Miðvikudagur, 11. mars 2009
Næst fram réttlæti eftir allt?
Eftir að hafa hlýtt á Evu Joly hjá Agli Helgasyni og lesið hér að hún er nú orðin ráðgjafi íslenskra yfirvalda varðandi rannsóknir á efnahagsbrotum þá kviknar allt í einu hjá mér von um að við náum kannski fram réttlæti eftir allt.
Eins og málum var háttað þá hafði ég enga von um að ætlunin væri að komast til botns í því sem hér átti sér stað. Þegar bankarnir féllu þá var það samdóma álit allra að það yrði að fá erlenda sérfræðinga til að rannsaka ástæður þess og hvort hugsanleg efnahagsbrot hefðu átt sér stað.
Í stað þess að ráða manneskju eins og Evu Joly í október í fyrra þá fékk þáverandi dómsmálaráðherra tvo feður, þá Valtý Sigurðsson og Boga Níslen til m.a. að rannsaka embættisfærslur sona sinna. Annar sonurinn var forstjóri Exista hf., hinn sonurinn yfirmaður lögfræðideildar FL Group hf. Feðurnir áttu síðan að gefa dómsmálaráðherra álit sitt á því hvort þörf væri á frekari rannsókn.
Ég hef aldrei orðið vitni að jafn blygðunarlausri tilraun til yfirhylmingar af hálfu stjórnsýslunnar. Þá missti ég alla von um að það væri ætlun stjórnvalda að rannsaka þessi mál af alvöru. Mér varð ljóst að þessum málum öllum átti að sópa undir teppi.
Nú vaknar hins vegar von hjá mér og væntanlega fleirum sem krefjast réttlætis.
Gagnrýnir fámenna rannsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:29 | Facebook
Athugasemdir
Já það var dapurlegt að fylgjast með því hvernig ráðherrar Sjálfstæðisflokksins brugðust við eftir bankahrunið. Kannski var það ekki fyrr en þá sem augu margra opnuðust fyrir því hversu rotin tengsl stjórnmálamanna við fjármálaheiminn voru orðin. Stjórnsýslan og embættismannakerfið var orðið heimilisfólk Valhallar og fékk dagskipanir sínar þaðan. Ekki þarf annað en að skoða síðu Gústafs A. Níelssonar hér á blogginu og athugasemd hans við þessa sömu frétt til að sjá hvílíkum óróa þessi heimsókn Evu Joly hefur vakið í hugum sanntrúaðra flokksmanna. Svo hvet ég alla sem þetta lesa að skoða síðuna hans Lofts Altice Þorsteinssonar til að sjá hversu langt flokksdýrkun getur leitt menn.
En nú er bara að vona að rannsóknarnefndin fái frið til að rannsaka þessi mál en ekki er ég alltof bjartsýnn eftir að hafa séð hversu mikinn ótta ýmsir hafa af þessari rannsóknarkonu.
Árni Gunnarsson, 11.3.2009 kl. 10:11
Ég er ekki hissa þó fari um suma.
Rannsókn hennar á Elf málinu leiddi af sér dóma yfir, auk fjárglæframannanna sjálfra, bæði embættismönnum og stjórnmálamönnum.
Hvað skyldu þræðir athafnamanna ná langt inn í íslenska stjórnkerfið ?
Hjalti Tómasson, 11.3.2009 kl. 17:54
Ég hafði líka misst vonina um að rannsóknir og kannski sakfellingar næðu fram að ganga. Við setningu hinnar 3ja manna rannsóknarnefndar og við skipun sérstaks saksónara vaknaði pínulítil von. En hvað vakir fyrir fólki að hafa nokkra menn við rannsókn á erfiðu og umfangsmiklu máli? Og með fullri virðingu fyrir rannsóknarmönnum og saksóknurun, en hvaða lokapunkti geta nokkrir hálfeinsamlir og undirmannaðir menn náð þarna? Og svo fann engillinn hann Egill, EVA JOLY. Kannski getur þessi hæfi rannsóknarmaður opnað gáttina?
EE elle (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:30
Þ.e. saksóknara og saksóknurum. (E-ð erfitt orð fyrir mig!? )
EE elle (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 18:33
Eva Joly hefur góða reynslu í efnahagsbrotum og mun reynsla hennar vafalaust nýtast okkur Íslendingum vel. Ég treysti henni fullkomlega til að aðstoða ríkisstjórnina sem og að uppræta aðra spillingu.
Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 19:48
Hver var nidurstada Valtys og Boga i stuttu mali ef einhver var?
Kristjan Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2009 kl. 21:01
Loksins gerir ríkisstjórnin eitthvað sem vekur von.
Offari, 11.3.2009 kl. 22:45