Setning neyðarlagana stærstu mistökin?

Fjöldi manna hefur haldið því fram frá því neyðarlögin voru sett að setning þeirra hafi verið stærstu mistökin sem Þingvallastjórnin gerði á sínum 18 mánaða valdatíma. Eru þá ólastaðar aðgerðir hennar og aðgerðarleysi í aðdraganda bankahrunsins.

IMG_2946 (2)Ef 93% þeirra banka sem töpuðu fé í hruni íslensku bankana ætla að höfða mál vegna þess hvernig þeim hefur verið mismunað sem lánadrottnum á kostnað innistæðueigenda og hvernig ríkið yfirtók eignir/útlán gömlu bankana og setti í þá nýju án samráðs þá erum við sem þjóð í mjög erfiðum málum.

Að breyta leikreglum eftirá og gera einum lánadrottninum hærra undir höfði en öðrum eins og gert var með neyðarlögunum þegar innistæðueigendum voru tryggðar allar sínar innistæður að fullu, það þýðir að þeir lánadrottnar sem nú eru að tapa öllu sínu hljóta að vera æfir. Þeir lánuðu sitt fé á sínum tíma á þeim grundvelli að allir lánadrottnar sætu við sama borð færu bankarnir í þrot.

Nú ætlar ríkið allt í einu að breyta því öllu og setja nýjar leikreglur sem nú á að sila eftir. Hvað halda menn að þeir séu? Er þetta land okkar orðið algjört bananalýðveldi?

Ég er einn af þeim sem hef aldrei skilið af hverju menn settu þessi neyðarlög. Mér fannst með ólíkindum hvernig þau voru hugsuð, að mismuna lánadrottnum með þessum hætti eftir á að maður tali nú ekki um þegar lá fyrir að tryggja ætti allar innistæður Íslendinga hér heima að fullu en útlendingum bara lágmarkið í útibúunum erlendis.

Datt mönnum virkilega í hug að menn kæmust upp með þetta?

Ef nú tekur við þriggja til fimm ára ferli með endalausum fréttum af málaferlum tuga ef ekki hundruða fjármálastofnana á hendur ríkinu nú eftir 13 mánuði þá líst mér ekki á blikuna.

Tapi ríkið einhverjum að þessum málum fyrir dómstólum og ríkið verður dæmt til að greiða þessum lánadrottnum skaðabætur sem og innistæðueigendum sem fá ekki sínar innistæður að fullu greiddar út úr íslensku bönkunum af því þeir eru útlendingar, Icesave og Edge reikningarnir erlendis eru bara tryggðir að ákveðnu hámarki, förum við þá ekki endanlega á hausinn?

Tapi ríkið eitthvað af þessum málaferlum eða öllum þá erum við ekki að tala um neinar smá tölur í skaðabætur. Neyðist ríkið til að framlengja neyðarlögunum næstu 5 til 10 árin og afhjúpa okkur þar með endanlega sem bananalýðveldi?

Hvað var þetta fólk að hugsa þegar þessi neyðarlög voru sett?

Mynd: Við Flóðið í Grenlæk

 


mbl.is Höfða mál vegna neyðarlaganna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Samfelld röð mistaka sem ekki sést fyrir endann á.

Árni Gunnarsson, 18.8.2009 kl. 14:07

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega voru sum mistökin reyndar ekki vanhugsuð heldur þaulhugsuð!

Árni Gunnarsson, 18.8.2009 kl. 14:09

3 Smámynd: Offari

Var hægt að gera eitthvað annað?  Mörg mistök voru gerð en einhverra hluta vegna taldi ég að neyðarlögin hefðu verið eitt af því sem þurfti að gera til að hægt væri að stöðva þvæluna.

Offari, 18.8.2009 kl. 14:13

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Neyðarlögin voru klárlega mistök. Það átti að setja bankana 3 í gjaldþrotameðferð. Það hefði verið mun ódýrara og einfaldara að efla Sparisjóðina og búa síðan til einhvers konar bótasjóð sem hefði bætt tjónþolum bætur en með þaki þó, þannig að t.d. 40 M hefði verið hámarksbætur til tjónþola.

Haraldur Baldursson, 18.8.2009 kl. 14:25

5 Smámynd: Jón Daníelsson

Sæll Friðrik.

Ég hef reyndar frá upphafi verið nokkuð hugsi yfir einmitt þessu. Neyðarlögin sem gerðu innistæður að forgangskröfum í þrotabú bankanna voru vissulega sett áður en bankarnir hrundu og eru þannig lagað séð ekki sett eftir á. En á hinn bóginn má velta fyrir sér hvort dómstólar kynnu að líta á þau sem einhvers konar málamyndgerning, svona svipað og þegar maður skráið húsið á konuna sína daginn áður en hann fer í gjaldþrot.

Yfirlýsingin um að innistæður á Íslandi væru tryggðar upp í topp, var hins vegar klárlega brot gegn reglum EES og ég verð að játa að ég hef aldrei skilið hvernig menn hugsuðu sér að sleppa frá því máli.

Það má þó velta fyrir sér hvað gerst hefði án þessarar yfirlýsingar. Trúlega hefðu Íslendingar hópast í bankana til að taka út peninga. Þar með hefði sennilega allt fjármála- og greiðslukerfi hrunið til grunna á einu bretti. Sparisjóðirnir hefðu heldur ekki sloppið.

Hér má rifja upp að dagana eftir hrunið hældu ráðamenn sér einmitt af því að debet og kreditkortin virkuðu og fók gæti sem sagt keypt í matinn. Ótti við algjört hrun, öngþveiti og uppþot, gæti sem sagt hafa verið meginástæðan.

Þeirra spurninga sem þú setur hér fram, hefur alltof sjaldan verið spurt og óneitanlega væri gaman að fá svör við þeim. Í þeim málaferlum, sem vafalaust eru framundan, er líklegast að íslensk stjórnvöld reyni að bera fyrir sig einhvers konar neyðarrétt - en hins vegar góð spurning hversu langt slík málsvörn dugar.

Jón Daníelsson, 18.8.2009 kl. 14:48

6 Smámynd: Elle_

Útskýring Jóns að ofan er góð og rökrétt að mínum dómi.

Elle_, 18.8.2009 kl. 15:04

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jón

Þetta með greiðslukortin. Menn hafa bent á að greiðslukortin eru ekki í höndum bankana, þau reka Valitor hf. og Borgun hf. Þessi fyrirtæki voru ekki í neinum vandamálum. Það sem þurfti til að þessi kort virkuðu var yfirlýsing frá Seðlabankanum að hann ábyrgðist greiðslur á öllum íslenskum kortum. Þegar sú yfirlýsing lá fyrir var málið dautt og þau nothæf um allan heim.

Hefðu bankarnir farið í þrot hefði skiptastjóri tekið við rekstrinum á þeim og farið að hámarka eignir bankana í samstarfi við kröfuhafa eins og lög gera ráð fyrir.

Þó bankarnir hefðu lokað í tvo til fjóra tvo daga meðan verið var að skipa skiptastjóra, það hefði ekkert gerst við það. Að fara með ríkið og þjóðina á kaf inn í rekstur á gjaldþrota  bönkum með tilheyrandi ábyrgðum og áhættu er hins vegar stórmál.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.8.2009 kl. 15:31

8 identicon

Neyðarlögin og yfirlýsingin um að allar innistæður í bönkum væru tryggðar er það sem við eigum eftir að súpa seyðið af. Þingvallastjórnin sem þú nefnir svo væri betur nefnd þing-varla stjórnin, því hún flaut sofandi að feigðarósi bæði fyrir og eftir hrun. Það er annars ótrúlegt hvað við Íslendingar eigum mikið af illa hæfu fólki sem komist hefur til metorða í okkar samfélagi en samt svo skiljanlegt þegar spillingin er sett inn í dæmið.

Grútur (IP-tala skráð) 18.8.2009 kl. 19:47

9 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Neyðarlögin voru eins og að pissa í skóinn.  Smá léttir en engin lausn.  Miklu heiðarlegra hefði verið fyrir ríkisstjórnina að viðurkenna að þjóðin hefði orðið fyrir atlögu glæpamanna sem ógnaði tilverurétti landsins og því lýst yfir neyðarástandi.  í staðinn voru þessi neyðarlög sett til að skera Björgúlf et al úr snörunni.  Geir Haarde er ekki einn versti forsætisráðherra Íslands heldur allra Evrópu fyrr og síðar.

Andri Geir Arinbjarnarson, 18.8.2009 kl. 21:32

10 identicon

Sammála Andra , og svo leyfir Geir sér að koma fram í BBC og réttlæta sínar gjörðir og segja að ekkert hefði verið hægt að gera í aðdraganda hruns

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 08:31

11 identicon

Þó bankarnir hefðu lokað í tvo til fjóra tvo daga meðan verið var að skipa skiptastjóra, það hefði  ekkert gerst við það.

Þetta þykir mér talsvert bjartsýnt mat. Ef allir þrír stóru bankarnir hefðu lokað á sama tíma hefði skapast hér algert upplausnarástand. Og það er svo sem engin trygging fyrir því að það ástand hefði aðeins varað í 2-4 daga. Kannski hefðu reikingar verið frystir vikum saman (eins og var raunin  með þá sem átti innistæður í  íslensku bönkunum erlendis). Í jafn kortavæddu samfélagi og Ísland er, þar sem fáir ganga með mikið lausafé á sér, þá hefði þetta ollið gríðarlegum vandræðum.

Mín spá er sú að neyðarlögin muni halda fyrir dómstólum.

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 10:31

12 Smámynd: Þórbergur Torfason

Auður. Þó allir bankarnir hefðu lokað í 2-4 daga hefði nákvæmlega ekkert gerst. Hér átti auðvitað að innsigla allar bankabyggingar, frysta allar innistæður, virkja sparisjóðina með styrk ríkissjóðs og láta þá sinna þeim fjármálaviðskiptum sem nauðsynleg voru fyrst í stað.

Bankana átti að setja beint í gjaldþrot en alls ekki að gera tilraun til að böggla þeim áfram á þennan hátt sem er verið að gera. Þetta voru fyrirtæki í einkaeign og auðvitað áttu þeir að fara beint í gjaldþrot. Neyðarlögin voru sett til að tryggja vildarvinina, þingmennina og ráðherrana sem voru og eru á kafi í sukkinu við spilaborðið.

Það er hörmulegt til þess að vita að á næstu ársfjórðungum skulum við þurfa að hlusta á þær einu fréttir að einhverjir gullfiskar skuli vera syndandi bakatil í gömlu bönkunum og hafa það í hendi sér hverjir fái ívilnanir í formi niðurfellinga skulda sem ekki var stofnað til með heiðarlegum hætti meðan almenningur fær ekki rönd við reist en borgar og borgar afborganir, vexti og verðtryggingar meðan spilafíklarnir stokka og gefa í gríð og erg í tilraun til að sjúga enn meira fjármagn til Tortóla og annarra skattaparadísa víðs vegar um heiminn.

Þórbergur Torfason, 19.8.2009 kl. 11:06

13 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það eru spennandi og skemmtilegir tímar framundan fyrir........... ég segi ekki meir.

Kannski er best fyrir okkur að fara algerlega á hausinn og byrja upp á nýtt?

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 19.8.2009 kl. 22:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband