Áfram Eva Joly.

Eva Joly á heiður skilið fyrir þessa grein sína sem hún birtir í nokkrum helstu blöðum Evrópu í dag. Frá því Egill Helgason kynnti fyrst Evu Joly fyrir okkur Íslendingum þá hefur tvennt gerst.

142Annars vegar hefur hjá okkur sem enga von áttum, hjá okkur hefur vakað von. Von um að hér nái réttlætið fram að ganga. Án Evu Joly ættum við enga von í því gjörspillta samfélagi sem hér hefur verið afhjúpað síðustu misserin.

Hins vegar eru það sakamennirnir sem hryllir við og varðhundar þeirra, hinir ólíklegustu menn, hafa risið upp á afturlappirnar og gagrýnt öll hennar störf, orð og athafnir.

Nú þegar Eva Joly sýnir okkur Íslendingum hina hliðina á sér, þingmann Frakklands á Evrópuþinginu, þá spretta upp nýir gagnrýnendur á hreint ólíklegustu stöðum.

Ég segi, áfram Eva Joly.

Mynd: Snæfellsjökull í "náttlausri voraldar veröld".

 


mbl.is Hrannar sendir Joly tóninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Sammála.  Tek undir það.   Sjálftökuelítan skelfur á beinunum.

Jón Halldór Eiríksson, 2.8.2009 kl. 16:25

2 Smámynd: Margrét Ingadóttir

Sammála.

ÁFRAM EVA

Margrét Ingadóttir, 2.8.2009 kl. 16:27

3 identicon

Spyrjið almenning. Þann sem á að borga:

www.kjosa.is

Rómverji (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 17:05

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Já. Áfram Eva Joly.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 2.8.2009 kl. 17:13

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Hrannar verður að víkja, annars staðfestir Jóhanna orð hans sem sína skoðun, sem er reyndar afar líklegt, því varla fer hann að geysast áfram í fjölmiðla án leyfis frá henni.

Haraldur Baldursson, 2.8.2009 kl. 18:21

6 Smámynd: Finnur Bárðarson

Heyr, þessi kona með járnglófana talar umbúðalsut. Mættu fleiri hafa þann eiginleika.

Finnur Bárðarson, 2.8.2009 kl. 18:22

7 identicon

Sammála.

Mæli með því að Þjóðin slái saman og ráði hana, sem sérstakan saksóknara til að rannsaka spillingu stjórnmálamanna hér á síðustu árum. Með fulla heimild til að velta öllum steinum og rannsaka hvern sem er niður í kjölinn. 

Algjörlega óháð Ríkisstjórn, Alþingi, og öðrum spilltum embættismönnum. Ef einhver hefur eitthvað við þetta að athuga, er ljóst að sá hinn sami hefur eitthvað að fela og er þar með hluti af spillingunni. Og ætti að skipast efst á lista grunaðra.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 18:56

8 Smámynd: Elle_

Já, Eva Joly er okkar verjandi innanlands og utan og mikill styrkur að vita af henni þarna.  Þ.e. fyrir fólk sem hefur ekki skugga-hluti að verja.

Elle_, 2.8.2009 kl. 18:57

9 identicon

Drullist til að kjósa.is

Og svo legg ég til að við hyllum Evu. Sýnum henni að við kunnum að meta hana. Uppástungur?

Rósa (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 19:43

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað segir Jóhanna?

Sigurður Þórðarson, 2.8.2009 kl. 20:36

11 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Vill bara troða því inn hér sem ég sendi inn á blogg Ásthildar Cesilsdóttir: Eva Joly er að sýna sig sem einn landvættanna. Hinir hafa ekki komið fram. Allt frá því að Geir Gat ekki kjökraði: Guð blessi Ísland hef ég beðið eftir leiðtogum landsins. Þeir eru greinilega ekki til enda allir tengdir bankablekkingunni.

Ég hef ekki getað bloggað upp á síðkastið vegna þess hvað mér finnst fjölskyldutengingar og  flokkspólitík augljós og velti fyrir mér hversu víðtækt þetta er. Grænir í framan og Samspillingin sem mér virðist innvinklaðri í spillinguna en hún vill vera láta eru greinilega ekki að höndla verkefnið sem framundan er.

En Ásthildur, þér til huggunar fá Spánverjar ekki veiðiréttindi hér. Frekar en að landráðamennirnir gangi lausir. Að hengja mann án dóms og laga hefur öðlast nýja merkingu. Hreiðar Már gaf út yfirlýsingu í gær um að lánaveitingar Kaupþings hefðu ekki brotið lög. Hann má halda í sína skilgreiningu en íslenska þjóðin er á öðru máli. Og var á lægri launum en hann við að komast að þeirri niðurstöðu.

Ævar Rafn Kjartansson, 2.8.2009 kl. 23:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband