Mánudagur, 2. febrúar 2009
Borgum skattana frísk og í fullu starfi.
Þessu framtaki heilbrigðisráðherra ber að fagna.
Ég vil borga mína skatta þegar ég er frískur og í fullu starfi. Ekki þegar ég er veikur og þarf að leggjast inn á sjúkrahús.
Ef þarf að leysa tímabundin fjárskort í heilbrigðiskerfinu þá á ekki að gera það með því að leggja skatta á sjúklinga.
Ég var ósammála fyrrverandi heilbrigðisráðherra og varaformanni Sjálfstæðisflokksins þegar þau héldu því fram að það væri bara tvennt í stöðunni varðandi heilbrigðismálin, flatur niðurskurður eða hækkun þjónustugjalda. Þetta er leið "Íslensku Thatcheristanna".
Ég veit að fyrir fólk með eina og hálfa milljón í laun á mánuði þá skipta þessi gjöld engu máli. Þau skipta hins vegar fólk með hundrað og fimmtíu þúsund á mánuði miklu máli. Því má aldrei gleyma. Ég neita að trúa því að það hafi verið almennur vilji minna gömlu félaga í Sjálfstæðisflokknum að leggja á þessi gjöld.
Má ég þá frekar biðja um almennar skattahækkanir, hækkun skatta á fjármagnstekjur eða hátekjuskatt sem leggst á laun hærri en laun forsætisráðherra.
Sjá nánar hér áherslur okkar í Norræna Íhaldsflokknum í heilbrigðismálum og skattamálum.
Innlagnargjöld afnumin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Athugasemdir
Innritunargjöldin voru röng ákvörðun og gott að þau voru afnumin. Skipulagsbreytingarnar í Heilbrigðiskerfinu hafa mætt mishörðum viðbrögðum. Frá því að vera jákvæð á Vesturlandi og til þess að vera næsti bærvið skemmdarverk í Hafnarfirði.
Mér finnst GÞÞ vera að leggja til margt skynsamlegt í þessum tillögum, en játa líka að ég hef ekki kynnt þér þær til hlýtar.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 3.2.2009 kl. 00:42