Neitar fjármálaeftirlitið að afhenda embætti sérstaks saksóknara gögn og ber við bankaleynd?

114_1442Í viðtali við Norska sjónvarpið sem sýnt var áðan í þættinum hjá Agli Helgasyni þá var ekki annað að skilja á Eva Joly en að Fjármálaeftirlitið, FME, neiti að afhenda embætti sérstaks saksóknara nauðsynleg gögn þannig að rannsókn geti hafist. Ber FME við bankaleynd.

Áður hefur komið fram að Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur ekkert að gera. Þeim hefur aðeins borist eitt smámál til rannsóknar. Þeirra hlutverk er að rannsaka þau mál sem FME sendir þeim. Þeir bíða og eru búnir að bíða í fimm mánuði eftir að eitthvað komi frá FME.

Í FME sitja allir sömu starfsmenn og þar voru starfandi í aðdraganda bankahrunsins. Þegar forstjóri FME var rekinn þá tók aðstoðarforstjórinn við forstjórastöðunni.

Allar líkur eru á því að eftirlitsaðilar hafi brugðist mjög illa í aðdraganda bankahrunsins. Ásakanir þessa efnis hafa hljómað hátt hér heima og erlendis. Þá er sérstaklega horft til FME.

Eins og ég skil stöðu mála þá er staðan sú að FME er að rannsaka sjálft sig.

Er það þess vegna sem ekkert fréttist og ekkert virðist vera að gerst í þessum málum? Er þetta ástaða þess að Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur aðeins fengið eitt smámál til rannsóknar?

Það er grafalvarlegt mál ef þetta er rétt hjá Evu Joly að embætti sérstaks saksóknara fái ekki aðgang að þeim gögnum sem embættið þarf á að halda til að geta unnið að sínum rannsóknum.

Það vakna fjölmargar spurningar af hverju FME vill ekki afhenda þessi gögn.

Nú er nýbúið að skipa nýja stjórn yfir FME. Er þessi nýja stjórn FME sátt við þessa afstöðu starfsmanna FEM?

 

Myndin hér að ofan er tekin við Litlasjó, Veiðivötnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var þannig.  Og JOLY sagði líka að það væri fáránleg staða. 

Svo bankaleynd veldur að saksóknari sjálfur fær ekki nauðsynleg skjöl!?!   Hvaða rannsókn er það?  Og nú skilur maður af hverju hann vinnur í undirmönnuðu embætti við rannsókn á þúsunda milljarða tapi. 

Og líka, hvað olli að hin 3ja manna rannsóknarnefnd var ekki 30 manna nefnd?  Hvaða niðurstöðu komast 3 menn að í þúsunda milljarða tapi?   Hvað finnst fólki um rösktuðning frá yfirvöldum?

EE elle (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 21:38

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Friðrik,

Ný stjórn FME var skipuð pólitískt en ekki samkvæmt viðurkenndum erlendum stöðlum.

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.3.2009 kl. 13:31

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Er þetta allt eins hérna hjá okkar Andri?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.3.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Friðrik

Ekki gekk nú prófkjörið vel hjá mér og kannski hefurðu bara rétt fyrir þér?

Ég bloggaði um nákvæmlega þetta í nóvember, því mér fannst Fjármálaeftirlitið vera að rannsaka eigin mistök og mistök Seðlabankans. Þeir ættu kannski að ráða Hannes Smárason, Bjarna Ármannsson, Björgúlf Thor og Jón Ásgeir sem aðstoðarmenn?

Guðbjörn Guðbjörnsson, 16.3.2009 kl. 18:12

5 identicon

Förum úr landi.  Og leyfum þeim sem Guðbjörn taldi upp að ofan að lifa í eymdinni.  Þeir geta dundað sér við að sökkva öllu sem er ekki enn sokkið.

EE elle (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 00:31

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband