Miðvikudagur, 5. ágúst 2009
Opinberir aðilar að drepa niður allt tengt byggingaiðnaði
Það er ljóst að það á ekki að skipta niður birgðunum jafnt á milli atvinnugreina í þessari kreppu. Sumum er ætlað að bera meiri og þyngri birgðar en aðrir. Svo eru það sumir sem eiga engar birgðar að bera.
Engum sem er í stéttarfélagi sem skamstafast BSRB hefur verið sagt upp störfum þó hér geisi dýpsta kreppa frá Lýðveldisstofnun. Á sama tíma er nær öllum framkvæmdum á vegum opinberra aðila slegið á frest.
Vöxtum er haldið það háum að nánast engir hreyfa sig, hvorki við nýbyggingar, viðhald eða kaupa fasteignir. Þetta þykir mönnum allt í "gúddý" en að segja upp einum opinberum starfsmanni, nei, guð forði okkur frá því!
Botnlaust atvinnuleysi, fjöldagjaldþrot og landflótti þykir hið besta mál og alls ekki neitt til að gera veður út af í starfsgreinum sem tengjast byggingaiðnaðinum.
Já, mönnum er ætlað misjafnt hlutskipti í þessari kreppu undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur.
Mynd: Flugstöðin í Kulusuk er Íslensk arkitekta- og verkfræðihönnun.
110 sagt upp í hópuppsögnum í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2009 kl. 10:00 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Höfundur er verkfræðingur, M.Sc. frá Tækniháskóla Danmerkur í Kaupmannahöfn, DTU. Hefur rekið Verkfræðistofu FHG ehf. frá 1992.
Áhugamaður um stjórnmál, tækni og vísindi
Netfang: fridrikhansen@gmail.com
Forsíðumyndin sýnir þrívítt líkan af námunni í Lambafelli, Þrengslum.
Tenglar
Mínir tenglar
Efni
Nýjustu færslur
- Er gróið land betra að binda koltvísýring, CO2, en skóglendi?
- Steypan verður á endanum kolefnishlutlaus
- Að banna bensín- og díselbíla er aðför að fresli og lífsgæðum
- Veðurstofa Íslands að bregðast okkur öllum?
- Er jarðskjálfta- og eldgosa hrina framundan?
- En hefur magn CO2 í andrúmslofti einhver áhrif á hitastig jar...
- En hefur eitthvað hlýnað frá aldamótum?
- 82% þjóðarinnar vill fá að kjósa um framhald viðræðna við ESB...
- Pólitískur möguleiki að núverandi ríkisstjórn verði óvinsælli...
- Barðir og bitnir mæta ráðherrar og stjórnarþingmen á Búnaðarþing
- Fámennur hópur karla á landsbyggðinni leiðir andstöðuna við a...
- 75% þjóðarinnar vill ljúka samningum og borðleggjandi að þjóð...
- Þúsundir skrifa nú undir nýja undirskriftarsöfnun að halda áf...
- Allt stefnir nú í aukna alþjóðlega einangrun og aukna fátækt
- Sameinumst á bak við kröfu Framsóknar og fjarlægjum snjóhengjuna
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 871
- Frá upphafi: 365426
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 769
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Arinbjörn Kúld
- Ágúst H Bjarnason
- Árni Gunnarsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Áslaug Friðriksdóttir
- Baldvin Jónsson
- Bergur Thorberg
- Birgir Viðar Halldórsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Óskar Halldórsson
- Bjarni Kristjánsson
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Jóhannsson
- Eggert Guðmundsson
- Einar Björn Bjarnason
- Einar Vignir Einarsson
- Elle_
- Emil Örn Kristjánsson
- Evrópusamtökin, www.evropa.is
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Eyþór Árnason
- Finnur Bárðarson
- Friðgeir Sveinsson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Gerður Pálma
- Gestur Guðjónsson
- gudni.is
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gylfi Björgvinsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Halldór Jónsson
- Hallur Magnússon
- Haraldur Baldursson
- Haukur Baukur
- Heidi Strand
- Helga Sigrún Harðardóttir
- Helgi Jóhann Hauksson
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Himmalingur
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjalti Tómasson
- Hrannar Baldursson
- Hörður Halldórsson
- Hörður Valdimarsson
- Indriði Haukur Þorláksson
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ívar Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Jóhann Páll Símonarson
- Jóhannes Ragnarsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jón Magnússon
- Jón Steinar Ragnarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Ólafur Vilhjálmsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- Kama Sutra
- Karl Ólafsson
- kreppukallinn
- Kristján Baldursson
- Kristján Björnsson
- Kári Harðarson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Lárus Gabríel Guðmundsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Letigarðar
- Lúðvík Lúðvíksson
- Már Wolfgang Mixa
- Magnús Jónasson
- Magnús Jónsson
- Marinó G. Njálsson
- Morgunblaðið
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ómar Bjarki Smárason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Ingólfsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Skúli Sigurðsson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sumarliði Einar Daðason
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Hrólfur Þ Hraundal
- Einar Karl
- Guðmundur Pálsson
- Vilhjálmur Árnason
- TARA
- Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)
- Þráinn Jökull Elísson
- Þorsteinn Siglaugsson
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Gestur Halldórsson
- Samstaða þjóðar
Athugasemdir
Góður punktur Friðrik. Byggingariðnaðurinn og fasteignamarkaðurinn eru bræður. Báðir munaðarlausir í hátt í tvö ár núna.
Guðmundur St Ragnarsson, 6.8.2009 kl. 00:43
Ekki gleyma útboðsbanninu sem Geir Haarde og Árni Matthisen settu á í ársbyrjun 2006. Það bann hefur í raun aldrei verið afnumið.
Friðrik Hansen Guðmundsson, 6.8.2009 kl. 17:48
BSRB er ekki stéttarfélag. Þetta eru samtök margra ólíkra stéttarfélaga... sum eru meira að segja ekki með opinbera starfsmenn í sínum röðum. Mitt stéttarfélag var með 1200 félaga fyrir kreppu en þeim hefur fækkað um rúmlega 120 frá því um mitt ár í fyrra eða um 10%.
Það er leiðinlegt að sjá fullyrðingar þarna sem standast ekki og sýna að höfundurinn er ekki með upplýsingar sem þarf til að skrifa svona pistil réttan.
Jón Ingi Cæsarsson, 6.8.2009 kl. 23:34
Sæll Jón
Er það ekki "hárfínt" matsatriði hvort menn telja Bandalag starfsmanna ríkis og bæja vera "stéttarfélag" eða ekki?
Það sem ég er að vísa til er sú pólitíska stefnumótun sem tekin var hér fljótlega eftir bankahrun að staðið skuli vörð um störf opinberra starfsmanna og að engum þeirra verði sagt upp störfum. Oddvitar Sjálfstæðismanna eins og Borgarstjórinn í Reykjavík er þar engin undantekning. Borgarstjóri hefur margoft líst því yfir og hælt sér af því að engum starfsmanni borgarinnar hafi verði sagt upp og það standi ekki til að segja neinum upp. Á sama tíma sker borgin niður framkvæmdir og viðhald án þess að blikka auga. Þessi niðurskurður hefur valdið og er að valda gríðarlegum atvinnuleysi og gjaldþrotum í greinum tengdum byggingariðnaðinum.
Ekki veit ég í hvaða stéttarfélagi þú er né hvort þessi fækkun starfsmanna er vegna uppsagna eða hvort ekki sé ráðið í störf ef menn hætta sökum aldurs eða af öðrum orsökum. Það er heldur ekki það sem ég er af fjalla um. Ég er í þessari grein að gagnrýna pólitíkina sem kosnir fulltrúar okkar eru að vinna eftir þar sem einstaklingum er mismunað eftir hvaða starfi þeir gegna og í hvaða "stéttarfélagi" þeir eru.
Svo má ekki ræða þessi mál, við byggingakallarnir eigum bara að "bera það sem okkur ber" og halda kjafti. Eru það ekki skilaboðin sem þú er að senda mér með þessum athugasemdum þínum?
Friðrik Hansen Guðmundsson, 7.8.2009 kl. 00:04
Það er ekki hárfínt atriði...BSRB eru heildarsamtök rúmlega 40 stéttarfélaga og hefur sömu stöðu og ASÍ á hinum almenna markaði. BSRB hefur ekki það hlutverk að gera karasamninga ... það liggur hjá einstökum stéttarfélögum innan sambandsins.
Stéttarfélagið mitt hefur eigin kjarasamning og sjálfstæðan samningsrétt og við greiðum atkvæði um hann innan okkar vébanda. BSRB er fyrst og fremst stoðdeild þessara stéttarfélaga og rekur orlofsbyggðir og ýmsa aðra þjónustu fyrir félögin.
BSRB er alls ekki stéttarfélag og hefur enga stöðu sem slíkt ... og félögin innan þessar samtaka eru ólík og staða starfsmanna innan þeirra afar ólík og mismunandi.
Ég er ekki að senda nein skilaboð til þín önnur en þú farir rétt með...
Jón Ingi Cæsarsson, 7.8.2009 kl. 00:19
Friðrik,
Aðrar greinar fylgja fast hér á eftir eins og verslun og ýmiss þjónusta. Þær greinar sem hafa orðið minnst undir eru:
Opinber störf
Ferðaþjónusta
Sjávarútvegur
Landbúnaður
Svo eru greinar sem blómstra sem aldrei fyrr og eru í rífandi uppgangi og þar trónir efst: Útseld vinna lögfræðinga
Aðsókn að löfræðideildum "háskólanna" hlýtur að aukast nú.
Andri Geir Arinbjarnarson, 9.8.2009 kl. 16:19