Þrálátur orðrómur um peningaþvætti bankana.

Sögusagnir um peningaþvætti íslensku bankana hafa verið þrálátar undanfarin ár. Eins sögusagnir um gríðarlegan flutning á beinhörðum peningum úr landi með íslenskum leiguflugvélum og þeim einkaflugvélum sem hingað lögðu leið sína frá ársbyrjun 2008 fram að hruni í október 2008.

03102009115Ganga þessar sögur út á að menn mættu á Reykjavíkurflugvöll með fullt af ferðatöskum, töskum sem vógu 80 kg til 90 kg, og höfðu á brott með sér til útlanda í þessum leiguvélum. Taska full af bókum eða öðrum pappír vegur um 80 til 90 kg. Ef þessar sögusagnir eru réttar þá geta Íslensku leiguflugfélögin, hleðslumenn, og aðrir starfsmenn á Reykjavíkurflugvelli sem þjónuðustu þessar vélar veitt nánari upplýsingar.

Svo eru aðrar sögusagnir sem greina frá því að í íslensku bönkunum hafi verið bankakerfi inni í bankakerfinu sem sérstakar "tölvur/serverar" héldu utan um. Færslur sem fóru fram í þessu "innra" bankakerfi, þær sjást ekki í hinu hefðbundnar bankakerfi. Peningarnir í þessu bankakerfi eru ekki geymdir í bönkum heldur í öryggishólfum sem víða er hægt að leigja í flestum stærri skrifstofubyggingum. Nokkrir slíkir "serverar" er sagðir hafa verið hér á landi og þeim hafi verið flogið úr landi frá Reykjavíkurflugvelli nokkrum vikum fyrir hrun.

Það er öllum í hag að þessi mál séu rannsökuð og þessar fjölmörgu sögusagnir sem eru og hafa verið í gangi verið kveðnar í kútinn, séu þær ósannar.

 


mbl.is Ásakanir um peningaþvætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Lúðvíksson

Tók þetta án leyfis frá Cillu Ragnarsdóttur , er þetta ekki að segja okkur allt og getur verið að þetta séu síðustu púslin í hrun spilinu að vera með hrunstjórana alstaðar?

 Cilla Ragnarsdóttir: Samspilling hvað?

Athugið hverja ríkisstjórnin hefur valið sér til fulltingis:

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Með svo marga bankamenn í farteskinu, og einnig hafandi í huga að fyrir kosningar kom í ljós að Samfó var sá flokkur sem hafði fengið næstmest í gjafafé frá bönkunum og eigendum þeirra; er ekki þá einfaldlega ljóst hverra hagsmuna stjórnendur Samfó, eru að leitast til með að vera?

Áhugavert einnig, að allir þessir aðstoðarmenn, eru fyrrum starfsmenn Björgólfsfeðga.

Gæti þetta hafa eitthvað með málið að gera?:

Meðfylgjandi er yfirlit styrkja til Samfylkingarinnar frá lögaðilum árið 2006 sem voru hærri en 500 þúsund

* Actavis hf. 3.000.000
* Baugur Group hf. 3.000.000
* Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000
* Eimskipafélag Íslands 1.000.000
* Exista ehf. 3.000.000
* Eykt ehf. 1.000.000
* FL-Group hf. 3.000.000
* Glitnir 3.500.000
* Kaupþing 5.000.000
* Ker hf. 3.000.000
* Landsbanki Íslands 4.000.000
* Milestone 1.500.000
* Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000
* Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000
* Teymi ehf. 1.500.000
* Samtals yfir 500.000 36.000.000

Neyðarstjórn óskast strax -!
  
Ég orðlaus yfir hræsninni sem Ríkisstjórn Ísland sýnir þjóð sinni !

Lúðvík Lúðvíksson, 25.10.2009 kl. 22:11

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þetta gerist sífellt áhuaverðara.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 26.10.2009 kl. 23:18

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband