Falla sex milljónir á hvern Íslending vegna loforðs um að allar innstæður skuli tryggðar?

Íslendingum er ætlað að greiða um 300 milljarða vegna Icesave, skv Seðlabankanum. Með vöxtum er Icesave áætlað um  600 milljarða. Aðrir en Seðlabankinn áætla Icesave aldrei undir 1.000 milljörðum.

Þetta er fyrir utan innistæður sem þjóðinni er ætlað að ábyrgjast á öðrum innlánsreikningum hér heima. Þegar er búið að borga 270 milljarða inn í bankana til að tryggja innistæðueigendum sínar fjárhæðir í peningamálasjóðunum.

09072009052Til viðbótar hef ég heyrt að þurfi 500 til 700 milljarða eigi að tryggja allar innistæður Íslenskra aðila í bönkunum hér heima. Þetta er ekki staðfest tala.

Þegar Geir Haarde bað Guð að blessa þjóðina lofaði hann því að ríkið myndi tryggja allar innistæður í Íslensku bönkunum, óháð fjárhæð. Þetta loforð er að kosta þjóðina með Icesave, peningamálasjóðunum og öllum öðrum innistæðum í bönkunum 1.500 til 2.000 milljarðar.

Ef þessari upphæð er deilt á 320.000 manns þá eru þetta fimm til sex milljónir á mann. Á hverja fjögurra manna fjölskyldu eru því að falla 20 til 24 milljónir.

Bretar eru að greiða út til Breskra fjármagnseigenda 4.461 milljarða króna. En Bretar eru jú sextíu milljón manna þjóð. Á hvern Breta eru þetta rúmar sjötíu þúsund krónur. Þar fyrir utan eru Bretar að tryggja á hverjum reikning ákveðið hámark sem nemur um 20 milljónir króna. Þeir tryggja ekki ótakmarkað á hverjum reikning eins og ætlunin er að láta okkur gera.

Það er því ólíku saman að jafna, þeim byrgðum sem eru að falla á Íslendinga annars vegar og Breta hinsvegar vegna þessa bankahruns. Um 70.000 kr. eru að lenda á hverjum Breta, 5.000.000 til 6.000.000 kr. á hverjum Íslending.

Getur þjóðin nokkurn tíma staðið við þetta loforð Geirs Haarde að þjóðin tryggji allar innistæður að fullu í bankakerfi sem var tíu sinnum stærra en þjóðarbúskapurinn, bankakerfi sem er allt gjaldþrota og fjárvana?

Af hverju erum við að taka á okkur ábyrgðir vegna þessar banka, hér heima og erlendis, sem eru langt út yfir lágmarkstryggingar skv. lögum og reglum Íslands og ESB?

Lámarks trygging per reikning skv lögum og reglur er 20.887 evrur eða um 3,5 milljónir. Er það ekki bara það sem við eigum að tryggja hér heima og erlendis?

Mynd: Við Skógarhóla, Þingvöllum.

 


mbl.is 21 milljarður punda greiddur út vegna fallinna banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gjarnan má taka inn í þennan útreikning að gjaldendum er að fækka og mun fækka nokkuð haldi fram sem horfir með landflótta. Sá flótti mun að fullum líkindum aukast að óbreyttu ástandi.

Ég held að Samfylkingin sé haeimskasta samsafn fólks sem nokkru sinni hefur hnappað sér saman á Íslandi. Hafi ég rangt fyrir mér þá verð ég skelfingu lostinn því það má ekki vera rétt að meiri heimskingjar séu til.

Árni Gunnarsson, 3.8.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þetta er skuggaleg lesning en það sýnir kanski þessa fullkomlegu geggjun Íslendinga að Bretar þurfi að borga 70.000 á kjaft. Allt vegna þjóðar sem telur um 300.000 manns.

Finnur Bárðarson, 3.8.2009 kl. 16:07

3 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Hvort sem við samþykkjum Icesave eða ekki mun heildargreiðsla okkar verða hin sama en hlutfallið af þjóðartekjum verður ekki hið sama.  Auðvita getum við ekki borgað allt, allir vita það, þetta er bara pólitískur leikur.  Við eigum tvo möguleika

1.  Samþykkja Icesave, fá lán, ESB og endurskoða Icesave og borga X sem er Y% af Þjóðartekjum

2.  Fella ICesave, engin lán eða ESB, lán gjaldfelld, skuldatollar og við borgum X sem er Z% af þjóðartekjum

Z > Y

Praktískt séð er möguleiki 1 betri en 2.

Andri Geir Arinbjarnarson, 3.8.2009 kl. 16:08

4 identicon

Góð grein hjá þér en 

.......Ég nenni varla að eyða fleiri orðum á "loforð Geirs", maðurinn var greinilega ekki með "skýra dómgreind" þegar þessi "loforð duttu af vörum hans".   ....og hvernig geta "loforð" eins ráðherra breytt lögum.......

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 3.8.2009 kl. 17:15

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ok Andri ég skil vel þín rök og þetta er sú leið sem verður að fara samþykki Alþingi Icesave.

Það er líka ljóst að það verður þá að vera ný ríkisstjórn og nýtt fólk sem tekur þennan samningu upp efir tvö til fjögur ár og heimtar að samið verði upp á nýtt.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 3.8.2009 kl. 17:45

6 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hér er komið að kjarna málsins. Icesave er framar öðru kostnaður af þessu loforði að allar innistæður séu að fullu tryggðar. - Peningarnir sem fóru í peningamarkaðssjóðina án aðkomu löggjafans er mesta hneykslið.

Helgi Jóhann Hauksson, 3.8.2009 kl. 23:08

7 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Friðrik, það er búið að gera svo mörg mistök í þessu ferli, allt frá samþykkt laganna um Tryggingasjóð innstæðueigenda og til dagsins í dag.  Stærstu mistökin voru líklegast gerð á þeim tíma þegar lögin voru samin.  Bretarnir voru mun sniðugri en við.  Þeir takmörkuðu ábyrgðina við einstaklinga með heimilisfestu í heimaríkjunum (Englandi, Wales, Norður-Írlandi og Skotlandi).  Bara þetta eitt hefði í reynd komið í veg fyrir að Icesave hefði verið undir íslenskri lögsögu.  En það er búið og gert.

Hitt er rétt hjá Andra Geir, þetta snýst um tvo kosti og síðan þarf að meta hvor er betri.  Ég er að vísu ekki sammála Andra Geir með að við fáum ekki lán, ef við samþykkjum ekki "Svavarssamninginn" og setjum fram okkar skilmála um endurgreiðsluna.  Ef við sýnum ábyrgni, réttsýni og staðfestu, þá munum við ávinna okkur álit annarra, en núna lítum við bara út fyrir að vera auðveld bráð fyrir erlenda hrægamma.

Marinó G. Njálsson, 3.8.2009 kl. 23:46

8 identicon

Friðrik,

   Það sem þú skrifar er svona dæmigerður íslenskur "viljandi misskilningur". Við þurfum bara að standa við lágmarksupphæðina á hverjum reikningi. 

   Þessi komment hérna eru soldið í hnotskurn það sem heyrist frá misvitrum Íslendinum. Þeir standa upp á hóli og gala sig hása af paranoiu, og fáfræði. 

   Skýrir solidið af hverju við sem þjóð erum komin í þennan skít. Við erum alltént fólkið sem velur fulltrúana sem tóku allar þessu heimskulegu ákvarðanir.

Auðvitað vill engin borga þetta, og allt það. Ég meina þetta er eins og að verja morðingja. Hann á kannski ekki skilið að fá dauðadóm, og væri grátt leikinn ef svo yrði, en það breytir samt ekki sekt okkar í þessu máli, að það er tekið hart á okkur, og sektin minnkar ekkert þó að þið galið úr ykkur raddböndin. 

   Við erum lítil vanþroska þjóð, sem virðist ómögulega getað talað einum rómi. Maður spyr af hverju ekki?? Ef við getum ekki lagt niður pólitískar deilur á tímum eins og þessum, eruð þá hægt að kalla okkur þjóð. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 4.8.2009 kl. 01:07

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Jóhannes

Lestu líka greinarnar hér fyrir neðan:

Samkvæmt íslenskum lögum og reglum ESB þá eigum við að tryggja 20.887 evrur per reikning. Eins og staðan er í dag erum við að tryggja margfalda þá upphæð bæði hér heima og erlendis.

Til stendur að við tryggjum að fullu allar innistæður hér heimasem er margfalt meira en lög kveða á um. Bretar og Hollendingar fá 50% af eignum Landsbankann til að greiða Icesave reikningseigendum miklu hærri fjárhæðir en þetta lögbundna lámark.

Þegar Svíar og aðrar þjóðir og þú segja að við Íslendingar eigum að standa við okkar skuldbindingar hvað er þá átt við?

Eru Svíarnir og þú að tala um 20.887 evrur per reikning eða eru Svíar og þú að tala um að Íslendingar eigi að ábyrgjast miklu meira en þessar 20.887 evrur per reikning eins og nú stendur til að gera? Hollendingar vilja að það séu tryggðar 100.000 evrur per reikning hjá þeim. Bretar held ég 150.000 pund. Þeir fá helming af öllum eignum Landsbankans til sín þannig að svo geti orðið raunin.

Gerum við þetta þá erum við að gera miklu meira en uppfylla okkar lagaskyldur og alþjóðlegar skuldbindingar.

Ef við fengjum allar eignir Landsbankann þá myndu þær sjálfsagt fara langt með að dekka þessar 20.887 evrur per reikning en við fáum bara 50% af eignum hans og það dugir ekki fyrir 20.887 evrum per reikning og því eru að falla á okkur 300 til 1000 milljarðar með vöxtum og kostnaði.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 02:36

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

VIÐ eigum ekki að borga Icesave-skuld Landsbankans.

RÍKISSJÓÐUR á EKKI að borga, skv. lögum Evrópubandalagsins sjálfs!

Einstök ríki MÁTTU EKKI ábyrgjast sína tryggingainnistæðusjóði! –

ekki frekar en banka sína, og þó er það einmitt það sem Bretar gerðu!

Herra Geir Haarde hafði ekkert vald til að skuldbinda þjóðina.

Orð hans og eiðar vega ekki þyngra en gull.

Það er stjórnarskrárbrot að reyna að skuldsetja ríkissjóð án laga.

ICESAVE-sinnar eins og Andri Geir sjá hér færi á að afvegaleiða fólk,

af því að þú gefur þér vitlausar forsendur í byrjun, Friðrik.

Láttu af röngum forsendum þínum, TIF er annað en ríkissjóður og þjóðin!

(TIF = Tryggingasjóður innstæðueigenda og fjárfesta).

Jón Valur Jensson, 4.8.2009 kl. 03:48

11 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Ég er vissulega tilbúinn að skipta um skoðun í þessu Icesave máli ef einni spurning er svarða fyrst.

Eru Bretar og Hollendingar með samþykki AGS reiðubúnir að endurskoða Svavars samninginn áður en hann kemur til lokaafgreiðslu á Alþingi?

Það tekur ekki mikinn tíma að spyrja þessarar spurningar.  Jóhanna einfaldlega tekur upp tólið og hringir 3 símtöl.

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.8.2009 kl. 07:54

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, það er merkilegt, að þetta Bankastrætislið hefur ekki haft rænu til þess, hvað þá þor, að spyrja ríkisstjórnir þessara þjóða út í það mál. Vitaskuld eru bæði Bretar og Hollendingar með menn hér í sendisveitum sínum til að upplýsa þá um stöðu málsins bæði í þinginu og meðal þjóðarinnar. Yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga hafnar Icesave, og ef breytingartillaga kæmi fram við frumvarpið um ríkisábyrgð, sem í því væri fólgið, að þjóðin fengi að eiga lokaorðið um það, og ef hún næði samþykki í þingi, þá er borin von fyrir Breta og Hollendinga, að málið næði fram að ganga. Hins vegar náði brezka lögfræðinga- og áróðurssérfræðingaliðið óbilgjarna og (af okkur!) hálaunaða þvílíkum einhliða árangri, að yfirburðasigur mátti kalla og það fullkomlega ranglátan; og einmitt þess vegna eru Bretar í auðveldri "bargaining position" að slá af sínum kröfum – og ekki sízt vegna þess, að nú (með grein Evu Joly og áfram) standa spjótin á ríkisstjórn Browns, að hún hafi komið illa og raunar svívirðilega fram við okkur, þessa 200 sinnum fámennari þjóð en Stór-Bretar eru.

En þorir Bakarabrekku-Jóka að taka upp símtólið? – that's the question.

PS. Ég tek fram, að þótt hún næði einhverri málamiðlun eða hrossakaupum, þá er sá samningur samt á hennar ábyrgð og Samfylkingarinnar, ekki mína né okkar fullveldis- og réttlætissinna. ÁFRAM ÍSLAND – EKKERT ICESAVE! Áfram Ísland – EKKERT ESB!

Jón Valur Jensson, 4.8.2009 kl. 09:43

13 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Nú liggur okkur í raun ekkert á með það að samþykkja þennan Icesave samning. Við eigum nægan gjaldeyrisforða í landinu í dag. Þessi þrýstingur frá atvinnulífinu að það þurfi að skrifa undir Icesave sem fyrst til að það opna fyrir erlend lán til Íslenskra fyrirtækja og stofnanna er á misskilningi byggður, það fást engin lán í dag hvort sem skrifað er undir Icesave eða ekki. Lánin sem fást í gegnum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn á ekki að nota til að setja inn í atvinnulífið. Þetta fé fer inn á bankabók í Bandaríkjunum, tilgangurinn sá eini að vera gjaldeyrisvarasjóður. Það eru því engin lán að koma inn í atvinnulífið og því liggur okkur ekkert á. Sjá þessa grein hér, Seðlabankinn mun sólunda þessu fé og þjóðin mun sitja uppi með skuldina.

Þess vegna á að taka annan snúning á Bretum og Hollendingum með þennan samning, við erum ekki að falla á tíma með neitt. Ríkisstjórnin á annað tveggja að taka þetta mál út úr þinginu eða leggja það fyrir þingið og þá fellur málið þar. Þá þarf að semja upp á nýtt. Þetta er ekkert flókið. Hins vegar er ljóst að það verður að senda annað fólk til þessara samninga.

Hvað varðar hótanir Breta og Hollendinga um refsitolla, upptöku eigna og frystingu eigna, við eigum ekki að hlusta á slíkt bull. Við eigum ekki sem þjóð að láta stilla okkur upp við vegg með slíkum hótunum.

Samningurinn er ómögulegur, raun hræðilegur nauðarsamningur. Það á enginn þjóð að samþykkja hræðilega nauðasamninga. Þeim á að hafna.

Bretarnir gengu of langt í þessum samningum. Þeir gátu greinilega farið með þessa samninganefnd okkar eins og þeim sýndist og þeir hafa gengið á lagið og á endanum voru þeir búnir að ganga svo langt að engin þjóð getur sóma síns vegna samþykk slíkan samning.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 4.8.2009 kl. 10:58

14 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

EIns og Jón Valur minnir okkur sífellt á þá hafa hörðustu þjóðernissinnar það eitt markmið að koma í veg fyrir ESB aðild og eru af þeirri ástæðu eru þeir algerlega á móti öllum lausnum á ICESAVE málinu. Það eru þeir sem blanda þessu tvennu saman og  setja samasemmerki milli ISESAVE og ESB.

ESB sinnar vilja sem besta niðurstöðu í ICESAVE og alls ekki fórna hverju sem er fyrir ESB aðild heldur einmitt framar öðrum fá góðan ESB samning sem flestir yrðu sáttir við og auðvitað sem besta útkomu í Icesave-málinu.

Ef menn finna ódýrari lausn en samning Svavars er enginn sem ekki vill þá lausn, og ef einhver finnur raunverulega leið framhjá því að borga sem raunveruelga kostar okkur minna en samningurinn þá á hann minn stuðing vísan.

Helgi Jóhann Hauksson, 4.8.2009 kl. 15:57

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband