Sækja erlendir fjárglæframenn í samstarf við Íslensku bankana?

Þær eru vonbrigði þessar fréttir af norska athafnamanninum Endre Røsø sem ætlaði / ætlar að koma inn í MP banka sem stór hluthafi. Í norskum fjölmiðlum er hann og fyrirtæki hans sökuð um hótanir, mútugreiðslur og spillingu.

IMG_3726Í vikunni bárust okkur einnig fréttir að Serious Fraud Office, SFO, í Bretlandi er að rannsaka þá þrjá einstaklinga sem voru í hvað mestum viðskiptum við Kaupþing.

Er það svo að þessir bankar okkar hafa dregið til sín marga af helstu fjárglæfra- / glæpamönnum Evrópu?

"Líkur sækir líkan heim", segir einhverstaðar.

Var það og er það enn tilfellið?

Mynd: Í Skálmárdal

 


mbl.is MP skoðar málefni Røsjøs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverðar hugleiðingar.

Getum við ekki sagt okkur það að hingað hafa nú þegar og munu í náinni framtíð sækja alls kyns ævintýramenn og jafnvel glæpamenn í þetta gósenland spillingar -þar sem ekkert er heilagt, svo lengi sem það snertir ekki völd og fjármuni stjórnmálaelítunnar og fámenns hóps auðróna.

Fréttir héðan eru uppfærðar um Internetið jafnharðan og það hlýtur að vera spennandi og ábatasamt fyrir erlenda óreiðumenn að finna "kollega" hér á sömu línu til að prakísera sín innilegustu "áhugamál".

Frábært 

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 31.10.2009 kl. 18:03

2 Smámynd: Einar B  Bragason

Satt og logið, sitt er hvað, sönnu er best að trúa. En hvernig á að þekkja það, þegar flestir ljúga? Held nú að Margeir væri ekki sá maður er hleypti nokkrum misjöfnum að sér eða Banka sínum, þannig vinna bara ekki góðir skák menn, þeir vega og meta hættuna sem og ávinning, en áróðurs vél Jóhönnu nær langt út fyrir 12 mílurnar eins og sjá má á ræðum litla mansins, er gegnir foristu i norsku stjórninni er gaggar eftir beiðni (frú) Jóhönnu. Jóhanna og hennar áróðursvél hikar ekki ef hún þarf að mala og tæta niður uppbyggingu eða annað, og ef þurfa þykir eru menn hreinlega ataðir aur ... þvílík manvonska og hatur hef ég ekki áður séð á Íslandinu góða, en tja ég hef bara lifað rétt fimmtíu ár... Ég bendi en á sundin blá.

Einar B Bragason , 31.10.2009 kl. 22:25

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Það er engu líkara en svo sé. Það verður fróðlegt uppgjörið mikla þegar það kemur.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 31.10.2009 kl. 22:46

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Líkir fiskar spyrðast best

Sigurður Þórðarson, 1.11.2009 kl. 06:42

5 Smámynd: Offari

Auðmenn hafa legið vel undir höggi undanfarið. Því er öllu trúandi upp á þá en mín regla er sú að dæma ekki fyrr en sektin er fundin.

Offari, 1.11.2009 kl. 12:27

6 identicon

Landið er dýrðarstaður fyrir glæpamenn og gróðaníðinga.  Þeir vita að landið er nánast dómalaust. 

ElleE (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 13:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband