Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Fækkum sendiráðum úr 17 í 6, skerum utanríkisþjónustuna niður um 80%.
Ég vil fækka sendiráðum úr sautján í sex. Ég vil halda sex sendiráðum. Í Kaupmanahöfn, Osló, Stokkhólmi, Brussel, Peking og Kanada.
Er þetta ekki passlegt umfang? Við höldum okkar gömlu sendiráðum á hinum Norðurlöndunum, í höfuðstöðvum ESB, eitt í Asíu og eitt í Ameríku. Höfum það í Kanada í ljósi tengsla okkar við gömlu byggðir okkar Íslendinga þar.
Hinum sendiráðunum verði lokað og allar eignir seldar. Starfsmönnum þessara sendiráða öllum sagt upp og þeim stórlega fækkað í ráðuneytinu hér heima.
Í þeim gríðarlega niðurskurði ríkisútgjalda sem er framundan þá er þetta það ráðuneyti þar sem 80% niðurskurður útgjalda mun engin áhrif hafa á hag heimila, einstaklinga, fyrirtækja né heldur þjóðarhag.
Útþensla utanríkisþjónustunnar síðustu ár hefur verið hreint bull. Það er orðið löngu tímabært að fara í stórfelldan niðurskurð á þeim vettvangi. Utanríkisþjónustan og starfsmenn hennar búa ekki til neina peninga, þetta eru ekkert nema útgjöldin.
Því meira sem við skerum niður í utanríkisþjónustunni því minna þurfum við að skera niður í menntamálunum.
Ég vil sjá forystumenn stjórnmálaflokkanna lofa okkur miklum niðurskurði í utanríkisþjónustunni nú í aðdraganda kosninganna.
Mynd: Frá Esjuhlíðum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.4.2009 kl. 00:01 | Facebook
Athugasemdir
Heyr-heyr.... þótt fyrr hefði verið. Allt hernarðarbrölt frá tíð BB má líka missa sig, takk fyrir.
Dexter Morgan, 16.4.2009 kl. 00:20
Eina vitið að sjálfsögðu. Hef lengi haft þessa skoðun.
Davíð Löve., 16.4.2009 kl. 00:32
Á hvaða elliheimili á þá að senda þessa 11 pólítíkusa sem verða þá atvinnulausir? Það er allt fullt á Grund.
Kveðja, Björn bóndi
Sigurbjörn Friðriksson, 16.4.2009 kl. 01:18
Tækni & vísindi | mbl.is | 22.4.2008 | 13:53
Leiðinleg störf setja heilann á sjálfstýringu
HVER HEFUR SINN DJÖFUL AÐ DRAGA.
Fleiri Vísindamenn segja að leiðinleg störf valdi því að heilinn fari á eins konar sjálfsstýringu, og það geti leitt til alvarlegra mistaka, sem reyndar megi sjá fyrir með um 30 sekúndna fyrirvara með greiningu á heilastarfseminni.
Frá þessu greinir fréttavefur BBC, en niðurstöður vísindamannanna britast í Proceedings of National Academy of Sciences. Vonast þeir til þess, að hægt verði að búa til viðvörunartæki sem fylgist með heilastarfsemi þeirra sem sinna störfum þar sem mistök geta verið dýrkeypt, eins og til dæmis flugmenn.
Segja vísindamennirnir ennfremur að slíkt tæki gæti reynst einkar vel fyrir þá sem sinna sérlega einhæfum störfum þar sem erfitt sé að halda einbeitingu, eins og til dæmis vegabréfaeftirliti.
Í rannsókninni kom það vísindamönnunum verulega á óvart að 30 sekúndum áður en þátttakandi gerði mistök mátti sjá mjög greinilega breytingu á heilastarfseminni, sagði dr. Stefan Debener við Southampton-háskóla.
„Heilinn fer að spara orku með því að stytta sér leið við sama verkefni. Það dregur úr virkni í framheilanum, og virkni eykst á svæði sem tengist hvíldarstöðu.“
Þetta er ekki til marks um að heilinn sé að sofna, segir Debener. „Sjálfsstýring væri betri líking. Það má draga þá ályktun að tilhneigingin til orkusparnaðar leiði til þess að of mikið sé dregið úr viðleitnin, og það valdi mistökunum.“
Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.4.2009 kl. 06:39
Þetta er góð hugmynd!
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 10:43
Góður frændi.
Elvar Atli Konráðsson, 16.4.2009 kl. 15:39
Þessi hugmynd er ekki góð, því það er bráðnauðsynlegt að stórefla '' markaðssetningu Íslands '' á nýjan leik, með breyttum forsendum á erlendri grund. Sendiráðanetið er tilvalið til þessa verkefnis, en við verðum auðvitað að breyta stefnunni og forðast '' hanastélspólitík '' í þessum sendiráðum og skipa fjölmiðla og markaðssérfræðinga í stöður þarna til að endurheimta það traust sem Ísland átti fyrr á dögum. Okkur vantar erlendan gjaldeyri og sendiráðin eiga að stuðla að eflingu á því sviði. Þetta er betri lausn.
baldvin berndsen (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 17:32
Björn Bóndi : Þetta snýst ekkert um einhverja 11 einstaklinga, heldur börn þeirra og aðra ættingja að auki sem fá þægilega vinnu í sendiráðum úti um heim.
Spyrjið bara fóstursonson Landsvirkjunar (Friðriks) hvernig hann hafi haft það í Afríku um árið og út á hvað kauði fékk starfið.
Björn I (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 22:20
Þetta er góð hugmynd. Löngu tímabært að fækka senduráðum.
Það er vel hægt að stunda markaðssetningu án þess að halda úti rándýrum sendiráðum fyrir kokteilboð.
Senda svo þessa uppgjafapólitíkusa í að vinna samfélagsstörf á meðan þeir þyggja há eftirlaun!
Bragi Einarsson, 17.4.2009 kl. 09:27
Löngu tímabært... en leggja líka niður varnarmálastofnun. Nokkrar miljónir þar!
Einar Þorbergsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 09:54