Rétt ákvörðun hjá formanni Samfylkingarinnar að segja af sér.

Geir og ISGSem annar af tveim forystumönnum í síðustu ríkisstjórn þá bar formaður Samfylkingarinnar sömu ábyrgð og formaður Sjálfstæðisflokksins á mesta efnahagshruni sem nokkurt land í Evrópu hefur mátt þola frá lokum seinni heimstyrjaldarinnar. Þessir tveir forystumenn þeir áttu að axla sína ábyrgð og segja af sér og hverfa af vettvangi. Það hafa þeir nú báðir gert.

Ekki þarf þjóðin að hafa áhyggjur af fjárhagsstöðu þessa fólks. Þau hætta á réttum tíma til að tryggja sér lúxuskjör samkvæmt eftirlaunafrumvarpi Davíðs Oddssonar. Þau lenda ekki í þeim "hörmungum" að þurfa að þiggja eftirlaun eins og ótýndir menntaskólakennarar eins og verður hlutskipti þingmanna þegar nýja eftirlaunafrumvarpið hefur verður samþykkt.

 


mbl.is Ingibjörg Sólrún hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Sammála þér það var kominn tími til að Ingibjörg segði af sér, blessuð konan er búinn að vera fárveik í langan tíma og hún verður líka að taka á sig ábyrgð að þessu bankahruni.

Skúli Sigurðsson, 8.3.2009 kl. 18:19

2 identicon

Það er nú nokkuð langt gengið að segja að formaður Sjálfstæðisflokksins, sem var fjármálaráðherra þegar kerfið sem hrundi varð til og var forsætisráðherra þegar það hrundi og ISG sem var utanríkisráðherra í rúmt 1 1/2 ár beri sömu ábyrgð. En þetta er auðvitað ekki keppni í ábyrgð heldur pólitík. Mér þykir líka heldur ósmekklegt að tala um lúxuskjör ISG. Hún var jú ekki ráðherra nema í í 17 mánuði og þingmaður í sjö ár eða svo. Þótt eftirlaun þingmanna hafi verið góð, þá skapar slíkt engin lúxuskjör -- og alls ekki fyrir manneskju á hennar aldri.

GH (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 20:06

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ekki gleyma bónusnum sem formenn flokka fá samkvæmt eftirlaunalögum DO.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.3.2009 kl. 22:29

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband