Auðlindir Íslands takmarkaðar og geta ekki staðið undir bættum lífskjörum?

Ætlum við að fylgja eftir nágrönnum okkar í Norður Evrópu í lífskjörum þá er ljóst að til þurfa að koma nýjar lausnir og ný hugsun. Þessi lönd hafa flest náð því að stækka hagkerfi sín á síðustu árum þannig að hagkerfi þeirra eru orðin stærri en var árið 2007. Þannig er staðan hreint ekki á Ísland.

Hagvöxtur síðustu tuttugu ára er horfinn og við erum í sömu stöðu og árið 1990, það er landsframleiðslan er sú sama og 1990, mælt í dollurum á föstu verðlagi. Sjá hér.

Margir vilja halda því fram að náttúruauðlindir Íslands séu líklegar til þess að bera uppi þá aukningu í hagvexti og lífskjörum sem þarf til ætlum við að fylgja lífskjörum í Norður Evrópu eftir. En er það svo?

  • Uppsett afl á Íslandi er um 2.000 MW. Það samsvarar einum ofni í nýlegri gerð af kjarnorkuveri. Villtustu draumar Landsvirkjunar ganga út á það að tvöfalda þessa orkugetu. Það þýðir í hinum stóra heimi að Landsvirkjun langar til að byggja sem samsvarar einum kjarnaofni. Ef þessa orku á síðan að selja til álfyrirtækja og í annan iðnað sem greiðir lægsta raforkuverð í heimi þá er er afraksturinn af þessum "tveim kjarnaofnum" ákaflega takmarkaður og ekki líklegur til að standa undir mikilli aukningu á lífskjörum launafólks á Íslandi.
  • Gjaldeyristekjur af sjávarútvegi eru um 150 ma sem er um 10% af landsframleiðslu sem er um 1.500 ma. Aukinn þorskafli og 20% til 30% auknar tekjur í sjávarútvegi skiptir auðvita máli en breytir litlu í stóru myndinni. Landsframleiðsla myndi þá aukast um 2% til 3%. Þar fyrir utan eru þessar tekjur eins og allar tekjur af veiðum mikilli óvissu undirorpnar. Að við sem þjóð ætlum að halda því áfram að byggja afkomu okkar að miklu leiti á veiðum er óásættanlegt gambl. 
  • Ferðaþjónustan er um allan heim láglaunagrein. Að bera fram mat og búa um rúm eru láglaunastörf. Aukning í ferðajónustu er því bæði jákvæð og neikvæð. Það sem er neikvætt við hana er að með aukningu í ferðaþjónustu þá höfum við verið að fjölga láglaunastörfum á Íslandi. Það á ekki að vera okkar langtíma markmið að fjölga hér láglaunastörfum.

Helstu arvinnuvegir okkar sem byggja á nýtingu auðlinda landsins, orku, fiski og náttúrufegurð eru ekki líklegir til þess að stækka mikið hagkerfi Íslands á næstu 10 árum og alls ekki þannig að kaupmáttur launa í evrum og dollurum aukist um 100% og almenn lífskjör batni svo að við getum boðið sömu lífskjör og á hinum Norðurlöndunum.

Nei, hér þurfa að koma til nýjar leiðir og ný hugsun.

Og við vitum og þekkjum öll hverjar þær leiðir eru og hver sú nýja hugsun er.

  • Hættum að miða allt okkar samfélag og efnahagsaðgerðir við að Ísland sé verstöð og hráefnisútflytjandi. Land sem byggir afkomu sína á því að selja vinnu láglaunafólks.
  • Hættum því að láta gjaldmiðilinn og efnahagsástandið sveiflast eftir því hvernig gengur í sjávarútvegi. 
  • Hættum þessu og skilgreinum okkur sem tæknivætt iðnaðarsamfélag sem ætlar og mun byggja afkomu sína á því selja út vinnu hátekjufólks.

Veljum sömu leið og þjóðir Norður Evrópu völdu.

Vel má vera að hagsmunum íslenskra útvegsmanna sé betur borgið utan ESB.

  • Áttum okkur á því að hagsmunir launafólks eru ekki þeir sömu og hagsmunir íslenskra útvegsmanna.
  • Áttum okkur á því að íslenskir útvegsmenn og núverandi efnahagsstefna sem hafnar aðild að ESB mun aldrei geta boðið upp á sömu lífskjör og tíðkast á hinum Norðurlöndunum.

Að óbreyttu bíður okkur ekkert annað en einangrun og fátækt.

www.lydfrelsisflokkurinn.net


mbl.is Aflinn minnkar um 25,7% á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Dálítil þraungsýni hjá þér í þessum skrifum. Er innganga í ESB eina leiðin til bættra lífskjara hér á Íslandi?  Er heimurinn  svona lítill.

Eggert Guðmundsson, 17.7.2012 kl. 13:09

2 identicon

Maðurinn er augsýnilega að tala fyrir þeirri þvælu að hagsmunum Íslands sé betur borgið með því að tryggja gömlum nýlenduveldum Evrópu sem gerðu efnahagsárás á Ísland yfirráð yfir hinum takmörkuðu auðlindum sem Evrópusambandið ágirnist mjög og þjóðir Evrópu sem hafa komið sér upp trojuhestum hérlendis öfunda Íslendinga af!

Örn Ægir (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 16:26

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Eggert

Hvaða leiðir sérð þú aðrar?

  • Leið Gunnars Thoroddsen sem bauð hér upp á 80% verðbólgu þau ár sem hann var forsætisráðherra?
  • Leið Steingríms Hermannssonar sem bauð að jafnaði upp á 50% verðbólgu þennan áratug sem hann var forsætisráðherra
  • Leið Davíðs Oddssonar og Geirs Haarde sem endaði með því að þjóðin lenti í höndum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, gjaldþroti bankakerfisins í heild sinni, þar á meðal Seðlabankans ásamt 50% gengisfalli, gengisfalli sem þurkað hefur út allan hagvöx, mælt á föstu gengi í dollurum, frá 1990?

Svona í fullri alvöru og án "þjóðernis- og fullveldisgleraugnanna", hvaða leið sérð þú aðra Eggert?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.7.2012 kl. 17:44

4 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Örn

Það öfundar enginn okkur Íslendinga af því a geta hugsanlega virkjað til viðbótar 2.000 MW. Þetta er svoddan smotterí í öllu samhengi. Það voru 5 kjarnaofnar í Fukushima kjarnorkuverinu sem laskaðist í jarðskjálfunum í Japan. Hver þessara ofna var um 2.000 MW. Gamla kjarnorkuverið í Barsekeck á Skáni í Svíþjóð er um 2.000 MW. Það framleiðir jafn mikið rafmagn og allar virkjanir á Íslandi. Til stendur að loka því kjarnorkuveri og það mun ekki hafa nein sérstök áhrif á Sænskt efnahagslíf þó sú rafmagnsframleiðsla hverfi úr landinu.

Þessi rafmagsframleiðsla okkar er í öllu samhengi smotteí og enginn er að öfundast út í Svía af því að eiga Barsebeck kjarnorkuverið frekar en það eru einhverjir að öfunda okkur af því að geta framleitt rafmagn hér innanlands á við einn kjarnaofn.

Á meðan við stöndum utan ESB og erum einungis framleiðendur á hráefni sem sent er til landa ESB og fullunnið þar þannig að öll framlegðin af vinnslu sjávarafla verður til í löndum ESB, þá er enginn að öfunda okkur af þessum fiskistofnun okkar, enda ekki um háar tölur að ræða. Útflutningsverðmæti sjávarafurða á Íslandi er 150 ma. sem er svipað og býflugnabændur bara í Þýskalandi eru að velta á ári. Er einhver að öfundast út í Þjóðverja vegna starfsemi býflugnabænda þar í landi?

Í öllu hinu stóra Evrópska samhengi Örn, trúðu mér, þá er engin að öfundast út í okkur út af einhverjum auðlindum sem í raun nánast ekkert eru.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.7.2012 kl. 18:07

5 identicon

Friðrik, ertu farinn að endurtaka bullið sem var hér fyrir hrun?  Vildu kanski gera Ísland að alþjóðlegri fjármálamiðstöð?

Það er alveg rétt hjá þér að auðlindir eru takmarkaðar, en réttlætir það að fara út í illa undirbyggðan glannaskap með þær eins og gert var fyrir hrun?     Hvað höfum við að bjóða ESB annað en auðlindir okkar?   Vandi okkar íslendinga er sá að við höfum eytt um efni fram. Númer eitt er að lagfæra þann ósið, eftir það má fara að athuga hvernig sé hægt að breikka atvinnugrundvöllinn, við eigum að byggja okkur upp af sparnaði en ekki lánum.  Það er nú ansi misjöfn sagann í ESB eftir þjóðum hvort hefur verið gert. 

Norðmönnum hefur farnast vel af sínum auðlindum og ábyrgri peningastjórn (jafnvel að teknu tilliti til uppskrúfaðs gengis hjá þeim í dag) og Kínverjar "biðja ekki um lán í bönkum, bankar fá lán hjá þeim" Hvorug þjóðin er í ESB eftir því sem ég best veit.    Þetta er alltof einhliða ESB áróður hjá þér og síst viðeigandi nú, þegar eldar brenna í evrópsku fjármálakerfi og byrjað að sviðna í raunhagkerfinu. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 19:29

6 identicon

"Viltu kanski gera...." átti þetta náttúrulega að vera.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 19:30

7 identicon

Mjög góð grein og athyglisverð.

Hörður (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 21:20

8 identicon

Það er raunar ágætt hjá þér að benda á takmarkanir auðlindanna og undirstrikar hve við stöndum sennilega frammi fyrir djúpri kreppu í náinni framtíð, greining vandans er ekki slæm en lausnin er ekki endilega í rökréttu framhaldi af greiningunni. 

Ég held að það séu þjóðhættulegir menn sem reyna að segja okkur annað en að efnahagur okkar Íslendinga er á hengibrún.  Stefán Ólafsson er t.d. að reikna "barn í kerlingar" þegar hann telur ríkissjórnina hafa staðið vörð um lífskjör hinna verr settu með tilfærslum á smá klinki.        

Til að rífa okkur upp úr feninu þurfum við fjármagn, því miður eru töfralausnirnar líklega ekki til, fjármagnið verður að mestu að koma frá okkur sjálfum en ekki með sölu þeirra auðlinda sem eru þó enn okkar helsta haldreipi.   Hugsanlega eru lífskjörin kominn miklu lengra aftur en til 1990 ef litið er til skuldanna. En það er kraftur í þjóðinni sem verður að nýta en ekki hemja um of. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 17.7.2012 kl. 23:19

9 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Bjarni Gunnlaugur

Þetta eru góðir punktar hjá þér og við um margt ef ekki flest sammála sýnist mér. Eina spurningin er hvaða valkosti höfum við og hver er besta leiðin fyrir okkur fram á við.

Fyrir mér er ESB leiðin engin draumaleið. Það tók mig mörg ára að komast að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að halda áfram með óbreytt ástand, krónuna, verðbólguna, verðtryggðu lánin og kerfisbundnar og reglulegar gengisfellingar sem þurkuðu endalaust út iðn- og sprotafyrirtækin.

Í mörg ár þar á eftir taldi ég rétt að taka einhliða upp dollar eða evru.

Ég skil því vel fólk sem er ekki sammála því sem ég skrifa hér fyrir ofan. Í mínum huga er ekkert nema eðlilegt að við séum ekki sammála um að ESB.

Mín niðurstaða varð hins vegar á endanum sú að aðild að ESB og upptaka evru er öruggasta og einfaldasta leiðin að koma hér á þeim stöðugleika sem þarf þannig að við náum að byggja upp samfélag sem eftir áratug eða tvo getur boðið sömu lífskjör og tæknivæddustu og ríkustu þjóðir heims njóta, þeir nágrannar okkar hér í Norður Evrópu. Það er eins og ég segi, mitt mat.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 17.7.2012 kl. 23:48

10 Smámynd: Sævar Helgason

Fiskurinn, álið,orkan,ferðaiðnaðurinn-þetta er allt gott. En stóraukning á hagvexti verður tæpast sóttur í þessar greinar svo miklu memi. Hagvaxtarmöguleikar okkar liggja hátæknigreinum.Það hefur verið staðið hörmulega illa á menntunarmálum í þessum geira. Áherslan er á bókmenntir,lög,hag og viðskiptafræðigreinar. Allt það loft rauk út með hruninu. Undirstaðan var engin. T.d málmiðnaður er að hruni kominn hjá okkur.Flytj verður inn fólk til að sinna t,d stækkun Isal. verksmiðjunnar. Núþegar er skortur á um 2000 manns í málmiðnaðinn-svo dæmi sé tekið. Í nágrannalöndum okkar sem gengur best er hátæknigeirinn leiðandi-þar eru Þjóðverjar gott dæmi.Stórfelldur innflutningur á fjármunum að láni m.a til stórfelldra virkjanaframkvæmda unnum af erlendum verktökum hefur valdið gríðarlegum ruðningsáhrifum á okkar hátækniuppbyggingu-þó við höfum haldið annað. Stórefla verður alla menntun í hátæknigeiranum-allan pakkann

Sævar Helgason, 18.7.2012 kl. 00:26

11 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Sævar

Sammála þessu hjá þér.

Vandamálið kristallast í kannski í málmiðnaðnum. Greinin var nánast þurrkuð út í einu hágengistímabilinu. Íslensk vinna þótti þá of dýr, ódýrara þótti að láta erlenda aðila smíða skipin. Fjöldi manna missti vinnuna og flestar skipasmíðastöðar voru settar í þrot vegna verkefnaleysis. Þannig var þessi grein nánast þurrkuð útí boði LÍÚ, íslensku krónunnar, verðbólgunnar og gengisfellinganna.

Grein eins og málmiðnaðurinn mun blómstra á ný verði hér komið á stöðugleika, þ.e. gengið ekki fellt og iðnfyrirtækin þar með ekki sett í þrot verði hér aflabrestur í sjávarútvegi.

Og gjaldið sem þarf að greiða fyrir þann stöðugleika er fyrst og fremst og í raun eingöngu huglægt gjald.

Við þurfum að fórna / framselja hluta að fullveldi þjóðarinnar.

En höfum við frá 1262 í raun nokkurn tíma verið sjálfstæð fullvalda þjóð?

Er þetta huglæga gjald sem það kostar okkur að ganga í ESB, þ.e. að gefa eftir hluta af okkar fullveldi í raun ekki bara ímyndað gjald?

Erum við í raun ekki bara að styrkja stöðu okkar sem sjálfstæð fullvalda þjóð þegar við setjumst til borðs sem fullgildir meðlimir ESB ásamt þjóðum eins og Frökkum, Bretum, Svíum og Dönum í sölum Brussels?

Friðrik Hansen Guðmundsson, 18.7.2012 kl. 01:26

12 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Island er og hefur altaf  verid lagtekjuland.Mikid er talad um tekjur hja sjomnnum,eg var leingi i einu besta plassi landsins ef mydad er vid isfiskstogara,en samt nadu launin min(2011)ekki verkamannalaunum i Danmørku,ASI?tar voru teir ju stoltir tegar teir skrifudu undir lagmarkslaun upp a tøp 200,000,sem  meira en helmingi lægri laun en eru i danmørku eg a oft erfitt med ad skilja hvad folk vill her,ef talad er um erlendar fjarfestingar verdur alt brjalad tvi ad helvitis utlendingarnir stela ju bara fra okkur,svo einga utlendinga,ef nu einhver dyrfist ad fjarfesta og er med Islenskt Riksisfang ta er hann umsvifalaust dæmdur glæpamadur ad bloggspekingum,folk heimtar fjarfestingar en eingin ma fjarfesta???Ekki er eg nu svo klar ad eg sjai lausn a tessu,en eithvad verdur ad fara ad ske bædi i hugsunarhætti og framkvæmd.Ja eg held sveimer ta ad vid seum enta tvøfaldari en kanarnir og ta er mikid sagt

Þorsteinn J Þorsteinsson, 18.7.2012 kl. 10:38

13 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Sæll Friðrik. Það er er t.d. hægt að gera viðskiptasamninga við önnur ríki samhliða því að hlúa að EES samningi okkar. Evrópa er ekki eini kosturinn.

Það er t.d. hægt að taka upp Nýkrónu og tengja hana við Dollar í gegnum Myntráð  (1Nkr =1 $).

Við það munu öll viðskipti styrkjast og stöðuleiki sem á hefur vantað undanfarin ár aukinn. 

Eggert Guðmundsson, 19.7.2012 kl. 13:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband