Lægsta fasteignaverð í Evrópu á Íslandi.

Mælt í evrum, dollar eða dönskum krónum þá er fasteignaverð á Íslandi að verða það lægsta í vestur Evrópu. Í dag er verið að selja fermetrinn af íbúðarhúsnæði á um kr. 200.000 í Hraunbænum í Árbæ. Það gera um 8.000 danskar krónum á fermetrinn eða um 1.100 evrur.

116_1693Haldi þetta verð áfram að lækka eins og verið er að spá þá verður að fara til austur Evrópu til að finna jafn lágt fasteignaverð.

Ef horft er til þess að verð á notuðu atvinnuhúsnæði er jafnvel komið niður í kr. 100.000 til 150.000 á fermetra þá samsvarar það 4.000 / 6.000 dönskum krónum á fermetra eða 550 / 815 evrum.

Þetta eru fáránlega lágt verð.

Það er hvergi hægt að kaupa húsnæði í vestur Evrópu eða Bandaríkjunum á þessu verði.

Þetta hlýtur hjálpa til við að lokka hingað erlend félög og fyrirtæki með sína starfsemi. Eins hlýtur þetta að opna ákveðin tækifæri fyrir þá innlendu aðila sem hafa sínar tekjur í erlendum gjaldeyri.

 

 

 


mbl.is Raunlækkun fasteignaverðs 36%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki óeðlilegt að fasteignaverð á Íslandi sé það lægsta í Evrópu.  Fasteignaverð samanstendur af byggingakostnaði og lóðaverði.  Byggingakostnaðurinn er nokkuð föst stærð, en lóðaverðið ræður mismunandi verði húsnæðis.  Ísland er strjálbýlasta land Evrópu og þess vegna eru byggingalóðir ódýrar.  Úr Hraunbænum og Mosfellsbæ er stutt að fara í fínasta byggingaland og þar af leiðandi er verð íbúða þar lítið hærra en nemur byggingakostnaði.

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 17:09

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta er ein hliðin á málinu Gísli.

Önnur tilgáta er, að fasteignaverð á hverjum stað endurspegli þær tekjur sem íbúar í viðkomandi landi / borg hafa. Því hærri tekjur því hærra fasteignaverð og öfugt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.10.2009 kl. 17:41

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þið verðið að miða við kaupmátt innanlands. Ef þið mælið í evrum eru þið að mæla samkeppnishæfni húsnæðismarkaðar við húsnæðismarkaði annarra Evrulanda. 

Staðreyndin er sú að fasteignaverð á Íslandi missti jarðsambandið við kaupgetu fólks. Því lækkar það og velta á fasteignamarkaði mun ekki taka við sér fyrr en verð er aftur komið í jarðsambandi við kaupgetu og efnahagslegan raunveruleika fólks. 

Fasteignaverð er ennþá himinhátt á Íslandi. Byggingakostnaður skiptir hér engu máli. Hann verður barinn miskunarlaust niður alveg eins og aðrir þættir verðmyndunar. Fyrr kemst velta á þessum markaði ekki í gang.  Svo það er bara að fara í gang með massífar verðlækkanir, afskriftir eignamyndunar og lána.  Því fyrr sem það gerist því fyrr mun markaðurinn taka við sér

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 16.10.2009 kl. 18:01

4 identicon

Fasteignaverð á Íslandi er langt í frá það lægsta í Evrópu!!

  T.d. í flestum borgum og ríkjum Bandaríkjanna er að finna lægra fasteignaverð, og það þrátt fyrir ótrúlega lágt gengi íslensku krónunnar!! T.a.m. í Houston í USA er hægt að finna 300 fm einbýlishús (á genginu í dag) á verði blokkaríbúðar í breiðholti.....þannig er nú málið, í USA virða menn nefninlega markaðinn, og sætta sig ekki við neina einokun, eins og við aumingjarnir hérna á Íslandi

Þessi tala um 36% verðlækkun er náttúrulega bara bull. Hún segir nákvæmlega ekkert. Það eina sem skiptir máli er 12% nafnverðslækkun, og það er ótrúlega lítil lækkun miðað við að húsnæðisverð hækkaði um 120% á undanförnum árum, og að þjóðarbúskapurinn er kominn á hliðina.

  Síðan eru það gengisáhrifin. Raungengið núna er það allra lægsta í sögunni. Það mun hækka og þá mun verðið á fasteignum í evrum "automatískt" hækka. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 16.10.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Sæll Friðrik

Ég er sammála Gísla, Gunnari og Jóhannesi um afstæði fasteignaverðs og samanburðarhæfni við önnur lönd.

Það er að eiga sér stað, hvort sem mönnum líkar betur eða verr, eðlileg leiðrétting á fasteignaverði á Íslandi, rétt í takt við "froðufleytingu" á öðrum verðmætum sem höfðu vaxið umfram alla hagræna og stjarnræna skynsemi. 

Á árinu 2006-7 kíkti ég heim á fasteignamarkaðinn og komst að því að stórt nýbyggt einbýlishús í úthverfi Vancouver dugði ekki fyrir 3ja herbergja nýrri íbúð í 101 Reykjavík.  Það eitt sagði mér að fasteignamarkaður á Íslandi væri líklega með 80-100% froðuálagi. Núna er manni sagt að listaverð á 3ja herbergja nýrri íbúð sé ekki marktækt, raunverulegt verð sé líklega 20-30% lægra, gefum að svo sé, þá miðað við sama reikningsdæmi dugar húsið í Vancouver  fyrir 3,5 slíkum íbúðum.  Jafnvel fermetraverð verður afstætt í svona samanburði.  Ætli einbýlishús á Íslandi sé ekki nálægt því að vera 3ja íbúða virði.    Svo má færa sig sunnan landamæra og ná sér í 4 sambærileg hús við þetta eina í Vancouver með sundlaug í bónus, því eins og Jóhannes bendir á fást fasteignir á ýmsum "hot" stöðum í Bandaríkjunum nánast á grátlega lágu verði. 

Niðurstaða;  líklegt má telja að fasteignamarkaður á Íslandi sé að komast í þokkalegt jafnvægi frá mínum sjónarhól séð, en hafa verður í huga að sá sjónarhóll hlýtur alltaf að vera bundinn einstaklingsbundnum aðstæðum. 

Jenný Stefanía Jensdóttir, 17.10.2009 kl. 04:19

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það mikilvægasta er að nýjir kaupendur komist inn á markaðinn. Hér á ég mest við ungt fólk sem er að kaupa í fyrsta sinn.

En það er alveg 100% öruggt að þessi markaður mun ekki lagast (velta komast í gang) fyrr en verðin eru orðin RÉTT miðuð við laun og efnahag fólks - og svo að atvinna fólks sé tryggð. Á meðan fólk óttast um atvinnu sína mun það EKKI kaupa sér fasteign. Það er það síðasta sem það gerir í óöryggisástandi.

Ergo: verðin niður, atvinna upp. Þá mun veltan fara í gang. Á meðan á þessari aðlögun stendur mun byggingakostnaður og þar með hagnaður byggingabransans (arðsemi og laun) líða mikið og verða skorinn dapurlega við smánarlega nögl. Svo munu lægri vextir=lægri verðbólga smá saman aftur ýta verði og hagnaði bygingabransans upp, því lægri vextir þýða hærra verð fyrir sömu greiðslubyrði. Vextir upp => verð niður | vextir niður => verð upp

Þetta verður erfitt. Mjög erfitt. Það þarf útsjónarsemi í bransanum til að brúa þessa miklu lægð.

Ef það væri ekki kommúnista ríkisstjórn í landinu þá væri hægt að gera mikið fyrir byggingabransan .t.d. bjóða útlendingum smánarlega lága skatta ef þeir flyttu heimilisfestu fyrirtækja (lögheimili) til Íslands og fengju eina íbúð í kaupbæti ef þeir stofnuðu X störf og svo koll af kolli.

En nú er ekkert hægt með kommúnista við stjórnvölinn.

Gunnar Rögnvaldsson, 17.10.2009 kl. 05:36

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband