Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing

Ef ætlun ríkisstjórnarinnar og stjórnarþingmanna var að slíta viðræðum um aðild að ESB í vikunni og mæta í framhaldi eins og sigurvegarar á Búnaðarþing sem sett er í dag, laugardag, þá hefur sú fyrirætlan snúist upp í algjöra andhverfu sína.

Í stað þess að rifta þessum samningum og loka þar með á aðildarumsókn Íslands að ESB þá hefur ríkisstjórninni tekist að sameina þjóðina með okkur aðildarsinnum.

Það þarf að fara aftur til Icesave málsins til að finna mál sem hefur sameinað þjóðina með þeim hætti sem nú hefur gerst.

  • 82% þjóðarinnar krefst þess að fá að kjósa um málið
  • 64% þjóðarinnar segist vilja halda samningum áfram

Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist í vikunni 19% og Framsóknarflokksins 13%. Álíka margir segjast ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og hafa skrifað undir áskorunina á www.thjod.is um að halda eigi viðræðum áfram.

Miðað við þennan áhuga og þessi jákvæðu viðhorf til áframhaldandi aðlögunar Íslands að ESB og áframhaldandi samningum við sambandið þá er það borðleggandi að þjóðin mun samþykkja væntanlegan samning þegar hann verður lagður fyrir þjóðina.

  • Á einni viku hafa ráðherrar og stjórnarþingmenn misst allan trúverðugleika og bera ábyrgð á einhverju mesta fylgishruni sem þessir flokkar hafa orðið fyrir á einni viku.
  • Á einni viku hefur ráðherrum og stjórnarþingmönnum tekist að sameina þjóðina gegn ríkisstjórninni og gegn forystu bændasamtakanna í ESB málinu.
  • Á einni viku hefur ríkisstjórninni tekist að snúa aðildarviðræðunum í þann veg að þessum samningum verður fram haldið, ef ekki á kjörtímabilinu, þá þegar þessi ríkisstjórn hrökklast frá og það liggur fyrir nú að þjóðin mun samþykkja þann samning.

Í stað þess að ráðherrar og stjórnarþingmenn mæti á Búnaðarþing sem sigurvegarar þá mæta þeir þar barðir og bitnir, rúnir öllu trausti með gríðarlegt fylgistap á bakinu og öskrandi fjöldamótmæli í gangi, fjöldamótmæli sem enginn sér fyrir endann á.

Eftir tæpt ár á valdastóli riðar þessi ríkistjórn til falls...

 


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna undir 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei, Friðrik. Það er borðliggjandi að ríkisstjórnin slíti viðræðum endanlega þrátt fyrir laumu-ESB-sinnana í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Sá flokkur er að tapa fylgi kjósenda því að þeir geta ekki staðið í lappirnar gagnvart ESB. Bjarni Ben snýst eins og vindhani og Guðlaugur Þór er að mæla með að tillaga ESB-sinnans Katrínu Jakobsdóttur verði tekin fyrir.

Ef það þarf málamiðlun til að þagga niður í stjórnarandstæðingum og fylgisauðum þeirra, þá legg ég þetta til (enn einu sinni): Slíta viðræðum strax og síðan halda þjóðaratkvæðagreiðslu síðar á kjörtímabilinu með spurningunni: "Ertu hlynnt(ur) því að Ísland sæki um aðild að ESB? Já eða Nei". Þannig þjóðaratkvæðagreiðslu er hægt að halda jafnhliða alþingiskosningunum eftir rúm 3 ár. Ef Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn fá aftur meirihluta saman þá og 60%-70% þjóðarinnar hafna því að senda inn aðildarumsókn, þá mun næsta xBxD-ríkisstjórn hafa mjög sterkt umboð frá þjóðinni. Eiginlega finnst mér þessi hugmynd svo góð, að ég ætla að skrifa ríkisstjórninni. Því að það er ekki nóg að slíta viðræðum endanlega, það verður líka stöðva þetta helvítis væl í stjórnarandstöðunni, sem skilur ekki, að fyrst þjóðin var ekki spurð á sínum tíma hvort hún vildi sækja um, þá væri það arfavitlaust að spyrja hana hvort eigi að slíta aðlögunarviðræðunum. Það á bar að gera það möglunarlaust.

Síðan ef það er stemmning HJÁ MEIRIHLUTA ÞJÓÐARINNAR fyrir aðild síðar (og ekki bara hjá litlum minnihluta eins og nú), eftir mörg ár (ólíklegt þó), þá á að spyrja þjóðina ÁÐUR EN SÓTT VERÐI UM. Gera hlutina rétt svona einu sinni. Það hafa þegar tapazt fjögur dýrmæt ár 2009-2013, þar sem ekkert var gert af viti því að öllu púðrinu var eytt í ESB og hrægammana.

Pétur D. (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 14:00

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hvaða fjöldamótmæli ertu að tala um ! ! !

Þessar fáu hræður sem hafa verið stutta stund í senn, sem RUV og hinir ESB fjölmiðlarnir margfalda í höfðatölu. Það hafa menn talið á stillimynduM hausana þegar mest var og blöskraði því hversu þið fullveldisafsalssinnar á blogginu og á fjölmiðlunuM eruð tilbúnir að ganga langt í ýkjum ykkar, samanber hvað ESB leyfir af undanþágum !

Þið skáldið það sama hvað dr. Össur er snupraður af Füle stækkunarstjóra ESB á blaðamannafundi þegar doktorinn talaði fjálglega um hversu „creative” ESB gæti verið í að veita okkur undanþágur vegna aðstæðna okkar þá fékk hann þetta svar :

.

.

„And if I may - I am sure you will find the necessary level of creativity, but in the framework of the existing acquis, and also based on the general principle which very much will be sustained throughout the discussion that there are no permanent derogations from the acquis.”

.

.

Það hefur sýnt sig að dr. Össur annað hvort skilur takmarkað í ensku eða hann lýgur blákalt að þjóðinni og þið ykkar fullveldisafsalssinna sem ekki skiljið ensku heldur lepjið þetta upp eftir honum og breiðið út fagnaðarerindi doktorsins, sem er hans eigið - ekki frá Evrópusambandsreglunum komið.

Eina sem hægt er að fá er að teygja á eitthvert tímabil sumt af laga- og regluverki ESB, en niðurstaðan er ávallt sú sama - við verðum áður en langt um líður að taka það allt upp 100% ! Annað er ekki í boði.

Ég legg til að þið fáið ykkur löggildan dómtúlk í ensku til að þýða fyrir ykkur það sem er verið að reyna að segja ykkur fullveldisafsalssinnum af Evrópusambandinu, því ekki trúið þið því sem þeir segja ykkur sjálfir hjá Evrópusambandinu eins og það sem Füle sagði og er hér fyrir ofan eða það sem liggur fyrir á prenti á heimasíðu ESB.

Þið trúið ekki heldur þeim sem eru að reyna að segja ykkur þetta til að spara ykkur dómtúlkinn. En mér sýnist að þið ættuð að drífa i að ráða hann áður en þið gerið ykkur endanlega að fíflum á heimsmælikvarða ! Er ekki nóg að eins og er getið þið bent einungis á dr. Össur því alheimurinn er þegar búinn að sjá það á fjölþjóðlega blaðamannafundinum þar sem hann var snupraður fyrir vanþekkingu sína ?

Látið hann einan um hneisuna. Bjargið þið andlitinu gagnvart umheiminum á meðan enn er von fyrir ykkur hina. Hinir mætu starfsmenn á 1818 geta gefið ykkur nöfn ásamt símanúmerum hjá löggildum dómtúlkum til að þýða þetta rétt fyrir ykkur, því það er ekki lengur hægt að treysta enskukunnáttu dr. Össurar - ekki frekar en Árna Páls formanni einsmálsfylkingarinnar.

Hefjið þýðinguna á setningunni hans Füle hér að ofan, síðan er mikilvægast fyrir ykkur að fara á heimasíðu Evrópusambandsins og fá hann til að þýða fyrir ykkur skjölin á eftirfarandi tveimur stöðum :

.

.

http://ec.europa.eu/enlargement/policy/conditions-membership/index_en.htm

.

.

og síðan til þess að þið öðlist skilning á ferlinu sem fer eftir því að ofan :

.

.

http://ec.europa.eu/enlargement/pdf/publication/20110725_understanding_enlargement_en.pdf

.

.

Svo er ekki úr vegi ef þið verðið ekki búnir með aurinn að fá dómtúlkinn til að texta eftirfarandi myndband um Evrópusambandið, en þar er rætt við verndara og sérfræðinga í stjórnarskrár Bretlands, þingmenn á Evrópusambandsþinginu og margt fleira sem þið þurfið að vita um hvað þið viljið ganga inn í :

.

.

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1359483/

.

.

Síðan er hér algerlega ókeypis ( maður þorir ekki að segja „free of charge” því alls er óvíst að það skiljist ) því það er frétt síðan í desember 2012 frásögn af fundi ráðherraráðs Evrópusambandsins um málefni umsóknar Íslands :

.

.

http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1359099/

.

.

BON APPÉTIT - nei vá ég gleymdi mér ! Eins gott að blanda ekki þriðja tungumálinu...........

.

VERÐI YKKUR AÐ GÓÐU !

.

.

.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.3.2014 kl. 15:10

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Hvaða vitleysa er þetta í þér Friðrik, eða eigum við að segja óskhyggja. Ríkisstjórnin stendur föstum fótum í nútíð og framtíð. Ólíkt vinstri stjórninni, sem sá ekkert og heyrði ekkert, þá trúi ég því að núverandi stjórnarmeirihluti hlusti á fólkið í landinu og vinni í þágu þess í þessu máli sem öðrum.

Jón Baldur Lorange, 1.3.2014 kl. 16:01

4 identicon

Ekki má láta málið koðna niður hér, það þarf að reka þessa ríkisstjórn frá, nýjar kosningar takk, og svo halda áfram samningaferlinu um inngöngu okkar í Evrópusambandið og upptöku evru ekki síðar en árið 2020. Moka svo yfir Skagafjörð.

Gormur Hringsson (IP-tala skráð) 1.3.2014 kl. 17:28

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef til vill er skást að fallast á tillögu VG að fram fari þjóðaratkvæðisgreiðsla í lok kjörtímabilsins um aðild að ESB.Bæði Björt framtíð og formaður Samfylkingar hafa sagst geta fallist á það. Líka Píratar.Atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða Alþingiskosnungum.Spurningin sem þjóðin væri beðin að svara gæti verið svona : "Vilt þú að Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu".Þau þrjú ár sem eru fram að kosningum yrðu notuð til að kynna almenningi Lissabon sáttmálann og helstu lög og reglugerði ESB.Ef svarið verður nei verður ferlið dregið til baka eftir kosningar.Ef svarið verður já getur næsta ríkisstjórn haldið áfram og reynt að fá eitthvað sem Samfó og co. kalla samning, þótt engar vísbendingar séu um að neitt slíkt komi á borðið.En fyrst verður að setja lög um að slík þjóðaratkvæðagreiðsla sé bindandi.Fram að kosningum yrðu aðildarviðræður að sjálfsögðu dregnar til baka, sem búið er að gera í raun.Ef stjárnar andstaðan neitar að standa að þessu sáttaboði, og dregur orð sín til baka ,þá verða stjórnarflokkarnir að undirbúa slíka tillögu sjálfir,kynna hana fyrir ESB og almenningi á Íslandi og leggja hana svo fram með árs fyrirvara fyrir Alþingiskosningar 2017.

Sigurgeir Jónsson, 2.3.2014 kl. 14:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband