Dráttarvextir skv. ákvörðun Seðlabanka Íslands eru 19,0%.

Seðlabanki Danmerkur hefur ákveðið að lækka stýrivexti um 0,10 prósentur. Frá og með morgundeginum verða stýrivextir í landinu því 1,45%.

Það er ólíkt umhverfið sem okkur Íslendingum er ætlað sem grunnur til að vinna okkur út úr kreppunni annars vega og hins vegar það umhverfi sem Dönum og öðrum nágrönnum okkar er boðið upp á.

018Fyrirsögnin hér fyrir ofan er tekin upp af heimasíðu eins ríkisbankans þar sem verið er að kynna vexti á inn- og útlánum. Þar stendur: "Dráttarvextir skv. ákvörðun Seðlabanka Íslands eru 19,0%."

Hvað er þetta óheyrilega vaxtaokur Seðlabankans með dráttarvextina um um og yfir 20% búið að standa lengi? Er það ekki farið að nálgast á þriðja eða fjórða ár?

Með þessari gjaldþrotastefnu Seðlabankans að halda dráttarvöxtum þetta háum þá hefur bankinn náð miklum árangri og er að takast fella hvert fyrirtækið á fætur öðru og nær þá líka oft að krækja um leið í nokkra einstaklinga. Það er vitað mál að engin rekstur eða einstaklingar geta staðið undir slíkum dráttarvöxtum í eðlilegu árferði, hvað þá mestu kreppu sem yfir okkur hefur gengið frá stríðslokum. Tilgangurinn með þessu stýrivötum getur því aðeins verið einn. Að taka til.

Þeir Seðlabankamenn fagna sjálfsagt á sinn hátt þegar þeir lesa tölur um fjölda gjaldþrota fyrirtækja og einstaklinga þegar þær byrtast.

Þeir bíta vel þessir dráttarvextir Seðlabankans. Hún hefur líka bitið vel ráðgjöf hans fyrir og eftir hrun. Þá stóð hann sig vel og náði að fella marga með ráðgjöf sinni, aðgerðum og aðgerðarleysi. Svo eru menn að tala um að þeir vilji ganga í ESB til að losna undan efnahagsráðgjöf Íslenska Seðlabankans og fela þessa ráðgjöf Seðlabanka Evrópu. Og við sem eigum þennan líka fína Seðlabanka.

Að mönnum skuli láta sér detta þetta í hug eins vel og Seðlabanki Íslands hefur reynst okkur. Hann hefur leitt okkur út úr fastgengisstefnu sinni yfir í fljótandi gengisstefnuna sína. Og alltaf hefur þetta bara batnað hjá okkar. Nú er bankinn ábyggilega að finna einhverja aðra snilldar leið fyrir okkar að fara í gengismálum sem mun tryggja okkur enn frekari og meiri hagsæld um ókomin ár, byggða á reynslu þessara grandvöru og góðu manna sem þar hafa dvalið undanfarna áratugi.

Maður fyllist bara bjartsýni þegar maður hugsar til þess að senn leggur þjóðina aftur af stað í enn eina vegferðina með Seðlabanka Íslands við stýrið og Íslensku krónuna fyrir Stafni.

Já, ég er strax farinn að finna reykinn af réttunum sem bíða okkar þar.

 


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í Danmörku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Góður Friðrik. Þetta er bananahagfræði.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.8.2009 kl. 11:32

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Ekki gleyma að hæstu innlánsvextir eru um 7-8% sem eru ekki ákvarðaðir af Seðlabankanum.  Vaxtamunur yfir 10%, þetta er það sama og prenta peninga.  Eins og staðan er í dag er upplagt að stofna nýjan banka eða sparisjóð sem ekki hefur vandamál gömlu bankanna en getur hagnast vel á þessari vitleysu

Andri Geir Arinbjarnarson, 15.8.2009 kl. 07:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband