Mun stjórnsýslan falla eins og Dómínó?

Fyrsta málið sem almenningi er kynnt í fjölmiðlum gegn einni af þeim lykilpersónum sem ber ábyrgð á því að í aðdraganda hrunsins var lítið sem ekkert gert til að takmarka það tjón sem hér varð og er enn að verða sætir nú rannsókn sérstaks saksóknara.

Við þessa frétt vaknar sú von að þeir sem bera ábyrgð á þessu mikla tjóni sem hér hefur orðið með aðgerðum sínum eða aðgerðarleysi verði með einum eða öðrum hætti dregnir til ábyrgðar.

Verði það raunin þá munu lykilleikendur í hruninu falla einn af öðrum eins og dómíno.

Þá verður hægt að fara í nauðsynlega endurnýjun í stjórnsýslunni. 

 


mbl.is Hlutabréfasala ráðuneytisstjóra rannsökuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Vissulega eru þetta tímamót og svo líka hitt að nú á að skoða markaðsmisnotkunn Kaupþings á starfstíma þess. Þar eru trúlega bök með leiðindapokum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 18.10.2009 kl. 05:26

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er vonandi byrjunin á gegnsæu "réttlæti".  En hvað dvelur orminn langa?  Er hann bara að skoða mál sem almenningur er búinn að dæma í?  Afhverju er ekki svipuð rannsókn í gangi á sölu Guðbjargar Matthíasdóttur á hlutabréfum í Glitni kortér fyrir hrun?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.10.2009 kl. 09:09

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Þessir menn voru ekki að bjarga almenning þeir voru á fullu að bjarga sjálfum sér.  Hvað segir þetta okkur um embættismannastéttina?

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.10.2009 kl. 11:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband