Allt jákvætt við það að McDonald´s hættir á Íslandi

Fyrir mér er þetta ein af jákvæðu fréttunum í þessari kreppu. Til hvers í ósköpunum eigum við að vera að flytja inn frá útlöndum nautakjöt, ost og brauð til að búa til hamborgara?

Það er bara jákvætt að þessum innflutningi á matvöru er hætt og það verði hér eftir innlent hráefni sem þessi hamborgarastaður notar í sína "rétti".

 

 

 


mbl.is McDonald's hættir - Metro tekur við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég tel þetta skaði ímynd landsins.

Offari, 26.10.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það er svo sem ákveðinn vinkill á þessu máli. Ég held þó að það muni engin hætta við að koma sem ferðamaður til Íslands þó hér sé engin McDonalds veitingastaður.

Sérstaklega ef það fréttist að ástæða þess að Mcdonald fer héðan er að McDonald gat ekki með sínu innflutta hráefni keppt við innlenda hamborgarastaði sem nota innlent hráefni og því gafst umboðmaður þeirra á Íslandi upp á þeim eins og kom fram í sjónvarpsfréttum í kvöld.

Mcdonald fór ekki úr landi, McDonald var rekið úr landi af því að þeir eru of dýrir.

Aðal fréttin í þessu máli er í raun að þegar kreppan kom á Íslandi þá varð McDonald með sitt erlenda hráefni undir í samkeppninni á hamborgaramarkaðnum á Íslandi. McDonalds getur ekki boðið samkeppnishæf verð í samkeppni við innlenda framleiðslu og innlenda veitingastaði og því velur umboðsmaður þeirra hér að hætta að kaupa hráefni af McDonald af því að þeir eru of dýrir. Hann heldur rekstrinum áfram á sama stað undir eigin nafni, selur áfram hamborgara en notar nú innlent hráefni í staðinn fyrir hráefnið frá McDonald.

Það er fréttin sem á að berast frá Íslandi um þetta mál.

"McDonald verður undir í samkeppninni á Íslandi og lokar af því að þeir geta ekki boðið samkeppnishæf verð", það er fréttin

Það er McDonald sem ætti að hafa áhyggjur af þessu máli en ekki við Íslendingar. Svona frétt gæti verið fyrsta fréttin af fyrsta Dómínó kubbnum í McDonald keðjunni. Það eru ábyggilega fleiri umboðsaðilar en sá Íslenski sem eru að kikna undan græðgi / orki McDonald keðjunnar á því hráefni sem þeir eru að senda á þessar hamborgarabúllur. Þessir umboðsmenn hugsa sjálfsagt margir með sér, "Já auðvita eigum við í kreppunni að gera það sama og þeir á Íslandi, spara okkur stórfé í innkaupum og kaupa innlent hráefni en bjóða upp á sama matseðil".

Þetta er fyrst og fremst slæm auglýsing fyrir McDonald þegar það fréttist að þeir hafi verið reknir frá Íslandi af því að þeir eru með of há verð.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 26.10.2009 kl. 22:13

3 Smámynd: Haraldur Hansson

Þú hittir naglann á höfuðið Friðrik. Ég ætlaði að skrifa blogg í þessum dúr en eftir að hafa lesið þetta og fyrra komment þitt hér hef ég engu við að bæta.

Bara hissa á að enginn hafi notað "I'm lovin' it" í fyrirsögn á bloggi um málið.

Haraldur Hansson, 27.10.2009 kl. 09:12

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

hvað hefur McDonald´s gert af sér til að verðskulda þessa athygli

Jón Snæbjörnsson, 27.10.2009 kl. 11:59

5 identicon

McDonalds er með franchise á algeru drasli. Svo skal það vera innflutt í þokkabót. Jæja, ég græt þá ekki, enda flestir staðir betri á landinu til að fá sér hammara.

Það var sem sagt aldrei til íslenskur McDonald's. Skilyrði að hann væri innfluttur, og á meðan frægðin eingöngu seldi hann, þá var það hin ófræga króna sem drap hann.

R.I.P. McDonald

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 16:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband