Dansað á bryggjunni í Nauthólsvík.

Þó á móti blási nú um stundir í efnahagsmálum þá er ljóst að kreppan hefur takmörkuð áhrif á okkur Íslendinga.

IMG_0029Í það minnsta var ekki að sjá á þessu pari sem tók danssporin á bryggjunni í Nauthólsvík nein merki drunga, kvíða eða lífsleiða, nú rúmu ári eftir Hrun. Þvert á móti geislaði af þessu fólki lífsgleði og ánægja.

Á meðan Íslendingar dansa í vetrarsólinni við undirleik öldugljáfursins á bryggjum landsins þá þarf í engu að kvíða framtíðinni.

Mynd: Bryggjan í Nauthólsvík, 1.11.09.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Okkur er nauðaynlegt að halda í lífsgleðina og kímnigáfunni. Öðruvísi komumst við ekki heil út úr kreppunni.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 24.11.2009 kl. 18:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband