. Komi til málsókna vegna þessa skal þeim mætt af fullum þunga.
Fullt gjald er ígildi markaðsgjalds sem þýðir að ríkið hámarkar auðlindaarð sinn í þágu almannahags. Tímalengd nýtingarréttar getur verið mismunandi milli auðlinda og jafnvel innan sömu auðlindar og því er hóflegur tími tilgreindur.
Að landsmenn uppskeri arðinn af eigin auðlindum
Arður af fiskveiðum á Íslandi árin 2009 og 2010 nam alls 92 milljörðum króna. Af þeirri upphæð fékk íslenska ríkið í sinn hlut þrjá milljarða króna. Það eru rúmlega 3%. Samkvæmt nýju fiskveiðistjórnunarfrumvarpi á að festa úthlutun aflaheimilda til núverandi kvótahafa næstu 20 ár. Að óbreyttum arði gerir það 920 milljarða fyrir þá, 30 milljarða fyrir þjóðina. Fyrir utan hróplega misskiptingu mun þetta kalla yfir okkur samfélagslegt misgengi með tilheyrandi spillingu. Þessu hafnar Lýðræðisvaktin.
Halda opinberum orkufyrirtækjum í almannaeigu: Landsvirkjun verður ekki seld
Nýfengin reynsla okkar af sölu ríkisfyrirtækja hefur ekki verið góð. Lýðræðisvaktin vill því standa vörð um þau fyrirtæki sem enn eru í opinberri eigu og flana ekki að neinu. Lýðræðisvaktin er hlynnt einkavæðingu en aðeins á virkum samkeppnismarkaði: Spillt einkavæðing er áfellisdómur yfir spillingu, ekki einkavæðingu.
Skoða náttúruna sem auðlind sem öllum ber að virða og vernda í samræmi við markmið sjálfbærrar þróunar í þágu komandi kynslóða
Stefna Lýðræðisvaktarinnar í umhverfismálum endurspeglar síaukna meðvitund almennings um náttúruvernd og nauðsyn hennar. Lýðræðisvaktin vill standa vörð um réttindi núlifandi og komandi kynslóða til óspilltrar náttúru, þar eð óspillt umhverfi heyrir til lífsgæða og mannréttinda svo sem kveðið er á um í nýrri stjórnarskrá. Alþingi ber að setja lög um nýtingu náttúrunnar á þann veg, að hvorki verði gengið á rétt náttúrunnar né komandi kynslóða í landinu. Ákvæði nýrrar stjórnarskrár kveða m.a. á um, að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum. Þessum ákvæðum er m.a. ætlað að laða löggjafann til að girða fyrir lausagöngu búfjár og gera almenningi og hagsmunasamtökum kleift að leita til dómstóla varðandi ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og náttúru, og girða fyrir, að slíkum málum verði vísað frá dómi á grundvelli skorts á lögmætum hagsmunum.
Efla dýravernd
Í nýrri stjórnarskrá er kveðið á um vernd dýra gegn illri meðferð og dýrategunda í útrýmingarhættu.
Í samræmi við það vill Lýðræðisvaktin að komið sé fram við lífríkið af virðingu, að lífsskilyrði búfjár og gæludýra í umráðum manna hæfi þekktum þörfum þeirra og að umgengni manna við villt dýr einkennist af hófsemi og mildi. Dregið verði eins og frekast er unnt úr verksmiðjubúskap og í hans stað komi búskaparhættir sem einkennast af mannúðarsjónarmiðum. Búfjáreigendum verði gert kleift með sem minnstum tilkostnaði að aðlagast nýjum framleiðsluaðferðum. Eftirlit með dýravelferð verði eflt.
Minnumst orða Mahatma Gandís sem sagði siðmenningu manna og framfarir mætti ráða af því hvernig þeir koma fram við dýr.
Tilvitnum lýkur.
Sjá nánar á vef Lýðræðisvaktarinanr:
http://xlvaktin.is/stefnan/audlindavaktin/
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:48 | Slóð | Facebook