Stjórnin rúin trausti, uppstokkun hlýtur að vera framundan

Ríkisstjórn Íslands er komin upp á kant við þjóðina. Í stærsta hagsmunamáli okkar tíma, aðild Íslands að ESB og hvort hér á að taka upp evru eða ekki, í þessu stærsta hagsmunamáli okkar tíma er ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins orðin viðskila við þjóðina.

Breiðfylking þjóðarinnar tekst þessa sólahringana á við siðblinda stjórnmálamenn sem sviku sig til valda með loforðum, loforðum sem þeir ætluðu sér aldrei að standa við.

Það er ekki ofsögum sagt að segja að ríkisstjórninni hefur tekist að sameina þjóðina á móti sér. Ríkisstjórnin hefur tapað miklum trúverðugleika og sumir ráðherrar svo miklum að þeim er ekki lengur stætt í ríkisstjórn og ættu að segja af sér. Að óbreyttu stefnir í að núverandi stjórnarflokkar fái svipaða rassskellingu frá kjósendum og vinstri flokkarnir tveir fengu í síðustu kosningum.

Ef ríkisstjórnarflokkarnir ætla að stöðva áframhaldandi fylgistap sitt og vinna til baka hluta af þeim trúverðugleika og það fylgi sem nú þegar er tapað þá eru bara tveir valkostir í stöðunni.

  • Boða til kosninga um ESB málið í haust
  • Stokka upp í ríkisstjórninni með því að skipta út a.m.k. helmingi allra ráðherranna.

Sjálfstæðisflokkurinn á reyndar einnig þann valkost að boða til kosninga um ESB málið í haust og slíta um leið þessu stjórnarsamstarfi við Framsókn og mynda nýja ríkisstjórn með stjórnarandstöðuflokkunum eða einfaldlega láta kjósa til þings strax í vor meðan fylgi Framsóknar er þessi 12% til 14% og mynda í framhaldi nýja stjórn þar sem formaður Sjálfstæðisflokksins leiðir nýja ríkisstjórn sem forsætisráðherra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Takk fyrir góðan pistil.

Að sjálfsögðu á að boða til almennra kosninga eins fljótt og kostur er. Lygarnar og vanefndirnar sem þessir flokkar bjóða kjósendum uppá má jafna við hein kosningasvik.

Hlutföllin á Alþingi eiga að sýna vilja þjóðarinnar.

Ólafur Örn Jónsson, 9.3.2014 kl. 18:46

2 identicon

Að sjálfsögðu á að boða til kosninga strax, en það verður ekki fyrr en í fulla hnefana sökum einkavinahagsmuna.
Ef kosið verður í sumar eða haust þá mun hvorugur núverandi stjórnarflokka geta myndað meirihluta á þingi.
Það þarf eitthvað mikið að gerast svo það breytist.  Sem aftur veldu meiri tregðu til uppgjafar.
Verst að meirihluti þjóðarinnar geti ekki sem einstaklingar losað sig við óhæfa stjórn.

Haraldur Guðbjartsson (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 18:59

3 identicon

Nei, ríkisstjórnin er ekki í stríði við þjóðina, hún á í höggi við ESB sinna, sem eru ekki þjóðin.

ESB sinnar gera núna atlögu að sjálfstæði Alþingis og vilja sitt "Ermächtigungsgesetz".

Alþingi er að meirihluta skipað andstæðingum aðlögunar að ESB og ríkisstjórnin er eingöngu skipað andstæðingum aðlögunar að ESB.

Þessir andstæðingar aðlögunar voru kosnir á lýðræðislegan hátt, og þeim ber skylda til þess að vinna samkvæmt þessu umboði.

Hilmar (IP-tala skráð) 9.3.2014 kl. 22:25

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"andstæðingum aðlögunar að ESB" hvað er það? Nú er ljóst að EES samningurinn gengur út á aðlögun okkar að ESB hvað varðar fjármálamarkað og frjálst flæði fjármagns, frjálst flæði vinnuafls og svo ýmislegt annað sem við þurfum að taka inn í okkar lög.  Um raunverulega aðlögun frekar veriður ekki að ræða fyrr en við göngum inn í ESB. En hvað er það sérstaklega sem menn sjá sem slæmt við það? Aðlögun felst m.a. í nákvæmara eftirliti á ýmsum sviðum sem við eigum nú þegar að vera búin að innleiða hér skv. EES. Eins varðandi landbúnað held ég að allir séu á því að það sé óðlilegt að Bændasamtökin sjái um að semja um styrki, úthluta þeim og hafa eftirlit með sjálfu sér og styrkjunum Og því er rætt um að koma á greiðslustofu um þau mál. Ef menn horfa t.d. til Danmörku, Svíþjóðar, Finnlands hvað gerðist þar hræðilegt við inngöngu þeirra í ESB? Hvaða hræðilegu aðlögun þurftu þau að ganga í gegn um. Held að Hilmar ætti nú ekki að vera að gleypa svona bull eftir Jón Bjarnason eða Vigdísi Hauks og slá um sig með án þess að kynna sér málið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2014 kl. 00:04

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessi ,,hilmar" er alræmdur ósannindamaður sem var rasskelltur af mér á dögunum og hvarf þá og skammast sín inní sjallaskotið en er farinn að láta á sér kræla núna loksins og rétt stinga trýninu út með samskonar ósannindi og áður. Góðu fréttirnar eru að enginn tekur nokkurt mark á honum eftir að eg fletti ofan af ósannindum hans á dögunum.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.3.2014 kl. 02:05

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála Hilmari hér 100%.

En Friðrik skrifar hér sem oftar eins og allt sé á síðasta snúningi.

Eru ESB-sinnarnir ekki bara alveg á nippunni, dauðhræddir eins og Árni Páll í morgun við að útópísku ESB-leiðinni þeirra sé "verið að loka ... fleiri kynslóðir"?! Vesalings maðurinn, hann heldur að tækifæri lífs hans sé að glatast!

Eitt, sem Friðrik gleymir í sinni upptalningu, er, að allt frá 4. ágúst 2009 hafa ALLAR skoðanakannanir sýnt yfirgnæfandi meirihluta andstöðu aðspurðra við að Ísland fari inn í Evrópusambandið.

Af hverju þagðirðu um það, Friðrik? Ertu þar með að skrifa um málið af "miklum trúverugleika", t.d. við þessar grundvallarstaðreyndir?

Jón Valur Jensson, 10.3.2014 kl. 02:12

7 identicon

Ómar Bjarki Kristjánssonmer finnst osenilegt að þu hafir 

rasskellt nokkurn mann alla vega ekki Hilmar.fyrst verður þu að fullornast

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 08:00

8 identicon

Þessi ríkisstjórn er að gera góða hluti og að efna kosningaloforð um að koma okkur úr þessum ESB pytti sem síðasta landráðastjórn kom okkur í.

það er athyglisvert hversu fáir hafa lítillækkað sig og sett nafn sitt á undirskriftarsöfnun ESB sinna eða um 20% kosningabærra manna sem er akkúrat hópurinn sem vill afsala völdum til Brussel

Wilfred (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 09:18

9 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Stjórnin nýtur meira trausts heldur en fyrsta "hreina tæra" vinstristjórnin naut á mestöllum sínum ferli. Óskhyggja höfundar um væntanlegar kosningar á sér enga stoð í raunheimum.

Eggert Sigurbergsson, 10.3.2014 kl. 09:56

10 identicon

"Tugir þúsunda hafa mætt til að mótmæla"?  Ef t.d. 1000 manns mætta á tiltekin stað í nokkur skipti er þá hægt að tala um að tugir þúsunda hafi mætt? Er þetta vandaður málflutningur?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 10.3.2014 kl. 11:52

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Olafur Örn.:"Hlutföllin á Alþingi eiga að sýna vilja þjóðarinnar." Hlaut samfylkingin meirihluta a thingi i sidustu kosningum? Er ekki eitthvad farid ad sla uti fyrir ther karlinn minn? Sjaumst kannski a einhverjum arbakkanum i sumar og tökum rimmu um thetta. Eg kem med brusa sjeniver;-)

Siduhöfundi hlytur ad hafa verid uthlutadur vitlaus lyfjaskammtur, eda vera algerlega olaes a tölur. Ekki gott, thegar um verkfraeding er ad raeda. (Eins gott ad hann hannadi ekki Hvalfjardargöngin. Tha hefdu thau sennilega komid upp i Keflavik)

Godar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 10.3.2014 kl. 17:48

12 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Stefán Örn #10

"Tugir þúsunda hafa mætt síðustu tvær vikur á mótmæla- / samstöðufundi á Austurvelli" skrifa ég.

Ef þú ferð með músina á orðin "Tugir þúsunda" þá er þar tengill á frétt þar sem segir að 8.000 þúsund manns mættu á mótmælafund laugardaginn 1. mars. 4.000 manns mættu laugardaginn 8. mars. Auk þess hafa verið haldnir 8 til 10 aðrir fundir þar sem mætt hafa 1.000 til 4.0000 manns. Þegar saman er talið þá hafa á þriðja tug þúsunda mætt á þessa fundi. Með öðrum orðum "Tugir þúsunda" hafa mætt á þessa fundi frá því tillaga stjórnarinnar að slíta þessum viðræðum kom fram.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 10.3.2014 kl. 23:00

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hryggjarstykkið í 2.000 manna mótmælendahópnur er vitaskuld hinir dogmatísku og örvætningarfullu ESB-innlimunarsinnar, en meirihlutinn mun þó vera fólk sem hefur látið villast og tryllast af sífelldum áróðri ESB-sinnaðrar Fréttastofu Rúv og þeirra fjölmiðla sem eru í eigu ESB-sinnaðra auðkýfinga.

Það er því hið sjálfsagðasta mál fyrir ríkisstjórnina að taka sem minnst mark á þessum stormi í vatnsglasi.

Jón Valur Jensson, 11.3.2014 kl. 00:50

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hr. Hansen!

 Þeir sem hafa skrifað undir þessa söfnun eru nærri þvi kjósendur einsmálslandsölufylkingarinnar og gömlu komma jarðfræðinemans. Svo hafa flækst þar með nollrir úr öðrum flokkum sem hafa látið villast af lygamöntrunni ykkar um að kikja í pakkann sem er búinn að liggja fyrir á heimasíðu ESB frá því 2006 ! Þar geta menn skoðað hann fram og aftur og ekkert mál ! Íslenskir skattgeriðendur eru langt komnir á fjórða milljarð í útgjöldum vegna þessarar ólögmætu ESB umsóknar því aðlögunarferlið er ekki buið að vera ódýrt.

Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra lengst af í ríkisstjórn flugfreyjunnar og jarðfræðinemans er búinn að upplýsa í skrifum sínum að hann hafi lagt fram samningsmarkmið Íslands í fiskveiðimálum, en ESB vildi ekki opna þann kafla nema við fyrirfram myndum samþykkja að gangast inn á fullt afsal auðlindarinnar undir lög  og reglur ESB sem þeir myndu stjórna og allar þjóðir ESB fengju aðkomu. Þess vegna strandaði dr. Össur í þessari aðlögun fyrir 18 mánuðum síðan. 

 Því vilt þú eyða skattfé landsmanna enn frekar til að kíkja í pakkann sem þegar liggur fyrir allar götur síðan 2006 og berja hausnum enn við steininn ? 

Ég skal samþykkja að halda aðlögunarviðræðum við ESB áfram ef þeir sem segjast vilja það senda inn eyðublað þess efnis til Fjársýslunnar með undirskrift sinni vottaðri þar sem þeir ábyrgjast að greiða kostnaðinn af ferlinu sjálfir og láta ´skattfé annarra landsmanna  í friði með þetta.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.3.2014 kl. 23:22

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Móti þessum undirskrifendum er tvöfalt stærri hópur kjósenda ríkisstjórnarflokkanna.

Friðrik Hansen lifir hins vegar í útópíu eigin draumóra. Það er sízt alls þörf á uppstokkun ráðherraliðsins vegna þessa sjálfsagða máls, að hætta við ESB-umsóknina.

Jón Valur Jensson, 12.3.2014 kl. 03:04

16 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sómu 2000 manneskjurnar maeta tiu sinnum a fund. Hafa tha tuttugu thusund manns maett a thessa tiu fundi? Ekki treysti eg theim sem reikna aetti ut burdarvirki i husi med thessum reiknikunstum, til ad hanna eda reikna ut svo mikid sem eldspytustokk.

Halldór Egill Guðnason, 15.3.2014 kl. 18:25

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband