Atvinnulausir smiðir byggi fangelsi

Af hverju fækka menn ekki lítillega á atvinnuleysisskrá og taka eitthvað af þeim smiðum og byggingaverkamönnum sem þar eru á bótum og láta þá byggja fangelsi?

Er ekki hægt að nota sömu leið og verið er að ræða varðandi nýja spítalann?

Stofnað verði fasteignafélag sem byggir og á þetta nýja fangelsi. Þetta fasteignafélag fær lán hjá eða verður í eigu fjárfesta eins og lífeyrissjóðanna. Fangelsismálastofnun leigir síðan fangelsið af þessu fasteignafélagi. Ríkið kaupir síðan fangelsið af fasteignafélaginu þegar betur árar.

Þetta er "winn winn" staða fyrir alla.

Lífeyrissjóðirnir eru með fasteignaveð fyrir sínum lánum og eru með öruggan leigjanda, samfélagið fær mannvirki sem þörf er fyrir, það fækkar á atvinnuleysiskrá, greiðslur atvinnuleysisbóta lækka og smiðirnir sem fá vinnu við verkið og fjölskyldur þeirra eru leystar úr áþján.

 


mbl.is Allsherjarnefnd ræðir fangelsismál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

„taka" eitthvað af þeim smiðum

„og láta þá byggja fangelsi“

Svona orðalag fer í taugarnar á mér. Ég myndi frekar vilja bjóða þeim vinnu við þetta.

Ellert Grétarsson (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 10:34

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Jú, jú Ellert ég get vel verið sammála þessari athugasemd þinni, það hefði verið svona "fágaðra" orðalag.

þetta orðalag er bara svo gróið inn hjá okkur byggingaköllunum. Menn fara í eitthvað verkefni og "taka" þá með sér, Pétur og Pál og eitthvað af verkfærum og efni.

Eins er þetta orðalag mjög mikið notað þegar verið er að segja mönnum fyrir verkum. "Þú ferð í þetta og tekur þessa menn með þér og lætur þá aðstoða þig".

Það er nú bara svona sem menn tala í þessum geira samfélagsins.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 22.9.2009 kl. 11:30

3 identicon

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort ekki væri hægt að breyta þessari risastóru galtómu Bauhaus byggingu í meðferðarfangelsi. Staðurinn er kanski ekki sem hentugastur en þarna stendur þessi nýbyggði risi ónotaður. Hættulegustu fangarnir yrðu vistaðir áfram á Litla Hrauni.... 

anna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 11:41

4 Smámynd: fellatio

Skil þetta bull ekki um að það vanti fangelsi. Það er til fangelsi og það heitir Litla-Hraun og er að öllu leiti vannýtt. Henda má út úr klefunum tölvum og sjónvörpum. Svo á að koma fyrir kojum og líka er hægt að láta fanga sofa á vöktum. Allaveganna er það nógu gott fyrir sjómenn þannig að glæpamenn eru ekkert of góðir til þess.

Svo má leyfa þeim að vinna sig upp með góðri hegðun og færa þá þar sem þeir fengju betri aðbúnað

Þetta er aumkunnarverð linkind sem við sínum morðingjum, ofbeldismönnum, dópsmyglurum, dópsölumönnum, innbrotsþjófum og fleiri úrhrökum. Lið sem ekki vílar sér að brjóta á rétti saklauss fólks. Það er sett inn í lúxusfangelsi og heimtar rétt og fífl syngja með þeim.

fellatio, 22.9.2009 kl. 13:05

5 identicon

Ég verð nú að viðurkenna að ég er hjartanlega sammála fellatio 

anna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 16:02

6 identicon

Frábær hugmynd ef það bara væri ekki algjört kraðak af ónýttu húsnæði til staðar nú þegar um allt land. Alveg eins hægt að borga leigu af því bara og jafnvel setja inn í samning samt einhverskonar forkaupsréttindi ef vill (sem reyndar kæmi mikið á óvart ef ekki yrði gert).

Maríanna (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 18:27

7 identicon

Einhver var búinn að benda á gömlu héraðsskólana sem standa ónýttir víða um land og ríkið þarf að halda við þrátt fyrir enga starfsemi. Þar er náttúrulega allt sem þarf; eldhús, svefnherbergi og sameiginlegar vistarverur. Það þarf bara að girða! Ef þetta var nógu gott fyrir íslensk börn þá hlýtur þetta að vera nógu gott fyrir fanga. Er ekki bara hægt að láta þá sjálfa sjá um viðhald á húsunum?

so (IP-tala skráð) 22.9.2009 kl. 19:07

8 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Skítt með orðalagið. Þegar hugmynd fæðist skiptir öllu að henni sé komið á framfæri, ekki hvernig það gerist. Þetta er frábær hugmynd.

Ragnhildur Kolka, 22.9.2009 kl. 22:27

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góð hugmynd, en ég var nú búinn að stinga upp á því fyrir nokkru að Tónlistarhúsinu yrði breytt í fimm stjörnu fangelsi fyrir auðvisa, sem vissulega myndu greiða fyrir dvöl sína þar. Það mætti innrétta fyrir þá hluta af húsinu og svo gætu þeir dundað sér við að ljúka við húsið á meðan á dvölinni stendur.

Það mydni væntanlega auka á kvöl auðvisanna að hafa Seðlabankann, Stjórnarráðið og höfnina fyrir augunum á daginn, en geta tekið takmarkaðan þátt í hinu daglega lífi borgarbúa....

Ómar Bjarki Smárason, 23.9.2009 kl. 01:28

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband