Trúverðugleika Sjálfstæðisflokksins verður að endurreisa.

Það að Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra hafi útvegað Sjálfstæðisflokknum þessa tugmilljóna styrki var ekki til að bæta stöðu Sjálfstæðisflokksins. Allir þeir sem um þessi mál tjá sig eru sammála um að það að þiggja þessa styrki hafi í besta falli verið "óeðlilegt".

IMG_1701Það alvarlega í þessu máli er að þeir menn sem ég og aðrir stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins höfum valið til trúnaðarstarfa fyrir okkur, þeir sáu ekkert óeðlilegt við það að þiggja styrki sem þessa. Heldur ekki framkvæmdastjóri flokksins.

Ef þessir forystumenn okkar Sjálfstæðismanna ráku flokkinn okkar með þessum hætti hvernig ráku þeir þá landið okkar?

Ég hvatti eindregið til þess að í þeim prófkjörum sem fóru fram í Sjálfstæðiflokknum að fyrrum ráðherrum flokksins yrði gefi frí og þeir ekki kosnir til áframhaldandi trúnaðarstarfa. Þrír af sex fyrrum ráðherrum flokksins hættu, hinum var öllum hafnað sem oddvitum í sínum kjördæmum. Eina leiðin fyrir Sjálfstæðisflokkinn til að endurheimta traust kjósenda er að sýna ábyrgð í verki og láta þá forystumenn flokksins sem leiddu þjóðina inn í þetta gríðarlega hrun bera ábyrgð á því með því að kjósa þá ekki til frekari trúnaðarstarfa.

Sjálfstæðisflokkurinn á mjög undir högg að sækja og ef Sjálfstæðisflokkurinn á að endurvinna trúnað kjósenda eftir þessar uppljóstranir þá gengur ekki að stilla upp í fyrsta sæti í Reykjavík Suður með höfuðpaurinn í þessu máli. Ekki bara að maðurinn sá ekkert óeðlilegt við að þiggja þessar greiðslur, hann fór sem þingmaður og sótti þær til þessara fyrirtækja.

Mín reynsla af stuðningsmönnum og kjósendum Sjálfstæðisflokksins er að þetta er upp til hópa gott og grandvart fólk. Ég efast um að það vilji frekar en ég kjósa slíka  menn á þing sem sína fulltrúa.

Það jaðrar við pólitísku sjálfsmorði fyrir Sjálfstæðisflokkinn að stilla í dag upp í fyrsta sæti í Reykjavík Suður höfuðpaurnum í einu mesta spillingarmáli Íslandssögunnar sem tengist fjármálum stjórnmálaflokkanna.

Það sem gerir málið svo slæmt er hvaða fyrirtæki gáfu þetta fé, Landsbankinn og aðaleigandi Glitnis. Báðir þessir bankar fóru í framhaldinu lóðrétt á hausinn  eftir að hafa rænt þjóðina og skilið hana eftir stórskulduga. Bankar sem stjórnvöld gerðu ekkert til að stöðva á þeirri heilreið sem þeir voru á. Þvert á móti, stjórnvöld gerðu allt sem bankarnir báðu um þar til Davíð Oddsson á endanum stöðvaði bullið. Já, ég er farinn að sjá Davíð Oddson í nýju ljósi þessa dagana.

Ætli Sjálfstæðisflokkurinn að endurheimta sitt fyrra traust verða menn sem staðið hafa í gjörningum eins og þessum að hverfa úr forystu flokksins. Alveg á sama hátt þarf ábyrgðarmaður númer eitt á Icesave, stjórnarmaður í Landsbankanum og fyrrum framkvæmdastjóri flokksins að hverfa úr Miðstjórn flokksins.

Gerist það ekki fyrir þessar kosningar þá verður það að gerast fyrir þær næstu, ætli Sjálfstæðisflokkurinn sér einhverja framtíð í íslenskri pólitík.

Mynd: Dýjamosi í Vopnafirði.

 

 


mbl.is Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Ótrúleg heppni að Guðlaugur skildi ekki bjóða sig fram í formann RÁNFUGLSINS, eins og hann ætlaði að gera, það hefði verið ennþá vandræðalegra fyrir flokkinn.  Guðlaugur mun standa af sér þennan storm, en ímynd hans & flokksins stendur eftir mjög löskuð, vægast sagt!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 14:13

2 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Hvernig ráku þeir landið okkar?  Ég hélt að svarið lægi í augum upp, líka fyrir þá sem eru "blindir" - meira að segja siðblindir viðskipta- & stjórnmálamenn skammast sýn rosalega í dag, enda mega þeir eiga það þessir "þjóðnýðingar" allt í nafni "frelsis & græðgi".  Hvernig ráku þeir landið okkar?  Þú hlýtur að vera ný fluttur til landsins eftir 20 ára búsetu á erlendri grundu, ég hef sjaldan hlegið jafn mikið....

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson, 9.4.2009 kl. 15:26

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú ert of fljótur að fella dóma þína Friðrik, eins og margir eru þessa dagana. Líklega hefur Guðlaugur ekki komið nálægt þessum styrkjum, enda lá hann á sjúkrabeði með brunasár sem ekki er vel fallið til afreka.

Menn eru að gera því skóna, að um mútur hafi verið að ræða. Eigum við ekki að fá sannanir fyrst, áður en við fellum dóma ?

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.4.2009 kl. 22:05

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi umræða um dugnað Sjálfstæðismanna við að fjármagna rekstur sinn, er gott dæmi um hvernig Samfylkingin beitir "smjörklípu-aðferðinni". Á ensku nefnist þetta "smear champaign" eða "ófrægingar-herferð". Hvað ætli Samfylkingin sé búnir að liggja lengi á þessum upplýsingum ? Hvernig ætli Samfylkingin hafi aflað þessara upplýsinga ?

Mín afstaða er sú að allar greiðslur frá fyrirtækjum orki tvímælis, hvort sem þær eru smáar eða stórar. Upphæðir eru afstæðar og bara Samfylkingar-hræsnarar sjá ávallt flísina í auga náungans. Ég skrifaði pistil um málið, þar sem ég sagði:

Að mínu mati á að taka alveg fyrir fjárframlög til stjórnmálaflokka frá fyrirtækjum og þá skoðun hef ég haft lengi. Þeir fá mikið fjármagn frá ríkinu og að auki frá einstaklingum. Þeir verða einfaldlega að búa við þá takmörkun. Eins og virðist hafa átt við um fjármögnun Evrópusambandsins á Samfylkingunni, nægir ekki að banna fyrirtækjum að styrkja stjórnmálaflokkana. Það er þó skref í rétta átt.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.4.2009 kl. 12:07

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Gleymdu ekki Illuga Gunnarssyni  - hans þáttur í gegn um einkavæðingarnefndina og Hitaveitu Suðurnesja . . . . . verðskuldar að hann fái að fljóta með. 

(Svo má líka minna á að hann sat í forsvari fyrir sjóði Glitnis . . . . og í boði hvers?)

Benedikt Sigurðarson, 10.4.2009 kl. 13:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband