Föstudagur, 11. desember 2009
Rangar áherslur síðustu ára í ríkisfjármálum hafa tvöfaldað skuldir ríkissjóðs.
Þegar lesin er yfir skýrsla Ríkisendurskoðunar um reikisreikning sést glöggt að rangar áherslur í ríkisfjármálum síðasta áratuginn er ástæða þess að skuldir ríkisins hafa tvöfaldast á einu ári. Með öðrum áherslum þá værum við ekki í þessari stöðu sem við eru í nú.
Helstu ástæður slæmrar stöðu ríkissjóðs nú og helstu ástæður þess að skuldir ríkissjóðs hafa aukist úr 527 milljörðum í 1200 milljarða á einu ári eru skv. ríkisendurskoðun, sjá skáletraða textann:
a) Um 121 milljarður er vegna meiri útgáfu ríkisbréfa á innlendum lánamarkaði. Þegar leið á árið voru gefnir út nýir flokkar ríkisbréfa í því skyni að auka framboð á ríkisskuldabréfum. Með því var ætlunin að afstýra því að fjárfestar flyttu fé úr landi og veiktu þannig gengi krónunnar.
Ástæðan fyrir því að þessi staða kom upp er að Seðlabankinn samþykkti botnlausa útgáfu Jöklabréfa sem á tímabili nam 700 milljörðum króna. Útgáfa Jöklabréfa er dýrasta leiðin sem hægt var að fara til að fá erlendan gjaldeyrir inn í landið. Þessa útgáfu Jöklabréfa átti Seðlabankinn aldrei að heimila!
b) 270 milljarðar eru vegna veðlána sem ríkissjóður yfirtók frá Seðlabankanum. Eftir gjaldþrot bankanna í október urðu þessar veðkröfur verðlitlar en Seðlabankinn hafði lánað bönkunum háar fjárhæðir fyrr á árinu, m.a. með veði í skuldabréfum sem þeir gáfu út. Til að forða Seðlabankanum frá þroti yfirtók ríkissjóður þessar veðkröfur.
Þetta er einn mesti skandall í samfelldri sögu seðlabanka heimsins. Fátt fær betur lýst færni þeirra sem hér stýrðu og stjórnuðu fjármálum þjóðarinnar.
c) Erlendar skuldir ríkissjóðs jukust um 163 milljarða króna vegna gengislækkunar íslensku krónunnar á árinu.
Þessi herkostnaður við það að reyna að halda hér út sjálfstæðum gjaldmiðli fellur á ríkissjóð. Kostnaður sem fellur á almenning og fyrirtækin í landinu af sömu ástæðum er margfalt hærri. Okkar var í lófa lagið á síðustu 10 árum að ganga inn í ESB og taka upp evru. Ef við hefðum gert það þá væri ríkissjóður ekki að taka á sig þessar skuldir af þessum ástæðum. Ekki heldur almenningur og fyrirtækin í landinu.
d) Lífeyrisskuldbindingar jukust um 112 milljarða, einkum vegna neikvæðrar raunávöxtunar á fjárfestingum Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, yfirtekinna skuldbindinga og áhrifa réttindaávinnslu vegna launabreytinga.
Með falli krónunnar þar sem erlendir gjaldmiðlar hafa hækkað um 100% og íslenska hlutabréfavísitalan hefur fallið um 95% þá er ljóst að tjón lífeyrissjóða landsins er gríðarlegt. Ef við hefðum gengið inn í ESB á síðustu 10 árum og hefðum verið með evru í hruninu þá má gera ráð fyrir að við værum í svipuðum sporum og aðrar þjóðir Evrópu. Hlutabréfavísitalan í löndunum í kring féll um 30% til 40% í fyrra haust. Staðan á mörkuðum erlendis í dag er þannig að 80% til 90% af þessu falli er gengið til baka. Ómögulegt er að segja um hvort bankarnir hefðu fallið þó við hefðum verið í ESB. Eitt er þó vist, möguleikar þeirra til að lifa af hefðu verið meiri. Ef við værum hér með evru væru vextir á húsnæðislánum, bílalánum o.s.frv. 3% til 5%. Innfluttar vörur væru á í dag á svipuðu verði og árið fyrir hrun. Tjón okkar hefði aldrei orðið eins gríðarlegt og það er nú orðið og er enn að verða.
Ég held það sé tími til kominn að við förum að horfast í augu við raunverulegar ástæður þess af hverju við erum að fara langverst allra þjóða út úr þessu hruni.
Ástandið í löndunum í kring um okkur er víða slæmt en hvergi eins og hér.
- Hvergi hafa afborganir af íbúðalánum hækkað um 35% á tveim árum.
- Hvergi hafa afborganir af bílalánum hækkað um 100% á einu og hálfu ári.
- Engin þjóð hefur tekið á sig jafn mikla kaupmáttarrýrnun.
- Hvergi hefur kaupmáttur venjulegs launamanns sem staddur er erlendis verið skertur um 50% á einu og hálfu ári.
- Hvergi í hinum vestræna heimi eru hærri vextir
- Og svo má áfram telja.
Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að það er ekki hægt að halda áfram að feta þennan stíg með íslensku krónuna í annarri hendi og hentistefnu íslenskra stjórnmálamanna í hinni.
Langtímaskuldir ríkissjóðs tvöfölduðust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Athugasemdir
Þessi frétt er ansi fróðleg. Ég er ekki að ná því hvernig engar skuldir geti tvöfaldast. Mér er það nefnilega mjög minnisstætt hvernig Geir Haarde gortaði sig ótt og títt af því að ríkissjóður væri skuldlaus.
Enn eitt dæmið um það hvernig þessi hrotti laug og blekkti kjósendur sína og alþjóð.
Gunnar (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 17:38
...og engin þjóð hefur hefur verið jafnt hart leikin af óreiðumönnum og áhættufíklum. Og engin þjóð hefur haft verri hagstjórn en á þessum árum sem þú varst að lýsa. Hefðum við getað tekið upp Evru rétt eftir aldamótin hefði þetta kannski bjargast. Einnig ef bankahrunið hefði orðið í byrjun árs 2006. þá hefði skellurinn orðið mun minni. En nú verðum við að sætta okkur við krónuna, hún sýnir ástandið eins og það er og það er ekki beisið. Grikkir og Írar verða að reyna að lækka launin beint því að Evran haggast varla.
Sigurður Ingólfsson, 11.12.2009 kl. 21:03
Mæltu manna heillastur Friðrik.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 13.12.2009 kl. 10:38