Daniel Gros: Samningamenn Íslands skildu ekki grundvöll Icesave samningsins.

Allir, innlendir sem erlendir aðilar sem kynna sér Icesave samning gera við hann mjög alvarlegar athugasemdir. Nú er það Daniel Gros, hagfræðingur og nýr bankaráðsmaður í Seðlabankanum.

Fossvogur kHann bendir á að helstu rök Breta fyrir því að Íslenska þjóðin eigi að greiða allar Icesave innistæður í Bretlandi að fullu er jafnræðisregla samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, EES. Nú bendir Daniel Gros á að ef þessi regla eigi að gilda þá eigi hún ekki bara að gilda á einu sviði samningsins heldur á öllum sviðum hans. Þar á meðal á hún að gilda um vaxtakjörin.

Daniel Gros telur það brot á jafnræðisreglu EES að Bretar lána Íslenska innistæðutryggingasjóðnum á hærri vöxtum en Breska innistæðutryggingarsjóðnum. Vegna jafnræðisreglunnar þá eigi þessir tveir sjóðir að sitja við sama borð hvað varðar lánakjör.

Gildi jafnræðisreglan þá á Íslenski innistæðutryggingarsjóðurinn ekki að greiða 5,55% vexti heldur um 3,5% vexti eins og sá breski og Íslendingar væru þar með að spara sér í vexti af Icesave láninu 185 milljarða króna.

Samfélagið hefur logað af illdeilum frá því Svavar Gestsson, aðalsamningamaður Íslands í Icesave málinu, kom heim með þennan samning og kynnti þjóðinni.

Samningurinn hefur verið er gagnrýndur fyrir margt. Í raun fyrir að vera hreinn nauðasamningur þar sem samningamenn Íslands virðast hafa gefið allt eftir.

Margir hafa fullyrt að sjaldan ef aldrei hafa samningamenn Íslands komið heim með jafn lélegan samning þar sem hagsmunir Íslands hafa verið með jafn augljósum hætti fyrir borð bornir.

Með þessari álitsgerð Daniel Gros kemur enn einn sérfræðingurinn fram á sjónarsviðið og gagnrýnir mjög harkalega þennan samning. En Daniel Gros er ekki bara að gagnrýna samninginn. Hann er að gera miklu meira en það.

Það sem Daniel Gros er í raun að segja er að samningamenn Íslands hafi ekki haft skilning á þeim lögum og reglum sem samningurinn er grundvallaður á.

Þessi Icesave samningur er með slíkum agnúum að Alþingi má ekki samþykkja hann. Þennan samning verður að fella. 

Mynd: Nauthólsvík, 1.11.09.

 


mbl.is Gæti sparað 185 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Amen.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 23.11.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þegar Bretar og Hollendingar litu til sögunnar og af fyrri reynslu sáu þeir að þeir yrðu að senda sína bestu og hörðustu samningamenn til viðræðna við Íslendinga.  Þegar þeir síðan mættu handónýtri "samninganefnd" íslenskra stjórnvalda, voru þeir ekki í neinum vandræðum að koma öllu sínu í gegn.  Hvað veldur ?  Átti bara að lúffa í öllu til að blíðka ESB ?  Ég fæ ekki annað séð en að sú hafi verið raunin.  Íslendingar hafa ALDREI, ég endurtek ALDREI haft jafn lélega nefnd á sýnum vegum og er ekki hægt að tala um samninganefnd í þessu tilefni heldur uppgjafanefnd.

Tómas Ibsen Halldórsson, 23.11.2009 kl. 15:03

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Aldrei hafa jafn fáir haft jafnmikil áhrif til óhamingju þjóðar okkar. Amen.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 23.11.2009 kl. 21:47

4 Smámynd: Villi Asgeirsson

Tek undir allt hér að ofan.

Villi Asgeirsson, 24.11.2009 kl. 11:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband