Jóhanna Sigurðardóttir mesti stjórnmálaleiðtogi okkar tíma?

Þó ég hafi aldrei verið stuðningsmaður Jóhönnu Sigurðardóttur þá er ljóst að þegar litið er yfir feril hennar í íslenskum stjórnmálum þá fer þar líklega einn farsælasti stjórnmálaleiðtogi okkar tíma. Jóhanna mun næsta vor hverfa úr íslenskum stjórnmálum eftir 35 ára þingsetu, þar af sem ráðherra í 14 ár og þarf af sem forsætisráðherra í 4 ár, fyrst íslenskra kvenna.

Til samanburðar má nefna að Davíð Oddson sat 14 ár á þingi, var ráðherra í 14 ár, þar af 12 sem forsætisráðherra.

Takist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur að koma breytingum á stjórnarskránni í gegn og færa þjóðinni þær miklu lýðræðisumbætur sem því fylgja þá er ég sannfærður um að Jóhönnu Sigurðardóttur mun verða minnst sem eins af okkar allra mikilhæfustu stjórnmálaleiðtogum. Verði þessar breytingar á stjórnrskránni að veruleika þá spái ég því að þessarar ríkisstjórnar mun á komandi árum fyrst og fremst verða minnst fyrir þetta framlag sitt, að hafa breytt stjórnarskránni og staðið fyrir þeim miklu lýðræðisumbótum sem nýju stjórnrskránni fylgja. 

Ekki má heldur gleyma því að undir forsæti Jóhönnu Sigurðardóttur hefur ríkisstjórnin gert löngu tímabærar breytingar á stjórnsýslunni með sameiningu ráðuneyta og endurskipulagningu þeirra verkefna sem þau fást við. Bara sú breyting er eitthvað sem þeir aðrir forsætisráðherrar sem setið hafa að völdum síðasta aldarfjórðung höfðu ekki til að bera það sem þurfti til að fara í slíka uppstokkun á ráðuneytunum. Hvað þá að þeir aðrir forsætisráðherrar sem hér hafa setið síðasta aldarfjórðunginn hefðu getað gert þær breytingar á stjórnarskránni sem nú stendur til að gera.

Í þessu samhengi þá ber líka að horfa til þess að þeir aðrir forsætisráðherrar sem hér hafa setið síðasta aldarfjórðunginn, þeir hafa setið í miklum og öruggum þingmeirihluta á miklum framfaratímum. Þeirra stærsta og nánast eina verkefni þessi síðustu 25 ár var að leggja fram fjárlög einu sinni á ári. Þegar litið er til baka þá stendur lítið eftir þessa forsætisráðherra annað en þessi fjárlög, samningurinn um EES, bjöguðu lög um kvótakerfið, mislukkuð einkavæðing nokkurra ríkisfyrirtækja, þar á meðal bankana og ein virkjun fyrir austan.

Jóhanna Sigurðardóttir hefur setið forsætisráðherrastólinn á einum alverstu krepputímum sem gengið hafa yfir Íslenska þóð, á krepputímum þar sem hver stjórnarþingmaðurinn af öðrum hefur ekki þvolað ágjöfina og álagið og hoppað frá borði  og flúið í skjól. Stöðugt hefur verið að kvarnast úr áhöfninni og Jóhanna Sigurðardóttir því stærstan hluta kjörtímabilsins stýrt ríkisstjórn sem hefur verið með mjög tæpan meirihluta. Allar líkur eru samt á því að Jóhönnu Sigurðardóttur takist að koma ríkisstjórninni í gegnum þá 8 mánuði sem eftir lifa af kjörtímabilinu og hefur þar með komið ríkisstjórninni og þjóðinni í gegnum verstu kreppuárin.

Og þó ég hafi aldrei kosið Jóhönnu Sigurðardóttur þá ber að virða það sem vel er gert.


mbl.is Jóhanna ætlar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fólk er fljótt að gleyma segi nú ekki annað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.9.2012 kl. 14:55

2 Smámynd: K.H.S.

Þú spyrð og svarið er nei.

Hún er aumasta yfirklóra svikinna loforða, allra tíma.

K.H.S., 28.9.2012 kl. 18:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ertu drukkinn Friðrik???????????

Vilhjálmur Stefánsson, 28.9.2012 kl. 20:44

4 identicon

Friðrik ert þú ekki í lagi ?????????????????

kjósandi (IP-tala skráð) 28.9.2012 kl. 22:53

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Á hverju ertu eiginlega?????

Jóhann Elíasson, 29.9.2012 kl. 06:29

6 Smámynd: K.H.S.

Að ala börn á svala og italiustráum  veldur heimsku.

K.H.S., 29.9.2012 kl. 09:03

7 identicon

Formaður "Norræna íhaldsflokksins" er eðlilega hrifinn af forsætisráðherra "Norrænu velferðarstjórnarinnar". Slímseta er jú eitt birtingarform íhalds. Allir hafa rétt á sinni skoðun...

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 10:26

8 identicon

Jóhanna hætti ekki sjálfviljug,...henni var komið frá völdum af því Össur og hans menn voru búnir að blóðmjólka hana og misnota þar til ekkert var eftir af henni. Ef þeir hefðu verið starfsmenn á elliheimili, en Jóhanna er á ellilífeyrisþegaaldri, þá hefðu þeir verið kærðir fyrir misnotkun, en það er ólöglegt að misnota gamalmenni rétt eins og það er ólöglegt að misnota börn eða aðra minnimáttar. Jóhanna var búin að vera áður en hún varð forsætisráðherra. Þess vegna völdu illvirkjarnir hana til að nota sem blóraböggul fyrir syndir. En sem betur fer er líka gott fólk í þessum flokki sem kom góðu til leiðar í skugga Jóhönnu, og þeim hugsa Össur og félagar nú þegjandi þörfina og hafa í huga að gera út af við næst. Veslings Jóhanna, hennar tími fór áður en hann kom, því illmenni hrifsuðu til sín völdin og hafa valdið þjóðinni óbætanlegum skaða, eins og hlýtur að gerast þegar maður sem skilur ekki einu sinni almennilega ensku (og hefur þar af leiðandi margoft gert sig af fífli í viðtölum), hefur ekki meðalgreind og er með siðferðisþroska langt undir meðaltali vistmanna í einangrunarfangelsum fyrir stórglæpamenn og heimsins alræmdustu glæpagengjum fær að gegna starfi utanríkisráðherra, sem gerist náttúrulega ekki nema hjá þjóð sem tímabundið gekk af vitinu í nokkur ár!

Insider (IP-tala skráð) 29.9.2012 kl. 10:38

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Takk fyrir athugasemdirnar hér að ofan.

Ég hef fáu gleymt Ásthildur og það er margt sem hægt er að gagnrýna Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnina fyrir og eins og sjá má á þessari bloggsíðu minni þá hef ég gagnrýnt æði margt sem þessi rískisstjórn hefur verið að gera. Verstu afglöp þessarar ríkisstjórnar voru Icesave samningarnir. Óbreytt stendur líka sú krafa mín að Jóhanna og þeir ráðherrar og þingmenn sem sátu á þing í aðdraganda hrunsisn eigi að hverfa af þingi.

Ekki var ég heldur drukkinn eða á lyfjum þegar ég skrifaði þennan pistil í gær.

Og það er bara þannig að ef okkur finnst eitthvað vel gert þá eigum við líka að vera óhrædd tala um það.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 29.9.2012 kl. 12:38

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Auðvitað Friðrik.  Málið er bara að hástemdar yfirlýsingar eins og að hún hafi verið mesti stjórnmálaleiðtogi okkar tíma rímar bara ekki við þá mynd sem ég sé af góðum stjórnanda.

Þessi færsla þín og annara varð einmitt kveikjan að þessari færslu minni:http://asthildurcesil.blog.is/blog/asthildurcesil/entry/1260012/

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.9.2012 kl. 13:11

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband