Bankarnir líklega brotið lög.

bankar a"Eva Joly segir að miklar líkur séu á að stjórnendur íslensku bankana hafi gerst brotlegir við lög í starfsemi sinni. Hún lét þessi orð falla í vinsælum sjónvarpþætti í Noregi í gærkveldi. Um milljón Norðmenn horfa á þáttinn hverju sinni. Eva leggur til að fleiri erlendir sérfræðingar komi að rannsókninni og sagði það fáránlegt að bankaleynd hvíldi enn yfir gögnum frá bönkunum."

Ofangreind tilvitnun er tekin af vef ruv.

4% þjóðarinnar treystir bönkunum í dag skv. skoðunarkönnun sem birt var í síðustu viku. 96% þjóðarinnar treystir ekki bönkunum. Aðra eins falleinkunn hafa engar stofnanir eða fyrirtæki fengið áður á Íslandi.

Það verður að grípa til róttækra aðgerða með því að skipta út fólki í stjórnun þessara banka til þess að reyna að endurvekja traust á þessum nauðsynlegu stofnunum samfélagsins.

Það verður að endurvekja þetta traust svo fólk þori aftur að geyma peningana sína í bönkunum. Fjöldi fólks geymir peningana sína heima hjá sér og óttast að sjá þá aldrei framar setji það þetta fé sitt inni í bankana.

Á ekkert að gera til að reyna að endurvekja traust á bönkunum?

Þeir sem "líklega hafa brotið lög", er það til að auka traust á bönkunum að hafa þetta fólk áfram starfandi þar?

Ef ekkert verður gert þá er líklegt að þessi 4% þjóðarinnar, Alsheimer sjúklingar og fólk sem ekkert hefur fylgst með fréttum undanfarin ár, að það fólk verði einnig búið að átta sig á stöðunni og næsta skoðunarkönnun komi enn verr út fyrir bankana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Það á að hefja rannsókn strax og yfirheyra þessa menn strax sem stjórnuðu bönkum og voru eigendur  ,það eru liðnir 6 mánuðir frá bankahruninu og enn eru bankar að hrynja ,við eigum ekkert með að taka yfir banka sem skiptir almannaheill á nokkurn skapaðan hlut eins og straum hefði átt að fara með hann í gjaldþrot strax .

Ekkert bólar á neinum rannsóknum sem heitið getur ,ekkert tekið á í þeim málum hverjum er verið að hlífa ,ekki fáum við sem skuldum þúsundkalla frið fyrir rukkurum og hótunum um aukningu skuldar um svo og svo mikið ef við borgum ekki en þeir sem skulda milljónir ,það er bara afskrifað.

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 14.3.2009 kl. 14:34

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Við höfum þurft að bíða í mánuði eftir því að einhver þyrði að segja þess orð. Þá kemur þessi ágæta Eva Joly og tekur af okkur ómakið. Mikið skelfilegar gungur erum við.

Finnur Bárðarson, 14.3.2009 kl. 17:55

3 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála Finni. Þótt glöggt sé gests augað er næsta ótrúlegt að það þurfi útlending hvernig hlutirnir eru og hvað þurfi að gera. Hvenær ætla íslenskir ráðamenn að gera hlutina almennilega. Fyrir liggur ein mikilvægasta rannsókn opinberra aðila frá stofnun lýðveldisins og hvað? Fjórir starfsmenn í embætti sem á víst að "stækka með tímanum". Eftir hverju #%%#& er verið að bíða. Það er fyrst núna eftir að Frú Joly tekur til máls að sérstökum saksóknara er gefið meira svigrúm til athafna eins og gegn bankaleynd. Þetta er ótrúlegt. Ég endurtek ÓTRÚLEGT!

Kveðja,

Muggi.

Guðmundur St Ragnarsson, 15.3.2009 kl. 00:47

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir, höldum áfram að hamra á þessu.

Helga Kristjánsdóttir, 15.3.2009 kl. 04:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband