Þarf þjóðstjórn til að takast á við þennan gríðarlega efnahagsvanda?

Rúmir sex mánuðir eru frá því bankakerfið hrundi. Á sex mánuðum hafa tæp átján þúsund manns misst vinnuna. Spár gera ráð fyrir að 10 fyrirtæki verði gjaldþrota á dag næstu tólf mánuði. 3500 fyrirtæki munu falla í valinn það sem eftir lifir árs. Með óbreyttri vaxtastefnu og ef þessar spár ganga eftir þá er eðlilegt að álykta að jafn margir muni missa vinnuna á næstu sex mánuðum og á síðustu sex mánuðum.

IMG_1669

Til viðbótar þessum gjaldþrotum og vaxandi atvinnuleysi þurfum við að glíma við stórfelldan niðurskurð á útgjöldum ríkisins. Skera þarf fjárlögin fyrir 2010 úr 600 milljörðum í 400 milljarða.

Þeir sem taka við stjórnartaumunum að afloknum kosningum verða ekki öfundsverðir. Alveg sama hverjir þeir verða þá þarf þjóðin að styðja það fólk eins og hægt er. Að setja saman fjárlögin fyrir 2010 og aftur 2011 verður bara hræðilegt mál. Hvernig ætla menn að skera niður ríkið um 30%? Með því að segja upp þriðja hverjum ríkisstarfsmanni?

Ef við ætlum að skera niður útgjöldin um 30% þá þarf að grípa til ráðstafanna eins og þessara:

  • Fyrirsér er algjör uppstokkun á Háskólastiginu, niðurskurður, lokun deilda í Reykjavík og úti á landi. Starfsfólki og kennurum sagt upp.
  • Væntanlega verða allir Háskólarnir sameinaðir í einn og öllum rektorum sagt upp nema einum. Verkfræði og lögfræði sem nú er kennd á tveim stöðum, allt slíkt verður sameinað.
  • Kennslu til meistaranáms væntanlega hætt næstu árin. Nemendum bent á að sækja það nám til útlanda.
  • Kennsla í grunnskólum minnkuð og laun kennara lækkuð, kennurum og starfsfólki sagt upp.
  • Sama þarf að gera í framhaldsskólum.
  • Sveitarfélög munu loka leikskólum og fækka leikskólakennurum. Fólk sem þiggur atvinnuleysisbætur mun ekki fá pláss á þessum heimilum fyrir börnin sín.
  • Umfangsmikill niðurskurður á sjúkrahúsunum í heilbrigðiskerfinu og félagsþjónustunni er óhjákvæmilegur. Segja verður upp læknum og hjúkrunarfólki og lækka laun þeirra sem eftir verða. Takmarka verður þá læknisaðstoð sem fólk yfir fimmtugt á kost á.
  • Til að milda þennan mikla niðurskurð verður að hækka skatta.

Þá þarf að leysa eftirfarandi á næsta kjörtímabili:

  • Jöklabréf upp á 400 til 500 milljarða vilja komast úr landi.
  • Vegna Icesave falla á ríkissjóð 50 til 500 milljarðar.
  • Sjárvarútvegurinn skuldar 500 til 900 milljarða.
  • Krónan er ekki skráð sem gjaldmiðill erlendis.

Eigum við að ákveða að neita að borgar allar ofangreindar skuldir? Það er ljóst að við munum ekki geta rekið ríkissjóð hallalausan næstu árin hvað þá borgað skuldir.

Mikil hætta er á að sú ríkisstjórn sem þarf að takast á við þessi mál hún hreinlega springi á limminu, slíkar eru ákvarðanirnar sem þarf að taka. Um flestar þessar ákvarðanir verður að nást víðtæk samstaða. 

Það er alveg ljóst að það verða allir að leggjast á eitt ætlum við að vinna okkur út úr þessu. Það er líka eins gott að við Íslendingar förum að gera okkur grein fyrir því að þessi kreppa leysist ekkert hér á landi á einum eða tveim árum. Við erum að horfa á allan næsta áratug hið minnsta. 

Mér fannst tillaga Davíðs Oddsonar um þjóðstjórn síðastliðið haust fáránleg. Í dag er ég orðinn sammála Davíð Oddssyni, það getur enginn nema þjóðstjórn ráðið við þau mál sem þarf að höndla hér næstu þrjú til fjögur árin.

Það er nánast ómannúðlegt að leggja alla ábyrgðina af þessum erfiðu ákvörðunum á einstaka ráðherra og þingflokk hans. Þessi mál verður að leysa í samstarfi.

 


mbl.is 3.500 fyrirtæki gjaldþrota á næstu 12 mánuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það væri heillvænlegra fyrir þjóðina að hafa þjóðstjórn þannig að allir flokkar á Alþingi tækju þátt og legðust á eitt til að leysa vandann, þjóðinni til framdráttar, en ekki einstökum flokkum eða stjórnmálamönnum.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.4.2009 kl. 14:08

2 Smámynd: Sjóveikur

http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA

nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) :) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað :)  það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn :)

Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband