Mánudagur, 7. desember 2009
Ef Ísland gengur í ESB þá fellur Noregur innan 10 ára.
Ég hef þá trú að samningurinn sem við fáum við ESB verið okkur hagfeldur. ESB mun koma vel til móts við okkur í öllum okkar helstu kröfum því þeir vita að ef við göngum í ESB þá fellur Noregur og þar með Liechtenstein innan 10 ára. Íslenska samninganefndin á að ganga ákveðin til þessara samninga. Samningurinn verður að vera góður ætli menn að snúa almenningsálitinu á Íslandi.
Besta innleggið sem samninganefndin hefur fengið til þessa var góð ræða sjávarútvegsráðherra á dögunum á Spáni þar sem fiskveiðimál voru til umræðu. Þar lýsti ráðherra yfir eindreginni andstöðu sinni við aðild Íslands að ESB. Þetta var besta útspilið sem sjávarútvegsráðherra gat komið með til að undirbúa jarðveginn fyrir samninganefndina. Samningamenn ESB líta án efa á þessi ummæli sem taktískt útspil sjávarútvegsráðherra og hluta af komandi samningaspili. Þetta skilja þeir. Þessu eru þeir vanir.
Nú vita allir í Evrópu sem um sjávarútvegsmál fjalla að ef ekki verður komið vel til móts við sérkröfur okkar í sjárvarútvegsmálum þá fara kosningarnar á Íslandi á sama veg og í Noregi. Samningurinn verður feldur og upp rís fylking "Nei sinna" sem munu halda Íslandi og Noregi utan ESB um ókomin ár.
Samþykki ESB á annað borð að fara í samningaviðræður við okkur þá spái ég því að þessi samningur verður okkur hagfeldur. Svo hagfeldur að líklegt má telja að þjóðin samþykkja hann. Gangi Ísland í ESB þá fellur Noregur innan 10 ára. Eftir að Noregur fellur þá kenur Liechtenstein af sjálfu sér. Öll Evrópa mun þá endanlega sameinast innan vébanda í ESB. Það hlýtur að vera ákveðið metnaðarmál hjá mörgum, ef ekki draumur, að ná þessu markmiði nú þegar öll austur Evrópa er komin inn eða er á leiðinni inn.
Það eina sem stendur í vegi fyrir að allt norður Atlantshafið falli undir lögsögu ESB og öll lönd Evrópu sameinist innan vébanda ESB er að þeir þurfa að leyfa Íslendingum að sýsla sjálfir með þennan fisk sem þeir hafa hvort sem er einir séð um að veiða síðustu 30 árin og að leyfa Íslendingum að styrkja sinn landbúnað eins og verið hefur.
Haldið þið að það sé eitthvað vandamál fyrir ESB að ganga að þessum sérkröfum?
Ég spái því að þeir munu samþykkja allar okkar helstu kröfur.
Þetta vita Norðmenn.
Þeir vita að í kosningunum á Íslandi mun það ráðast hvort Norðmenn verða komnir inn í ESB innan 10 ára. Þeir vita að ef Ísland, eitt af þrem löndum að EES samningnum, fer inn í EES þá mun EES samningurinn renna sitt skeið á enda innan 10 ára.
Ef Ísland er komið í ESB og ESB vill ekki endurnýja EES samningurinn þá er samningsstaða Norðmanna orðin veik. Með því að hóta að endurnýja ekki EES samninginn við Norðmenn þá getur ESB stillt Norðmönnum upp við vegg eftir að Ísland er komið inn í ESB.
Þetta vita Norðmenn.
Í væntanlegri kosningum hér á Íslandi um ESB munu takast á miklir hagsmunir. Inn í þessa kosningabaráttu munu flettast hagsmunir útgerðarmanna í Noregi og fleiri.Ef Íslandi ákveður að ganga í ESB þá mun það hafa mikil áhrif víða.
Þrátt fyrir mikil áföll, Icesave, o.s.frv. þá er samningsstaða okkar nú þegar við óskum eftir aðildarviðræðum við ESB mjög sterk.
Mynd: Við Skerjafjörðinn, 1.11.09.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.12.2009 kl. 15:41 | Facebook
Athugasemdir
Þarna ert þú að rekja feril sem ég tel mjög líklegan. Við förum þarna inn og við munum líka ná góðum samningi. Evrópa á líka öll að vera inna ESB og það verður reyndin innan nokkurra ára
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.12.2009 kl. 02:37
Áhugaverðar hugleiðingar og kannski eitthvað til í þessu. EES ríkin eru hinsvegar 30 en aðeisn fjögur þeirra eru í EFTA; Ísland, Noregur og Lechtenstein. Sviss er með tvíhliða samning og því ekki aðili að EES.
Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 08:12
Ágæti Friðrik ég held að þetta sé óskapleg óskhyggja hjá þér. Er ekki félagsskapurinn í EES fullgóður?
Hversvegna á örþjóð að afsala öllu fullveldi undir Brussell.
Kristjan Baldursson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 09:13
Við erum ekki fullvalda eins og er, en getum endurheimt okkar fullveldi með inngöngu í ESB. Sá sem vill vera fullgildur fjölskyldumeðlimur, má ekki sitja í fýlu út í horni. Það þarf að blandast hópnum og taka þátt í starfinu
Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.12.2009 kl. 11:33
Ef Norðmenn vita þetta, og þetta veikir samningsstöðu þeirra eins og þú segir, þá ættu þeir að virða okkur betur viðlits í lánaumleitunum okkar.
Nema þá að þeir séu ekki meðvitaðir um afleiðingarnar.
Nema þá að scenarioið sem þú setur upp er sé rangt.
Önnur fullyrðingin ætti að standast, eða báðar en ekki hvorugt.
Þrándur (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 12:54
Miðað við það hversu vel íslensk stjórnvöld hafa samið um Ísbjörgu er ekki við neinu að búast nema sama undirlægjuhættinum. Ég hreinlega skil alls ekki þá bjartsýni sem þú og ýmsir aðrir ESB sinnar hafið í þessu máli. Kauðsháttur, heimóttaskapur og enfeldni er einkennandi fyrir þessa ríkisstjórn í nánast öllum málum.
Nýja Ísland Jóhönnu er ennþá á niðurleið með flest öll mál sem hún hreyfir við. Ég tel að við eigum enn talsverða leið á botninn.
Haukur Nikulásson, 8.12.2009 kl. 14:10
Sæll Haukur
Fyrir utan Ísbjörg þá hafa þeir milliríkjasamningar sem við höfum gert frá 1918 verið ásættanlegir og margir mjög góðir.
Icesave er undantekning, stór undantekning. Ég held við eigum ekki að ætla að allir samningar sem við gerum hér eftir mótist af Icesave samningnum og verði á þeim nauðasamninganótum.
Ég tel miklu líklegra að aðildarsamningur við ESB verði á þeim nótum eins og samningarnir sem við gerðum áður en Icesave kom til sögunnar.
Og vittu til Haukur, hér verða settar upp miklar kosningavélar. Nei og Já sinnar í hinum EES og í EBS löndunum munu verða þátttakendur í þessari kosningu með einum eða öðrum hætti því hér verður tekist á um örlög þeirra þjóða sem enn standa utan ESB.
Felli Ísland aðildarsamninginn þá munu EES þjóðirnar halda sínu striki næsta aldarfjórðunginn.
Gangi Ísland í ESB þá skapast óvissa um EES samninginn og Já sinnarnir í Noregi munu fara á fulla ferð að krefjast aðildar að ESB og krefjast nýrrar kosningar því nú sé komin upp ný staða með aðild Íslands að ESB.
Gangi Ísland í ESB þá spái ég því að innan 10 ára þá verði enn á ný kosið um aðild Noregs að ESB og þá verða allar líkur á að Já sinnar hafi sigur.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.12.2009 kl. 14:42
Alveg sammála þér, Friðrik.
Það mun koma meira og meira í ljós með tímanum að ESB er ekki sú grýla sem margir Íslendingar telja.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 15:01
Sæll Gunnar (2)
Takk fyrir þessa fróðleiksmola.
Stuttan fróðleik um EES má finna á Wikipedia, sjá hér.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.12.2009 kl. 15:33
Það virðist sem ESB sé mikið í mun að skella Icelsave skuldinni á okku. Munu þeir svo bjóðast til að afskrifa Icesave skuldbindinguna til að lokka okkur inn í ESB. Ef það yriði raunin myndu alltof margir falla fyrir því.
Palli (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 17:31
Palli, það er ósköp einfalt: það hlýtur einhver að vera sekur.
Ef það er ekki þjóðin, þá þarf þjóðin að benda á þá sem á að "hengja" í staðinn.
Ímyndaðu þér t.d. eftirfarandi.
Einhver úr Hell´s Angels drepur nokkra gesti einhvers veitingastaðar í skotbardaga. Það er bara vitað að það var einn úr Hell´s Angels sem er morðinginn, en ekki nákvæmlega hver. Segjum að þessi klíka séu 50 manns sem mæta allir í rannsókn/vitnisburð. Allir dekka þeir auðvitað hvern annan og ekkert kemur út úr þessu. Aðeins eitt kemur fram: forystusauður þeirra fyrirskipaði skotárásina en var ekki á staðnum.
Hvernig á að meðhöndla þetta?
Á að sleppa þeim öllum?
Hvernig lítur réttlætið út?
Auðvitað er hæpið að líkja Íslendingum við Hell´s Angels, en þetta er svona dæmisaga.
Mér fyndist persónulega að þessi klíka ætti strax að gera upp við sig hverjum hefði orðið á í messunni og "fórna" þeim.
En Íslendingum hefur ennþá ekki tekist að refsa neinum fyrir að leggja hagkerfi heillar þjóðar í rúst. Þannig að hvernig á maður að líta á þetta utan frá?
Einar Hansson (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 19:14
Ísland fullvalda Í ESB? Hann var ágætur þessi. Það mætti eins halda því fram að Íslandi hafi verið fullvalda innan danska konungsríkisins fyrir 1904 :D
Hjörtur J. Guðmundsson, 8.12.2009 kl. 23:00
Það verður frábært þegar Ísland er eina landið í heiminum eftir sem er FULLVALDA!
Í rauninni er þetta orð "fullvalda" mjög heimspekilegt og hentar sumum vel í rökræðum, þó svo að ljóst sé að ekki mikið standi þar á bak við.
Einar Hansson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 10:04
Ein hugmynd, sem mig langaði til þess að henda inn í umræðuna (hefur ekki beint með viðfangsefni þessarar bloggfærslu að gera).
Mér fyndist að þegar íslensk stjórnvöld telji sig hafa náð góðum samningum, að þá ætti Ísland að ganga í ESB til reynslu.
Svo eftir sirka 5 ár mundi verða haldin þjóðaratkvæði um það, hvort Íslendingar ættu að halda áfram eða segja sig úr ESB.
Ég hef það nefnilega á tilfinningunni, að flestir Íslendingar viti ekki um hvað málið snýst í rauninni. Þess vegna væri svona reynslutími alls ekki svo vitlaus.
Hitt er svo annað hvernig útgöngunni yrði háttað...
Einar Hansson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 12:58
Sæll Einar
Góð spurning.
Grænlendingar gerðu þetta. Það var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu að segja sig úr ESB þó þeir væru áfram hluti af Danmörku.
Þetta gekk áfallalaust fyrir sig.
Ef við fáum þessi nýju lög um að 10% þjóðarinnar getur krafist atkvæðagreiðslu þá ætti að vera hægt að kjósa um þetta einu sinni á áratug, vilji menn það.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 9.12.2009 kl. 14:10
Við erum ekki fullvalda eins og er, en getum endurheimt okkar fullveldi með inngöngu í ESB.
Hvernig færðu það út að með því að færa ákvörðunarvald frá landinu yfir í annað land sé endurheimting á fullveldi?
Hvernig færðu það út að núverandi höfum við Íslendingar 100% ákvörðunarvald yfir okkar málum en í ESB erum við með um 3% ákvörðunarvald yfir okkar málum sé endurheimtun á fullveldi?
Halldór Björgvin Jóhannsson, 9.12.2009 kl. 22:41