En hvað með Landsbankamennina sem komu okkur í þessa stöðu?

Hvað ætla menn að gera við þetta fólk sem veðsetti þjóðina fyrir á annað þúsund milljarða í eigin hagnaðarskyni? Hvernig fólk er það sem gamblar með þjóð sína með slíkum hætti? Hvernig má það vera að þetta fólk skuli ekki enn hafa verið látið sæta refsingu og að ekki skuli vera búið að gera eignir þeirra upptækar?

Það er með ólíkndum ef ákæruvaldið ætlar ekkert að gera gagnvart þeim aðilum sem stýrðu og stjórnuðu Landsbankanum, einstaklingar sem láta nú hundruð milljarða falla á þjóðina.

Það verður aldrei sátt í þessu samfélagið ef þetta fólk fær að ganga laust og halda öllum eigum sínum meðan þjóðin þarf beygð og buguð að vinna sig út úr þessu Icesave máli næstu 14 árin.

Hér ganga líka um göturnar menn sem fullyrða að hér muni aldrei neitt réttlæti ná fram að ganga. Einhver gögn gangi nú milli stofnana og verið sé að skoða einhver mál en það sé bara sýndarmennska. Þessir menn fullyrða að þeir sem höfðu hér fullar hendur fjár á síðustu árum þeir höfðu vit á því að kaupa sér velvild í stjórnsýslunni, hjá stjórnmálamönnum og hjá fjölmiðlamönnum. Hundruð manna og kvenna voru "keypt" með gjöfum og greiðum, beinum peningastyrkjum og óbeinum greiðslum, veiðiferðum og matarboðum, utanlandsferðum og VIP þjónustu.

Þessir menn segja stjórnsýsluna svo djúpt sokkna í spillinguna með "brotamönnunum" í Íslenska bankahruninu að hér nái aldrei neitt réttlæti fram að ganga meðan þetta fólk situr þar og verndar sig og sína.


mbl.is Hagvöxtur stýri greiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Það verður ekki friður í landinu fyrr en trúverðugar rannsóknir hafa farið fram og sekir dregnir til ábyrgðar! Með lögum skal land byggja en með ólögum eyða!

Margrét Sigurðardóttir, 16.8.2009 kl. 10:27

2 Smámynd: Sigrún Óskars

það er mjög sérstakt að "Landsbankamenn" (feðgar) þurfi ekki að svara til saka. Það er eitthvað sem við ekki vitum og kannski eru stjórnmálamennirnir meira innvinklaðir í málið en þeir þora að viðurkenna.

"með lögum skal land byggja" en hvernig eru lögin - kannski var þetta allt löglegt hjá þeim - en siðlaust.

Sigrún Óskars, 16.8.2009 kl. 10:33

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Kristinn

Á þessu máli með Hryðjuverkalögin eru tvær hliðar. Tveim eða þrem dögum áður en Bretar setja þau á, þá settu Íslendingar á neyðarlög. Neyðarlögin er á margan hátt svívirðileg gagnvart erlendum lánadrottnum bankana. Einnig var hlutur erlendra innlánseigenda mjög fyrir borð borin.

Svar Breta við þessum neyðarlögum var að setja á okkur Hryðjuverkalög og frysta eignir bankana. Báðir þessir gjörningar, að setja Neyðarlögin og þeir að beita Hryðjuverkalögunum er dapurlegur vitnisburður örvinglaðra stjórnvalda. En það má ekki gleyma því að ríkisstjórn Geirs Haarde slóg fyrsta höggið í þeim slag.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.8.2009 kl. 10:42

4 identicon

Komið hefur fram að íslensku bankarnir vöru í raun yfirteknir í bretlandi af breskum stjórnvöldum þe. fé á reikningum þeirra var fryst. Hversvegna?, jú þeir voru að millifæra hundruði milljarða fram og til baka á reikninga "eiganda" sinna. Bretar sjá strax að þetta eru hryðjuverk, en Haarde og ISG sjá ekkert eða vilja ekkert sjá.

Síðan hafa öll viðbrögð íslenska kerfisins við hruninu verið á þá lund að enga ákvörðun aðra en þá er hægt að mynda sér, íslenskir stjórnmála eru meðsekir og á mála hjá útrásinni. Eftirlit var nánast ekki til, annar hver alþingismaður viðriðin einhver stórlánamál, afskriftir á lánum til yfirstéttarinnar osfr osfr.

Ofan á þetta allt finnst manni stjórvöld vísvitandi hafa dregið lappirnar í rannsóknum á hruninu og frekar en hitt ekki haft nokkurn áhuga áað hraða þessu.

Svo er þögnin ærandi í kringum fyrrverandi útrásarmenn, LÍ, KB og Glitni, manni virðist allur þessi hópur enn vera sötrandi kampavín einhversstaðar á sandströndum.

 Því er ekkiert skrítið að um göturnar gangi menn sem trúa ekki á að eitthvað réttlæti verði hér....

Afríka hvað ?

Magnus Jonsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:06

5 identicon

Ágæt grein hjá þér.

Einn af "Landsbankasnillingunum" sem þjóðin rembist við að borga fyrir er Magnús nokkur Þorsteinsson, Eyrarlandsvegi 22, Akureyri.  Hann var víst lýstur gjaldþrota og stakk af til Rússlands samkvæmt fréttum.  Það er ekki að sjá að þessi maður sé eignalaus nema að nafninu til, né hans fjölskylda (eða fyrrverandi).  Sagt er að hann hafi komið eignum yfir á "önnur nöfn", bæði á Akureyri og höfuðborgarsvæðinu.  Hvernig væri að gera þessar eignir upptækar, gætum við ekki notað "hryðjuverkalög" til þess,  það mætti byrja á því að merkja þær með "rauðum lit" svo "þjóðin" geti gengið að þeim vísum.  Ég hef grun um að rauði liturinn gæti orðið dálítið áberandi, bæði hér fyrir norðan og sunnan, meðan á því stendur.  Þessir karlar kunna greinilega á kerfið og hafa sennilega komið flestum eignum undan þannig að þjóðin situr í skuldasúpunni.   

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 11:59

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nú er komið að því að berjast á tveimur vígstöðvum. Elta uppi bófapakkið og gersigra það.

Finnur Bárðarson, 16.8.2009 kl. 16:54

7 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér, ég hitti þekktan Lögfræðing nú á dögunum sem sagði mér í óspurðum fréttum að það væri allt gert til að vernda útrásarvíkingana og þeir lögfræðinar sem væru í Elítunni eins og hann orðaði það ,væru að mokgræða á öllu þessu skilanefndar rugli og allir flokkar nema kannski VG og Borgaraflokkurinn væru á bólakafi í spillingunni...Það sem þarf núna er fólk úr viðskiptalífinu með hreinan skjöld til að taka til...

Res (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 18:30

8 Smámynd: Dante

"Það sem þarf núna er fólk úr viðskiptalífinu með hreinan skjöld til að taka til..."

Það gæti nú orðið smá leit að svoleiðis .

Ætli það yrði sjálfsagt ekki svipað og þegar Guð hótaði Satan að senda á hann lögfræðing. Hló þá Satan og spurði Guð hvar hann ætlaði að fá lögfræðing.

Málið er hrikalegt og kom tilvistarkreppa þessarar þjóðar mjög vel í ljós í síðustu kosningum. Það sem í boði var getur nú varla kallast björgulegt enda hefur það komið í ljós að þeir flokkar sem náðu að mynda meirihluta stjórn eru marg búnir að sanna getuleysi sitt til að ráða við þetta verkefni. Annar flokkurinn er búinn að taka flest allar sínar landfunda samþykktir og troða þeim eins langt og hægt er upp í óæðri endann á sér og hinn flokkurinn sér ekkert nema ESB og trúir því virkilega að það bjargi öllum vandamálum.

Orð Geirs Haarde eiga mjög vel við í dag:

Guð hjálpi Íslandi.

Ætli Guð sé ekki sá eini sem gæti bjargað þessu landi. Ekki virðast stjórnvöld hafa mikinn áhuga á því.

Dante, 16.8.2009 kl. 20:49

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband