Er hafinn undirbúningur að því að kalla saman Landsdóm?

Eyjan birtir í dag frétt þess efnis að í forystusveitum stjórnmálaflokkanna hafi verið í gangi umræða um að líklega verði að kalla Landsdóm saman í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Álitið er að í skýrslunni verði svo fast að orði kveðið um vanrækslu fyrrverandi ráðherra að líkur eru á að einn eða fleiri þeirra verði látnir sæta ákæru fyrir Landsdómi. Sjá frétt Eyjunnar hér.

IMG_3749Ég hef skrifað nokkra pistla á þetta blogg hér og hvatt til þess að þeir sem bera ábyrgð á því að banka í einkaeigu var leyft að veðsetja þjóðina fyrir á annað þúsund milljarða (næstum heilli landsframleiðslu) á tæpum tveim árum, það fólk verði dregið fyrir Landsdóm og ákært fyrir Landráð.

Sjá eftirfarandi pistla.

Mikil viðbrögð hafa verið við þessum pistlum. Greinilegt er að fólki um allt land er ofboðið. 

Á annað hundrað manns haft samband og vill leggja lið. Sumir vilja leggja fram vinnu, aðrir fjármagn og enn aðrir vilja sýna stuðning í verki með því að skrá sig sem þátttakendur. 

Þessi hópur hefur ákveðið að bíða með aðgerðir og sjá hver niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis verður og í framhaldi af því viðbrögð þingsins.

Þeir sem hafa áhuga á að stuðla að því að slík ákæra verði lögð fram hafið samband og sendið póst á fhg@simnet.is.

Mynd: Á Landmannaleið, Löðmundarvatn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Er Jóns bók ekki enn í gangi eða GRÁGÁS. Hvað kölluðu kallarnir það Tylftardóm og tvöfaldan tylftardóm. Það hljóta að vera einhver lög sem leifa fólkinu/þjóðinni að taka völd í sínar hendur.

Valdimar Samúelsson, 16.12.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Reyndar var því hvíslað að mér um helgina Friðrik af grandvörum og heiðarlegum sjálfstæðismanni, (já þeir finnast enn), að ákveðin öfl innan sjálfstæðisflokksins, samfylkngar og framsóknar á þingi að þau væru að ræða það sín á milli að taka út ákveðna hluti skýrslunnar áður en hún verður birt. Þá kafla sem einmitt taka á málum stjórnmálamanna, aðgerðaleysi, aðgerðum þeirra fyrir hrun og fjárhagslegri fyrirgreiðslu á útrásartímanum. Þetta á að gera til að koma í veg fyrir hugsanlegar málssóknir og um leið telja almenningi trú um að stjórnmálamenn hafi engin áhrif ahft á þróun mála. Einhverra hluta vegna tók ég þessu hvísli alvarlega. Það verður að fylgjast vel með þinginu næstu vikur. Svo er ég til í að vera með í hópnum. Hef sjálfur bloggað um hugsanleg landráð á vísisblogginu mínu.

Kveðja að norða.

Arinbjörn Kúld, 16.12.2009 kl. 15:51

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Þetta sem þú ert að segja Arinbjörn, hljómar mjög illa í mínum eyrum.

Þetta er það sem margir óttast.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.12.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já Friðrik, þetta hleypti illu blóði í mig á sunnudaginn, þessi heimild mín er vel tengd innan flokksins og ég hlusta þegar heimild þessi talar. Það er fyllsta ástæða til að fylgjast vel með þinginu á næstunni.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 16.12.2009 kl. 19:01

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það virðist vera að hér sé ákveðið fólk sem telur sig eiga Ísland og það ætlar sér að verja það eignarhald sitt með kjafti og klóm.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.12.2009 kl. 23:59

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Já, þannig er það Friðrik.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 17.12.2009 kl. 14:51

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband