Laugardagur, 19. mars 2022
Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
Ríkisstjórn Íslands er við það að lýsa yfir neyðarástandi í loftlagsmálum vegna hamfara hlýnunar og heitir tugum milljarða í baráttuna við að lækka hitastig jarðar. Veðurstofa Íslands, VÍ, er aðal ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í þessu máli og matar kjörna fulltrúa okkar á gögnum og upplýsingum sem eiga að réttlæta þessi miklu fjárútlát í þennan málaflokk, að sjálfsögðu á kostnað annarra brýnna verkefna í heilbrigðis, félags og menntamálum að ógleymdri innviðauppbyggingu.
Félög raunsægissinna í loftlagsmálum hafa verið stofnuð í löndum Evrópu og halda úti vefsíðum sem flestar heita Klimarealister eða svipað. Í þessum félögum raunsægissinna er að finna mörg af stærstu möfnum í vísinda sögu Evrópu síðustu áratuga. Þarna eru prófessorar, doktorar og Nóbelsverðlaunahafar í Eðlisfræði ásamt öðrum þeim sem telja að maðurinn geti ekki stjórnað hitastigi jarðar. Tilgangur þessara félaga er að benda á að þessar endalausu heimsendaspár Loftlagsnefndar SÞ, IPCC, standast ekki vísidalega skoðun, það er engin hamfarahlýnun í gangi og maðurinn er ekki ábyrgur fyrir allri þeirri aukningu í CO2 í andrúmsloftinu sem orðið hefur síðustu 150 árin. Hér má sjá meðlimi Vísindaráðs Norskra Raunsægissinna í loftlagsmálum, í þeim glæsilega hópi eigum við okkar mann, Dr. Rögnvald Hannesson
Á sama tíma og Veðurstofa Íslands, VÍ, hvetur ríkisstjórnina til að verja gríðarlegum fjárhæðum í að reyna að stjórna hitastigi jarðar þá er staðreyndin sú að samkvæmt eigin hita mælingum VÍ þá hefur kólnað á sunnanverðu landinu á þessari öld. Lítilsháttar hlýnunar hefur hins vegar orðið vart á norðanverðu landinu. Niðurstaðan er að það hefur ekkert hlýnað á landinu á þessari öld. Það er engin hlýnun í gangi, hvað þá hamfarahlýnun.
VÍ er því hætt að vísa í eigin hitamælingar til að réttlæta þær miklu fjárhagslegu fórnir sem stofnunin krefst að þjóðin færi til að stöðva meinta hamfarahlýnun. Þessi í stað vísa starfsmenn VÍ þessi árin til bráðnunar jökla hér á landi og á Grænlandi.
Í mæligögnum frá Grænlandi er samt ekki að finna neitt sem réttlætir að við Íslendingar ættum að verja tugum milljarða í að reyna að lækka hitastig jarðar. Skv hitmælingum Dönsku veðurstofunnar hefur kólnað í bæjum Grænlands á síðustu 10 árum. Hin hraða bráðnun á Grænlandsjökli sem varð vegna hlýnunarinnar frá 1980 til 2000 er nú að stöðvast og ísbreiðan á Norður heimskautinu er sú mesta i 13 ár.
Hér heima stöðvaðist hop jökla í fyrsta sinn í 25 ár, 2018. Eftir það hefur ekki farið saman hljóð og mynd hjá VÍ þegar stofnunin fjallar um bráðnun jökla í Íslandi. Þeirra síðasta hálmstrá, að verja faglega ráðgjöf sína til stjórnvalda að þjóðin verði að leggja fram milljarða tugi til að lækka hitastig jarðar, þetta hálmstrá, bráðnun Íslensku jöklanna er nú líka að falla.
Á sama tíma og VÍ stendur vörð um ráðgjöf sína að hamfarahlýnun ógni heiminum og tilkynnir met bráðnun jökla landsins á síðasta ári þá segja jöklarnir okkur allt aðra sögu. Þá sögu má lesa í vatnsstöðu lóna Landsvirkjunar. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig vatnsstaðan er í Þórisvatni sem fær vatn sitt úr vatnasviði Túnár sem rennur úr vestanverðum Vatnajökli og svæðinu norðan og austan Veiðivatna. Eins og sjá má þá var innrennsli inn í Þórisvatn í sögulegu lágmarki í haust. Það var lítil sem engin haustbráðnun. Takið líka eftir að það sem kallað er stöðugt innrennsli hefur alveg brugðist í vetur, nóv-mars. Úrkoman sem féll í vetur hlýtur að liggja sem fannir á vatnasviði Túnár og skilar sér ekki í lónið. Fullyrðingar VÍ að jöklar landsins hafi bráðnað sem aldrei fyrr á síðasta ári passa ekki við ástand uppistöðulóna Landsvirkjunar.
Ráðgjöf VÍ til ríkisstjórnar að landið sé í klóm hamfarahlýnunar og mikilla fjárhagslega fórna sé þörf til að bæta það ástand byggir á mjög veikum rökum ef nokkrum. Það hefur ekkert hlýnað hér á landi á þessari öld, hvað þá að hér sé hamfarahlýnun í gangi. Hún er mikli ábyrgð VÍ á þeirri stöðu sem upp er kominn og væntanlegri sóun milljarðatuga af skattfé okkar Íslendinga í fjölda tilgangslausra verkefna í nafni meintrar hamfarahlýnunar.
Hvernig gat VÍ þróast á þennan veg? Hvernig getur starfsfólk VÍ setið undir þessari stefnu stofnunarinnar? Eða vinna engir ærlegir vísindamenn lengur hjá Veðurstofnunni, bara fólk í pólitísku trúboði fyrir IPCC?
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.3.2022 kl. 11:32 | Slóð | Facebook
Miðvikudagur, 12. mars 2014
82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB, aðeins 18% vill slíta samningum
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB (18% vill slíta samningum).
- 68% þjóðarinnar mun kjósa með áframhaldandi aðlögum að ESB verði kosið um framhald viðræðnanna (32% vill ekki áframhaldandi aðlögun að ESB).
- Tæp 50.000 hafa skrifað undir á www.thjod.is
- Fylgið hrynur af stjórnarflokkunum og einhver mestu fjöldamótmæli sem sést hafa á Íslandi eru nú í gangi.
- Stór hluti kjósenda hefur ekki tekið afstöðu til þess hvort hér eigi að taka upp evru og Ísland að ganga í ESB. Það mun þessi stóri hluti þjóðarinnar gera þegar samningur liggur fyrir. Þær skoðanakannanir sem vitnað er til að meiri hluti er andvígur inngöngu í ESB, þær skoðanakannanir eru því ekki marktækar.
Með þessum mikla áhuga sem þjóðin hefur á að kjósa um þetta mál og það að 68% vill halda núverandi aðlögun að ESB áfram segir okkur bara eitt.
- Við aðildarsinnar munum vinna allar þær kosningar sem haldnar verða um þetta mál.
Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn geta haldið áfram að berja höfðinu við steininn í einhver ár í viðbót en því fyrr sem þessir flokkar sætta sig við þennan kalda pólitíska veruleika og fara að vinna með fólkinu í landinu og hætta að halda á lofti skoðunum lítils minnihluta, þessara 18% sem vilja slíta viðræðum, því betra fyrir þessa flokka, þingmenn þeirra og kjósendur.
Það er ljóst að framsóknarmenn í Kópavogi hafa áttað sig á þessum kalda pólitíska veruleika...
Kópavogur skorar á Alþingi í ESB-máli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 2. mars 2014
Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli en vinstri stjórnin
Með 8.000 manns að mótmæla á Austurvelli í gær, laugardag, 44.000 skrifað undir á www.thjod.is og Sjálfstæðisflokkinn komin í 19% fylgi þá allt í einu opnast ómöguleikinn á því að það sem menn töldu ómögulegt getur orðið mögulegt.
Nú getur það ómögulega gerst að fylgi Sjálfstæðisflokksins hættir ekki að hrynja. Fyrir áratug var það talinn ómöguleiki að fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist undir 20%. Nú hefur sá ómöguleiki orðið að veruleika. Nú getur það sem áður var talið ómöguleiki, nú getur það haldið áfram að gerast. Fylgi Sjálfstæðisflokksins gæti falli í skoðunarkönnunum niður í 10% til 15%.
82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um áframhald aðildarviðræðnanna. Það þýðir að aðeins 18% þjóðarinnar styður þá vegferð sem ríkisstjórnarflokkarnir eru nú lagðir í. Og hvaða kosningaloforð verða svikin næst spyr fólk.
Þessi 18% þjóðarinnar sem styður ríkisstjórnina, Heimsýn, bændaforystuna og LÍÚ í þessu máli, verður það fylgið, 18%, sem ríkisstjórnarflokkarnir fá í næstu þingkosningum?
Þegar ómöguleikinn hefur einu sinni átt sér stað þá er oft eins og slíkir ómöguleikar haldi áfram að endurtaka sig.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 1. mars 2014
Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
Ef ætlun ríkisstjórnarinnar og stjórnarþingmanna var að slíta viðræðum um aðild að ESB í vikunni og mæta í framhaldi eins og sigurvegarar á Búnaðarþing sem sett er í dag, laugardag, þá hefur sú fyrirætlan snúist upp í algjöra andhverfu sína.
Í stað þess að rifta þessum samningum og loka þar með á aðildarumsókn Íslands að ESB þá hefur ríkisstjórninni tekist að sameina þjóðina með okkur aðildarsinnum.
Það þarf að fara aftur til Icesave málsins til að finna mál sem hefur sameinað þjóðina með þeim hætti sem nú hefur gerst.
- 82% þjóðarinnar krefst þess að fá að kjósa um málið
- 64% þjóðarinnar segist vilja halda samningum áfram
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í vikunni 19% og Framsóknarflokksins 13%. Álíka margir segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hafa skrifað undir áskorunina á www.thjod.is um að halda eigi viðræðum áfram.
Miðað við þennan áhuga og þessi jákvæðu viðhorf til áframhaldandi aðlögunar Íslands að ESB og áframhaldandi samningum við sambandið þá er það borðleggandi að þjóðin mun samþykkja væntanlegan samning þegar hann verður lagður fyrir þjóðina.
- Á einni viku hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn misst allan trúverðugleika og bera ábyrgð á einhverju mesta fylgishruni sem þessir flokkar hafa orðið fyrir á einni viku.
- Á einni viku hefur ráðherrum og stjórnarþingmönnum tekist að sameina þjóðina gegn ríkisstjórninni og gegn forystu bændasamtakanna í ESB málinu.
- Á einni viku hefur ríkisstjórninni tekist að snúa aðildarviðræðunum í þann veg að þessum samningum verður fram haldið, ef ekki á kjörtímabilinu, þá þegar þessi ríkisstjórn hrökklast frá og það liggur fyrir nú að þjóðin mun samþykkja þann samning.
Í stað þess að ráðherrar og stjórnarþingmenn mæti á Búnaðarþing sem sigurvegarar þá mæta þeir þar barðir og bitnir, rúnir öllu trausti með gríðarlegt fylgistap á bakinu og öskrandi fjöldamótmæli í gangi, fjöldamótmæli sem enginn sér fyrir endann á.
Eftir tæpt ár á valdastóli riðar þessi ríkistjórn til falls...
Fylgi stjórnarflokkanna undir 40% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 28. febrúar 2014
Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við aðildarviðræðurnar
70% kvenna í landinu vilja halda aðildarviðræðunum við ESB opnum. 76% íbúa Höfuðborgarsvæðisins vilja halda aðildarviðræðunum opnum. Á landinu öllu vilja 68% halda aðildarviðræðum áfram skv. nýrri könnun MMR, sjá hér.
Það er því ljóst skv. könnun MMR að það er fámennur hópur landsmanna, karlar á landsbyggðinni, þar sem andstaðan / hræðslan við aðild að ESB er mest.
Samkvæmt nýrri könnun fréttablaðsins kemur fram enn sterkari vilji þjóðarinnar en áður að kosið verði um það hvort halda eigi viðræðunum við ESB áfram. Samkvæmt þeirri könnun er 82% þjóðarinnar fylgjandi því að þessum samningum verði ekki rift heldur fái þjóðin að kjósa um framhald málsins.
Þessi gríðarlega andstaða við að samningum verði slitið gefur tóninn hvernig sjálfar kosningarnar um aðildarsamninginn munu fara.
Það er ljóst að við aðildarsinnar munum vinna allar þær kosningar sem boðað verður til vegna þessa máls því þegar á reynir, eins og er að sýna sig núna, þá vill þjóðin ganga í ESB og taka upp evru.
Það mun og verða niðurstaða þessa máls, óháð því hvernig fámennur hópur karla á landsbyggðinni hrópar, kallar og ólmast.
68% vilja halda viðræðum opnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 27. febrúar 2014
75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóðin mun samþykkja þann samning
Frá upphafi hefur stærstur hluti kjósenda ekki viljað taka afstöðu til aðildar að ESB fyrr en samningur liggur fyrir. Það er því rangt að túlka þessar skoðanakannanir á þann veg að meirihluti sé andvígur inngöngu.
Þvert á móti þá hefur frá upphafi meirihluti þjóðarinnar viljað ljúka samningnum og fá að kjósa um það hvort við göngum í ESB og tökum upp evru. Og þessi meirihluti fer vaxandi, komin upp í 75% skv. síðustu könnun.
Það hefur því verið ljóst allan tímann að við aðildarsinnar munum vinna þessa atkvæðagreiðslu hvort halda eigi viðræðunum áfram.
Og við munum líka vinna atkvæðagreiðsluna um aðild að ESB þegar samningur liggur fyrir. Því þá verður bara spurt: Vilt þú stöðugt verðlag og lægri vexti?
Og við vitum öll hverju kennarar og rafvirkjar þessa lands munu svara þeirri spurningu.
Gjáin milli þings og þjóðar hefur sjaldan verið svona stór. Aðeins fyrir fyrri kosningarnar um Icesave sýndu skoðanakannanir að um og yfir 75% þjóðarinnar vildi hafna Icesave samningunum.
Aldrei hafa stjórnmálaleiðtogar þjóðarinnar blekkt þjóðina með jafn grófum hætti og gert var fyrir síðustu kosningar, þegar því var lofað að efnt yrði til kosninga um framhald viðræðnanna, loforð sem við vitum nú að aldrei stóð til að efna.
Aldrei áður hafa stjórnmálaleiðtogar þjóðarinnar komist til valda með viðlíka blekkingum.
Þetta er fullreynt. Það verða að koma til ný öfl og nýtt fólk til að taka hér við stjórnartaumunum.
Mér finnst þetta ekki siðlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:17 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 23. febrúar 2014
Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áfram aðildarviðræðum
Enn á ný þarf almenningur að grípa fram fyrir hendurnar á fjórflokknum.
Ítrekað hefur komið fram í skoðunarkönnunum að mikill meirihluti þjóðarinnar vill ljúka aðildarviðræðum við ESB. Þjóðin vill fá að taka um það ákvörðun hvort gengið verði í ESB og hér tekin upp evra.
Enn á ný ætla elstu valdablokkirnar á Íslandi að virða að vettugi vilja þjóðarinnar. Í upphafi nýs kjörtímabils sýna þessar valdablokkir tennurnar. Þær vilja ráða örlögum þjóðarinnar án þess að þjóðin hafi að því neina aðkomu.
Undir er stærsta hagsmunamál okkar tíma - og að sjálfsögðu hafa menn á því misjafnar skoðanir.
Ég hvet alla til að skrifa undir þessa undirskriftarsöfnun til að tryggja það að þjóðin sjálf fái að ráða niðurstöðu þessa máls.
Sjá hér:
http://www.petitions24.com/ekki_draga_umsoknina_tilbaka
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 11. ágúst 2013
Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
Það er dapurlegt að horfa upp á fyrstu verk þessarar ríkisstjórnar. Allt stefnir nú í að undir stjórn þessarar ríkisstjórnar þá bíður okkar íslendinga ekkert annað en aukin alþjóðleg einangrun og áframhaldandi aukin fátækt.
Sjávarútvegur og landbúnaður getur einn og sér aldrei brauðfætt þessa þjóð og skapað hér sambærileg lífskjör og í nágrannalöndunum. Það er því óðs manns æði að fórna samfélaginu fyrir hagsmuni þessara tveggja atvinnugreina eins og nú er verið að gera.
Aðild að ESB og upptaka evru mun skapa hér hagvöxt upp á a.m.k. 2% á ári um ókomin ár. Gjaldeyrishöftum sem engin sér fyrir endann á í dag verður þá hægt að aflétta. Vextir og verðbólga verður sambærileg og nú er í Evrópu. Náist fríverslunarsamningur milli ESB og USA og við hluti af ESB þá mun það skapa okkur hagvöxt upp á 1% til 2% á ári til viðbótar um ókomin ár.
Það er dapurlegt að horfa upp á þetta unga fólk sem hér hefur komist til valda neita að taka þátt í sínum samtíma þar sem alþjóðleg samskipti og alþjóðleg viðskipti er lykillinn að velferð ríkja, ungt fólk sem velur þess í stað að hverfa til fortíðar og keyra samfélagið aftur ofaní gömlu hjólförin sem Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson mótuðu fyrir rúmum aldarfjórðungi síðan.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 30. apríl 2013
Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Það er ljóst að Framsóknarflokkurinn mun láta reyna á kröfur sínar um að skrifa niður krónueignir erlendra kröfuhafa og nota það fé til lækka skuldir heimana og ríkisins.
Úr því sem komið er þá eigum því að styðja Framsóknarflokkinn í þessu máli og keyra á þetta.
Ef það myndast breið samstaða í samfélaginu að hjálpa Framsóknarflokknum að fara þessa leið þá er það besta veganestið sem samningamenn okkar Íslendinga hafa þegar þeir setjast niður og hefja samninga við þessa erlendu vogunarsjóði.
Ef vel tekst til þá verður snjóhengjan horfin um áramótin, skuldir heimilanna og ríkisins hafa þá lækkað verulega og gjaldeyrishöftin horfin.
Ef horft er til þess sem gerst hefur á Kýpur, þar sem allir innistæðueigendur voru teknir í "Haircut / klippingu" og innistæður þeirra skornar niður um 60% til 90% þá er þar komið fordæmi fyrir aðgerðum okkar Íslendinga, þó svo um öðruvísi aðstæður hafi verið að ræða. Fordæmið er eftir sem áður fyrir hendi, innistæður erlendra aðila í Evrópulandi hafa sætt verulegum niðurskurði.
Erlendar innistæður í gömlu bönkunum
Í annan stað ber einnig að horfa til erlendra eigna gömlu bankana. Þessar eignir eru í dag um 2.500 ma. Íslenska ríkið var skuldlaust 2007 þegar lausafjárkreppan hófst í júlí það ár. Vegna þessarar alþjóðlegu fjármálakreppu þá var hlaðið 1.700 ma. skuld á ríkissjóð, aðallega til að bjaga fjármálakerfinu. Af hverju eru gömlu bankarnir ekki einfaldlega settir í gjaldþrotameðferð skv. íslenskum gjaldþrotalögum? Þá munu lög um gjaldeyrishöft sjá til þess að allur þessi gjaldeyrir rennur inn í Seðlabankann. Af hverju setjum við þessa 2.500 ma. í erlendum gjaldreyri ekki líka í "klippingu" og við notum það fé til að skila ríkissjóði í svipaða stöðu og hann var í þegar lausafjárkreppan skall á? Kröfuhafar hirða svo rest.
Neyðarlögin og Icesave
Í þriðja lagið þá á þrotabú Landsbankans að greiða Bretum og Hollendingum, skv. neyðarlögunum, um 1.200 ma. vegna Icesave reikningana. Þegar hafa verið greiddir um 700 ma. og allar lámarksinnistæður þar með bættar með fé úr bankanum. Eftir er að greiða um 500 ma. Í ljósi sýknudóms EFTA dómsstólsins, af hverju breytum við ekki neyðarlögunum eða fellum þau niður? Þar með fellur niður skylda bankans að greiða þessa 500 ma. til Breta og Hollendinga. Er ekki eðlilegra að það fé renni til kröfuhafa bankans frekar en að borga meira til Breta og Hollendinga? Þá fær lífeyrissjóðurinn minn og Seðlabankinn eitthvað upp í sínar kröfur. Helst hefði ég viljað að við gerðum þessa 500 ma. upptæka upp í það tjón sem hryðjuverkalögin olli okkur.
Nú þegar við erum laus við helstu varðhunda alþjóðlegra fjármagnseigenda úr ríkisstjórn þá ber okkur að nota þau tækifæri sem okkur bjóðast sem þjóð til að vinna okkur út úr því öngstræti sem við erum í, gjaldþrota þjóð í höftum. Komum okkur út úr þessari stöðu. Framsóknarflokkurinn hefur bent á færa leið.
Styðjum Framsóknarflokkinn í því að fara þessa leið og losa þjóðina úr fjötrum fátæktar.
Skuldalækkun kallar á miklar mótvægisaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:44 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 29. apríl 2013
Forsetinn velur forsætisráðherraefnið sem síðan myndar ríkistjórn fyrir forsetann.
Í nýafstöðnum Alþingiskosningum þá vorum við að kjósa þingmenn til að fara með fjárveitingavaldið og löggjafarvaldið með forsetanum.
Alþingi fer ekki með framkvæmdavaldið. Við erum ekki að kjósa þingmenn til að fara með framkvæmdavaldið.
Við kjósum forseta og hann, skv. stjórnarskrá, fer með framkvæmdavaldið.
Forsetanum er nú í lófa lagið að mynda utanþingsstjórn sem starfað gæti þess vegna í fjögur ár, væri þingmeirihluti fyrir því að verja slíka stjórn vantrausti.
Forsetinn mun nú velja sitt forsætisráðherraefni og fela honum að mynda fyrir sig ríkisstjórn. Ég spái því að forsetinn muni gera Sigmund Davíð að forsætisráðherra.
Takist Sigmundi Davíð að semja við aðra þingflokka um myndun ríkisstjórnar með hann sjálfan sem forsætisráðherra þá mun hann leggja tillögu sína að nýrri ríkisstjórn fyrir forsetann. Engin krafa er um að þessir ráðherra skuli vera þingmenn. Allir ráðherrarnir gætu þess vegna verið fólk sem ekki situr á þingi. Forsætisráðherrann og forsetinn ráða því. Sé ríkisstjórnin og ráðherralistinn forseta þóknanlegur þá fær Sigmundur Davíð leyfi forsetans að fara með það framkvæmdavald sem þjóðin hefur falið forsetaembættinu.
Forseti getur hvenær sem er á kjörtímabilinu kallað þetta vald sitt úr höndum Sigmundar Davíðs og boðað til nýrra kosninga.
Þannig á þetta ferli að ganga fyrir sig samkvæmt Íslensku stjórnarskránni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:23 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 28. apríl 2013
Þjóðin henti fólkinu sem hatar framkvæmdir út úr stjórnarráðinu.
Þó ég hafi hvorki kosið Framsóknarflokkinn né Sjálfstæðisflokkinn þá fagna ég niðurstöðu þessarar kosninga.
Að sjá fram á að hér taki við völdum flokkar sem hatast ekki út í ákveðnar atvinnugreinar heldur fagna fjölbreytileika í atvinnurekstri og atvinnuuppbyggingu er mikið gæfu spor fyrir land og þjóð.
Það hefur verið ömurlegt að horfa upp á það í fjögur ár að hér hafa verið við völd stjórnvöld sem hafa hatast út í ákveðnar gerðir og tegundir atvinnurekstrar.
Stjórnvöld sem hata framkvæmdir.
Vonandi að nú sé tími Svandísar Svavarsdóttur og Andra Snæs Magnasonar sem helstu hugmyndafræðinga þjóðarinnar í atvinnumálum liðinn...
Vonandi að þeir tímar komi aldrei aftur.
Til hamingju Ísland.
Mynd: Aldrei aftur stjórnvöld sem vilja koma þjóðinni aftur inn í torfkofana...
Geta myndað stjórn með 51% fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook
Föstudagur, 26. apríl 2013
16,7% sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
Með sömu reikniaðferðum og Sjálfstæðisflokkurinn notaði þegar hann hafnaði niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána þá voru það 16,7% þeirra sem hringt var í sem sögðust ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
40% kjósenda gaf ekki upp afstöðu sína.
Það þýðir samkvæmt reikniaðferðum Sjálfstæðisflokksins að 83,3% þjóðarinnar ætlar ekki að kjósa flokkinn.
Framsóknarflokkinn ætla 14,8% þjóðarinnar að kjósa.
Samanlagt ætla samkvæmt könnuninni 31,5% þjóðarinnar að kjósa þessa tvo flokka.
Ég hvet þessi 40% þjóðarinnar sem almennt hefur ekki gefið upp afstöðu sína til að kjósa með hjartanu og vera óhrædd við að gefa nýjum flokkum og nýju fólki tækifæri.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 26. apríl 2013
Kjóstu Lýðræðisvaktina og fáðu 3 fyrir 1
Með því að kjósa í komandi kosningum nýju framboðin, framboð eins og Lýðræðisvaktina, flokk sem vantar 1% til 2% til að ná yfir 5% múrinn þá getur eitt atkvæði orðið til þess að Lýðræðisvaktin nái inn 3 þingmönnum.
Eitt atkvæði greitt flokkum sem eru yfir 5% múrnum, skv skoðunarkönnunum, það atkvæði hefur í mesta lagi áhrif á hvort einn þingmaður flyst til á milli flokka. Mikinn fjölda atkvæða þarf til að hreyfa einn þingmann á milli flokka. Í þeim skilningi þá falla alltaf mörg þúsund atkvæði "dauð" í hverjum kosningum, atkvæði sem ekki nýtast til þess að færa þingmann á milli flokka.
Með því að kjósa Lýðræðisvaktina og stuðla þannig að því að flokkurinn fái 2% fleiri atkvæði og hann komast þar með yfir 5% múrinn, þá geta kjósendur verið að fá 3 þingmenn fyrir atkvæði sitt.
Atkvæði greidd nýju framboðunum sem vantar lítið upp á að ná yfir 5% múrinn eru því aldrei "dauð" atkvæði frekar en atkvæði greidd öðrum flokkum. Þvert á móti þá eru mestar líkur á að þú fáir 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt með því að kjósa Lýðræðisvaktina á laugardaginn.
Ég mæli því með að þú kjósir Lýðræðisvaktina á laugardaginn og stuðlir þannig að því að þú fáir minnst 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt.
Mynd: Margir eru stimplarnir í kjörklefanum fyrir þessar kosningar. "L" stimpillinn sem ég notaði var orðin hálfþurr... sjálfsagt vegna mikillar notkunar...
Biðröð myndaðist í Laugardalshöll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 25. apríl 2013
Kjóstu Lýðræðisvaktina og fáðu þrjá þingmenn fyrir atkvæðið þitt, ekki bara einn
Með því að kjósa í komandi kosningum nýju framboðin, framboð eins og Lýðræðisvaktina, flokk sem vantar 1% til 2% til að ná yfir 5% múrinn þá getur eitt atkvæði orðið til þess að Lýðræðisvaktin nái inn 3 þingmönnum.
Eitt atkvæði greitt flokkum sem eru yfir 5% múrnum, skv skoðunarkönnunum, það atkvæði hefur í mesta lagi áhrif á hvort einn þingmaður flyst til á milli flokka. Mikinn fjölda atkvæða þarf til að hreyfa einn þingmann á milli flokka. Í þeim skilningi þá falla alltaf mörg þúsund atkvæði "dauð" í hverjum kosningum, atkvæði sem ekki nýtast til þess að færa þingmann á milli flokka.
Með því að kjósa Lýðræðisvaktina og stuðla þannig að því að flokkurinn fái 2% fleiri atkvæði og hann komast þar með yfir 5% múrinn, þá geta kjósendur verið að fá 3 þingmenn fyrir atkvæði sitt.
Atkvæði greidd nýju framboðunum sem vantar lítið upp á að ná yfir 5% múrinn eru því aldrei "dauð" atkvæði frekar en atkvæði greidd öðrum flokkum. Þvert á móti þá eru mestar líkur á að þú fáir 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt með því að kjósa Lýðræðisvaktina á laugardaginn.
Ég mæli því með að þú kjósir Lýðræðisvaktina á laugardaginn og stuðlir þannig að því að þú fáir minnst 3 þingmenn fyrir atkvæðið þitt.
Nánast jafnstórir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook
Þriðjudagur, 23. apríl 2013
Eðlilegt að fjöldi nýrra framboða sé mikill.
Það bera að virða það sem vel er gert og núverandi ríkisstjórn tókst að koma böndum á gengdarlausan hallarekstur ríkisins. Henni tókst hins vegar ekki að klára stóru málin, henni tókst ekki að ljúka viðræðum við ESB, henni tókst ekki að standa við sín kosningaloforð varðandi kvótamálin, hún stóð ekki við loforð um að færa þjóðinni nýja stjórnarskrá og ríkisstjórnin afvegaleiddi þjóðina í Icesave málinu með svo alvarlegum hætti að þjóðarleiðtogar sem verða uppvísir að svo stórfelldum mistökum, slíka þjóðarleiðtoga á ekki að velja á ný til forystu. Ríkisstjórnarflokkarnir eru því ekki valkostur hjá stórum hluta kjósenda í þessum kosningum.
Eftir þær afhjúpanir sem við höfum orðið vitni að í hruninu og nú á árunum eftir hrun og þeirri spillingu sem gróf um sig í samfélaginu í stjórnartíð gömlu hrunaflokkanna, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, þá eru þessir flokkar ekki heldur valkostur í hugum mjög margra kjósenda. Það er þess vegna sem svona mörg framboð líta dagsins ljós í þessum kosningum.Fjöldi fólks treystir sér ekki til að kjósa þá flokka og það fólk sem leitt hefur þjóðina síðustu ár.
Við í Lýðræðisvaktinni eru í þeim hópi. Við erum fólk sem ekki vill kjósa ríkisstjórnarflokkana til valda á ný, hvað þá gömlu hrunaflokkanna. Lýðræðisvaktin býður fram um allt landa og er með mikið mannval á framboðslistum sínum. Vaktstjóri er Þorvaldur Gylfason prófessor, í 1. sæti í Reykjavík norður. Í öðru sæti er Egill Ólafsson tónlistamaður´og í þriðja sæti Sigríður Ólafsdóttir lífefnafræðingur. Í fyrsta sæti í Reykjavík suður er Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri og Örn Bárður Jónsson prestur. Bæði sátu í stjórnlagaráði. Í Kraganum eru í tveim efstu sætunum tveir stjórnlagaráðsfulltrúar, þau Lýður Árnason læknir og Ástrós Signýjardóttir stjórnmálafræðingur.Í fyrsta sæti á Suðurkjördæmi er Finnbogi Vikar, viðskiptalögfræðingur og sjómaður. Í öðru sæti Krístín Ósk Wium, húsmóðir og nemi.
Í fyrsta sæti í Norðvestur kjördæmi er Eyþór Jóvinsson verslunarmaður. Í öðru sæti Lúðvík Kaaber, héraðsdómslögmaður.
Í fyrsta sæti í Norðaustur kjöldæmi er Sigríður Stefánsdóttir f.v. bæjarfulltrúi. Í öðru sæti Þórður Már Jónsson, héraðsdómslögmaður.
Lýðræðisvaktin býður fram trúverðuga lista um land allt þar sem saman er komið mikið að vel menntuðu og hæfileikaríku fólki. Lýðræðisvaktin er án efa eitt trúverðugasta framboð sem fram hefur komið á íslandi um árabil. Sjá nánar hér: http://xlvaktin.is/frambjodendur/
Stefnuskráin okkar er aðgengileg á netinu og heimasíða okkar er xlvaktin.is
Mín helstu áhugamál eru atvinnumálin. Hér töpuðust hátt í 30.000 störf í hruninu og árin eftir hrun. Hér þarf að skapa aðstæður þannig að hér verði til fjöldi nýrra starfa á næstu árum. Fjárfesting í atvinnulífinu hefur undanfarið verið í sögulegu lámarki. Landið er bundið í gjaldeyrishöftum og fyrirséð að á meðan svo er þá verður erlend fjárfesting hér í lágmarki. Þess vegna þarf að nýta þau tækifæri sem okkur bjóðast til atvinnusköpunar.Ég hvet ykkur til þess að horfa til nýju framboðanna í þessum kosningum og að þið gefið þeim tækifæri. Ástandið á Alþingi getur nú varla orðið verra en það er og með því að kjósa fólkið í Lýðræðisvaktinni inn á þing þá mun ástandið þar ekki versna, því get ég lofað ykkur.
Mynd: Dráttarbíll knúinn með metangasi.
Reynt gæti á þanþolið í kosningunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook
Fimmtudagur, 18. apríl 2013
Þjóðin styður samningaviðræðurnar við ESB og þjóðin vill fá að úrskurða í málinu.
Í frétt á visir.is í dag segir:
"Ríflega helmingur þjóðarinnar vill að aðildarviðræður við Evrópusambandið verði kláraðar og samningurinn settur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þriðjungur landsmanna vill hins vegar draga umsóknina til baka. Þetta kemur fram í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem var gerð dagana 15. til 16. apríl. Spurt var: Hvernig vilt þú að framhaldi aðildarviðræðna við Evrópusambandið verði háttað? Af þeim sem tóku afstöðu vildu 34 prósent draga umsóknina til baka. 55 prósent vildu klára viðræðurnar og leggja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu. 11 prósent vildu gera hlé á viðræðum og og hefja þær ekki aftur nema með samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu".
Við í Lýðræðisvaktinni segjum:
Aðild að ESB felur í sér framsal á fullveldi. Þjóðin er yfirboðari Alþingis og hún ein getur ákveðið, hvort Ísland gengur í ESB eða ekki. Alþingi á aldrei að leyfast að taka ákvörðun um aðild að ESB upp á sitt eindæmi. Alþingi þarf að lúta vilja fólksins í landinu í öllum málum sem varða framsal fullveldis. Lýðræðisvaktin tekur ekki afstöðu til aðildar Íslands að ESB, þar eð málinu verður ráðið til lykta í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Samningaviðræður við ESB standa yfir og þeim ber að ljúka, svo unnt sé að halda áfram innan eða utan ESB í samræmi við vilja þjóðarinnar
Rúmenar fresta upptöku evrunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. apríl 2013
Nú er tíminn til að snúa vörn í sókn í Icesave málinu
Við eigum að fara að vilja þjóðarinnar, vilja sem fram kom í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og við eigum að grípa til eftirfarandi aðgerða:
Stöðva strax allar greiðslur til Breta og Hollendinga.
Stofna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsakar hvers vegna greiddir voru 700 milljarðar í gjaldeyrir út úr þrotabúi Landsbankans þó svo þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslum ítrekað neitað að greiða neitt vegna Icesave nema að undangengnum dómi. Af hverju virti Alþingi og stjórnsýslan þessar þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi og hóf greiðslur áður en dómur féll og borgaði út 700 milljarða í gjaldeyri þvert á skýran vilja þjóðarinnar?
Leitað verði allra leiða til að fá til baka það fé sem þegar hefur verið greitt til Breta og Hollendinga. Íslenskir lífeyrissjóðir og Seðlabanki Íslands eru stórir kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans og væntanlega í hópi fámennra kröfuhafa sem enn eiga sínar upphaflegu kröfur í þrotabúinu. Hitt eru vogunarsjóðir sem keyptu sínar kröfur á hrakvirði og eru að horfa til annarra hluta. Ef sækja á þetta fé til Breta og Hollendinga þá er það Seðlabankinn og lífeyrissjóðirnir sem væntanlega þurfa að gera það.
Gerð verði úttekt á því hve mikið tjón þjóðarinnar er vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu í október 2008 á Landsbankann, Kaupþing, Seðlabanka Íslands og ríkissjóð ásamt því að kyrrsetja gull- og gjaldeyrisvarasjóð landsins sem geymdur var í Morgan Stanley bankanum í London. Samhliða því að forsætis- og fjármálaráðherra Breta kynntu það fyrir fjölmiðlum heimsins að Ísland væri gjaldþrota. Eins það tjón sem Bretar og Hollendingar ollu þjóðinni með því að tefja fyrir afgreiðslu lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.
Enn er eftir að greiða um 500 af þeim 1.200 milljörðum sem óbreytt neyðarlögin skuldbinda þrotabú Landsbankans að greiða til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Gera á þessa greiðslu, þessa 500 milljarða, upptæka og nota þetta fé sem bætur fyrir það tjón sem hryðjuverkalögin ollu þjóðinni og það tjón sem varð vegna dráttar á lánum frá AGS.
Mynd: Á Puerto del Sol í Madrid, maí 2012.
Ísland er fast í fyrsta gír | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:10 | Slóð | Facebook
Mánudagur, 15. apríl 2013
Greiðum ekki krónu meira vegna Icesave
Eftir dóm EFTA dómstólsins í Icesave málinu þá er komin upp alveg ný staða. Þess vegna ber að endurskoða þær greiðslur, um 500 milljarða, sem fyrirhugað er að greiða úr þrotabúi Landsbankans til Breta og Hollendinga.
Neyðarlögin voru sett m.a. til að tryggja allar innistæður að fullu. Gjörningur sem er langt umfram öll lög og reglur. Kröfur Breta og Hollendinga fyrir EFTA dómstólnum snérust um lámarksinnistæðurnar, 20.887 ervur per reikning, alls að fjárhæð 700 milljarða. Aldrei var rætt um neitt umfram þessar lágmarksinnistæður fyrir dómnum. Neyðarlögin verða þess hins vegar valdandi að við munum þegar upp er staðið greiða Bretum og Hollendingum um 1.200 milljarða vegna Icesave. Af þessum 1.200 milljörðum standa eftir í dag um 500 milljarðar. Þessa 500 milljarða á að greiða á út á næstu mánuðum og árum, greiða með gjaldeyrir sem þjóðin á mjög takmarkað af.
Í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum hafnaði þjóðin Icesave samningunum. Í síðari þjóðaratkvæðagreiðslunni um Bucheit samninginn var vilji þjóðarinnar alveg skýr. Þjóðin vildi fara dómstólaleiðina og fá úr því skorið fyrir dómstólum hvort hún væri í ábyrgð fyrir þessum Icesave reikningum eða ekki.
Niðurstaðan í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Bucheit samninginn var skýr: Þjóðin vildi ekki borga krónu nema vera dæmd til þess.
Niðurstaðan í dómsmálinu fyrir EFTA dómstólnum er skýr: Þjóðinni ber ekki að borga krónu vegna Icesave og íslenska ríkinu ber ekki að tryggja innistæður á Icesave.
Við eigum að fara að vilja þjóðarinnar, vilja sem fram kom í tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum og við eigum að grípa til eftirfarandi aðgerða:
Nr. 1 Stöðva strax allar greiðslur til Breta og Hollendinga.
Nr. 2 Stofna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis sem rannsakar hvers vegna greiddir voru 700 milljarðar í gjaldeyrir út úr þrotabúi Landsbankans þó svo þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslum ítrekað neitað að greiða neitt vegna Icesave nema að undangengnum dómi. Af hverju virti Alþingi og stjórnsýslan þessar þjóðaratkvæðagreiðslur að vettugi og hóf greiðslur áður en dómur féll og borgaði út 700 milljarða í gjaldeyri þvert á skýran vilja þjóðarinnar?
Nr. 3 Leitað verði allra leiða til að fá til baka það fé sem þegar hefur verið greitt til Breta og Hollendinga. Íslenskir lífeyrissjóðir og Seðlabanki Íslands eru stórir kröfuhafar í þrotabúi Landsbankans og væntanlega í hópi fámennra kröfuhafa sem enn eiga sínar upphaflegu kröfur í þrotabúinu. Hitt eru vogunarsjóðir sem keyptu sínar kröfur á hrakvirði og eru að horfa til annarra hluta. Ef sækja á þetta fé til Breta og Hollendinga þá er það Seðlabankinn og lífeyrissjóðirnir sem væntanlega þurfa að gera það.
Nr. 4 Gerð verði úttekt á því hve mikið tjón þjóðarinnar er vegna hryðjuverkalaganna sem Bretar settu í október 2008 á Landsbankann, Kaupþing, Seðlabanka Íslands og ríkissjóð ásamt því að kyrrsetja gull- og gjaldeyrisvarasjóð landsins sem geymdur var í Morgan Stanley bankanum í London. Samhliða því að forsætis- og fjármálaráðherra Breta kynntu það fyrir fjölmiðlum heimsins að Ísland væri gjaldþrota. Eins það tjón sem Bretar og Hollendingar ollu þjóðinni með því að tefja fyrir afgreiðslu lána frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS.
Nr. 5 Enn er eftir að greiða um 500 af þeim 1.200 milljörðum sem neyðarlögin skuldbinda þrotabú Landsbankans að greiða til Breta og Hollendinga vegna Icesave. Gera á þessa greiðslu, þessa 500 milljarða, upptæka og nota þetta fé sem bætur fyrir það tjón sem hryðjuverkalögin ollu þjóðinni og það tjón sem varð vegna dráttar á lánum frá AGS.
Það er öllum ljóst að íslenski fjórflokkurinn hefur ekki verið að verið að standa vaktina vel í Icesave málinu. Er ekki löngu tímabært að þjóðin gefi fjórflokknum frí í eitt til tvö kjörtímabil og kalli til nýja flokka og nýtt fólk?
Mynd: Íslenski fáninn á Puerto del Sol í Madríd í maí 2012.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:56 | Slóð | Facebook
Sunnudagur, 14. apríl 2013
Mikil arðsemi fæst af orkuauðlindunum með sölu á rafmagni í gegnum sæstreng
Við fáum 3 til 4 sinnum hærra verð fyrir orku sem fer á sæstreng til Skotlands en orku sem fer til álvera. Ef lagður er 750 MW sæstrengur til Skotlands þá er opnast möguleiki á að nýta þau 200 MW til 300 MW sem eru í dag til sem varaafl í kerfinu. Uppsett afl á Íslandi er um 2.500 MW. Þetta varaafl er nauðsynlegt að hafa ef upp koma bilanir eða skemmdir, t.d. verða vegna jarðskjálfta / eldgosa eða ef hér koma mörg þurrkaár í röð. Þá verður að vera nægjanlegt vatn í miðlunarlónunum til að geta tekist á við slíkt. Ef lagður er sæstrengur til Skotlands þá eykur það verulega afhendingaröryggi til orkunotenda því þá er hægt að kaupa 750 MW til landsins gegnum strenginn.
Þessi 200 MW til 300 MW getum farið að selja verði slíkur sæstreng lagður því sæstrengurinn mun koma í staðinn fyrir þetta varaafl. Í dag er þetta afl sem við munum aldrei fá neitt fyrir nema til komi strengur. Þetta svarar til tekjum upp á 20 til 30 milljarða á ári. Þetta samsvarar ca. tveim loðnuvertíðum.
Ef spár um hlýnun ganga eftir þá mun á næstu 25 árum rennsli í jökulánum aukast um 10% til 15%. Þetta aukna vatnsmagn í ánum er ekki hægt að nýta nema til komi sæstrengur. Ef tekin er ákvörðun um að leggja sæstreng þá verður farið í að stækka núverandi virkjanir. Það verður gert með því að stækka túrbínur og aðrennslisgöng.
Eins opnast með hærra raforkuverði möguleiki á að setja upp rennslisvirkjanir fyrir aftan núverandi virkjanir, rennslisvirkjanir sem ekki hefur hingað til borgað sig að setja upp því stofnkostnaður hefur verið það hár og raforkuverðið frá þeim því hærra en það sem stóriðja og gróðurhúsabændur eru tilbúnir að greiða. Sömuleiðis opnast möguleiki á framleiðslu á rafmagni í stórum stíl með vindmillum.
Þar fyrir utan liggur fyrir samþykkt Rammaáætlun sem okkar færustu sérfræðingar hafa unnið að í meira en 10 ár og samþykkt var á Alþingi í vor þar sem sátt er um að fara í ákveðna virkjunarkosti. Hörður í Landsvirkjun hefur upplýst að það er ekkert vandamál að sinna hvoru tveggja, núverandi áformum um atvinnuuppbyggingu og útvega rafmagn á 750 MW sæstreng og ég einfaldlega trúi honum Herði þegar hann segir þetta.
Hins vegar þarf að huga að því, t.d. með lækkun virðisaukaskatts á rafmagn ,að sala á rafmagni um sæstreng valdi ekki hækkun á rafmagni til almennings og innlendra fyrirtækja.
Mynd: Alta virkjunin í Alta ánni, Finnmörk, norður Noregi.
Meirihluti á móti frekari álverum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:36 | Slóð | Facebook
Laugardagur, 13. apríl 2013
Lýðræðisvaktin og atvinnumálin
Frjálst framtak og frjáls viðskipti innan lands og út á við eru undirstaða gróandi efnahagslífs. Renna þarf styrkum stoðum undir fjölbreytta útflutningsatvinnuvegi, m.a. sprotafyrirtæki og ferðaþjónustu, með réttri gengisskráningu krónunnar án gjaldeyrishafta.
Lýðræðisvaktin vill hlúa að nýsköpun og virkjun hugmynda frumkvöðla til eflingar íslensku atvinnulífi. Veita þarf sprotafyrirtækjum aðstoð með markaðssetningu og útflutning á íslenskum hugmyndum. Seljum þekkingu okkar á sviði verkfræði, jarðhitanotkunar, hönnunar, vöruþróunar, lyfja og fleiri greinum. Smáfyrirtæki búa jafnan til fleiri störf en stórfyrirtæki
Við viljum nýta auðlindir okkar til nýrrar atvinnustarfsemi. Við viljum virkja orkulindir, innan laga um rammaáætlun, til atvinnusköpunar í smáum og stórum fyrirtækjum, svo fremi sem starfsemi þeirra ógni ekki náttúru eða lífríki landsins. Við viljum gera mjög strangar kröfur um mengunarvarnir og frágang virkjana.
Norðmenn undirbúa frekari sölu á rafmagni um sæstrengi til Evrópu, m.a. til Bretlands. Þeir stefna að því að eftir aldarfjórðung verði gjaldeyristekjur af rafmagnssölu meiri en tekjur af olíuvinnslu. Landsvirkjun vinnur nú að hagkvæmisathugun á lagningu sæstrengs frá Íslandi til Skotlands. Með sölu á rafmagni um sæstreng má auka verulega þann arð við fáum af orkuauðlindum okkar. Gæta þarf þess að slík sala bitni ekki á innlendum neytendum orkunnar ne trufli uppbyggingu orkufreks iðnaðar í landinu. Að selja rafmagn frá Íslandi um sæstreng er eitt af þeim verkefnum sem ber að skoða af fyllstu alvöru.
Mynd: Íslenskir tæknimenn, smiðir og verkamenn að vinna við gerð jarðganga í Noregi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:28 | Slóð | Facebook